Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2000, Qupperneq 2
20
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2000
Sport
Hvað finnst þér?
Hvaða leikmaður
íslenska landsliðsins
stóð sig best á
Evrópumótinu í
handbolta í Króatíu?
Friðleifur Gunnlaugsson:
Þetta hefur veriö ósköp
dapurt og ég vll ekki taka
neinn ákveðinn út.
Hörður Þorsteinsson:
Það er ungi strákurinn, hann
Guðjón Valur Sigurðsson.
Hann stóð sig frábærlega þegar
hann fékk tækifærið.
Edwin Rögnvaldsson:
Gústaf Bjarnason. Hann hefur
sýnt jafnasta leikinn á mótinu
og það er alltaf hægt að treysta
á hann.
Jakobina Cronin:
Gústaf Bjamason og Róbert
Sighvatsson hafa sýnt mestan
stöðugleika í leikjum liðsins.
Ragnar Ólafsson:
Róbert Sighvatsson. Hann
virðist vera i toppformi. Hinir
virðast ekki vera í þvi formi
sem þarf til að standa sig á
svona stóru móti.
DV
Lyfta verður
grettistaki
- læra þarf af mistökunum í Króatíu. Ísland-Úkraína 26-25 og 11. sætið
Islenska landsliðinu handknattleik
tók loksins að innbyrða sigur á Evr-
ópuótinu í Króatiu þegar liðið lagði
Úkraínu i leik um 11. sætið í viðureign
þjóðanna í Rijeka með 26 mörkum
gegn 25. Það fór vel á því að Róbert Sig-
hvatsson, besti maður íslenska liðsins,
skoraði sigurmarkið skömmu fyrir
leikslok af línunni og lék hann manna
mest í keppninni. Þessi sigur var
móralskur fyrir liðið en engu að síður
varð hlutskipti þess að hafna í
næstneðsta sæti mótsins af tólf þjóð-
um. Þetta er árangur sem enginn unir
við og ljóst er að mikil vinna blasir við
innan handknattleikshreyfmgarinnar
að rétta liðið við sem hefur verið flagg-
skip sambandsins um árabil.
Allir sem koma nálægt liðinu geta
að mörgu leyti dregið vissan lærdóm af
þessari keppni. Þaö fór ýmislegt úr-
skeiðis og af þeim mistökum verða
menn að læra. Ýmis utankomandi
vandamál, svo svo meiðsl og annað,
settu að vísu strik í reikninginn en það
mátti gera miklu betur og 11. sætið er
niðurstaða sem enginn, sem vill hand-
boltanum vel, sættir sig við. Fram hjá
þeirri staðreynd verður ekki litið að
liðið féll á prófmu. Það fær fljótlega
tækifæri aftur og þá kemur í ]jós hvort
það er tilbúið að standast atlöguna.
Það blasir við virkileg uppstokkun
og rótfóst framtíðarsýn til að byggja
upp gott landslið. Að þeirri uppbygg-
ingu verða allir að koma sem valdir
hafa verið til að vinna innan hand-
knattleikshreyfingarinnar, enginn get-
ur skorast undan í þeim efnum. Hand-
boltinn stendur á vissum krossgötum
eftir þetta Evrópumót, taka verður
strax á vandamálinu og gera allt sem i
valdi stendur til að koma landsliðinu
til veg og virðingar á nýjan leik.
Landsliðið hefur oftsinnis skemmt
þjóðinni. í þetta skipti gerði liðið það
ekki og nú verður að blása til sóknar
að öllum mætti.
Þótt innanhússvandamál hafi gert
umhverfið erfitt, svo sem fjárhags-
vandamál, verður að spyma við fótum,
bretta upp ermar og nýta alla þá krafta
sem fyrir hendi eru. Takmarkið er ein-
falt; gera landslið okkar betra en það
er í dag og ef tekið er á því máli með
skynsömum hætti er allt hægt. Ef ekk-
ert gerist drögumst við enn aftur úr og
hver vill það?
Staðan í dag liggur ijós fyrir. Þor-
bjöm Jensson á ærinn starfa fyrir
höndum. Honum er falið af æðstu
valdastofnun handknattleiksins í land-
inu að stjóma skipinu og búa verður
honum gott starfsumhverfi. HSÍ verð-
ur að búa honum eins skapandi um-
hverfi og unnt er.
Viðureignin við Úkraínu var bam-
ingur frá upphafi eins og við mátti bú-
ast. íslenska liðið átti lengstum fmm-
kvæðið en lenti þó stundum í tölu-
verðu basli. Aftur og aftur blöstu sömu
vandamálin við. Sóknin var mistæk og
vörnin var að sama skapi ekki sann-
færandi. Neistinn var þó á köflum iif-
andi og hann fleytti liðinu alla leið.
Það að vinna sigur var á vissan hátt
plástur á sárið sem hafði stækkað ört í
riðlakeppninni. Liðið hafnaði allténd
ekki i neðsta sæti í fyrstu úrslita-
keppni sinni á meðal tólf bestu þjóða í
handknattleik í Evrópu en sárið er
engu að síður til staðar.
Róbert Sighvatsson stóð upp úr í ís-
lenska landsliðinu i þessum leik, sem
og í allri keppninni. Hann er leikmað-
ur sem gefst aldrei upp og geta aðrir
leikmenn í liðinu tekið sér hann til fyr-
irmyndar. Valdimar Grimsson gerði
enn fremur ágæta hluti. Hann sýndi
fyrir keppnina mikla atorku í meiðsl-
um sínum. Hann var ákveðinn að
koma sér í gang og óx ásmegin með
hverjum leik. Hann er leikmaður sem
gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.
-JKS
94%
Skotnýting Valdimars
Grimssonar (9 af 10) og
Róberts Sighvatssonar
(6/6) í leiknum, samtals 15
mörk úr 16 skotum. Hinir
leikmenn liösins þurftu
aftur á móti 25 skot til að
skora hin 11 mörkin (44%).
16
og
+10
14
20
Guðmundur Hrafnkelsson og
Sebastian Alexandersson
vöröu samtals 24 skot 1
leiknum. Guðmundur tók 19 af
fyrstu 33 en eftir 7 mörk
Ukraínu í röð kom Sebastian
inn og varði 5 af síðustu 10.
Það ótrúlegt að íslenska
liðiö skyldi vinna leik sem
þaö tapar alls 16 boltum í.
Úkraínumenn töpuðu
aðeins 6 eða 10 færri en
íslenska liöiö.
Róbert Sighvatsson fiskaði 4
viti og tvo Úkraínumenn út
af i tvœr minútur í leiknum,
auk þess sem hann nýtti öll
sex skot sín. Róbert flskaði
alls 14 viti á EM í sex leikjum
og mótherjamir hvíldu i 20
mínútur eftir að hafa brotið á
kappanum.
Ólafur Stefánsson sendi átta
' . . stoðsendingar í leiknum gegn
" Úkraínu og átti samtals 37
stoðsendingar í keppninni,
þar af 13 inni á línu Ólafur
sendi átta sinnum á Gústaf, 7
á Valdimar, 6 á Róbert, 5 sá
Patrek, 5 á Guðjón, 2 á Magn-
ús, og 1 sinni á þá Magnús Má,
Dag, Duranona og Sigurð.
-ÓÓJ
íslenska landsliöiö eftir sigurinn gegn Úkraínu.
Erfftt andlega
„Það er léttir að þessari keppni skuli vera lokið.
Hún er búin að vera mjög erfið líkamlega og ekki
síður andlega. Það hefur tekið virkilega á
taugamar að þurfa að sætta sig við tap dag eftir
dag. Það var móralskt mjög gott fyrir okkur að
vinna Úkraínu,“ sagði Dagur Sigurðsson við DV
eftir síðasta leik liðsins á Evrópumótinu í Króatíu.
„Ég sé ekki ástæðu til að örvænta neitt og við
verðum að halda ró okkar. Ég hef oft bent á að eftir
HM 1997 voru allir ánægðir. Síðan þá hefur liðið
séð á eftir sterkum leikmönnum á borð við Geir
Sveinsson og Júlíus Jónasson. Að auki léku Bjarki
og Konráð ekki með okkur hér. Allt eru þetta
miklir reynslumenn og þetta gerir það að verkum
að liðið er ekki eins massíft og áður. Einnig vantar
nokkuð upp á snerpu, getu og sjálfsöryggi hjá þeim
lykilmönnum sem nú eru i liðinu. Þetta finnst mér
vera aðalatriðið," sagði Dagur Sigurðsson. -JKS
R
Island26(13) - Ukraína 25 (12)
l-O, 1-1, 3-1, 5-2, 6-4, 6-5, 7-6, 9-8, 11-9, 11-11, 12-12 (13-12), 13-14,
15-14, 16-16, 18-18, 19-18, 19-21, 22-21, 23-23, 24-23, 25-25, 26-25.
Island
Mörk (skot/tapaóir): Valdimar Grímsson 9/4
(10/0), Róbert Sighvatsson 6 (6/1), Patrekur
Jóhannesson 4 (5/2), Ólafur Stefánsson 3 (8/5), Guðjón Valur Sigurðsson
2 (3/1), Dagur Sigurðsson 1 (4/2), Sigurður Bjamason 1 (5/5).
Stoðsendingar: Ólafur 8, Patrekur 3, Valdimar 1, Guðjón 1, Sigurður 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 19 (39/3 á sig), Sebastian
Alexandersson 5 (10/1 á sig).
Brottvisanir: 8 mínútur. Vitanýting: Skorað úr 4 af 4.
Áhorfendur: 50. Gœði leiks (1-10): 6. Dómarar (1-10): Pendic og Majstorovic frá Júgóslaviu (7).
Ukraína
Mörk: Oleg Velykyy 11/4, Ruslan Prudius 6,
Yuriy Khaukha 2, Vitaliy Nat 2, Yuriy
Petrenko 2, Vyacheslav Lochman 1, Dmytro Provorinikov 1.
Varin skot: Oleg Nagomyy 14.
Brottvisanir: 6 mínútur. Vítanýting: Skorað úr 4 af 5.