Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2000, Page 4
22
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2000
Sport
i>v
Tölfræði Islands
áEM 2000
Guömundur Hrafnkels-
son varði 42,3% þeirra
skota sem á hann komu,
15,2 að meðaltali í leik.
Guðmundur varði 46,8%
skota maður gegn manni en
þó aðeins 13% vítanna og
49,3% skota af 9 metrum.
Bergsveinn Bergsveinsson varði 5
skot af 16 (31,3%) og Sebastian Alex-
andersson 14 af 41 (34,1%).
Róbert Sighvatsson nýtti
80% skota sinna (16 af 20),
fiskaði auk þess 14 víti og
stal 6 boltum og var hvort
tveggja það mesta hjá
liðinu. Róbert fiskaði líka
flesta andstæðinga út af,
eða samtals i 20 mínútur.
Magnús Már Þóröarson
fékk að spreyta sig gegn Portúgal og
skoraði þá 2 mörk úr 4 skotum en lék
ekki með nema í rúmar 18 mínútur.
Valdimar Grímsson varð
markahæstur í íslenska
liðinu með 41 mark í 6
leikjum eða 6,8 að meðal-
tali en Valdimar nýtti
81,5% vítanna (22 af 27) og
19 af 28 skotum utan af
velli. Sjö marka hans
komu eftir hraðaupp-
hlaup. Valdimar átti 9 stoðsendingar
og tapaði 5 boltum. Njöröur Árnason
lék aðeins fyrsta leikinn og misnotaði
þá bæði skot sín. Njörður lék styst
allra leikmanna íslenska liðsins, eða
aðeins tæpar 12 mínútur.
Dagur Sigurösson nýtti aðeins 37,9%
skota sinna (11 af 29) sem var þriðja
slakasta skotnýting leikmanna. Hann
átti 12 stoðsendingar og tapaði 9 bolt-
um í hendur andstæðinganna.
Patrekur Jóhannesson
var grófasti leikmaður
liðsins en alls var hann
sendur átta sinnum út
af i kælingu. Patrekur
tapaði líka flestum bolt-
um, eða 16. Patrekur
nýtti 45,7% skota sinna,
21 af 46, en þó aðeins 11
af 27 af 9 metrum. Patrekur átti líka 13
stoðsendingar og varði flest skot strák-
anna, eða 6.
Gústaf Bjamason skoraði flest mörk
allra úr hraðaupphlaupum, alls átta,
og nýtti 62,1% skota sinna (18 af 29) en
hann lék Utið í síðustu 2
leikjunum.
Guöjón Valur Sigurðs-
son skoraði 7 mörk úr 9
skotum í þeim 3 leikjum
sem hann lék. Þetta er
77,8% nýting en hann
gerði fjögur mörk eftir að
hafa leyst inn á línu.
Rúnar Sigtryggsson og Magnús Sig-
urösson léku nánast hara í vörninni
og fékk Magnús meðal annars 6 sinn-
um að hvíla sig en Magnús gerði 2
mörk en Rúnari tókst ekki að skora.
Ólafur Stefánsson kom
að gerð 59 marka is-
lenska liðsins. Hann
skoraði 22 úr 46 skotum
(47,8%) og átti síðan 37
stoðsendingar á félaga
sína. Ólafur skaut 31
sinni á markið fyrir
utan 9 metrana á þeim fjórum og hálf-
um tíma sem hann lék en það eru 8,7
mínútur milli skota. Hann átti líka
fleiri stoðsendingar en skot fyrir utan.
Ólafur gaf flest víti strákanna, eða 7,
en hann tapaði 15 boltum og stal 4 til
baka.
Róbert Julian Dura-
nona nýtti aðeins 1 af 15
skotum sínum fyrir
utan níu metrana. Sjö
skota hans voru varin í
vöminni og öll 6 niður í
vinstra hornið voru var-
in. Duranona skoraði 5
mörk úr 22 skotum (22,7%) en það var
versta nýtingin í liðinu. Hann fiskaði
fjögur víti og tapaði 2 boltum.
Siguröur Bjarnason nýtti aðeins 25%
skota sinna (2 af 8) og tapaði 7 boltum,
auk þess sem hann gaf 3 víti á þeim
tíma sem hann spilaði í vöminni.
íslenska liöiö fékk á sig 33 mörk út 48
sóknum, manni færriá mótinu, sem er
68,8% nýting mótherjanna. Sama töl-
fræði var 18 mörk úr 36 sóknum, með
einum manni meira. Islenska liðið lék
alls 41 sókn manni færri eða 16 fleiri
en andstæðingarnir.
íslensku markveröirnir voru slaka-
astir í vítum á mótinu en aðeins tókst
að loka fyrir 4 af 32 vítum, eða 12%. fs-
lensku markverðimir vörðu einu víti
meira en þau sem mótherjarnir hittu
ekki markið. -ÓÓJ
Makedónía
- ísland mætir Makedóníu í útsláttarkeppninni fyrir HM eftir ár
DV, Króatíu:
ísland dróst gegn Makedóníu í út-
sláttarkeppni fyrir heimsmeistara-
mótið í Frakklandi 2001. Dregið var
í Zagreb í hádeginu í gær. Leikið
verður heima og heiman og verður
fyrri leikurinn ytra helgina 3. og 4.
júní og síðari viðureignin á íslandi
helgina á eftir.
Af því að íslenska liðið var í
keppninni hér í Króatíu á liðið síð-
ari leikinn heima en það er talinn
góður kostur. Það ríkti almenn
ánægja á meðal forsvarsmanna HSÍ
sem voru viðstaddir dráttinn í gær.
Þessar sömu þjóðir mættust í út-
sláttarkeppni fyrir EM hér í Króa-
tíu í fyrrasumar. ísland vann fyrri
leikinn heima, 32-23, en tapaði í
Skopje, 32-29, og tryggði sér sæti á
EM á samanlagri markatölu.
„Það var það skásta í stöðunni og
mun betri kostur heldur en að fá
kannski Júgóslavana. Við eigum
jafna möguleika gegn þeim og við
þekkjum liðið vel frá leikjunum í
fyrrasumar. Við þekkjum aðstæður
í Makedóníu og það er mjög gott,“
sagði Þorbjöm Jensson landsliðs-
þjálfari.
Guðmundur Ingvarsson tók undir
orð Þorbjarnar og sagði að hann
heíði ekkert haft á móti því að fá
Pólverjana.
Makedónía er samt ágætis
mótherji en ferðlag þangað er dýrt.
Eftirtaldar þjóðir aðrar drógust
saman í útsláttarkeppninni. Sviss-
Úkraína, Júgóslavía-Danmörk, Pól-
land-Þýskaland, Ungverjaland-Nor-
egur og Tékkland og Noregur.-JKS
DV, Króatíu:
„Sigurvilji íslendinga var
meiri en hjá mínum mönnum og
það skipti sköpum. Þessar þjóðir
eru jafnar að getu en islenska
liðið er sterkt að mörgu leyti og
hefði ef til getað lent ofar með
smáheppni. Það sama get ég
einnig sagt um mitt lið. Ég er
ekki óánægður með framgöngu
liðs míns en ég er með ungt lið í
höndunum sem á framtíðina fyr-
ir sér. Þangað er hugsað og við
ætlum að koma þessu liði enn
framar á næstu árum,“ sagði
Vladyslav Tsyganok þjálfari
Úkrainu, eftir leikinn gegn ís-
lendingum.
Handknattleikssambönd í
Evrópu er misjafnlega í sveit sett
til að gera vel við landsliðsmenn
sína. Fyrir Evrópumótið fékk
hver leikmaður spænska lands-
liðsins um 600 þúsund fyrir það
eitt að keppa fyrir hönd þjóðar
sinnar á mótinu. Spænskur
handbolti er kominn að nýju inn
á réttar brautir eftir erfið ár þar
á undan. Félagsliðin eru aö rétta
úr kútnum og meira peninga-
streymi er inn í íþróttina.
Úkraínumaðurinn Oleg
Velyky, markahæsti leikmaður
Evrópukeppninnar, er eftirsótt-
ur af liðum í Þýskalandi og á
Spáni. Liðin þaðan hafa komist
að því að það þýðir ekkert að
reyna fá hann fyrr en eftir þrjú
ár. Velyky er ungur að árum og
vilja Úkraínumenn halda honum
aðeins lengur heima.
-JKS
Uppgjöf ekki í huga
þjálfara né leikmanna
DV, Króatíu:
„Viö vorum að mestu þungir í leiknum við Úkraínu.
Heppnin var með okkur í lokin og við lentum i 11.
sætinu. Við erum alla vega ekki neðstir og það er viss
sárabót miðað við allt sem á undan er gengið. í mínum
huga er engin uppgjöf, núna þarf að snúa við blaðinu og
huga að nýju framhaldi. Nýtt framhald er
útsláttarkeppnin í júní fyrir HM í Frakklandi 2001 og
fyrir hana verðum við að undirbúa liðið sem best. Ég er
alveg klár á því að hverjum einasta strák í liðinu líður
mjög illa yfir því að þetta fór svona og eru 100% tilbúnir
að gera hvað sem er til þess að gera betur. Það er alveg
sama með mig og þá að það er engin uppgjöf i hópnum,"
sagði Þorbjöm Jensson í samtali við DV.
Ekkert svartnætti, segir Valdimar Grímsson
„Maður er aldrei sáttur við það að lenda í 11. sæti af
tólf þjóðum. Ég er samt ánægður að yfirgefa mótið með
sigri í síðasta leik. Það er alltaf jákvætt að fá
sjálftraustið af stað og við getum dregið mikin lærdóm
af þátttöku okkar í mótinu. Við vorum mjög óheppnir í
undirbúningnum sem var frekar stuttur. Hann var ekki
eins og við höfðum allir vænst, auk þess sem margir
leikmenn voru meiddir. Af þessum sökum var erfitt
fyrir Þorbjöm að púsla þessu saman. Mér fannst þó
leikur liðsins batna með hverjum leik í mótinu en það
er engin launung á því að við hefðum þurft að fá fleiri
leiki fyrir keppnina,“ sagði Valdimar Grímsson.
„Við megum ekki líta á þetta sem svartnætti. Við
gerðum í buxurnar og það hefur svo sem gerst áður. Þá
hafa menn unnið sig upp úr því og gert betur næst. Það
ætlum við einnig að gera eftir þetta mót í Króatíu. Við
eigum hæfileikaríka menn heima og það er engin
spurning í mínum huga að framtíðin er björt,“ sagði
Valdimar.
-JKS
íslenskt sundfólk gerir lukku á alþjóðlegu sundmóti í Danmörku:
Stuð í sundinu
- níu íslandsmet eða jafnað, fimm aldursflokkamet og tvö mótsmet
Öm Arnarson setti íslands-
met í 50 metra skriðsundi
og komst inn á OL í 200
metra baksundi.
Jakob Jóhann Sveinsson
setti glæislegt íslandsmet í
200 metra bringusundi og
tryggði sig á OL f Sydney.
íslenskt sundfólk var í
stuði á opna Sjálandsmótinu
sem fram fór í Danmörku um
helgina en alls voru sett fjög-
ur íslandsmet í einstaklings-
sundi, eitt íslandsmet var
líka jafnað og önnur fjögur
féllu í boðsundi. Þá tryggðu
tveir sundmenn sér sæti á
Ólympíuleikunum í Sydney,
þrjú lágmörk náðust á Evr-
ópumótið og tvö mótsmet
féllu. Frábær helgi.
Jakob kom, sá og
sigraöi
Jakob Jóhann Sveinsson
var maður helgarinnar því
hann setti glæsilegt íslands-
met i 200 metra bringusundi
er hann synti á 2,18,14 mínút-
um og náði þar með inn á
Ólympíuleikannna í sumar
en Jakob vann gull í pilta-
flokki í bæði 100 og 200 metra
bringusundi.
Örn tryggði sætið
Örn Arnarson náði Ólymp-
íulágmarkinu í 200 metra
baksundi þegar hann synti á
2,03,84 mínútum en auk þess
setti Örn íslandsmet í fyrsta
spretti í 4x50 metra skrið-
sundi er hann synti á 23,80
sekúndum og vann síðan gull
í 100 metra skriðsundi og silf-
ur í 200 metra skriðsundi.
Friðfinnur Kristinsson
setti íslandsmet í 50 metra
flugsundi þegar hann tryggöi
sér brons á 25,38 sekúndum
en hann vann að auki sigur í
50 metra skriðsundi og brons
í 100 metra flugsundi.
Lára Hrund Bjargardóttir
synti á íslandsmeti í 200
metra skriðsundi þegar hún
varð í 2. sæti á 2,04,96 mínút-
um og Eydís Konráðsdóttir
jafnaði íslandsmetið í 50
metra flugsundi er hún synti
á 1,03,83 mínútum.
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir
náöi Iágmarkinu á Evrópu-
meistaramótið í 50 metra
baksundi, þegar hún synti á
30,89 sekúndum í fyrsta
spretti í boðsundi en auk
þess vann hún gull á mótinu
í 100 metra baksundi.
Hjalti Guðmundsson vann
til þrennra verðlauna, gull í
200 metra bringusundi á
2,24,40 mínútum, silfur í 100
metra bringu og loks brons 1
50 metra bringu. Þá setti
Hjörtur Már Reynisson pilta-
met í 50 metra flugsundi er
hann synti á 26,39 sekúndum.
Fjögur met hjá írisi
Keflvíkingurinn tris Edda
Heimisdóttir var sterk á mót-
inu og setti fjögur stúlkna-
met, tvö í 200 metra
bringusundi, það seinna á
2,37,85 mínútum og tvö i 100
metra bringusundi. Seinna
sundið synti hún á 1,13,89
mínútum en í báðum grein-
um sigraði Iris Edda mjög ör-
ugglega og náði með þessum
árangri inn í Ólympíuhóp
SSÍ. Þeim árangri náði einnig
Elín Sigurðardóttir sem synti
50 metra flugsund á 28,73 sek-
úndum sem tryggði henni
þátttökurétt á Evrópumótinu
í Helsinki í júlí.
Fjögur met í boðsundi
Boðsundsmet í 4x50 metra
greinum hafa ekki verið við-
urkennd áður og settu boð-
sundssveitir íslands met í
4x50 metra fjórsundi á 1,46,78
mínútum og 4x50 metra
skriðsundi á 1,37,14 mínútum
í karlaflokki og í 4x50 metra
skriðsundi á 1,48,45 mínútum
og í 4x50 metra fjórsundi á
1,59,59 mínútum í kvenna-
flokki. -ÓÓJ
Lára Hrund Bjargardóttir
setti íslandsmet i 200 metra
skriösundi þegar hún synti
á 2,04,96 mínútum.
íris Edda Heimisdóttir setti
fjögur stúlknamet í 100 og
200 metra bringusundi