Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 6
Teitur Þorkelsson og Andrea Róbertsdóttir eru nýjasta par bæjarins, Sjónvarpspar bæjarins, nánar tiltekið, en slúðursögur eru þó þegar farnar að ganga á þá leið að það sé eitthvað miklu meira en bara einn sjónvarps- þáttur á miili þeirra. Dramað mun útspila sig á Stöð 2 í sjónvarpsþættinum „Sjáðu“ sem hefst eftir viku. Teitur og Andrea eru enn eitt unga sjónvarpsparið sem mun dúkka upp á skjá landsmanna þennan veturinn. Teitur Þorkelsson og Andrea Ró- bertsdóttir þekktust ekki neitt fyr- ir um mánuði síðan þegar þau voru splæsuð saman til þess að sjá um splunkunýjan menningarþátt á Stöð 2. Parið virðist eins ólíkt og dagur og nótt. Hann svona hæglát- ur í framkomu á meðan hún lætur meira fyrir sér fara. Hún svona pæja, hann meira blátt áfram. „Við eigum eftir að þekkj- ast skrambi vel eft- segir og ir árið,“ Teitur glottir. „Þetta b y r j a r mjög vel. H a n n tekur til á skrif- borðinu sínu og er dug- 1 e g u r dreng- ur,“ seg- ir Andr- ea og brosir sætt til Teits og seg- ist fíla hann. „Andrea er hugmyndarík og drífandi stelpa. Hún er líka mjög þægileg í samskiptum," segir Teitur og lofsyrðin eru að keyra úr hófi fram. og myndlist. Ef það eru tónleikar, myndlistaropnanir eða frumsýn- ingar þá erum við þar. Við munum fjalla um þessi efni á hraðan, fersk- an og skemmtilegan hátt,“ segir Andrea. „Við munum koma með persónu- lega vinkla á þetta hefðbundna við- fangsefni og þetta verður ekki nein þurr og þunglamaleg menningar- umfjöllun. Við munum einnig taka fyrir það sem er að gerast út í heimi og verðum með okkar eigin fréttarit- ara í L.A.“ segir Teit- Með fréttaritara í L.A. Bæði Teitur og Andrea eru þjóðinni vel kunn. Síðustu árin hefur Teitur setið á fréttastofu Stöðvar 2 á meðan andlit og fót- leggir Andreu hafa birst i ótelj- andi tískuþáttum og auglýsingum bæði í blöðum og í sjónvarpi. í þættin- um „Sjáðu“ sem verður á dagskrá alla daga vikunnar í korter á undan frétt- um Stöðvar 2 munu þau hins vegar sýna á sér nýjar hliðar. Teitur mun losa bindishnútinn og Andrea mim loksins tala á skjánum. „Meiningin er að þátturinn taki fyrir allt það sem er að ger- ast í Reykjavík og víðar. Við mun- um fjalla um allt það sem er að gerast i bransanum: tónlist, kvik- myndir, hönnun, arkitektúr, tísku ur og lofar viðtölum við og fréttum af þjóðkimnu jafnt sem ókunnu fólki, en fyrst og fremst spennandi fólki. Ekki búinn að brenna bindin Frá 1997 hefur Teitur starfað sem fréttamaður á Stöð 2. Á skjánum hefur hann virkað sem þessi alvar- lega og traustvekjandi týpa og því kemur það líklega einhverjum á óvart að hann svissi yfir í svona „léttvægari dagskrárgerð". Var ekkert erfitt að ákveöa að fara úr fréttunum ? „Jú, þetta var svona fimm daga ákvörðun. En mig langaði til þess að gera eitthvað nýtt og ég hef trú á því að fólk eigi eftir að hafa gam- an af þessu og fólk muni horfa á þennan þátt,“ segir Teitur og fær sér sopa af kolsvörtu kaff- inu á meðan Andrea tekur það með mjólk út í. „Ég verð alltaf sami maðurinn. Ég er ekkert búinn að brenna bind- in mín eða neitt svoleiðis," segir Teitur um sitt nýja hlutverk. Nú hefur Andrea ekki eins mikla reynslu af fréttamennsku eins og þú. Hvernig helduróu að hún eigi eftir að plumma sig? „Ég hef engar áhyggjur af því að hún eigi ekki eftir að plumma sig vel á skjánum en vissulega verða landsmenn að kveða upp sinn dóm þegar þeir sjá hana en ég hef sjálf- ur engar áhyggjur," svarar Teitur. Andrea hefur líka ýmislegt meira en útlitið með sér. Stelpan er ekki bara leggjafögur heldur er hún lika drulluklár. Ekki bara var hún einum bekk á undan jafnöldr- um sínum allan grunnskólann heldur hefur hún lika lagt einn vet- ur í Hússtjómarskóla Reykjavíkur að baki, svo henni er ýmislegt til lista lagt. „Auðvitað tek ég þetta með stæl eins og hvað annað,“ segir Andrea sem er greinilega með sjálfsöryggið í lagi. Hökkuð í spað Með þættinum „Sjáðu“ bætast Teitur og Andrea I hinn fríða hóp sem fyrir er af ungum sjónvarps- pörum. Ekki hafa öll þessi sjón- varpspör fengið góða dóma og skemmst er að minnast gagnrýni á Kastljóssþáttinn. „Við erum alveg undir það búin að fá blússandi gagnrýni á okkur. Mér finnst til dæmis allt í lagi með Gísla Martein og Rögnu Söru í Kastíjósi en samt kvartar fólk yfir „krakkaþætt- inum,“ segir Teitur. „Elskan mín góða við veröum ör- ugglega tekin og hökkuð i spað,“ seg- ir Andrea. „Kannski finnst okkur líka bara gott að láta hakka okkur í spað,“ svarar Teitur. „Ég meina nú þegar erum við orðin kærustupar á vörum fólks,“ skýtur Andrea inn í. „Já, ég var spurður i gær hvort ég væri búinn að sofa hjá þér,“ segir Teitur en Andrea fullvissir blaðamann um það að hún sé enn með Frikka og Teitur sé jafii pipraður sem fyiT. „Það er mor- andi metnaður og löðrandi létt- leiki sem er eitt af mottó- unum hjá okkur," seg- ir Andrea og Teitur bætir við: „Þátturinn verður á ská en hittir vonandi beint í mark.“ -snæ sS ■ m Andrea Robertsdottir 25 ára Fyrirsætustörf hérlendis og erlend- is frá 15 ára aldri 1995:Stúdent frá Fjölbrautaskólan- um I Garðarbæ 1996: Útskrifast úr Hússtjórnar- skóla Reykjavíkur 1996-98: Stílisti og auglýsinga- stjóri hjá Fróða 1998- 99: Þjónustufulltrúi hjá TAL. Heill haugur af námskeiðum. 1999: Viðskiptaháskólinn 1999- 2000: í ritstjórn 24/7 Teitur Þorkelsson 30 ára 1989: Stúdent frá Versló. 1991: Hefur nám I heimspeki viö Háskólann með viðskiptafræöi sem aukagrein. 1992:Árs fri frá námi. Fór I heims- reisu 1995: Tekur hagnýta fjölmiðlun við Háskóla íslands. 1996: Frönskunám í Frakklandi og Belgíu. Skrifaði pistla í Dag-TImann 1997: Hefur störf á fréttatofu Stöðvar 2. f Ó k U S 4. febrúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.