Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 14
Jafntefli < Sundance Myndin Girlfight eftir Karyn Kusama og You Can Count on Me eftir Kenneth Lonergan lentu jafnar sem besta myndin á Sundance-kvik- myndahátfðinni um síðustu helgi. Þetta hef- ur ekki gerst síð- an 1993. Þá fékk Kusama einnig verölaun sem besti leikstjórinn og Lonergan verðlaun fyrir besta handrit. Af öðrum kvikmyndahátíð- um er það að frétta aö Almodóvar fékk bestu mynd (Todo Sobre Mi Madre) á spænsku Goya-verðlaununum á sunnu- daginn ásamt þvf að vera valinn þesti leik- stjórinn. Þýski Berlfnarbjörninn byrjar að bylta sér í næstu viku en þar er margt góðra mynda, t.d. The Million Dollar Hotel, sem U2 eiga nokkur lög f, eins og kemur fram f poppmolunum hér f blaðinu. Burton Leikstjórinn Tim Burton skrifaði undir samning við Shockwave.com nú f vikunni um að gera nokkrar hreyfi-stuttmyndir f anda The Nightmare before Christmas sem hann gerði árið 1993. Shockwave.com er heimasíða á Net- inu sem sérhæf- ir sig f tölvuleikj- um, teiknimynd- um, tónlist og öðru tölvudóti sem notar Macromedia Shockwa- ve hugbúnaðinn. Burton ætlar að búa til 26 stuttmyndir sem eiga að skarta „list eins og hún hefur aldrei áður sést“, skv. Shockwave.com. Burton er ekki eini mað- urinn sem þeir hafa keypt til sfn til að Iffga upp á tölvuskjáinn, fyrir einum mánuði gerðu þeir svipaðan samningvið Trey Park- er og Matt Stone, höfunda South Park. Smith Kvikmyndaframleiðslufyrirtæki Wills Smiths var nú á dögunum að negla fram- leiðsluréttinn á endurgerð frönsku myndarinnar Diva. I aöalhlut- verkið hefur hon- pm sfðan tekist að fá söngugl- una Whitney Houston. Diva var upprunalega gerð f Frakklandi árið 1981og leikstýrt af Jean- Jacques Beineix (IP5). Þar mátti finna kostulegan hóp persóna, t.d. póstmann sem ber mikla ástrfðu til ópera, dauöa hóru og eiturlyfjabarón. Smith er búinn að vera að reyna að næla f réttindin af mynd- inni f nokkur ár og loksins tókst honum að tala eigendurna, Canal Plus Image, tll. Það verður gaman að fylgjast með þvf hvernig þeim tekst til, egóflippurunum atarna. I dag rætist draumur margra að sjá hina frábæru sögu, Breakfast of Champions, eftir einn þekktasta rithöf- und Amerikana, Kurt Vonnegut Jr., lifna við á hvíta tjaldinu. Þetta er ein vinsælasta skáldsaga Vonneguts og jafnframt ein sú besta. Hann skrifaði hana á hátindi ferils síns, árið 1973. Flestir sem vinna að myndinni eru búnir að vera með hana í maganum í rúm tuttugu ár, þar á meðal Bruce Willis og leikstjórinn Alan Rudolph, sem einnig skrifaði handritið. Heimar skerast Myndin fjallar um Dwayne Hoover (Bruce Willis) virtasta viðskiptajöfur- inn í Midland City og jafnframt fræg- asta mann borgarinnar. Hoover er á barmi taugaáfalls en þrátt fyrir það heldur ímynd hans sem hins full- komna leiðtoga fjármálaveldisins áfram að blómstra á meðan hann rennur rólega frá andlegu jafnvægis- leysi í gargandi geðveiki. Á sama tíma er Kilgore Trout, misskilinn rithöf- undur, að ferðast þvert yfír Bandarík- in til Midland City til að vera heiðurs- gestur á fyrstu listahátíðinni þar í bæ. Þegar listahátíðin hefst mætir Hoover örvinglaður þangað í leit að svörum við veröldinni sem honum finnst vera að bresta. Þar hittir hann Kilgore Trout en á sama augnabliki skerast heimar þeirra með þeim afleiðingum að líf beggja gjörbreytist, sem og fram- tíð Midland City. Dauði í Dresden Bækur Kurts Vonneguts Jr. njóta enn mikilla vinsælda og eru langt frá því að úreldast. Það sem helst ein- kennir þær er kjarkur Vonneguts til að deila á samfélagið og vitleysuna sem þar er talin sjálfsögð og hæfni hans til að lauma vísindaskáldskap í bland, án þess þó að hverfast fullkom- lega yfir í þann geira. Sú lífsreynsla sem helst mótaði Vonnegut og er hvati þorra skrifa hans eru árin sem hann Varpað verður á hvíta tjald Regnbogans í kvöld meistarastykki Kurts Vonneguts Jr., Breakfast of Champions. í tilefni af því er rétt að líta aðeins á feril hans og söguna á bak við söguna. barðist fyrir Bandaríkjamenn í seinni heimsstyrjöldinni. Á sama tíma framdi móðir hans sjálfsmorð heima fyrir og hann var tekinn fanga af Þjóð- verjum og neyddur til að þræla fyrir þá. Hann lifði ómeiddur af sprengju- árásina á Dresden (þar sem fleiri var slátrað en í Hiroshima og Nagasaki til samans) og slapp loks aftur yfir til Kanaríkis þegar Sovétmenn réðust inn í Þýskaland árið 1945. Heimafyrir voru miklir umbrotatímar og hófst rit- ferillinn í lítilli íbúð í New York. Misheppnuð sjálfsmorðstilraun Vonnegut gaf út sína fyrstu bók, Player Piano, árið 1953, og vakti strax athygli. Þar tók hann óvægið á hlut- skipti verkafólks í grimmu stéttasam- félaginu. Það var síðan með útgáfu Mother Night, árið 1962, sem hann festist í sessi sem almennilegur rithöf- undur og þá gat fátt stöðvað kauða (Mother Night var einmitt fest á filmu fyrir fjórum árum, en þar leikur Nick Nolte, sem leikur einnig i Breakfast of Champions, aðalhlutverkið). í kjölfar- ið fylgdi hvert meistaraverkið á fætur öðru, Cats Cradle, Slaughterhouse- Five og Breakfast of Champions, sem var fimmtugsafmælisgjöf hans til sjálfs síns. Þar tekur hann á persónu- legum málefnum, t.d. er Kilgore Trout eftirmynd þess sem hann sjáifur óttað- ist að hann yrði, gamall, skítugur rit- höfundur sem enginn tekur mark á eða hlustar á. Enda kallar Trout á .Vonnegut í lok bókarinnar og biður hann, skapara sinn, að gera sig ungan á ný. Að öðlast æskuna á ný er einmitt ein af helstu þrám Vonneguts sjálfs, þar sem hann óttaðist að þegar aldur- inn færðist yfir liktist hann foreldrum sínum meir og myndi jafnvel feta í fót- spor móður sinnar, í lausu lofti. Síð- asta bók sem hann gaf út, Hocus Pocus, fjallar reyndar um misheppn- aða sjálfsmorðstilraun hans en það er vonandi að gamlar minningar hellist yfir hann og hann yngist i andanum þegar hann sér afrakstur þeirra fé- laga, Willis og Rudolph, á hvíta tjald- inu. -hvs Friðrík Þór Friðriksson byrjaði árið - öldina - árþúsundið - á því að frumsýna Engla alheimsins en litlu guttarnir í bransanum virðast ætla að Ijúka því með því að frumsýna endalaust af borgarsögum. Það eru augljós kynslóðaskipti i islensku bíói, sex myndir væntan- legar frá tíu ungum leikstjórum. Þessi ógurlegi fjöldi leik- stjóra af að- eins sex m y n d u m stafar af Viili- ljósi sem ver- ið er að skjóta eftir handriti H u 1 d a r s Breiðfjörðs. Það eru nefni- Jóhann Sigmarsson lega fimm frumsýnir Óskabörn leikstjórar að þjóðarinnar í ár. myndinni. Þau Inga Lísa Middleton, Dagur Kári Péturs- son, Ragnar Bragason, Ásgrím- ur Sverrisson og Einar Þór Sig- urðsson. Hinar myndirnar sem verða væntanlega frumsýndar á árinu eru náttúrulega 101 Reykjavík eftir Baltasar Kormák og Fíaskó eftir Ragnar Bragason. Svo eru það ís- lenski draumurinn eftir Robert Douglas, Óskaböm Þjóðarinnar eftir Jóhann Sigmarsson og Gemsar eftir Mikael Torfason. Það sér því hver heilvita maður að um skýr kynslóðaskipti er að ræða. En það sorglega við þessi skipti Ragnar Bragason er hluti af nýrri kynslóð kvikmyndargerðar- manna. er að þau virðast í augnablikinu ekki ætla að skila sér á næsta ári. Það fékk alla- vega engin ný mynd frá ungum leik- stjóra styrk frá Kvik- myndasjóði íslands þetta árið. Þær myndir sem fengu voru Óskabarnið Baltasar frumsýnir 101 á þessu ári. myndir Roberts Douglas og Mika- els Torfasonar en búið var að taka upp báðar myndirnar þegar þær fengu styrk sem gefur óbein fyrir- heit um að menn eigi bara að fara út og skjóta myndirnar sínar og þá komi styrkurinn. Allavega verða lítil sem engin kynslóðaskipti á næsta ári ef enginn fer að gera mynd án styrkja þetta árið. 14 f Ó k U S 4. febrúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.