Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Síða 2
18 MIÐVIKÚDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 Námskeið á Hvanneyri Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri stendur fyrir námskeiðum í febrúar og mars og verða þau haldin að Gauksmýri í V. Húna- vatnssýslu. Þar er búið að reisa reiðhöll og öll aðstaða fyrir menn og hesta góð. Leiðbeinend- ur verða Magnús Lárusson og Svanhildur Hall en þau eru bæði með framhaldsmenntun i hestafræðum frá Bandaríkunum. Nánari upplýs- ingar er að fá á heimasíðu, www. hvann- eyri.is og www.gauksmýri.is. Um hestamennsku Otrúlegt úrval er til af bókum um hestamennsku og hér látum við nokkra góða bókatitla fylgja: The way to better horsemanship eftir Udo Burger þessi bók skipar stóran sess hjá mörgum. The art of training, Baron hans von Bl- ixen Finice. Mikið nafn sem höfundurinn ber og bókin eftir því. Horse gaits, balance and mowement, Sally Swift. Síðan er mikið til á íslensku af bókum er fjalla um ræktun og tamningu hrossa. Þar eru tvær góðar sem Sigurbjörn Bár&arson skrifaði fyrir nokkrum árum og Eyjólfur Isólfsson um svipað efni. Hesturinn og rei&mennska er yfirgripsmikil og gagnleg bók fyrir alla hesta- menn en hún er eftir Andrea-Katarina Rostock og Walter Feldmann. Að lokum ber að nefna mjög sérstæða bók og áhuga- verða en hún heitir Horse sense and the human heart eftir Adele von Rust McCormick og Marlene Deborah McCormick. Efni bókarinnar er um hvað hest- ar geta kennt okkur um traust, vinabönd, sköp- unargleði og andlegt innsæi. I þessari bók er leitt rökum að því að hestar og umgengni við þá getur hjálpað fólki með andlega og likam- lega sjúkdóma. Slík meðferð er þekkt hér á landi fyrir fjölfatlaða en íslenski hesturinn er sér- lega vel til fallinn til þessa. Fréttavefur Eiðfaxa Fyrir fréttaþyrsta hestamenn er rétt að benda á fréttavef Eiðfaxa, www eidfaxi .is . Og í framhaldi af þessu er ein mögnuð erlend heima- siða um nánast öll hestakyn i heiminum. www.imh.org — Öryggið á oddinn Aldrei er of oft minnst ó öryggismól. Notum reiðhjólm og endurskin öll sem eitt, stórir og smóir! ____________________ Reiðhallir Gífurleg uppbygging hefur ótt sér stað að und- anförnu í byggingu reiðhalla og almennri að- stöðu fyrir hross og menn. A Suðurlandi er hægt að tala um byltingu í þessum efnum. Sama mó segja um Norðurland þó það sé ekki í eins miklu mæli. -HÓ Með háskólagráðu í hestafræðum Svanhildur Hall, kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, er sjálfsagt sá Islendingur sem hefúr mennt- að sig hvað mest í hinum svokölluðu „hestafræðum". Hún útskrifaðist frá Hólum 1993 og fór þaðan til Or- egonfylkis i Bandaríkjunum í búvísindadeild háskólans og lauk BS-prófi í búfjárrækt með sérhæfingu í hesta- fræðum. Þeir áfangar sem Svanhildur gekk í gegnum voru m.a. markaðsfræði hrossa, hestaiðnaður (hvaða möguleikar felast í greininni), reiðkennsla, hrossasæð- ingar og fósturvísaflutningar. Valin í hestaíþróttalið í þessum háskóla er hestaíþróttalið og er mikill metn- aður hjá nemendum að ná þangað inn því þar komast þeir í tæri við bestu hestaþjálfara sem völ er á. Svanhildur var ein af þeim fáu sem vatdir voru í liðið. Hún segir að það hafi verið gifurlega mikilvægt fyrir sig því góð reið- kennsla er bæði dýr og vandfundin. Svanhildur keppti í „dressur" eða fimiæfingum sem talin er ein erfiðasta keppnisgrein hestaíþrótta. Eftir BS-gráðuna i Oregon fór Svanhildur til Alabama að Ijúka mastersnámi í sömu fræðum en rannsóknarverk- efnið hennar fjallaði um, „atferli hrossa og streituein- kenni“. Þegar blaðamaður spurði Svanhildi hvaða hestakyn henni líkaða best við svaraði hún: „Hestar af öllum kynj- um eru góðir ef þeir eru vel tamdir. Ég geri engan grein- armun á hestakynjum. Þetta veltur allt á tamningunni og hvernig maður ætlar að nota hestinn." -HÓ. Svanhildur Hall er með BS-próf i hestafrœðum frá bandarískum háskóla. DV-mynd ÞÖK Viðhorf hestsins - er grundvallaratriði í tamningu hjá Svanhildi Hall hestasérfræðingi Hér á landi voru hestar aðallega tamdir og ræktaðir sem dráttar- eða burðardýr í gegnum aldimar þó svo að einn og einn vel stæður bóndi eða embættismaður ætti sér góðan reiðhest til að komast á milli staða. Það má þvi segja að þróun í tamningum reiðhesta á íslandi hafi ekki átt sér stað fyrr en hesturinn varð fyrst og fremst „frí- stundahestur“ en það gerist um 1950 þegar vélvæðingin hefur innreið sína inn í íslenskan landbúnað. Tamningaraðferðir á hestum em óþijótandi umræðu- efni meðal íslenskra hestamanna og sitt sýnist hveijum. A undanfomum ámm hefúr orðið bylting í þessum efn- um og kemur það m.a. til af því að hestamennskan er orðin atvinnugrein á íslandi sem fjöldi fólks hefúr lifi- brauð af. Auk þess sem samskipti og kunnátta ffá öðrum löndum hefur leitt okkur inn í önnur „viðhorf‘. Það er einmitt orðið sem Svanhildur Hall vill nota um þær tamningaraðferðir sem hún hefúr lært og tileinkað sér. En hún er með mastersgráðu í hestafræðum frá Aubumhá- skólanum í Alabama. Svanhildur kennir við Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri og hefur m.a. tamningar sem kennslufag við skólann. Vingast við hrossin „Sú leið sem ég beiti til að vingast við hrossin er að ég tileinka mér viðhorf þeirra. Ég kanna andlegt og likam- legt ástand hrossins hveiju sinni og ef honum líður vel með það sem ég er að gera með honum held ég áfram. Hesturinn verður að segja mér hvað ég má fara hratt í tamningunni. Ótamdir hestar hafa misstórt svæði eða hring í kringum sig sem þeir vilja ekki hafa ókunnuga inn á. Þetta er mjög mikilvægt að skynja við fyrstu kynni. Þetta em m.a. grundvallaratriði í tamningu hrossa vil ég meina og má kalla, „viðhorf hestsins“. Þegar ég hef komið múl á hestinn nota ég tvo langa tauma til að kenna honum bendingar til hægri og vinstri o.s.frv. Tveir langir taumar þýðir að ég get staðið fyrir utan óttahringinn sem hesturinn hefúr og haft stjóm á því sem ég ætla að gera. Annar taumurinn fer í stallmúlinn og hinn fer utan um lend og aftur fyrir hestinn og virkar sem hvatning áfram þegar togað er í. Þegar hesturinn er farinn að teymast, sem og að skynja bendingamar og fara eftir þeim, losa ég tauminn sem fer um lend hestsins. Á þessum tímapunkti hefúr „óttahringurinn" minnkað og maðurinn kemst nær. Svanhildur Hall reynir að kynnast viðhorfi hestsins til að ná betri árangri við tamningu. Maðurinn sem leiðtogi „Önnur góð aðferð við að minnka óttahring hestsins, og fá hann til að samþykkja manninn sem leiðtoga, er að vinna með hann lausan í hringgerði. Þar eru hestinum gefnir tveir valkostir, að hlaupa í hringi eða koma til mín. Ef hann vill koma til min og hætta að vinna, klappa ég honum og teymi inn í hesthús til að sýna að þetta sé það sem ég krefst af honum fyrst um sinn. Meðan hesturinn vill ekki koma er hinn kosturinn að halda áfram að hlaupa. Að fara á bak strax er ekkert endilega markmið í . fyrstu. Það verður hver og einn að meta út frá ástandi hestsins hveiju sinni. Þetta er góður undirbúningur fyrir hestinn til að takast á við stærri verkefúi. Með þessari að- ferð verða hrossin þjál og hænd að manninum. Alltaf að muna að gefa hestinum nægan tíma og láta hann um að ákveða hversu hratt má fara í tamningunni," sagði hesta- fræðingurinn Svanhildur Hall að lokum. -HÓ Smáauglýsingar DV: uiilli himins og Jarðar Vert er að benda hestamönnum á vettvang sem reynst hefur frábærlega vel, hvort heldur menn vilja selja eða kaupa vöru eða þjón- ustu. Þetta eru smáauglýsingadálkar DV og joá ekki síst á laugardögum. Sem dæmi má nefna DV laugardaginn 29. janúar. Þar er t.d. undir li&num „Hesta- mennska" auglýst lagerútsala Hestamannsins, Reiðlistar og Reiðsports sem nú hafa opnað stórverslunina Töltheima. Þá er auglýsing um byltingarkennda spæni, reiðkuldagalla, gagnabanka, byrjendanámskeið í hesta- mennsku, pláss fyrir hross, 5 vetra brúna hryssu, hestaflutninga, skjótta hryssu 7 vetra, tamningamann sem óskast til Noregs, reið- námskeið Sigurbjörns Bárðarsonar, síld til sölu, 8 vetra klárhest, trippi og jarpa hryssu, aðra jarpa hryssu, brúnskjóttan klárhest, hnakka, tveggja hesta kerru til sölu, pláss fyr- ir 4-5 hesta í Víðidal, óskað eftir hestaplássi og ónotaður hnakkur er auglýstur til sölu. Þar fyrir utan má finna nánast allt milli himins og jarðar - allt frá hamstri í búri upp í kerrur, trukka, íbúðir og sumarbústaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.