Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Síða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur Bœndasamtak- anna. Hrossaeign landsmanna: SLa.1.* /£■%Cl, - að mati ráðunautar Opinberar tölur um hrossabúsakap hér á landi hafa m.a. verið notaðar af Hagþjónustu landbúnaðarins við að áætla stærðir og hag greinarinnar. Fyrirvari er þó gerður á opinber- um tölum og Olafur Dýrmundsson ráðu- nautur tekur undir þann vafa og telur hrossa- eign landsmanna hugsanlega vantalda um 5-10 þúsund hesta. Samkvæmt opinberum tölum var hrossaeign hér á landi i hámarki 1996, eða 80.500 dýr. Síðan hafi orðið fækkun og fjöldinn sé nú um 78.000. Olafur Dýrmundsson ráðunaut- ur Bændasamtakanna, segir að opinber- ar tölur í fyrra séu ekki að öllu leyti réttar, þar vanti inn tölur og því sé eðlilegra að tala um 80 þúsund hross, eða svipað og 1996-1997. „Opinberar tölur eru þó eins áreiðanlegar og við getum haft þær. Þeim er safnað af forða- gæslumönnum og er verkinu stýrt af okkur en framkvæmdin er á vegum sveitarstjómanna. Farið er á öll sveitabýli á landinu yfir vetrar- mánuðina og einnig til allra hrossaeigenda í þéttbýli og talið. i einhverjum tilvikum eru þó fengnar uppgefnar tölur hjá bændum þar sem hross eru í haga. Við sérstaka búfjártalningu sem gerð var 1989 kom í Ijós að eina búfjártegundin sem vantalin var, svo einhverju nam, voru hross og það munaði 13%. Eg vil meina að talningin hafi heldur batnað síðan, en ég reikna með að þau séu þó eitthvað fleiri en opinberar töl- ur segja okkur. Þar eru þau talin vera um 80 þúsund, en er hætt að fjölga. Þetta teljum við nokkuð nákvæmar tölur, en þó með þeim fyr- irvara að um 5-10% frávik geti verið að ræða. Hrossin eru því að minnsta kosti 80 þúsund og gætu hæglega verið 5-10 þúsund- um fleiri." -HKr Árni L. Jónsson söðlasmiður: Hestvænir hnakkar! - fékk fagréttindi á sjötugsaldri og er á fullu að þróa nýjar hugmyndir Hnakkurinn er eitt mikilvægasta „verkfærið" sern hesta- menn þurfa að nota. Hann á að hafa gott sæti fyrir knapann ásamt því að veita stuðning og vera það þjáll að knapinn skynji hreyfingu hestsins sem best. Síðast en ekki síst þarf hnakkurinn að vera þægilegur tyrir hestinn þ.e.a.s. léttur og mjúkur fyrir bak. I þessum málum eins og öórum er varða hestamennsku hefur orðið mikil framþróun. Áður en hið svokalia „fiber- virki" kom til sögunnar var grindin eða virkið í hnökkunum úr jámi og tré sem var þungt. En ekki var allt alslæmt við gömlu íslensku hnakkana þó síður væri og nota menn þá enn til viðmiðunar við þróun og gerð nýrri hnakka. Ámi L. Jónsson söðlasmiður hefur i átján ár stundað söðlasmíði með góðum árangri og komið með ýmsar nýj- ungar á markaðinn. „Hvatinn fyrir því að ég fór út í þetta var sá að þýsku hnakkarnir voru allsráðandi fyrir svona rúmlega áratug og þeir íslensku sáust varla. Áhuginn fyrir þessari smíði og möguleikamir í þróun sá ég að vom miklir. Ákveð- in þekking var að hverfa sem var þó ekkert siðri en þessi er- lenda. Við eigum margra alda hefð fyrir síkri smíði enda hefúr það komið upp á daginn að þeir íslensku hafa unnið sér sess að nýju bæði hér heima og erlendis. Ég fékk Pétur heitinn Þórarinsson söðlasmið í samstarf í bytjun þvi hann hafði mikla þekkingu í faginu og ég kom með nýjar hug- myndir sem við útfærðum í sameiningu. Síðar flyst ég til Danmerkur og set á markað hnakk með fjaðrandi virki. í honum var gúmmíefni í grindinni. En efnið var of erfitt í vinnslu og ég þróaðist yfir i fiber-virki. Fjaðrandi spaði Stuttu seinna kem ég fyrstur á markað með hnakk sem er með fjaðrandi spaða sem er ráðandi í dag. Á seinni árum hefur virkislaus hnakkur verið i þróun hjá mér ásamt nýjung sem ég vil meina að eigi eftir að valda bylt- ingu. Ég hef sótt um einkaleyfi á þessari hugmynd og svo er bara að sjá hvort einhver hafi verið á undan.“ Svona að lokum má geta þess að Árni öðlaðist fagleg réttindi í söðlasmíði fyrir tveimur árum langt kominn á sjötugsaldur en fyrir hafði hann meistarabréf í bólstrun. - Betra seint en aldrei. -HÓ Árni L. Jónsson söðlasmiður á ýmislegt i pokahorninu. Hrossum fækkar á ný: Voru flest ríflega 80 búsund 1 99ó - hafði þá fjölgað um hátt í 30 þúsund á tuttugu ára tímabili Fjöldi hrossa é öllu landinu Nokkuð virðist vera farið að draga úr hrossaeign landsmanna eftir metárið 1996 þegar þau voru riflega 80 þúsund. Þó tölur liggi enn ekki fyrir varðandi heildar- hrosseign fslendinga á síðasta ári benda fyrirliggjandi tölur til að ástandið sé orðið svipað og það var 1993-1995 eða um 78 þúsund. Ef skoðaðar eru tölur um hrossaeign landsmanna kemur i ljós að flest hafa þau verið árið 1996 eða 80.516 og hafði þá verið stöðug og mikil fjölgun i stofninum í heila tvo áratugi þar á undan. Toppi virðist hafa verið náð 1996 og var hrossaeignin 1998 t.d. komin aftur niður í 79.804. Þá eru vísbendingar um að á síðasta ári hafi hrossum fækkað í 78 þúsund, eða svipaðan fjölda og var á árunum 1993 til 1995. Á tuttugu ára tímabili, frá 1978 til 1998, fjölgaði um 28.281 hross hér á landi eða úr 51.019 í 79.300. Eins og áður sagði var hrossaeign hins vegar mest árið 1996. Ef skoðaðar eru síðustu staðfestu tölur frá 1998 og síðan tíu ára tímabil aflur til 1988 þá kemur þróunin í hestaeign I s- lendinga vel í ljós. Reyndar ber að geta þess að á árunum 1980 til 1990 hafa tölur ekki verið teknar saman nema á tveggja ára ffesti en ekki á hveiju ári eins og nú er. Því liggur ekki fyrir nákvæm tala fyrir árið 1989. Annars má líka merkja verulegt stökk á milli áranna 1986 og 1988 en þá fjölgaði hrossum úr 56.406 í 63.531. -HKr. Kær kveðja úr sveílínní, Hermann og Birna Hjalla, Kjós 270 Mosfellsbæ Ogleymanleg skemmtun í sveitinni Hestaferðii Bá laleiga Veiði Cisting Grillveisla fyrii hðpa Kaffihlaðborð Sveitaferð í Kjósína er engu lík Þar eru margir möguleikar til skemmtilegrar alpreyingar Hrosseign í ýmsum kjördæmum - árið 1998 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 19.427 8.772 10.800 5.000 4.621 27.625

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.