Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Side 6
22 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 Hlýlegri innréttingar í hesthús: • -f WUmM Mjög skemmtileg þ roun - segir Höskuldur Hildibrandsson járnsmiður Hesta- midstöð •• i Olfusi Ein stærsta alhliða þ|ónustumiðstöð fyrir hestamennsku í landinu er á Ing- ólfshvoli í Ölfusi. Þar hefur að und- anförnu verið mikil uppbygging á hús- næði og þjónustu til að mæta þörfum hestaáhugafólks og ferðamanna yfir- leitt. Þarna er rúmgóð reiðhöll og inn af henni hesthús fyrir 110 hross. Allt er upphitað með jarðvarma sem fæst úr landi Ingólfshvols. I vetur verður boðið upp á reiðnámskeið af ýmsu tagi aðra hverja helgi og verða þar fremstu tamningamenn landsins leiðbeinendur. Um aðrar helgar verða sölusýningar á hrossum þar sem eigendum gefst tæki- færi til að láta atvinnumenn í tamning- um sýna hrossin gegn skráningar- gjaldi. I reiðhöllinni er einnig að finna veit- inga- og kaffihús ásamt bókasafni sem hefur að geyma mikið úrval af upplýs- ingum um hestamennsku. Verið er að bæta við gistiaðstöðu með byggingu „mótels" sem tilbúið verður í mars. Það er ekki of sögum sagt að þar á bæ sé mikill stórhugur og framsýni. Mesti vaxtabroddurinn í íslenskum ferðaiðnaði undanfarin ár er i þjónustu við erlent og innlent hestafólk. Þvi er slík miðstöð á Ingólfshvoli nauðsynleg fyrir hesta- oi ferðaiðnaðinn í landinu. -H' Það eru engin takmörk tyrir því hvem- ig hesthús geta verið innréttuð og útfærð nú til dags. Sérútfærð sturta eða baðkar fyrir hross eru til í dæminu og að tartan- efni séu lögð á fóðurgang svo eitthvað sé nefnt en slik efni eru betur þekkt á hlaupabrautum íþróttaleikvanga. Framfarir og nýjungar í innréttingum hafa verið stórstígar á undanfömum ámm hér á landi. Hesthúskofar sem vom rakir, dimmir og kaldir em á hröðu undanhaldi. Eik í stað stálgrinda Höskuldur Hildibrandsson jámsmiður hefúr margra ára reynslu í þróun og smíði innréttinga í hesthús. Segir hann að stál- grindur og stallar hafi verið allsráðandi í hesthúsum í mörg ár en sú þróun sem nú er að ryðja sér til rúms er bæði hlýlegri og betri á allan hátt. Nú em svokölluð box eða þil sem afmarka stíurnar með galvinseruðum stálrömmum sem í er sett eik, plast eða lerki en oftast er notuð eik sökum sérstakra eigin- leika. Sama form er á stöllunum ef menn vilja hafa stalla en sumir eru farnir að gefa heyið beint á gólfið. Síðan em allir útveggir klæddir t.d. með eik og gefur það einstak- lega hlýlegt heildarútlit. Ýmsar útfærslur Hægt er að útfæra stálrammann á ýmsan hátt, t.d. í boga og það gerir þetta enn meira spennandi. Slysahættu verður einnig að at- huga við smíði inréttinga. Skarpar brúnir og bil á milli samsetninga, svo eitthvað sé nefnt, verður að skoða vel. Höskuldur segir að í raun verði maður að þekkja hugsana- gang hesta þegar maður útfærir innréttingar Þróun í hnakkasmíði: Höskuldur Hildibrandsson járnsmiður. fyrir hesta. Munur er á innréttingum fyrir geldinga og hryssur þar sem þær eru lægri og opnari en hjá stóðhestum sem þurfa að vera lokaðri og hærri. „Þetta er mjög skemmtileg þróun sem á sér stað og sér ekkert fyrir endann á. Ég get fúllyrt að þessar innréttingar þurfa minna viðhald en þær gömlu fyrir utan að þetta er svo miklu fallegra. Hestum og mönnum líð- ur líka mikið betur í slíku umhverfi og það er mikilvægt," sagði jámsmiðurinn og hesta- maðurinn Höskuldur að lokum! -HÓ Loftpúða undirdý g - bresk uppfinning sem nú ryðst inn á íslenskan markað Nú er tækifærið! Hross til sölu á öllum stigum tamningar, undan góðum hestum. Samkomulag um greiðslur Uppl. í síma 893 9465 Valdi. Ein af þeim nýjungum í þróun hnakka og reiðtygja sem komið hafa fram á sjónar- sviðið á síðustu misserum er notkun loft- púða í undirdýnur. Þarna er um að ræða uppfinningu frá breska hönnunarfyrirtæk- inu Flair sem sumir vilja meina að sé mesta bylting sem orðið hafi í þróun hnakka í heila öld. Fram til þessa hefur notkun á ullarstoppi i undirdýnur verið talið það besta sem völ væri á. Breska uppfinningin gerir hins veg- ar ráð fyrir lofipúðum með fjórum hólfúm í undirdýnunum. Telja margir að slíkur púði gefi mun betri dempun og um leið fjöðrun á milli knapa og hests og líkja megi því við byltingu. Þegar er farið að ÍFamleiða ís- lenska hnakka með slíkum loftpúðum og hefúr Ástund fengið einkaleyfið á þeim hér á landi. Heitir fyrsti loftpúðahnakkurinn þeirra, Ástund Royal Air, og er hann byggð- ur á nýtt og létt fjaðurvirki með miklum sveigjanleika. Fyrirtækið hyggur raunar á markaðssetningu erlendis á íslensku hnökk- unum m.a. i Þýskalandi. Þróunin á loftpúðunum hefúr staðið yfir sl. fimm ár í Bretlandi og eru púðamir sjálf- ir framleiddir þar. Gunnar Ragnarsson söðlasmiður kynnti sér þessa framleiðslu í Englandi í haust og er nú að laga islensku hnakkana að þessari nýjung. Rannsóknir virðast benda til að hnakkar með loftpúðum fari bemr með bak hestsins en hefðbundnir hnakkar. Talið er að bakvöðvar hestsins verði ekki eins þvingaðir undan þunga knapans með notkun loftpúðanna, t.d. þeg- ar riðið er á brokki eða stökki. Auk bættrar STJORNU m M Ertu að byggja eða breyta hesthúsinu? Stjörnublikk EHF Smiðjuvegi 2 200 Kópavogi sími 577 1200 Smíðum hesthússtalla, grindur og lofttúður. Höfum einnig þakblásara. Fljót og góð þjónusta. Gerum tilboð. Gunnar Ragnarsson söðlasmiður notar nú breska loftpúða i stað hefðbundins ullarstopps í undirdýnur. fax 577 1201 • gsm 893 4452 E-mail: stjornublikk@isholf.is • vefsiða www.superliigway.is/trade/stjornublikk fjöðrunar og dempunar næst meiri nálægð við hestinn en með hefðbundnu ullarstoppi í undirdýnum. Á síðustu áratugum hafa menn reynt ýmis gerviefni í undirdýnur hnakka, m.a. svampa, gel og gúmmíefni. Ekkert virðist þó hafa slegið ullarstoppið út fram til þessa. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögð- um markaðarins við þessum nýju loftpúða- hnökkum sem íslenskir hönnuðir eru nú byijaði á að framleiða. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.