Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 23 I 260 þúsund ferða- menn hér á landi: 45 þús- tmd Mikill fjöldi erlendra ferðamanna kynnisl íslenska hestinum. fara á hestbak Ferðamenn sem sóttu Island heim ó síðasta ári voru rúmlega 260 þúsund talsins. Af þeim var umtalsverður fjöldi sem skrapp á hestbak. Samkvæmt upplýsingum frá Ferða- málaráði Islands komu 126 þúsund gestir til landsins yfir sumarmánuðina þrjá, júní, júlí og ágúst, í fyrra. Það þýðir að yfir svokallaða vetrarmán- uði, þ.e. frá áramótum fram í maí og frá september til áramóta, hafa kom- ið um 134 þúsund ferðamenn. Sum- argestirnir dvelja að jafnaði helmingi lengur en vetrargestirnir eða í tíu gistinætur á móti 5-6 nóttum hjá vetr- argestunum. 45 þúsund á hestbak Af sumargestunum sem spurðir voru um veru sina hér á landi við brottför sögðust um 19% hafa farið á hestbak. Þetta er ekki lítill fjöldi eða um 24 þús- und manns. Yfir vetrartímann eru það nærri 16% gestanna sem segjast hafa farið á hestbak eða ríflega 21.400 manns. I þessum tölum Ferðamálarábs er ekki taldir með þeir fjölmörgu farþegar sem hafa mjög skamma viðdvöl, koma í dagsferðir eða stoppa aðeins í nokkr- ar klukkustundir. Ef heildarfjöldi þeirra gesta sem heim- sækja Island og segjast fara á hestbak er skoðaður þá er þar um að ræða ríf- lega 45 þúsund manns sem segjast eitthvað fara á hestbak. Því til viðbótar má gera ráð fyrir að nokkur fjöldi gesta fylgi þeim sem stiga einu sinni eða oftar á bak og fái þannig ein- hverja nasasjón af hestamennsku hér á landi. Því er ekki fráleit sú fullyrðing sem heyrst hefur í hópi hestamanna að um 60 þúsund ferðamenn komist í ein- hver kynni við íslenska hestinn og hestasport hér á landi á hverju ári. Þá má líka ætla að talsverður fjöldi af þeim ferðamönnum sem koma hingað í dagsferðir skreppi smástund á hest- Barna- og unglingastarf mikilvægt Á síðasta ári hlaut æskulýðsstarfið í Hestamannafélaginu Herði sérstaka viðurkenningu fyrir gróskumikla og fram- sækna starfsemi frá Landssambandi hestamannafélaga. Flestöll félög eru farin að átta sig á hve mikilvæg slík starf- semi er og má segja að þetta sé kjölfestan í allri uppbyggingu félaganna. ■ Slíkt félagsstarf kemur ekki af sjálfu sér og þarf til þess óeigingjamt framlag fétagsmanna því starfsemin er fjölþætt og viðamikil. „Bæjarfélagið hér í Mosfellsbæ hefur verið okkur mikil hjálparhella í að byggja þetta upp með því að veita okkur hvers konar aðstöðu og fjárstuðning," sagði Marteinn Magnússon, formaður félagsins. „Það er ltka mik- ilvægt að það sé uppeldislegur og félagslegur skilningur bæði hjá foreldrum og bæjaryfirvöldum. Slíkt hefur svo sannar- lega ekki skort og veit ég að margir líta á starfsemi okkar sem fyrirmynd." Það er af mörgu að taka þegar litið er á barna- og ung- lingastarfsemi hjá Hestamannafélaginu Herði; námskeiða- hald, m.a dýraalæknir fenginn til að kynna umhirðu hrossa, þátttaka í æsku- lýðsdögum, tengsl við önnur félög og styttri hestaferðir svo eitthvað sé nefnt. Á síðasta ári fóru krakkarnir úr félag- inu til Berlínar og fengu að kynnast jafnöldrum sínum sem höfðu sama áhugamál og var það einstaklega vel heppnuð ferð sem endaði á heims- meistaramótinu í Þýskalandi. Nú stendur til að taka á móti þessum þýska hópi næsta sumar og leyfa honum að kynnast hestinum á Islandi. Hesta- mannafélagið Hörður verður 50 ára á þessu ári og því er metnaður fyrir því að efla þessa starfsemi sem og aðra til muna. -HÓ AR A Itingarkennd nýjung - fyrsti íslenski hnakkuv»nn A5TUNP » AUSTURVERI * HAALEITISBRAUT 68 * SIMI 568 4240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.