Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Side 13
f „Ég hef aldrei upplifað annað elns kvenhatur og á Woodstock og mér bauð við því. Ég spii- aði í danstjaldinu og það var frábært. Allir gelgjugreddustrákarnir voru farnir að sofa.“ smiðjubít. „Animal Rights" frá 1996 innihélt rustarokk með teknóbíti. Moby hefur rímixað fyrir ýmis stór- menni, t.d. David Bowie, Dépéche Mode, Michael Jackson og Prodigy, og á timabili var hann orðaður við hljóðvinnslu á plötunni sem átti að koma Axl Rose og Guns ‘N Roses aft- ur á kortið. „Play“ er langaðgengiieg- asta plata Moby og hann er hálf- feiminn við aila athyglina. „Þegar einhver gefur mér góða dóma fyrir plötu fmnst mér eins og ég eigi að bjóða honum út að borða eða að bjóðast til að koma heim til hans og taka til í íbúðinni hans. Ég er hálf- ruglaður yfir þessu öllu saman því ég er ekki vanur því að fólk fili það sem ég geri. En kannski gat ég átt von á þessu. Ég vildi gera plötu sem ruglaði ekki hlustendur í riminu, heldur plötu sem fólk gæti farið með heim og orðið skotið í.“ Með plötum Mobys hafa oft fylgt ritgerðir þar sem hann tjáir sig um sín hjartans mál. í umslagi „Play“ tjá- ir hann sig t.d. um meðferðina á fóng- um í Bandaríkjunum, ástæður þess að hann borðar ekki kjöt og trúmál. Hvar er kirkjan? „Ég skrifa oft ritgerðir, en þær hafa lítið með tónlistina að gera. Þó ég blandi gospel-söng saman við dans- tónlist er ég ekki að reyna að búa til andlega tónlist. Ef einhverjum finnst þetta andleg tónlist, þá er það bara vegna þess að tónlistin endurspegl- ar áhugamál mín. Ég flokka ekki niður það sem ég stend fyrir og get nefnt til samanburðar mannfræði- stúdíu eftir mannfræðing sem dvaldist með ættflokki á eyju ein- hvers staðar í Kyrrahafinu. Hann spurði þorpshöfðingjann: „Hvar er kirkjan ykkar, hvar biðjist þið fyr- ir? Höfðinginn skildi ekki spurn- inguna og mannfræðingurinn spurði aftur: „Hvar dýrkiði guð- ina?“ Höfðinginn svaraði: „Við dýrkum þá alls staðar, með öllu sem við ger- um“, hann skildi ekki þessa hugsun að hægt væri að flokka lífið. Mér er svipað innanbrjósts þegar ég bý fil plötu. Allt sem gerir mig að því sem ég er blandast saman í því sem ég geri. Ef hluti af mér er andlegur, kynferðislegur, dapur eða glaður, þá blandast hlutamir saman á plötunum á sama hátt og þeir blandast saman í mér sem manneskju." Öll nýbreytni gerist fyrir slysni Það má segja að það að blanda raf- rænni danstónlist saman við blús/gospel sé alveg ný blanda, en Moby lítur ekki þannig á málið. „Nei, af því ég lít ekki á plötuna sem rafræna dansplötu sem er með blúsröddum á. Fyrir mér er þetta bara plata með fallegum söng. Það skiptir mig ekki máli hvaðan tónlist- in kom. Þó ég hati að þurfa að nota þessa lýsingu þá lifum við mjög póst- módemíska tíma þar sem alls konar menning ruglar reytum og er alltaf að blandast hver annarri.“ Er mikilvœgt fyrir þig aö hafa gert tónlistarbrœöing sem engum öörum hefur dottiö í hug að gera áöur? „Nei, mér er alveg sama. Ég hef engan áhuga á að vera frumlegur." Er ekki skrýtiö fyrir listamann aö segja þetta? „Nei, ég vil bara gera þá tónlist sem ég hef unun af. Það skiptir mig ekki máli hvort hún er frum- leg eða sprottin af einhverju öðru.“ En er ekki hlutverk listamanns- ins aö skapa eitthvað nýtt? „Það held ég ekki. Ég held aö hlutverk listamannsins sé að gera eitthvað sem hann elskar og ein- hverjir aðrir hafa vonandi gaman af líka. Öll nýbreytni gerist fyrir slysni. Það gerist sjaldan eitthvað nýtt og skemmtilegt hjá þeim sem rembast við að vera frumlegir. Oft- ast enda slíkar tilraunir á því að vera pirrandi og smásmugulegar.“ Dó Kurt Cobain fyrir þetta? Eins og flestir vita fór síðasta Woodstock-festival í bál og brand þegar hormónageggjaður múgur- inn fór hamförum. Moby var að spila og hefur skoðun á málinu. „Auglýsingamennskan og kvenhat- rið fór í taugamar á mér. Annað hvert lag með Kid Rock og Limp Bizkit er um „tíkur“ og „hórur". Ég hef aldrei upplifað annað eins kven- hatur og á Woodstock og mér bauð við því. Ég spilaöi í danstjaldinu og það var frábært. Allir gelgjugreddu- strákamir voru famir að sofa.“ Hvaö meö sögur um að fólk hafi ver- ió aö ríöa á meöan þú spilaöir? „Kynlíf er ekki kvenhatur og mér gæti því ekki verið meira sama þó fólk njótist á meðan ég spila. Mistök- in á hátiðinni vom að ráða of mikið af karlremburokkböndum og það var viðbúið að þetta endaði með ósköp- um. Ég þekkti lítið til þessara banda og horfði á Insane Clown Posse með hryllingi. Dó Kurt Cobain fyrir þetta? hugsaði ég. Að þessir heimsku fábjánar geti rappað um „tíkur“ og sagt konum að fara úr fötunum?" Þó oft megi heyra rokktakta hjá Moby er hann einn af þeim fjölmörgu sem finnst rokkið vera deyjandi tón- list. „Ef maöur skoðar tónlist síðustu 10 ára er tónlistin sem kemur úr raf/danstónlistargeiranum sú sem gerir mest fyrir mig, a.m.k. meira en það sem hefur komið úr rokkinu síð- ustu fimm árin.“ Hvernig helduröu aó standi á þessu? „Hluti af mér á bakgrunn í rokki (Moby byrjaði ferilinn sem söngvari í harðkjama-pönkband- inu Vatican Commandos) og á endanum uppgötvar maður bara að hljóðlega séð er rokkið tak- markað. Litaspjald rokkarans er takmarkað við gítara, bassa og trommur. í rafgeiranum er lita- spjaldið endalaust og það er aðalá- stæðan fyrir því að ég hef unnið i þessum geira frekar en að helga mig hefðbundnu rokki.“ Sonic Youth stofnar súpergrúppu Það eru ekki bara gamlir rokkjálkar sem stofna súpergrúppur. Nú hafa nokkrir nýbylgjukálfar sett saman „indí" súpergrúppu. Steve Malkmus, sem nýlega leysti Pavement upp, hefur tekið höndum saman við hjónin úr Sonic Youth, þau Thurston Moore og Kim Gordon, avant-garde meist- arann Jlm O’Rourke ogjap- anska trommarann Ikue Mori, Bandið er nefnt eftir svefnherbergi Kim og heitir Kim’s Bedroom. Lítið er vitað um áform bands- ins eða hvort það verður langlíft, en það ætlar allavega að frumsýna sig á tónleikum f Eind- hoven f Holland 18. mars. Tom Waits heiðraður Allir popparar sem eitthvað er spunniö í fá á end- anum svokallaða „tribute" plötu í hausinn, plötu þar sem aðrir popparar reyna sig á lögum heiðurspopparans. Nú er röðin komin að Tom Waits og 30. maí kemur .• — | út platan „A New Coat of ijgjS Paint: The Songs of Tom Waits'. Fjortán lóg eru á I disknum og flytjendur flest- 'f'f-■ ir óþekktir. Þarna eru þó nokk- ur nöfn sem maður kannast við: Lydia Lunch, Kid Congo Powers og Screamin’ Jay Hawkins. Það nýjasta frá Tom sjálfum eru hins vegar tvö lög sem nýlega komu út á sándtrakkplötu fyrir kvikmyndina Liberty Heights. Gamli rámur leikur ekki í myndinni en henni er leikstýrt af Barry Levlnson. Debbie leikur spákonu og er á frímerki Söngkonan 'úr Blondie, hin hálfsextuga en spengilega Debble Harry, er komin á frimerki og það f sjálfu Malí í NV-Afríku. „Nei, ég hef aldrei komið þangað," sagði Debbie, „en sem krakki safnaði ég frimerkjum.” Fyrsti tónleikadiskur Blondie kemur út seinna í þessum mánuöi og heitir hann því stólpafrumlega nafni „Blondie Live". Allt , , , síðasta ár fylgdi Blondie ; eftir kombakk plötunni • ■“* # „No Exit" meö miklu tón- leikaferöalagi, en nú ér rólegra og Debbie gat því tekið að sér hlutverk í myndinni „Red Lipstick", sem er fyrsta mynd Alexöndru Klng. Myndin er um tvær dragdrottningar sem missa vinnuna og fara f Bonnie & Clyde-lega glæpaferð um New York-borg. Vandamálið er bara að hvorug drottningin vill vera Clyde. Debbie leikur spákonuna Ezmeröldu, sem spáir fýrir drottningunum og svindlar út úr þeim pen- inga. Það er ekkert nýtt aö Debbie leiki í bíð- myndum og þekktust er hún líklega fyrir hlutverk sín f „Videodrome" og „Hairspray”. Sannleikurinn getur verið lífshættulegur FRUMSÝND í DAG £ <*> ..|§ /AL PACINO RUSSELL CROWE pl / A Michael Mann Film |ziu >coco / ££ / Ö=* / THE INSIDER Tilnefnd til 5 Golden Globe. Besta myndin, besti leikari (Russell Crowe), besta handrit, besta kvikmyndatónlistin og besti leikstjórinn. i 11. febrúar 2000 f ó k u s 13 <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.