Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Side 14
Það er orðið lífsirts ómögulegt fyrir hinn venjulega íslending að fikra
sig í gegnum útvarpsfrumskóginn og Fókus ætlast ekki einu sinni
til þess að þið reynið það. Þess vegna tókum við saman það helsta
og besta og bjuggum til áheyrilega viku fyrir þig, lesandi góður.
A hvað attu
að hlusta í
Útvar
Hveijar eru hvað?
Rás 2-90,1/99,9
Miðaldra á daginn, unglingur á
kvöldin. Rás 2 var fyrir ári með SM
leiðinlegri útvarpsstöðvum en |jfl
hefur nú rifiö sig upp á rassgat-
inu með hjálp Óla Palla og keypt
flesta af bestu þáttum X-ins yfir til sín. Það
verður samt að viðurkenna að það er hræði-
lega hallærislegt að hlusta á gamla slagara og
ábyrga samfélagsumfjöllun sem send er út
undir hatti ríkisins.
Bylgjan - 98,9
Sönn íslensk háskólaútvarps-*
stöð. Þjóðmálaþættirnir eru i
settir fram meö ábyrgum stúd-
entapólitíkusarbrag. Tónlistin er tíu árum yngri
en á Rás 2 og er svona dömubindapopp, þunnt
og þægilegt. Enda er örugglega hægt að full-
yrða að enginn hrósar tónlistinni á
Bylgjunni.
©
Rás 1 - 92,4/93,5
Allir hafa gefist upp á Rás 1
af þeirri einföldu ástæðu að
hún er leiðinleg. Voðalega fín,
menningarleg og ábyrgí alla staði. En bara svo
drepleiðinleg að það er varla hlustandi á hana.
Einstaka sinnum koma að vísu kóngar og
drottningar á borð við Elísabetu Brekkan, Eirík
Jónsson og Hjálmar Sveinsson með ágæta
þætti. Enda virðast þau vera þau einu á stöö-
inni sem vilja gera hana að alvöru költ-útvarpi.
X
X-ið - 97,7
Einn daginn var X-ið margróm-
að fyrir lyftutónlist, skringilegt
teknó, fönk, rapp og kannski
pínu rokk í bland. En fyrir einhverj-
um misserum svissaði meistari Þossi alveg yfir
í rokkið og hendi X-leifunum yfir á Skatzið sem
enginn nennti að hlusta á. X-ið er því heimili
rokkarans þetta misserið og stendur sig bara
nokkuð vel í því hlutverki.
A.4
Radíó -103,7
Tvíhöföaútvarpsstöðin uppi á
Höfða fór í loftið fyrir tveim vik-
um og því er ekki alveg komin 4I|^
reynsla á útvarpsstöö Jóns og
Sigurjóns. Þeir byrja í miklu blaðri og meló-
dramatísku rokki. Eru ekki eins harðir og X-ið
en tala þeim mun meira. Einhvern tíma var
tíska hjá listamönnum þjóöarinnar að segja X-
iö og Rás eitt vera uppáhaldsútvarpsstöðvarn-
ar sínar. Radíó ætlar sér að svara þessu og
vera með költiö af Rás 1 og tónlistina af X-inu.
FM 957 - 95,7
Dagskrárgerðarmennirnir á FM
eru svo leiðinlegir - aö Svala
undanskildum - að það eru til
dagskrárliðir sem heita 30 mín-
útur af FM-tónlist og 20 taumlaus
lög. En þessir dagskrárliðir virka þannig að dag-
skrárgerðarmaðurinn segir ekki neitt meðan á
þessu stendur. Honum er sem sagt bannað að
tala og didjeiar bara. Enda hlusta flestir á FM
vegna þess að þar er spiluð stuötónlist'sem
lyftir öllum upp í skammdeginu.
Létt - 96,7
Uppgjafaútvarps-
stjörnur unga fólksins
kynna álíka leiöinlegt
dömubindapopp ög Bylgjan talar yfir. Þetta er
stöðin sem þú stillir á ef þú átt enga geisla-
diska með dinnertónlist og tengdaforeldrarnir
eru mættir í mat.
Guilið - 90,9
Aöalstöðin var jörðuð og í stað-
inn spratt Gullið upp úr malbik-
inu í Aðalstræti - hugguleg lát-
únsbarkatónlist I bland við já-
kvæðar og uppbyggjandi kynning-
ar. Bjarni Arason söngvari sér um stuðiö lung-
ann úr deginum en annars er lítið talað á stöð-
inni, bara verið að spila þessi gömlu góðu, en
væmnu, lög frá miðri síðustu öld og fram til
dagsins í dag.
Saga - 94,3
Eina stöðin sem spilar
bara íslenska tónlist - og
heldur sæmilegri breidd
hvaö þáð varöar - er að spila allt frá Hauki
Morthens yfir í Maus og heldur sig frá öllu
blaðri. Er í mesta lagi meö „Söguna á bak við
lagið" sem er frábær dagskrárliður þar sem
tónlistarmenn segja frá sögunni á bak við lag-
ið. Um daginn sagði Rúnar Júl frá einhverju lagi
sem hann samdi, í óþökk konunnar sinnar, um
einhverja þýska gellu sem hann varð skotinn í
á Kanari. Saga FM er komin til að vera.
Klassík -100,7
Halldór Hauksson er snillingur-
inn sem var með Klassíska (fj/'/ ’.L
hornið hjá Tvíhöfða - þegar
þeir félagar voru á X-inu. Hann
heldur uppi poppaðri klassík all-
an sólarhringinn. Auk þess lumar Halldór á
þeirri nýjung að spila fréttir frá BBC kl. 9,12 og
15. Klassík FM er fýrir heimsborgarann.
Matthildur - 88,5
Valdís Gunnarsdóttir og hennar
heimspeki ræður ríkjum. En
hún er partur af leifum íslensks
frumherjaútvarps - ein af þeim
sem hafa verið í bransanum frá
því útvarp var gefið frjáls. Það
eru allir sammála um að Matthildur er fýrir kon-
ur á breytingaskeiðinu - konur sem þrá róman-
tík, eru í saumaklúbbi, drekka rauðvín og vilja
lifa einhvers staðar annars staðar en í hvers-
dagsleikanum.
Lindin - 102,9
Kristileg útvarpsstöð í anda
Ómega. Reynir að höfða til ungs
fólks með því að spila
Jesúpönk, -rokk, -diskó og -
popp. Fyrir þá trúuðu er þessi út-
varpsstöð sú eina rétta en fýrir hin
níutíu og eitthvað prósentin er gaman að stilla
sig inn og hlusta á fríkin.
Mono - 87,7
í fýrstu átti Mono að vera eins
konar Rás 2 fýrir fólk undir þri-
tugu, síöan átti það að verða
að poppuðu X-i en hefur nú
fundið sig i að vera nánast eins
og FM 957. Það höfðar allavega til
svipaðs hóps en strákarnir á stöðinni eru ekki
alveg jafn væmnir og leiöinlegir. Þeir viðhalda
götustráknum í sér, tengjast eða standa fýrir
ýmsum atburðum og þora að bjóða upp á Dr.
Love og fleiri krassandi þætti.
Hljóðneminn - 107
Kristilegt blaður allan sólar-
hringinn. Engin helvítis djöfuls-
ins tónlist. Bara orð Guðs frá
mönnunum sem voru skapaðir
í hans mynd.
Stjarnan -102,2
Andrea Jónsdóttir er fýrir löngu
orðin hornsteinn hipparokks-
ins á íslandi. Hún hitti meðlimi
Led Zeppelins í flugvél á sínum
tíma og það virðist hafa orðið til
þess að hún helgaði sig þessari
hugsjón. Þetta er að vísu oröið soldiö þreytt eft-
ir öll þessi ár og þeir einu sem hlusta í dag eru
miðaldra fólk sem neitar að fullorðnast.
S'UARNAN
Það berast sjaldan nein tíðindi af íslensku leikhúsi fyrir utan
hefðbundnar frumsýningar. Enda er ekki mikil gróska í leikrita-
skrifum hér á landi og yfirleitt eru verkin sem sýnd eru mjög
hefðbundin. En Felix Bergsson, leikari og leikritaskáld, fer ekki
hefðbundnar leiðir. Enda er kauði að uppskera þessa dagana.
Felix á West End
Þau tíðindi hafa borist úr leikhús-
lífi landsins að Hinn fulikomni jafn-
ingi eftir Felix Bergsson, í leikstjórn
Kolbrúnar Halldórsdóttur, sé á leið-
inni á West End í lok april eftir að
hafa heimsótt Noreg og Færeyjar.
„Jú, þetta er rétt,“ staðfesti Felix
Bergsson úr GSM-síma og bað svo um
smá pásu til að geta valið gúmmulaði
á rjómaísinn sinn.
Og hvernig kom þetta til?
„Ja, ég bauð þessu leikhúsi, London
Drillhall, hingað tO að sjá sýninguna
og þeim leist það vel á hana að við fór-
um i samstarf. Útveguðum okkur styrk
frá Evrópusambandinu og þess vegna
er þetta nú að ganga upp.“ Felix er
kominn með ísinn í hendumar og
bragðar á rammíslenskri snilldinni.
En þú ert búinn aö vera á meira
flakkinu með þessa sýningu, Noregur
og Fœreyjar. Hvernig voru frœndur
okkar aö taka þessu?
„Bara mjög vel. Frábær aðsókn í
Færeyjum og það er lika akkúrat stað-
urinn til að fara með svona sýningu.
Lítil sem engin umræða um samkyn-
hneigð þar og verkið hristi aðeins upp
í henni. En í Tromsö er svoldil gay-
sena og því var erfitt að fá aðra en
homma og lesbíur til að sjá sýning-
una,“ útskýrir Felix en Hinn fullkomni
jafningi fjallar um hommasenuna hér í
Reykjavík. Að lokum má geta þess að í
fyrstu átti að sýna verkið 4 sinnum úti
en eftir að leikhúsið úti sá ensku útgáf-
una var þeim fjölgað í fimm og gefin
fyrirheit um að fjölga þeim enn meira.
Felix Bergsson er á leið með verkið
sitt, Hinn fullkomna jafningja, til
London eftir að hafa hrist upp í Norð-
mönnum og Færeyingum.
f Ó k U S 11. febrúar 2000