Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2000, Side 4
22
MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2000
Sport
DV
ÍR 25 (11) - Víkingur 25 (10)
1-0, 1-1, 1-2, 2-2, 2-5, 3-6, 6-6, 7-7, 9-7, 10-8, 10-9, 11-9, (11-10),
12-10, 13-13, 15-13, 15-17, 18-18, 18-20, 20-22, 23-23, 24-25, 25-25.
t i'ii Finnur Jóhannsson 6 (7 skot, 4 varin skot), Ragnar Óskarsson
6/1 (6 stoðsendingar), Ingimundur Ingimundarson 5 (öll í
seinni), Ólafur Sigurjónsson 3, Ragnar Helgason 2, Erlendur
Stefánsson 1, Andri Úlfarsson 1, Björgvin Þorgilsson 1.
Varin skot: Hallgrímur Jónasson 10. Brottvisanir: 12 mínútur. Rauó
spjöld: Róbert Rafnsson (3x2,50. mín) Vitanýting: Skorað úr 1 af 7.
Áhorfendur: 50
GϚi leiks (1-10): 7
Dómarar (1-10): Anton Pálsson og
Hlynur Leifsson (3)
/'rÉB'f) Ingimundur Helgason 7/3, Þröstur Helgason 5, Hjalti
Gylfason 2 (9 stoðsendingar), Sigurbjöm Narfason 2, Valgarð
Thoroddsen 2, Hjörtur Amarson 2, Björn Guðmundsson 1,
Benedikt Jónsson 1.
Varin skot: Hlynur Morthens 20/3. Brottvísanir: 8 mínútur.
Vítanýting: Skorað úr 3 af 4.
Maður leiksins: Finnur Jóhannsson, ÍR.
Savukynas Gintaras og félagar i Aftureldingu fengu heldur betur fyrir feröina í
leik sinum gegn Eyjamönnum.
Víkingar nýttu ekki vitavandræði ÍR-inga í Austurberginu á föstudagskvöld:
6 misnotuð víti
- hjá ÍR en samt fyrsta heimastigið gegn Víkingi í 10 ár
Það væri aðeins fyrir
bjartsýnustu menn að búast
viö stigi úr leik þar sem lið-
ið misnotar 6 víti en þeim
árangri náöu ÍR-ingar gegn
Vikingum í Austurbergi á
fostudag, Víkingar höfðu
unnið alla 6 leiki liðanna í
Breiðholti frá 1990 en náðu
aðeins jafntefli nú, 25-25.
Hlynur Morthens varði
þrjú af þessum 6 vítum og
lokaði það vel í hinum þrem-
ur að tvö fóru fram hjá og
eitt í stöng en þetta var sjö-
undi leikurinn í röð sem
Hlynur ver i viti og sá ellefti
sem markmenn Víkinga
verja af vítapunktinum.
Ragnar Óskarsson, sem ann-
ars lék mjög vel, klúðraði
þremur vítum en í því sið-
asta varði Hlynur frá Jóni
Kristjánssyni, þjáifara ÍR.
Hlynur átti stórleik fyrstu
50 mínútur leiksins þar sem
hann varði 20 af 38 skotum
ÍR-inga en heimamenn nýttu
aftur á móti sjö síðustu skot-
in sín í leiknum, þar á með-
al Finnur Jóhannsson tólf
sekúndum fyrir leikslok eft-
ir ótrúlega línusendingu
Ólafs Sigurjónssonar.
Víkingar voru með
tveggja marka forustu 5 mín-
útum fyrir leikslok þegar
þeir misstu tvo menn út af
og ÍR-ingar komust inn í
leikinn en dómgæsla þess
leiks var afar ósamræmd og
erfið viðureignar fyrir bæði
liðin. -ÓÓJ
Valur 21(11) - Fylkirl8(10)
0-3, 3-5, 7-5, 9-7, (11-10). 13-11, 16-12, 16-14, 20-16, 21-18.
Júlíus Jónasson 8/4, Davíð Ólafsson 4, Geir Sveinsson 3,
Theódór Valsson 3, Einar Öm Jónsson 2, Daníel Ragnarsson
1.
Varin skot: Axel Stefánsson 13.
Brottvisanir: 4 mínútur. Rauó spjöld: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 4 af 4.
Áhorfendur: 30
GϚi leiks (1-10): 5.
Dómarar (1-10): Guðjón L.
Sigurösson og Ólafur Haraldsson (6).
Eymar Kruger 5/1, Þorvarður Tjörvi Ólafsson 4, Ágúst Guð-
mundsson 4, Sigmundur P. Lárusson 2, Elias Þ. Sigurðsson 1,
David Kekelija 1, Örvar Rúdolfsson 1.
Varin skot: Örvar Rúdolfsson 17.
Brottvisanir: 10 mínútur. Rauó spjöld: Ólafur (3 gul spjöld)
Vitanýting: Skorað úr 1 af 1.
Maður leiksins: Örvar Rúdolfsson, Fylki.
Þröstur Helgason skoraði 5 mörk fyrir Víkinga gegn ÍR.
DV-mynd Hilmar Þór
Fátt um fína drætti
aö Hlíðarenda
- þegar Valur sigrði Fylki, 21-18
Valsmenn léku ekki vel gegn Fylki en höfðu samt sigur, 21-18.
Leikurinn sem slíkur var ekki mikið fyrir augað og áhorfendur
fáir enda stórhríð og erfitt að komast að íþróttahúsinu að Hlíðar-
enda.
Fylkismenn byrjuðu mun betur en Valsmenn vöknuðu brátt til
lífsins og náðu smám saman frumkvæðinu í leiknum. Jafnræði
var í byrjum síðari hálfleiks en heimamenn náðu fimm marka
forystu sem gestimir náðu aldrei að brúa.
Valsmenn þurftu ekki á neinum stórleik að halda til að vinna
sigur í þessum leik. Enginn skar sig úr í Valsliðinu. Þar var Júl-
íus Jónasson markahæstur en skotnýting hans var léleg.
Besti maður Fylkismanna var markvörður liðsins Örvar Rúd-
olfsson.
-BB
ÍBV 23 (11) - Afturelding 19 (7)
1-0, 4-1, 5-4, 8A, 10-5 (11-7). 12-7, 15-9, 17-12, 19-13, 20-15, 22-16,
23-19.
Aurimas Frovolas 6, Erlingur Richardsson 5, Daði Pálsson 4,
Guðfinnur Kristmannsson 3, Svavar Vignisson 3, Hannes
Jónsson 2/1.
Varin skot: Gisli Guðmundsson 14.
Brottvisanir: 10 mínútur. Rauó spjöld: Sigurður B.(3 gul)
Vitanýting: Skorað úr 1 af 2.
Áhorfendur: 180
GϚi leiks (1-10): 7.
Dómarar (1-10): Einar Sveinsson og
______Rögnvald Erlingsson (7).
Jón Andri Finnsson 6/5, Magnús Már Þórðarson 5,
Savukynas Gintaras 3, Galkauskas Gintas 2, Valdimar
Þórsson 2, Haukur Sigurvinsson 1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 17/1.
Brottvísanir: 12 mínútur. Rauó spjöld: Jón Andri fyrir brot.
Vítanýting: Skorað úr 5 af 7.
Maöur leiksins: Erlingur Richardsson, ÍBV
„Við eigum við eitthvert
vandamál að stríða“
- sagði Bergsveinn Bergsveinsson eftir annað tap Aftureldingar í röð
Undanfarin ár hafa
leikir ÍBV og Afturelding-
ar ávallt verið spennandi
og skemmtilegir, en þessi
lið mættust einmitt í Eyj-
um á laugardaginn var og
er óhætt að segja að
brugðið hafi aðeins út af
vananum í ár. ÍBV var
mun betri aðilinn í leikn-
um og hafði hann í hendi
sér frá fyrstu mínútu.
Lokatölur urðu 23-19 og
hefðu í raun getað orðið
stærri.
Eyjamenn voru hins
vegar með nokkuð væng-
brotið lið, örvhenta skytt-
an Miro Barisic einn besti
leikmaður liðsins í vetur
tók út leikbann þannig að
í liði ÍBV var enginn örv-
hentur leikmaður. Lið
Aftureldingar var reyndar
líka vængbrotið. Bjarki
Sigurðsson spilaði aðeins
upphafsmínúturnar og er
greinilega ekki búinn að
ná sér eftir meiðsli og það
sama má segja um Einar
Gunnar sem var fjarri
góðu gamni.
En þrátt fyrir íjarvcru
þessara leikmanna var
leikurinn nokkuð fjörug-
ur, en að sama skapi ansi
haröur. ÍBV kom mjög
ákveðið til leiks, Gísli
Guðmundsson markmað-
ur Eyjamanna varði strax
á fyrstu mínútu og í kjöl-
farið skoraði Aurimas
Frovolas fyrsta mark
Eyjamanna. í stöðunni
5-4 urðu kaflaskil í leikn-
um en ÍBV skoraði þá
fjögur mörk í röð og náðu
þannig þægilegu forskoti.
Staðan í hálfleik var 11-7
fyrir Eyjamenn og vekur
athygli að efsta lið
Nissandeildarinnar skor-
ar aðeins 7 mörk á 30 mín-
útum.
Það var því ijóst að í
seinni hálfleik myndu
gestirnir úr Mosfellsbæ
reyna allt til að jafna met-
in. ÍBV beitti hins vegar
hinni stórgóðu 3-2-1 vörn
sinni áfram og átti Aftur-
elding einfaldlega engin
svör við því, sama hvaða
sóknaruppstilling var
reynd. ÍBV jók muninn
hægt og sígandi og náði
mest sjö marka forystu
22-15, en sigurinn var í
höfn. Gestirnir reyndu
síðan maður á mann vörn
undir lok leiksins og náðu
að minnka forystuna nið-
ur í fjögur mörk og hefðu
kannski átt að reyna það
fyrr. En leiknum lauk
með sigri ÍBV, 23-19.
Bergsveinn Bergsveins-
son, besti maður Aftureld-
ingar, var ekki sáttur við
leik liðsins.
„Við virðumst eiga við
eitthvert vandamál að
stríða. Hópurinn er frek-
ar þunnskipaður og mikið
um meiðsli hjá okkur um
þessar mundir. Varnar-
leikurinn var alls ekkert
slakur hjá okkur í þessum
leik. Sóknarleikurinn er
hins vegar aðalvandamál-
ið í dag, það munar um að
geta haft Bjarka og Einar
Gunnar þarna inni og svo
eru fleiri meiðsli. Svo
höfum við ekki getað not-
að þetta tveggja mánaða
stopp til neins, Bjarki og
Einar í meiðslum, útlend-
ingamir fóru út og svo
vorum við Magnús og ég í
Króatíu, þannig að við
erum kannski aðeins á
eftir öðrum liðum eins og
staðan er í dag. En það er
svo sem engin afsökun,
ÍBV var einfaldlega betra
liöið í dag,“ sagði Berg-
sveinn að lokum.
-jgi
1. ÐEILD KARLA
Einar Gunnarsson, skytta
Hauka, lék ekki með sínum
mönnum gegn FH vegna meiðsla
á ökkla.
Innáskiptingar þjálfara FH
gegn Haukum vöktu oft mikla at-
hygli. Kannski sérstaklega varð-
andi markverðina en einnig það
að Valur Arnarson skyldi ekki
teljast nothæfur í fyrri hálfleik í
eina einustu mínútu. Valur lék
allan síðari hálfleikinn og skor-
aði 6 mörk.
Júlíus Jónasson meiddist illa
á hné í leik Vals og Fylkis er
hann rakst á áhorfendabekki.
Sauma þurfti 12 spor en Júlíus
mun ekki vera brotinn eða slit-
inn. Hann verður hins vegar frá
keppni í kringum tvær vikur.
Það vakti mikla athygli að
íþróttaviðburðir skyldu vera á
dagskrá á föstudagskvöldið er
óveðrið geisaði. Reyndar fór það
þannig að einstaklingar sem
lögðu leið sína að Hlíðarenda
voru sumir hverjir langt fram á
nótt að komast heim til sín.
-SK