Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2000, Page 11
MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2000
29 *
DV
Sport
Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum innanhúss:
Jón Arnar bætti
eigið íslandsmet
- annars ágætur árangur í nokkrum greinum
Ágætur árangur náöist í nokkrum
greinum á Meistaramóti Islands í
frjálsum íþróttum innanhúss sem
fram fór um helgina í Baldurshaga
og að Varmá í Mosfellsbæ. Flest af
okkar besta frjálsíþróttafólki tók
ekki þátt í mótinu en það dvelur
ytra við æfingar. Jón Amar Magn-
ússon brá sér hins vegar frá Svíþjóð
og sigraði í öllum greinum sem
hann tók þátt i. Um tíma leit þó út
fyrir að ekkert yrði af þátttöku hans
því vegna samgöngu erfíðleika í
flugi til landsins vegna veðurs og
kom hann á elleftu stundu til móts-
ins eftir nokkrum krókaleiðum. Jón
Arnar missti þó af 60 metra hlaup-
inu.
Einar Karl Hjartarson, há-
stökkvari úr ÍR, reyndi við ólympiu-
lágmarkið þegar hann felldi 2,25
metra. Hann sigraði aftur á móti í
greininni á mótinu með því að fara
yfir 2.20 metra.
Jón Arnar Magnússon sigraði í
langstökki, stökk 7,58 metra og varp-
aði kúlunni 16,21 metra á laugardeg-
inum. Á síðar keppnisdegi mótsins
setti Jón Amar íslandsmet í 60
metra gríndahlaupi, hljóp á 7,98 sek-
úndum en gamla metið var 7,99 sek-
úndur. Hann sýndi að hann er í
ágætu formi um þessar mundir.
Reynir og Silja nálægt EM-
lágmörkum innanhúss
Reynir Logi Ólafsson úr Ármanni
sigraði í tveimur greinum. Hljóp 60
metra hlaup á 6,96 sekúndum og
stökk 3,28 metra í langstökki án at-
rennu. I undanrásum hljóp hann 60
metrana á 6,95 sem er aðeins 5/100
úr sekúndu frá lágmörkunum fyrir
Evrópumeistaramóti innanhúss
Silja Úifarsdóttir, FH, sigraði í 60
metra hlaupi á 7,71 sekúndu sem er
unglingamet. Tími hennar var hárs-
breidd frá lágmörkunum fyrir EM
innanhúss. Guðný Eyþórsdóttir, ÍR,
sigraði i langstökki með stökk upp á
5,60 metra. Björgvin Víkingsson,
FH, sigraði í 800 metra hlaupi á
1.59,06 mínútum og bætti um leið
drengjametið í greininni. Eva Rós
Stefánsdóttir, FH, í 800 metra hlaupi
kvenna á 2:25,05 mínútum.
Vilborg Jóhannsdóttir, UMSS,
sigraöi stangarstökki og stökk 3,00
metra. Tvíburasystir hennar, Ás-
laug, sigraði í hástökki með stökk
upp á 1,65 metra.
Hafdís Ósk Pétursdóttir úr ÍR
sigraði í langstökki án atrennu og
þrístökki án atrennu.
í þrístökki kvenna sigraði Rakel
Tryggvadóttir, FH, stökk 11,38
metra.
-JKS
Silja Úlfarsdóttir úr FH sigraði í 60 metra hlaupi kvenna.Henni á hægri hönd er Pórunn Erlingsdóttir, UMSS, sem varö
önnur og Guðný Eyþórsdóttir, ÍR, sem varö í þriðja sæti. DV-mynd Hilmar Þór
JF
Sfeyfe mm
i ^ j ^ig & s mmm i '±5*' '■ ■'% iL • \ I
Verðlaunahafar í 60 metra hlaupi karla. Bjarni Traustason, FH, Reynir Logi ólafsson úr Ármanni, sem sigraði í
hlaupinu, og Sveinn Þórarinsson, FH, sem varð þriðji. DV-mynd Hilmar Þór
Jón Arnar Magnússon dregur ekki af í langstökkinu og mældist þetta stökk
7,58 metra sem nægði til sigurs á meistaramótinu. DV-mynd Hilmar Þór
Heimsbikarmót í sundi í París:
Thompson með heimsmet
Bandaríska sundkonan setti um
helgina heimsmet í 100 metra
flugsundi í 25 metra laug á heims-
bikarmóti í París. Thompson synti
á 56,80 sekúndum og en gamla met-
ið, sem hún átti sjálf, var 56,90. Það
var sett í Texas í desember 1998.
Þessi frábæra sundkona ætlar
að taka þátt i þremur heimsbikar-
mótum á næstunni en hún segist
sjálf vera í mjög góðu formi en hún
verður 27 ára eftir hálfan mánuð.
Ágætur árangur náðist á mótinu
og helstu úrslit voru þau að banda-
ríska stúlkan Samantha Arsenault
sigraði með yfírburðum í 200
metra skriðsundi, synti á 1:57,80
mínútum.
Bretinn James Hickman sigraði
í 200 metra flugsundi á 1:52,26 mín-
útum og í 100 metra baksundi sigr-
aði Króatinn Marko Strahija á
53,75 sekúndum eftir harða keppni
við Eitan Urbach frá ísreal en í
þriðja sæti lenti Joege Sanchez frá
Spáni. -JKS
Aðalfundur knattspyrnudeildar Fjölnis
Aðalfundur knattspyrnudeildar
Fjölnis verður haldinn
mánudaginn 14. febrúar
kl. 20.00 í fundarsal félagsins
að Dalhúsum 2.
Stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis
Dagskrá:
* Venjuleg aðalfundarstörf.
* Stjórnarkjör
* Önnur mál
* Kaffiveitingar