Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Qupperneq 4
4
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 jL*"V
fréttír
Réttarhöld að hefjast í máli þar sem lögreglan lagði hald á kókaín frá Mexíkó:
Kókaínmaður talinn
stunginn af úr landi
- dómari leggur fyrir ákæruvald að láta handtaka manninn þar sem til hans næst
„Þessi maður sleppur ekkert við
þetta mál. Ef hann mætir ekki hingað
fyrir dóm verður að lýsa eftir honum
á flugvöllum og annars staðar erlend-
is,“ sagði Kolbrún Sævarsdótir, sett-
ur saksóknari, við þingfestingu ann-
ars tveggja fíkniefnamála þar sem
samtals tæplega kíló af kókaíni kem-
ur við sögu auk annarra fíkniefna.
Hér er um að ræða mál sem fíkniefna-
lögregla lagði mikla vinnu í á síðasta
ári og árið 1998.
„Hann er örugglega erlendis,“
upplýsti einn málsaðila við réttar-
haldið í gær eftir að dómari hafði
falið Kolbrúnu saksóknara að gefa
út handtökuskipun á hendur aðal-
sakbomingnum. Ákæravaldið hefur
fengið upplýst hjá fjölskyldu manns-
ins að enginn viti hvar hann er. DV
hefur upplýsingar um að hann hafi
dvalið í Þýskalandi. Lögreglan hér
heima hefur gert ítrekaðar og ár-
angurslausar tilraunir til að hafa
uppi á manninum sem er 24 ára
Kópavogsbúi. Því hefur ekki tekist
að birta honum ákærurnar enn.
Hvítt kókaín í tréplatta
Þann 21. desember 1998 kom 24
ára Hafnfirðingur í Leifsstöð. Hann
var að koma alla leið frá Mexíkó. í
tösku hans fannst meðal annars tré-
platti. Vel var leitað og að lokum
fannst hvítt efni, kókaín, í plattan-
um, rúm 630 grömm.
Grunur lék á að aðrir hefðu
skipulagt innflutninginn. Að lokum
þótti ljóst liggja fyrir að tveir menn,
framangreindur aöalsakborningur
og annar maður úr Kópavogi, hefðu
skipulagt innflutninginn en fengið
Hafnfirðinginn til að vera burðar-
dýr. Við yfirheyrslur kom fram að
aðalsakborningurinn hefði fengið
burðardýrið til að flytja efnin inn til
íslands frá Mexíkó en hinn skipu-
leggjandinn hefði
lagt til fjármagn,
keypt efnin úti 1
Mexíkó og afhent
Hafnfirðingnum
þau þar.
Falsaðir víxlar
fyrir um 700 þús-
und krónur
komu við sögu
þegar verið var aö reyna að fjár-
magna kaupin á efninu ytra.
Maðurinn sem keypti efnin í
Mexíkó og sá sem nefndur hefur
verið burðardýr
hafa báðir mætt
fyrir dóm og gert
grein fyrir ákær-
um á hendur þeim.
Meintur skipu-
leggjandi neitar
sök en burðardýrið
viðurkennir að
hafa flutt efnin inn.
Meö 144 hassplöntur í
ræktun
Aðalsakborningurinn, sem
dvelst nú ytra, var ekki að koma í
fyrsta skipti við sögu fikniefnalög-
reglu þegar Mexíkómálið kom upp
í desember 1998. í júní sama ár var
hann handtekinn og fundust þá í
bifreið og á heimili hans í Kópa-
vogi um 310 grömm af kókaíni og
170 grömm af hassi. Nokkru síðar
fór lögreglan heim til hans og á
stað í Barmahlíð í Reykjavík. Þar
fundust samtals 144 hassplöntur.
Seldi tugum 16-19 ára
fíkniefni
Fjórði maðurinn í framangreind-
um sakamálum, þriðji Kópavogsbú-
inn, 20 ára, mætti fyrir dóm í gær.
Hann er ákærður fyrir að hafa selt
30-40 ungmennum á aldrinum 16-19
ára mikið magn af fíkniefnum til
neyslu. Honum er gefið að sök að
hafa móttekið frá aðalsakbomingn-
um 250-300 grömm af hassi, 10-15
grömm af amfetamíni, 30-40 grömm
af marijúana og fleiri fikniefni. Lög-
reglan lagði hald á 82 grömm af
hassi við húsleit á heimili mannsins
í júní 1998.
Verjandi unga mannsins sagði
hann vilja fá umhugsunarfrest
gagnvart afstöðu til sakarefnanna.
Hann kvað ástæðuna sem lægi því
að baki þá að skjólstæðingur hans
hefði á sínum tíma, þ.e. þegar lög-
regluyfirheyrslur fóru fram, veriö á
kafi í fikniefnaneyslu. Minnið frá
þeim tíma væri því gloppótt. Lög-
maðurinn lagði síðan margs konar
gögn sem sýna skýrt fram á að ungi
maðurinn hefur snúið til betra lífs.
Réttarhöldunum hefur verið
frestað um ótiltekin tíma. Fram-
haldið ræðst af árangri ríkissak-
sóknaraembættisins og lögreglu af
því að hafa uppi á aðalsakbomingn-
um sem ljóst er talið að dvelur er-
lendis.
Tvö fíkniefnamál voru þingfest viö Héraðsdóm Reykjaness í gær þar sem
samtals tæplega kfló af kókaíni koma við sögu auk annarra fíkniefna.
Myndin sýnir neyslu kókaíns.
Óttar Sveinsson
Stuldur í bún-
ingsklefúm
Sundhallarinnar
- pappír komiö þannig fyrir að hurðarnar hviklæsast
„Ég fór í Sundhöll Reykjavíkur og
í hugsunarleysi læsti ég veskið mitt
ásamt fotunum í einum búnings-
klefanum. Þegar ég kem upp úr og
tek veskið mitt var búiö að hreinsa
úr því allt mitt reiðufé eða um
20.000 krónur. Venjulega er ég ekki
með það mikið reiðufé á mér en ég
hafði tekið út í hraðbanka þar sem
ég hafði farið á útsölu fyrr um dag-
inn,“ segir svekktur sundlaugar-
gestur í samtali við DV.
„Við erum í vandræðum með
þetta. Einhver hópur hefur stundað
það að setja blautan klósettpappír í
falsið á búningsklefunum og við það
læsist hurðin ekki nægilega vel
þannig að auðvelt er aö opna hana.
Hún verður þannig hviklæst," sagði
Gísli Jensson, forstöðumaður Sund-
hallarinnar. Sjálfur. fer hann í sund
daglega og sagðist aldrei myndu
þora að skilja einhver verðmæti eft-
ir i klefunum vegna þessa vand-
ræðagangs. „Það er skilti frammi í
anddyri þar sem sundlaugargestum
er boðiö að geyma verðmæti sín i af-
greiðslu þar sem engin ábyrgö er
tekin á fjármunum í klefum,“ sagði
Gísli.
- Er mikið um þetta?
„Já, það er töluvert mikið um
þetta en þetta kemur í tímabilum.
Við getum ekkert gert við þessu því
það verður að standa krakkana að
verki. Við megum aldrei sofna á
verðinum en við erum alltaf að taka
klósettpappír úr folsunum en við
getum það ekki þegar hurðirnar eru
lokaðar. Þegar grunur leikur á vökt-
um viö skápana sérstaklega," sagði
Gísli.
Gísli skorar á alla að láta geyma
öll verðmæti í læstum hirslum í af-
greiðslu því það virðist sem aldrei
sé of varlega fariö. -hól
Gísli Jensson, forstööumaður Sundhallarinnar, sýnir hvernig blautum
pappír er komiö fyrir í falsinu til huröin veröi kviklæst. DV-myndir ÞÖK
Jiilliilfí
Klefaruglíð
Það þótti nokkrum undrum sæta
meðal fastagesta sundalaugarinnar á
Seltjarnarnesi þegar karlaklefinn var
gerður að kvennaklefa og kvennaklef-
inn að karlaklefa. Sú skýring var gefin
að konur þyrftu
almennt meira
pláss i klefunum,
ekki vegna þess
að þær væru
digrari en karl-
arnir heldur
hefðu þær
meira af dóti meðferðis í laugina og
þyrfti að geta lagt það frá sér. Breyting-
in er enn að síast inn hjá nokkrum
sundlaugargestum sem eru að álpast
inn i vitlausan klefa við misjafnar vin-
| sældir þeirra sem þar striplast. Þær
| uppákomur hafa leitt til vangaveltna
um raunverulega ástæðu breyting-
| anna. Þannig er því haldið fram að
karlgestir séu fleiri en kvengestir og
því hæpið að nota plássleysi kvenna
j sem röksemd. Þá heyrist hvíslað í heita
pottinum að skýringuna sé að ftnna í
þeirri staðreynd að eftirlitsvél sund-
laugarinnar er á fæti við glugga gamla
karlaklefans. Hún sé gædd þeim eigin-
I leikum að geta snúist á fætinum og
beint „sjónum“ inn í klefann...
Liggja yfir skránum
Björgvin Guðmundsson, varafor-
maður Heimdallar og ritstjóri
; Frelsi.is, ætlar ekki að skila skatt-
framtali í ár. Hann sér ofsjónum yfir
kostnaði sem fylgir skattkerfinu og
Ífinnst skattheimtu
vera skerðingu á eign-
arréttindum og at-
hafhafrelsi manna.
Hann og fleiri telja
það auk þess vera
skerðingu á per-
sónufrelsi að skatt-
greiðslur einstak-
linga skuli vera gerðar opinberar
með því að álagningarskrá skuli
liggja frammi fyrir alþjóð ár hvert.
Skoðanabræður Björgvins ætla að
| styrkja hann í baráttunni við Skatt-
mann ef einhverjar sektir leggjast á
hann vegna aðgerða hans, eða öllu
heldur aðgerðaleysis. Björgvin ætlar
| síðan að beita sér fyrir því að myndir
? verði birtar á Frelsi.is af öllum sem
sækja í skrána í Reykjavík og vill að
■: Heimdellingar liggi bókstaflega yfir
skránum svo engir komist í þær...
I
Rottupartí
Fjögur þúsund lítrum af vodka,
sem reynt var að smygla inn til lands-
ins í fyrra, var eytt í vikunni. Voru
kassarnir kramdir með tilheyrandi
gusugangi. Fannst sumum súrt að
ekki væri hægt að selja
vöru sem stöðug eftir-
spum er eftir, t.d. á
uppboði, og leyfa þá
fjárþurfandi góðgerð-
arsamtökum að njóta
ágóðans. Nei, góssinu
skyldi fargað og ekki
var annað að sjá en
hinir „dýru dropar“ fengju að renna
óhindrað í næsta niðurfall. Því voru
engir til að gera sér þá að góðu nema
rottumar sem sofnað hafa svefni
hinna réttlátu þann daginn...
Sýnið iðrun
í blaðinu Austurlandi, sem Karl
Th. Birigsson ritstýrir, má sjá
: klausu um sr. Karl V. Matthíasson
j, sem tók sæti á Alþingi á dögunum í
* forfóllum Sighvats Björgvinssonar.
Karl var þekktur fyrir
| að enda ræður sínar á
orðunum „Guð blessi
Alþýðubandalagið".
Það leið ekki langur
tími áður en þing-
menn Samfylkingar-
íí innar urðu þess
| varir að prestur væri mættur
5 til starfa. Hann lét reyndar vera að
biðja Alþýðubandalaginu blessunar
en í tölvupósti til allra samflokks-
manna skrifaði hann fjögur orð:
„Fastan nálgast. Sýnið iðrun“...'
Umsjón Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkorn @ff. is
: ::