Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Qupperneq 9
JL>V LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000
%éttir
Fullyröingar norskra náttúrverndarsamtaka í bréfi til þarlendra ráöherra:
Risabankar lána ekki
til Fljótsdalsvirkjunar
- það er góður punktur aö benda á, segir Árni Finnsson
„Það er alveg skýrt að World
Bank (Alþjóðabankinn) myndi ekki
lána til Fljótsdalsvirkjunar ef eftir
því væri leitað en Landsvirkjun
hefur reyndar ekki tekið lán þar
síðan 1971 eða 1972. Hins vegar er
Landsvirkjun tryggur kúnni hjá
Norræna fjárfestingarbankanum
og svör þaðan voru ekki jafnskýr
þegar Jón Sigurðsson bankastjóri
var spurður um málið síðastliðið
haust. Jón nefndi þá að þar sem Is-
land væri með þróaða löggjöf í um-
hverfismálum myndi landið líklega
fá lán þrátt fyrir að virkjunin hefði
ekki sætt lögformlegu mati,“ segir
Árni Finnsson.
Ámi Finnson, formaður Náttúru-
verndarsamtaka Islands.
Fimm náttúruvemdarsamtök í
Noregi, sem hafa lýst andstöðu við
Fljótsdalavirkjun, hafa sent ráð-
herrum í norsku ríkisstjóminni
ábendingu um það mat sitt að um-
hverfisstefna áðurnefndra banka
komi í veg fyrir að þeir geti veitt
lán til virkjunarinnar þar sem
framkvæmdin hafi ekki farið i lög-
formlegt umhverfismat.
Jón Sigurösson í bobba
Árni Finnsson tekur skýrt fram
að þessi ábending sé ekki sett fram
til að gefa i skyn að Landsvirkjun
takist ekki að afla nauðsynlegs
lánsfjár vegna virkjunarinnar held-
ur til að gera norskum ráðamönn-
um ljóst að virtar og ábyrgar
bankastofnanir vilji ekki taka þátt
í framkvæmdum sem ekki hafi ver-
ið metnar samkvæmt lögbundnum
umhverfisforsendum á hverjum
tíma.
Árni telur að Norræni fjárfest-
ingarbankinn geti ekki lánað til
Fljótsdalsvirkjunar vegna um-
hverfisstefnu sinnar þrátt fyrir
skoðun Jóns Sigurðssonar um ann-
að. Ámi bendir á að Jón sé eigin-
lega dálítið á milli steins og sleggju
í málinu þar sem það hafi einmitt
verið Jón, sem þáverandi iðnaðar-
ráðherra, sem gaf út virkjanaleyfí
fyrir Fljótsdalsvirkjun skömmu
fyrir alþingiskosningar 1991.
„Aðalatriðið er að ábyrgar lána-
stofnanir, sem hafa sett sér skýr
viðmið í umhverfismálum, myndu
annaðhvort ekki lána til Fljótsdals-
virkjunar eða þær myndu eiga í
vandræðum með það. Það er góður
punktur að benda á, að minnsta
kosti í Noregi," segir Árni Finns-
son.
-GAR
•s
-=
A
<
Það er eitthvað meira við Mégane Break
Yerð 1.588.000 kr.
Grjótliáls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
Mégane Break Grand Comfort
Break hefur nú aukið forskotið. Hann státar ekki aðeins af
meiri öryggis- og þægindabúnaði og stærra farangursrými
en aðrir skutbílar í sama ílokki heldur fæst nú í sérstakri
Grand Comfort útgáfu; emi betur búinn.
Komdu og prófaðu stærri og betur búinn bíl.
RENAULT