Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Qupperneq 15
DV LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000
„Það sem við leggjum til grund-
vallar er að sýna hlutina eins og
þeir eru og láta fólkið sem vinnur i
þessum iðnaði tala og taka upp sam-
töl þess hvað við annað. Við tökum
ekki afstöðu til þess sem við erum
að skoða heldur reynum að vera
hlutlaus."
Þannig lýsa Sigursteinn Másson,
fréttastjóri á Skjá einum, og Ragn-
heiður Eiríksdóttir, pistlahöfundur
Dags um kynlif, nálgun sinni á við-
fangsefnið í nýrri fjögurra þátta
heimildamyndaröð um klám i
Reykjavík sem þau eru að leggja síð-
ustu hönd á.
Það er kvikmyndagerðin Hug-
sjón, með Bjöm Brynjúlf Bjömsson
í broddi fylkingar, sem framleiðir
þættina en Sigursteinn og Ragn-
heiður unnu rannsóknir, kynna og
skrifa handritið. Þættirnir íjórir
verða sýndir á Stöð 2 í jafnmargar
vikur, sá fyrsti 7. mars nk. undir
nafninu Sex í Reykjavík.
Þættirnir fjórir taka fyrir ólíka
hluta af kynlífs- og klámiðnaðinum
í Reykjavík. Sá fyrsti fjallar um
verslun og viðskipti, s.s. leikfóng,
hjálpartæki, blöð og bækur og fatn-
að.
Fólk sem stofnar fálög
um kynlíf
Annar fjallar um afþreyingu og
það sem fólk er að dunda við í frí-
stundum sínum og tengist kynlífi.
Þar kemur Netið mjög mikið við
sögu en einnig eru heimsótt félög
fólks sem hefur það að áhugamáli
að stunda óvenjulegt kynlíf. Þetta
eru félög eins og BDSM sem hafa
áhuga á bindi- og drottnunarleikj-
um, sadó-masókistaleikjum og
munalosta, MSC sem eru samtök
„leðurhomma" og Svingers sem er
hópur fólks sem stundar makaskipti
eða kynlíf í hóp. Tvö fyrst nefndu fé-
—
Ragnheiöur Eiríksdóttir, annar umsjónarmanna þáttanna um Sex í Reykjavík .leggur síðustu hönd á samsetningu.
ViS fundum vændi í Reykjavík
- Sigursteinn Másson og Ragnheiður Eiríksdóttir eru að Ijúka gerð heimildamyndar í fjórum þáttum um klám í Reykjavík
Röð heimildamynda um klám í Reykjavík, sem sýnd verður á Stöö 2 í mars,
sýnir bæði jákvæöar og neikvæðar hliöar þessa iðnaðar sem fer dagvax-
andi.
lögin telja um 50 félaga hvort en
Svingers er nýstofnað og enn smátt.
Þriðji þátturinn fjallar um starf-
semi nektardansstaða í Reykjavík,
fólkið sem starfar þar, fólkið sem
rekur staðina og fólkið sem sækir
þá kemur nokkuð við sögu.
Fjórði og síðasti þátturinn fjallar
um vændi í ýmsum myndum. Nokk-
uð hefur verið deOt um tilvist þess
á íslandi og m.a. hefur dómsmála-
ráðherra skipað starfshóp til að
leita að því. Funduð þið vændi i
Reykjavík?
Við fundum vændi í
Reykjavík
„Já við fundum það auðvitað,"
segir Sigursteinn.
„Það hefur alltaf verið til og verð-
ur áfram. Ég vil á þessu stigi ekki
segja mikið meira um það hvort það
tengist t.d. dansstöðunum. Þetta
kemur í ljós í þættinum. Vændi
hlýtur að vera neyðprúrræði fyrir
hvem sem er og þeir sem það
stunda eru undantekningarlaust
einstaklingar í mikilli neyð eins og
kemur í ljós. Ég hef í mínu starfi,
bæði við gerð þessara þátta og ann-
ars staðar, kynnst einstaklingum
sem hafa lagt líf sitt alg'erlega í rúst
með þessum hætti.“
En var eitthvað í klámiðnaðinum
í Reykjavík sem var mjög frábrugð-
ið því sem þau höfðu gert sér í hug-
arlund?
„Ég þekkti í gegnum skrif mín í
Degi talsvert til ýmissa þátta þessa
heims,“ segir Ragnheiður en segir
þó að vissir hlutir hafi komið sér á
óvart.
„Ég hafði aldrei komið inn á
svona nektardansstað áður,“ segir
Sigursteinn og bætir við að hann
líti þetta ef til vill öðrum augum en
ýmsir aðrir.
Sigursteinn Másson, fréttastjóri
Skjás eins, sem er kunnur fyrir
heimildamyndir sínar um Geirfinns-
málið, er annar umsjónarmanna
þáttanna um klám í Reykjavík.
Islendingar meiri
pervertar en við héldum
„Það sem kom ef til vill mest á
óvart er að í það heila eru íslending-
ar meiri „pervertar" en við viljum
viðurkenna. Það kemur til dæmis í
ljós þegar við fjöllum um símaþjón-
ustumar og alla þá starfsemi og
fáum að fylgjast með símadömum
að störfum. Það eru ótrúlega margir
viöskiptavinir úr öllum lögum þjóð-
félagsins sem sýna bamaklámi mjög
mikinn áhuga. Með því er ekki ver-
ið að segja að símaþjónusturnar
hvetji til þessa en þær leiða tilvist
þessa áhuga í ljós,“ segir hann.
Ragnheiður telur að þegar sumt
af því sem telst til óeðlilegs kynlífs
og brýtur berlega í bága við lögin
berist í tal sé íslendingum mjög
tamt að grípa til afneitunar og telja
að slíkt og þvílikt þrífist ekki hér í
fámenninu - þetta sé alrangt.
„Staðreyndin er sú að allt sem
menn geta fundið i skuggahverfum
erlendra stórborga og tengist kynlífi
geta menn fundið hér í Reykjavík
einnig. Það hverfur ekki þó við lok-
um augunum fyrir því.“
En er ekkert erfitt að fá fólk sem
stofnar félög um sérstæðar kyn-
hneigðir sínar til að koma i viðtöl í
sjónvarpinu.
Kynlíf til gleði og
skemmtunar
„Það lifa allir kynlífi og það sem
fólk gerir með fullri ábyrgð og sam-
þykki gagnaðila, báðum aðilum til
nautnar og gleði, getur varla verið
neitt athugavert við. Þeir sem leita
sér félagsskapar í slíkum félögum i
leit að þeim sem eru sama sinnis
eru aðeins að reyna að vera ábyrg-
ir. Það var þvi ekki erfitt að nálgast
þessi félög,“ segir Ragnheiður.
„Það getur hins vegar ekki verið
rétt að fólk sé haldið þeim ranghug-
myndum að það sé t.d. í lagi að fitla
við böm kynferðislega af því að þau
hafi átt frumkvæðið," segir Sigur-
steinn.
„Allt kynlif sem felur í sér kúgun
á minni máttar eða greiðslu er í eðli
sínu ekki rétt.“
Er yngra fólk meiri þátttakendur
í þessum iðnaði sem neytendur en
eldri kynslóðin?
„Mér sýnist að viðskiptavinir séu
fólk á öllum aldri. Ég hef á tilfinn-
ingunni að fullorðnara fólk pukrist
meira með þetta en unga fólkið. Svo
er auðvitað mjög mikill meirihluti
karlar sem eru viðskiptavinir dans-
staða, verslana með blöð og bækur
og svo framvegis," segir Ragnheið-
ur.
Þau eru sammála um að þættim-
ir skiptist þannig í rauninni í tvo
ólíka hluta. Annars vegar sýni þeir
þá fjölbreytni og hinar margvíslegu
leiðir sem fólk fer til að skemmta
sjálfum sér og öðrum i sínu kynlífi
og kynni fjölbreytta flóru möguleika
sem því tengjast. Hins vegar varpa
þeir ljósi á ýmsar dekkri hliðar sem
oftar en ekki fylgja vaxandi kynlifs-
og klámiðnaði.
Hvað er klám eiginlega?
„Yfirvöld hér eru í talsverðum
vanda,“ segir Sigursteinn.
„Klám er bannað en þaö er eng-
inn sem getur skilgreint hvað það
er. Það er bannað að selja eða leigja
klámmyndir en það eru sennilega
ekki nema 3-4 videóleigur í Reykja-
vík sem ekki hafa slíkt á boðstólum.
Vændi er ekki ólöglegt nema þriðji
aðili hafi af því tekjur eða það sé
stundað sem aðalatvinna. Þarna eru
lögin ekki í miklu samræmi við
veruleikann.
Við höfum ekki enn gengið í
gegnum þá endurskoðun á þessu
sviði sem flest lönd í nágrenni okk-
ar gerðu fyrir nokkuð mörgum
árum. Fyrir vikið eru. t.d. grófari
myndir í íslenskum blöðum um
kynlif en væru leyfðar t.d. i Amer-
íku og á dansstöðum hér ganga
stúlkumar lengra en þeim væri
leyft í nágrannalöndum okkar.
-PÁÁ