Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Side 16
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 T>T7~
foygarðshornið
'k k:
Er verið að hlunnfara
Ég á erfitt með að skilja hvers
vegna ég ætti að hafa stórfelldar
áhyggjur af þeim gróða sem sagð-
ur er blasa við þeim sem eiga stór-
an hlut i íslenskri erfðagreiningu.
Mér líst vel á að að allar götur hér
fyllist af vellauðugum líffræðing-
um.
Sá gróði kann að vísu að vera til
marks um aö verðbréfafólk er
hjarðsálir sem hættir til að ofmeta
stórkostlega til fjár ýmsa framtíð-
armúsík, og reynir að innheimta
nú í dag arðinn af því sem ekki
verður einu sinni orðið til á morg-
un, einkum í greinum sem það hef-
ur ekki hundsvit á, og vel má vera
að einhverjir séu að spila með trú-
gimi og græðgi fólks. En hví
skyldi ég segja mig úr gagnagrunn-
inum þess vegna? Ég fæ með engu
móti séð að allir peningarnir sem
maður heyrir að séu á sveimi
kringum þessi áform séu fé sem
mér ber eitthvað sérstaklega. Að
verið sé að hlunnfara mig. Mér
virðist að í nýjustu herferðinni
gegn gagnagrunninum gæti nokk-
urs misskilnings á því hvernig
verömæti verða til, að gömul hug-
mynd um arðrán í kapítalísku
samfélagi lúri undir hjá þeim sem
mest hafa sig í frammi - hugmynd
sem naumast er nothæf þegar
kemur að gagnagrunni og ís-
lenskri erfðagreiningu.
* * *
Sjúkdómar eru ekki verömæti
heldur böl. Hins vegar geta rann-
sóknir á sjúkdómum skapað verð-
mæti. Upplýsingar um mig og mín-
ar erfðir eru ekki heldur verðmæti
en það er hægt að búa til verðmæti
úr þeim þegar búið er að tengja
þær við upplýsingar um aðra ís-
lendinga. Sérhver einstaklingur
sem gengur um á jörðinni hefur að
vísu í sér fólgin ómælanleg verð-
mæti, en þau felast í höndum hans
og handarverkum, sál hans og
hugsunum og því að sérhvert líf er
heilagt.
Með öðrum orðum: Það eru ekki
sjúkdómamir sem skapa verðmæti
heldur er það þekkingin. Og í
þessu tilviki sérhæfð og torfengin
þekking sem ég hef ekki vald á.
Hagur einstaklinganna af þvíf
sem kann að koma út úr gagna-
grunninum felst i þvi að almennt
þekkingarstig þjóðfélagsins hækk-
ar, peningar streyma inn í samfé-
lagið úr einhverju öðru en frum-
framleiðslu og stóriðju og öðrum
tilraunum til að iðnvæða landið á
19. aldar vísu - og von kviknar um
að líf afkomendanna kunni að
verða minna markað af sjúkdóm-
um en þeirra sem nú eru á dögum:
þetta er allnokkuð - og er þá
ónefnt það sérstaka tilhlökkunar-
efni að geta farið að grúska í ætt-
fræði á netinu þegar afraksturinn
af starfi Friðriks Skúlasonar fer
þangað.
Þetta nægir augsýnilega ekki
öllum, sérstaklega þegar fréttir
taka að berast af ofsagróða spek-
úlanta með bréf í decode. Þeir
spyrja sig: hvers vegna ekki ég? Og
gleyma því að þeir áttu ekki hug-
myndina að gagnagrunninum og
hafa ekki bolmagn til að koma
honum á fót.
Hluti af þessum ofsagróða gæti
verið vegna ofmats á erfðavísind-
um. Sigursteinn Másson, sá flni
fréttamaður á Skjá einum, spurði
Kára Stefánsson á dögunum um
hommagenið. Kári svaraði eitt-
hvað á þá leið að rannsóknir sem
bentu til að slíkt væri yfirhöfuð til
væru ótraustar og gerði almennt
lítið úr möguleikum erfðafræðinn-
ar til að negla niður hvers vegna
einstaklingarnir eru eins og þeir
eru: af hverju hafa sumir gaman af
ljóðum? spurði hann og virtist
ekki hafa áhuga á svarinu.
Erfðafræðin
mun hjálpa
okkur til að
átta okkur á
vissum til-
hneigingum i
fari okkar og
getur varað
okkur við því
sem hætt er við
að yfirfalli okk-
ur ef við forum
ekki varlega, til
dæmis í mataræði eða umgengni
við áfengi. Þannig verður erfða-
fræðin svolítið eins og vitur
frænka sem þekkir sögu ættarinn-
ar. En sú nútíma nauðhyggja að
genin geymi allt i okkar fari og lífi
er ekkert skárri en stjömuspeki og
aðrar slíkar íþróttir sem þykjast
segja okkur hver við séum. Þetta
er ömurleg lífssýn og til þess fallin
að drepa niður frumkvæði einstak-
Guðmundur Andri Thorsson
linganna í eigin lifl. í genunum
búa möguleikar okkar. Hvort þeir
þróast til góðs eða
ills - hver við svo
verðum - er und-
ir uppeldi komið
og umhverfí og
einhverju sem við
neyðumst til að
kalla upplag
hvers og eins.
Sérhver mannleg-
ur eiginleiki á sér
að minnsta kosti
plús hlið og mín-
us hlið: það kemur genum ekki við
hvort við virkjum plúshliðina i
okkur eða látum mínus hliðina
eitra líf okkar. Hver við eiginlega
erum er undurflókinn vefur og
rammlega flækt samspil trilljón
þátta sem menn á hvítum sloppum
geta aldrei ráðið í - jafnvel þótt
þeir kenni sig til örlaganomanna.
Svo er Guði fyrir að þakka.
Sjúkdómar eru
ekki verðmœti held-
ur höl. Hins vegar
geta rannsóknir á
sjúkdómum skapað
verðmœti.
dagur ílífi
Týndu skórnir voru í rauðu erminni
- Bragi Gíslason, gangbrautar- og gangavörður, lýsir degi í lífi sínu
Klukkan er 6.30. Útvarpið er á
og ég ligg örlítið lengur. Það er
mánudagur og það er svolítið erf-
iðra að vakna en aðra daga. Á
mánudögum tefur Mogginn heldur
ekki fyrir. Korter fyrir 7 hringir
vekjaraklukkan og það eru komn-
ar veðurfregnir. Þetta er róleg-
heita veður og frost -l’. Veður
skiptir máli fyrir gangaverði. Djúp
lægð fyrir sunnan land getur gert
líflð næstum óbærilegt. Börnin
fmna á sér veðrabrigði eins og
hrossin. Þau verða óróleg og
hlaupa í allar áttir. Þegar sjö-frétt-
imar eru lesnar tek ég lýsið mitt
og borða morgunkomið. Konan
var ekki á næturvakt í nótt svo ég
þarf ekki að vekja börnin. Bílinn
losaði ég úr skaflinum í gær svo
nú þarf ég ekki að ganga í vinnuna
eins og alla síðustu viku.
Fer í sjálflýsandi vesti
til að sjást betur
Ég er kominn út í skóla fyrir kl.
7.30 og þar drekkur starfsfólkið
kaffisopa með umsjónarmanni
skólans og fyrir utan úrslit í bolta-
leikjum helgarinnar er rætt um
hvað liggur fyrir að géra þessa
vikuna fyrir utan það venjulega.
Og nú voru það óskilamunirnir
sem voru til sýnis á foreldraviðtöl-
unum í síðustu viku.
Talandi um óskilamuni, það er
ótrúlegt hve þetta safnast fyrir. Og
eins hve litið er merkt. Þarna eru
20-30 stórir plastbalar fullir af alls-
konar fótum.
Minn vinnustaður er Melaskól-
inn í Reykjavík, sem skiptist nú í
gamla skólann og nýja skólann,
þar sem ég er gangavörður og á
mánudögum er ég gangbrautar-
vörður. Melaskóli er einsetinn
skóli með 570 nemendur, í Nýja-
skólanum eru 270 nemendur 5., 6.
og 7. bekkja.
Af því að það er fremur kulda-
legt út að líta fer ég í einn af
kuldagöllum skólans og í sjálf-
lýsandi vesti til að sjást betur og
tek mér luktina í hönd, en luktin
er gult vasaljós sem lýsir vel af í
myrkrinu. Kl. 8.15 opna ég skólann
við mikinn fögnuð þeirra bama
sem eru farin að bíða fyrir utan.
Það er ansi mikil umferð þennan
tíma sem við erum á gangbraut-
inni. Mest eru þetta foreldrar sem
eru að aka börnum sínum í skól-
ann. Börnin bíða undantekningar-
lítið eftir að ég fylgi þeim yfir og
segja mér jafnvel frá einhverju
skemmtilegu er henti þau um
helgina. Það eru alltaf sömu
krakkarnir sem koma snemma, og
krakkamir sem eiga heima næst
skólanum sem koma þegar hringt
hefur verið inn.
Leiðinlegt þykir mér að sjá for-
eldra og jafnvel kennara stytta sér
leið og fara yfir götuna í 10-15
metra fjarlægð frá gangbrautinni.
Eins langar mig stundum til að
hafa rúðusköfuna með til að
hreinsa framrúðuna fyrir lata bíl-
stjóra sem ekki nenna að hreinsa
nema rétt fyrir nefið á sér. En ég
er nú bara gangbrautarvörður.
Snúið á gamlan
gangavörð
Þegar hringt hefur verið inn
minnkar umferðin og þegar kl. er
Bragi er viö öllu búinn í kuldagalla,
gulu sjálflýsandi vesti og meö Ijós-
lukt í hönd.
8.40 fer ég inn í skóla fer úr vest-
inu slekk á luktinni hengi upp
kuldagallann og fer upp á skrif-
stofuskólans til að ná í póstinn
sem er að mestu leyti tilkynningar
um forfoll nemenda. Þetta er met-
dagur í dag yfir 60 nemendur
koma ekki í skólann í dag. Þessu
er dreift í 25 af 27 kennslustofum
skólans, í tveimur stofum virðist
enginn vera veikur.
Eftir að póstburði er lokið koma
ýmis verkefni svo sem að ljósrita
fyrir nemendur, afgreiða mjólk og
jógúrt og laga kafFi fyrir kennara
og fylgjast með umferðinni á gang-
inum.
Hér er mun minna ráp en í
gamla skólanum vegna þess að hér
er klósett í hverri stofu.
Kl. 10.30-10.50 eru frímínútur.
Kennarar eiga að hjálpa til við að
koma krökkunum út en þeir eru
nú orðnir ansi kaffiþurfi eftir
kennsluna svo það getur reynst
ansi mikið puð að sjá við þeim
sem reyna að vera inni. Það er
gaman hjá einstaklingi sem getur
snúið á gamlan gangavörð.
Þegar allir eru komnir út læsi
ég en stend við dyrnar og sé vel
yfir minn hóp. Nýi skólinn er með
sér frímínútur. Þetta voru rólegar
frímínútur og hættulaust snjókast.
Þegar allir eru komnir inn þarf
að þurrka yfir gólfin, því hér fara
allir inn á skónum á neðri hæðina
en halda á skónum upp.
Skáknámskeið í stofu
þrjú
Nú fæ ég mér kaffi og brauð, síð-
an panta ég mjólkurvörur fyrir
þriðjudaginn. Seinni frímínútur
eru kl. 12.10-12.40. Þá verður al-
vöruslagur og þegar svona alvöru-
slagur verður þarf gángavörður að
fá aðstoð og þá eru kennarar fljót-
ir til og fóma kaffi og matartímum
umyrðalaust. Nú hefur orðiö sú
framför að ég hef GSM-síma til að
kalla á aðstoð.
Þessum frímínútum lýkur eins
og öðrum frímínútum og aftur
þarf að þurrka gólfin. Kl. 13.20 fara
þau börn heim sem ekki eru í
heimanámi.
Þá fer ég aftur út á gangbraut,
en nú er allt mun rólegra en í
morgun en þó þarf nú að vera úti
mun lengur vegna þess að yngstu
börnin eru lengi að klæða sig. Nú
er það heldur ekki skólabjallan
sem kallar. Þegar ég kem inn aftur
er hafið skáknámskeið í stofu 3.
Hér er mikið lagt upp úr skák
enda eigum við Reykjavíkurmeist-
ara, íslandsmeistara og Norður-
landameistara.
Og þá er klukkan 3. Ég færi mig
um set. Hér er aðeins skákin eftir.
Það er kalt í gamla skólanum Hér
verð ég dyravörður til kl. 18. Börn
og fullorðnir koma og fara. Skóla-
hljómsveit Vesturbæjar er hér
með æfingar og börn úr Selinu eur
á leið heim Hér er ys og þys, þaö
vantar úlpu og það vantar skó, for-
eldrar eru að flýta sér, börnum
liggur ekkert á.
Engir tveir dagar eins
Gangavörðurinn reynir að
hjálpa til en jafnframt að vera ekki
fyrir, standa ekki meira með ein-
um en öðrum. Ég hef oft verið
spurður að því hvernig ég geti
unnið svona starf sem alltaf er
eins.
En það eru engir tveir dagar
eins, eins og það eru engin tvö
böm eins. Týndu skórnir sem
voru I rauðu erminni í gær eru í
annarri ermi í dag. Sjöundi bekk-
urinn var svona og svona, en þessi
í ár er þrælskemmtilegur í dag,
mánudag. Hvernig sem hann nú
verður á þriðjudaginn. Það er
bekkjarkvöld í stofu 9. Foreldrar,
afar, ömmur og systkini koma
með nemendum og kennara. Það
er komið kvöld. Það hægist um.
Ræstingafólkið er komið og býr
skólann undir næsta dag. Ég set
næturlæsinguna á og legg af stað
heim.