Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 viðtal Erum ekki öðruvísi - fórnarlömb eineltis segja frá reynslu sinni „Skyndilega taka tveir strákar sig til og hrækja á mig þar sem ég stend í sturtuklefanum," segir Roald m.a. þegar hann minnist eineltisatvika úr skólanum. Roald Viðar Eyvindsson nemi: Veikur af áhyggjum Roald er 22 ára nemandi í bók- mennta- og kynjafræði við Háskóla ís- lands. Hann lýsir reynslu sinni af ein- elti sem „líkamlegu ofbeldi og and- legri nauðgun sem staðið hafi linnu- laust í 8 ár“, eða frá 7 til 15 ára aldurs. Með hnút í maganum „Ég var rólegur strákur að eðlisfari og ekkert öðruvísi en aðrir, ég var ekki mikið í íþróttum en ég átti mín áhugamál og teiknaði m.a. mikið. Ég held að það séu fyrst og fremst þeir sem standa fyrir einelti sem séu öðru- vísi. Hins vegar mótast maður mjög fljótt af því sem sagt er við mann og fer að trúa því að maður sé í raun og veru öðruvísi." Roald segist ítrekað hafa reynt að verja sig og oft barist með kjafti og klóm við þá sem veittust að honum. Þar hafi hann hins vegar átt við of- urefli að etja þar sem strákamir voru oft tuttugu á móti honum einum. „Ég var uppnefndur, laminn og áreittur á annan hátt. Ég var með hnút í magan- um af áhyggjum yfir því að fara í skól- ann á morgnana og stundum var ég hreinlega veikur og lá heima í rúm- inu. Dofinn tilfinningalega Roald segir frænku sína Nínu Rúnu og helgamar sem hann eyddi hjá henni hafa bjargað sér og sá stuðningur sem hún veitti honum hafi reynst sér dýrmætur. „Ég vil brýna fyrir foreldrum að veita því sérstaka athygli hvort bömin þeirra halda sig frekar inni og hanga í tölvunni eða glápa á vídeó og hvort þau eru oft veik því þetta eru dæmi- gerð einkenni hjá börnum sem verða fyrir einelti. Ég get sagt fyrir mitt leyti að maður þarf ekki aö gera sér upp veikindi, maður verð- ur bókstaflega veikur af því að vera lagður í einelti.“ Roald segist hafa haldið reynslu sinni af einelti leyndri fyrir foreldr- unum, hann hafi verið dofinn til- finningalega og jafnvel þó að á hann væri gengið gaf hann ekkert upp. „Krakkar eru oft ekki tilbúnir að viðurkenna fyrir sjálfum sér hvað þá foreldrum sinum að þau séu fómarlömb eineltis." Sagði mér að vera ekki með aumingjaskap Roald minnist einkum nokkurra atvika frá skólaárunum sem hann segist seint gleyma. Ég minnist þess þegar ég lenti í því að vera barinn af einhverjum strákum á skólalóðinni. Ég fer og ætla að ná í aðstoð frá kennara en hann segir mér bara að vera ekki með þennan aumingjaskap heldur bretta upp ermar og slást á móti. Það er rétt að taka það einnig fram að ég þoldi illa leikfimi því þar gafst oft tími fyrir hrottalegan kvikindisskap. Ég minnist þess einu sinni þegar ég var í sturtu í leikfimitíma. Skyndilega taka tveir strákar sig til og hrækja á mig þar sem ég stend í sturtuklefanum. Ég man það vel að ég stóð i hárinu á þeim og hrækti á móti.“ Krakkarnir vissu vel hvað þeir voru að gera Roald leggur áherslu á að krakk- ar sem leggja aðra í einelti geti ekki skýlt sér á bak við það að hafa ekki vitað um afleiðingar gjörða sinna. Um sína reynslu segir hann einelti ekki hafa verið óþekkt hugtak á þeim tíma og krakkamir vitað vel hvað þeir voru að gera. Hins vegar tekur hann fram aö hann sitji eftir sem áður uppi með sárin og því sé það fyrst og fremst þeirra að eiga við sjálfa sig og sínar gjörðir. Roald segist hafa leitað sér fag- legrar aðstoðar hjá sálfræðingi síð- astliðin tvö ár sem hafi hjálpað sér mikið jafnframt þvi að stunda mikla hreyfmgu sem hjálpi sér að losa um spennu og draga úr kvíða sem hann segir hafa fylgt sér og hann gert sér betur grein fyrir eftir að hann eltist. Sálfræðingurinn hafi samt sem áður bent honum á að það gæti tek- ið jafn langan tíma að vinna úr vandanum og það tók að skapa hann og þannig sé það oft hjá fólki sem lendi í einelti. „Ég vona að frásögn mín geti komið öðrum með svipaða reynslu til hjálpar. Ég vil benda þeim á sem þmfa á hjálp að halda að sækja fundi hjá samtökum þolenda einelt- is og kynna sér enn fremur allt sem þeir koma höndum yfir um einelti. Ég vil benda sérstaklega á bókina Leggðu rækt við sjáifan þig eftir Önnu Valdimarsdóttur. Ég vil einnig brýna fyrir fólki að stunda líkamsrækt eða aðra hreyfingu til að losa um spennu og auka vellíðan. Það hefur að minnsta kosti hjálpað mér mjög mikið,“ segir Roald að lokum. Svava Kristinsdóttir, einstæð móðir: Lamin á skólalóðinni Svava er 29 ára gömul og búsett í Breiðholti. Saga hennar af einelti á sér langan aðdraganda, byrjar í leikskóla en hefst fyrir alvöru þegar hún byrjar sína skólagöngu. Uppnefnd „Kínverji" „Eg var færð yfir í annan bekk strax í 7 ára bekk af því að mér var strítt svo mikið af skólafélögunum. Það voru aðallega stelpumar sem lögðu mig í einelti. Þær höfðu hald- ið hópinn síðan í sex ára bekk og litu á mig sem keppinaut þeirra um athygli kennarans. Þetta var mest- megnis stríðni, ég var uppnefnd „feitabolla" og „Kínverji" af því að ég er skásett til augnanna," segir Svava. Svava segist við og við hafa verið lamin af krökkunum á skólalóðinni en kennararnir hafi ekkert aðhafst. „Ég man að einn kennarinn hafði einu sinni á orði við mömmu að ég væri mikið ein en hvorki mamma né hún gerðu nokkuð í málinu. Þá var ekki talað um einelti. Svona hélt þetta áfram fyrstu árin í grunn- skóla og um 11 ára aldur voru yngri stelpur famar að stríða mér. Þegar þar var komið við sögu reyndi ég margoft að stytta mér aldur. Það sem bjargaði mér þó að einhverju leyti var að ég eignaðist góða vin- konu sem einnig varð fyrir því óláni að vera lögð í einelti en það skipti mig miklu máli að hafa svip- aða reynslu og hún.“ Á heimavist Þegar Svava hafði lokið einu ári í Laugalækjarskóla vildi móðir henn- ar senda hana í heimavist enda var hún vinafá og tilvalið fyrir hana að kynnast öðrum krökkum í heima- vistarskóla þar sem voru færri nem- endur heldur en í skólum í Reykja- vík. „Fyrst var ég í eitt ár á Reykj- um í Hrútafirði og síðan í Reykholti í þrjú ár. Þetta var ömurlegt. Sveitakrakkarnir á Reykjum stríddu mér mikið og m.a. fyrir það að ég átti mikið af pennavinum. Þegar ég var 16 ára og komin í Reykholt varð ég einnig fyrir kyn- ferðislegri áreitni. Það komu tveir strákar inn á herbergi til mín og héldu mér og byrjuðu að káfa á mér en vegna óöryggis þorði ég ekki að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.