Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Síða 27
J>V LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 27 24. FEBRUAR TIL 5. MARS Vel yfir Ökeypis tölvupöstur jsb - góður staður fyrir konur IBBMBIIII Hjá okkur finnur þú m.a. ferðabækur barnabækur • handbækur Ijóð • hestabækur spennusögur • ævisögur myndabækur • ættfræðirit fræðsluefni • spennuefni afþreyingu • skáldskap • skemmtun útivist • dulspeki • tækni landkynningarefni • ferðalög • íþróttir matreiðslubækur og margf fleira. Bókamarkaðuiinn stendur aðeins yfir i nokkra daga. Ekki láta þetta einstaka tækifæri framhjá þér fara. Mí P E R L a n tflómalist Hinn áilegi bókamarkaöur Félags islenskra bókaútgefenda stendur nú yfir i Perlunni, Reykjavik, simi 562 9701 og Blómalist Hafnarstræti 26, Akureyri, simi 897 6427. •/Ar Eistneskur hönnuður opnar verslun í Reykjavík Síðastliðinn laugardag var opnuð tískuvöruverslun á Skólavörðustíg 22 sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að eigandinn og fathönnuður verslunarinnar er eist- neskur. Liivia Leskin er búsett í Tall- inn þar sem hún á og rekur verslun með eigin fatalínu en verslunin hér á landi er sú fyrsta utan heimalandsins. Undir áhrifum frá miðöldum - Hvernig kom það til að þú opnað- ir verslun á íslandi? „Maðurinn minn er íslenskur og það lá beinast við. Ég hef verið að fikra mig áfram í langan tíma, allt frá því að hanna föt heima hjá mér yfir í að opna verslun í Tallinn, sem ég hef nú rekið í fimm ár, og nú síðast með því að opna verslun hér á landi.“ Liivia segist vera undir miklum áhrifum frá miðöldum í Eistlandi og það endurspeglist í fötum hennar. Föt- in, einkum húfur, hattar, slæður, treflar og slár, eru að hennar mati tímalaus og eiga því alls staðar við og alltaf. „Ég styðst við hefðbundna liti, rautt, svart og grátt og einnig grænt. Fötin eru að mestu úr ull en einnig úr silki. Ég reyni líka að miða fótin að þörfum einstaklinga og með tilliti til veðurfars." Um aðra eistneska fatahönnuði seg- ir Liivia að þeir séu fáir en góðir og margir hverjir gamlir nemendur hennar úr Listaakademíunni í Tallinn þar sem hún kenndi fram að þeim tíma er hún ákvað að snúa sér ein- Liivia leggur áherslu á að föt sín séu „tímalaus" og eigi jafnt við á nýrri þús- öld sem á miðöldum. vörðungu að fatahönnun og verslun- arrekstri. „Tallinn er eins og Reykja- vík í augum íslendinga, þar gerist allt sem á annað borð þykir markvert á meðan annars staðar gerist ekki neitt. Eistneskir hönnuðir eru því allir með aðstöðu í Tallinn og sumir hverjir hafa meira að segja haslað sér völl á Norðurlöndunum. Ég hef alltaf verið bjartsýnismanneskja og ég tel framtíð- ina bjarta fyrir eistneska fatahönnuði á erlendri grundu." Liivia segir áhuga sinn á fatahönn- un alltaf hafa verið til staðar. „Hann byrjaði um leið og ég fæddist. Ég kem úr alþjóðlegri ijölskyldu, þó svo að ég sé fyrst og fremst Eistlendingur. Ég á ættir minar að rekja bæði til Finn- lands og Svíþjóðar og einnig til Rúss- lands. Móðir mín var fatahönnuður og því kynntist ég starfi hennar vel strax á unga aldri. Það var einnig auðvelt fyrir okkur að fylgjast með fréttum úr hinum vestræna heimi því við gátum óhindrað náð öllu sjónvarpsefni frá Finnlandi." Aðspurð um hvort margt hafi breyst eftir hrun Sovétríkjanna hvað varðar starf fatahönnuðar, segir hún svo ekki vera. Eftirspurnin sé sú sama nú eftir að markaðsbúskapur er kominn á eins og þegar áætlanabú- skapur var við lýði áður. „Smekkur manna er sá sami og því fyrst og fremst markaðslögmálin sem hafa breyst. -KGP Innritun er hafin! Ný námskeið byrja 13. mars ÝXT - NTTT: íorgnntínn TT 1. lsl- 7.30 ládegistími . .i n m T t. kl. t2.05 Frá til ATH! Staðfesta þarf pantanir fyrir 3. mars. FUNDIR VIGTUN MÆLING MATARÆÐI taar FRÁ TOPPITIL TÁARI Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem beijast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, níu vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. FRA TOPPITIL TAAR n - framhald Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram í aðhaldi. Frjálsir tímar, 9 vikur. Fundir lx í viku í 9 vikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.