Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 31
á '3"%^ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 iiBenningarverðlaun DV« Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt: Skilgreindum ímynd staðarins „Ég á varla til orð til að lýsa ánægju minni. Það er okkur mikUl heiður að hafa hlotið útnefningu enda fylgjumst við spennt með á hverju ári hverjir hljóti DV-verð- launin," segir Sigríður Sigþórsdótt- ir verkefnastjóri fyrir hönd Vinnu- stofu arkitekta á nýrri ferðamanna- þjónustu við Bláa lónið. Sigríður veitti verðlaunum í flokki arkitekt- úrs viðtöku, ásamt félögum sínum, þeim Hróbjarti Hróbjartssyni, Ric- hard Ólafl Briem og Sigurði Björg- úlfssyni. ið sem stofan hlýtur þessa viður- kenningu en hin skiptin voru Dval- arheimili aldraðra Seljahlíð og ísa- fjarðarkirkja." Sigríður segir arki- tektúr sem listgrein fara varhluta af allri umræðu og því framtak af þessu tagi meira metið en ella i greininni. Um áhugann á arkitektúr segir Sigríður hann hafa vaknað þegar hún las listasögu í Stokkhólmi. í kjölfarið hafi hún ákveðið að nema arkitektúr. Það var árið 1994 sem Sigríður og samstarfsmenn hennar á VA fengu stæðu, ónumdu landi.“ Laga mannvirkin að óbeislaðri náttúru Að sögn Sigríðar hófst vinnan á að velja byggingarlóð fyrir mann- virkin og skrifa forsögn fyrir hvað staðurinn ætti að bjóða upp á. „Við kynntum okkur sambærilega ferða- mannaþjónustu erlendis sem og hér á landi til að skilgreina ítarlega hvers konar ímynd nýr staður ætti að endurspegla. Verkefnisstjórn, þar sem rekstrar-, eignar- og fram- kvæmdaaðilar áttu fulltrúa, var mjög samstiga frá upphafi og stór- huga gagnvart þessari framkvæmd. Það sem kom á óvart í þessari vinnu var að fá að kynnast því hvað Reykjanesið býr yfir merkilegri jarðsögu og hve margar nátt- úruperlur er þar að finna. Hafinn er undirbúningur að áframhaldandi framkvæmdum að hóteli og ráð- stefnuaðstöðu. Hugmyndin er að vinna áfram á sömu nótum og þeg- ar er lagt upp með, þ.e. að laga mannvirkin að þeirri óbeisluðu náttúru sem er það einstæða." Vinnustofa arkitekta hefur áður hlotið menningarverðlaun DV, þ. á m. fyrir ísafjarðarkirkju sem var vígð fyrir nokkrum árum. Þetta er draumaverkefni „Þetta er í raun eina faglega verð- launaveiting á sviði nútímaarkitekt- úrs á íslandi í dag og í þriðja skipt- það verkefni í hendurnar að ráðast í hönnun á nýjum ferðamannabað- stað við Bláa lónið. „Þetta er draumaverkefni. Að takast á við svo spennandi viðfangsefni í svo sér- Áhutjaverð umræða um þéttingu byggðar Um arkitektúr á íslandi í dag seg- ir Sigríður: „í byggingarlist á ís- landi er of lítið tillit tekið til fagur- fræðilegra heildar- og samræmis- sjónarmiða, af því leiðir ákveðna óreiðu sem er áberandi hér miðað við aðra staði. Á síðustu mánuðum hefur verið í gangi mjög áhugaverð umræða um þéttingu byggðar og þar eru miklir og áhugaverðir möguleikar fyrir hendi.“ Sigríður segir verkefnisstjórn hafa verið samstiga og stórhuga gagnvart framkvæmdum við Bláa lónið. „Áttu þér íleiri draumaverkefni?" „Já, mörg. Annars hefur það verkefni sem maður tekst á við hverju sinni sinn ákveðna sjarma. Það sem aftur á móti gerði Bláa lón- ið svo sérstætt var staðsetningin sem gaf ótakmarkað frjálsræði. Við mótuðum mannvirkin fyrst og deiliskipulagið og ákvæði þess tóku síðan mið af því.“ -KGP í&œk' Björn Steinar náði varla niöur á fótspilið þegar hann var að byrja að spila á orgeliö. Björn Steinar Sólbergsson organisti: Talið óspilandi af öllum organistum „Ég get ekki annað en verið mjög ánægður og það má segja að þetta sé óvæntur og kærkominn glaðningur fyrir mig sem listamann," segir Bjöm Steinar Sólbergsson sem hlýtur Menn- ingarverðlaun DV í flokki tónlistar. Björn Steinar fær verðlaunin fyrir magnaðan frumflutning á orgel- konsert Jóns Leifs á fslandi. „Hvenær byrjaðirðu að fást við tón- list?“ Fæturnir náðu rétt niður á fótspilið Það hefur verið þegar ég var átta ára gamall. Amma hafði nýverið keypt píanó handa eldri bróður mínum sem var þá að læra og í framhaldi af því fór ég einnig að læra á píanó. Áhuginn dvinaði hins vegar hjá honum en ég hélt áfram,“ segir Björn en hann er borinn og barnfæddur Akurnesingur. „Átta ára gamall var ég strax farinn að spila á tónleikum eða s.k. músik- fundum í Tónlistarskólanum á Akranesi ásamt fleirum á mínu reki. Þar var spilað á allavega hljóð- færi og þá fyrst og fremst fyrir for- eldra og aðra nákomna ættingja.“ Um kynni sín af orgelleik segir hann: „Ég var 12 ára gamall þegar Haukur Guðlaugsson, söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar, fór að kenna mér á orgel en hann kenndi á píanó við tónlistarskólann. Hann hafði þann háttinn á að fara með efnilega nemendur sína út í kirkju og kynna þeim orgelið. Þannig urðu til marg- ir organistar. Haukur lagði þó áherslu á að ég lærði jafnframt á pí- anóið enda var ég svo ungur þegar ég settist fyrst við orgelið að fæturn- ir náðu rétt niður á fótspilið," segir Bjöm Steinar hlæjandi. Lærði hjá organista páfans Björn Steinar segir þáverandi skólameistara Fjölbrautaskólans á Akranesi, Ólaf Ásgeirsson, hafa stofn- að tónlistarbraut við skólann þegar Björn Steinar hafði lokið einu ári af fjórum í skólanum en hann hafði íhugað að fara suður og hefja nám við Menntaskólann v/Hamrahlíð þar sem boðið var upp á tónlistarbraut. Bjöm Steinar útskrifaðist sem stúdent af tónlistarbraut Fjölbrautaskólans á Akranesi vorið 1981 og um haustið lauk hann jafnframt 8. stigi i orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar þar sem Haukur Guðlaugsson var aðalkennari hans. Að því búnu hélt hann til Ítalíu þar sem hann dvaldist í eitt ár og lærði hjá James E. Goettche sem nú er organisti Péturskirkjunnar í Róm. Þaðan lá svo leiðin í Tónlistarháskól- ann í Rueil Maimaison sem er rétt utan við París og þar útskrifaðist hann með einleikarapróf í orgelleik árið 1986. Talið óspilandi af öllum organistum Björn Steinar segist hafa vitað lengi af verki Jóns Leifs en það hafi verið talið óspilandi af öllum organist- um. f Frakklandi kynntist hann sænskum orgelleikara, Gunnari Idenstam, sem flutti verkið á tvennum tónleikum í Stokkhólmi 1986. „Ég fékk að kynnast því sem hann var að gera en hann sagði verkið jafnframt það erfiðasta sem hann hefði komist í tæri við. Ég fékk senda segulbandsupptöku frá Gunnari með verkinu þar sem ég heyrði þvilíkur seiður var hér á ferð og má segja að þar með hafi ég fyrst fengið áhuga fyrir alvöru. Konan mín hvatti mig einnig til að takast á við þetta og í framhaldi af því byrjaði ég á verkinu en með hléum þó. Það var svo á 100 ára afmæli Jóns Leifs sem boltinn fór að rúlla fyrir alvöru en Runólfi Birgi Leifssyni, framkvæmda- stjóra Sinfóníunnar, leist vel á að taka verkið upp á aldarafmæli tónskálds- ins og svo hafði sænska útgáfufyrir- tækið BIS sýnt áhuga á að gefa verkið út á geislaplötu. Það skipti líka höfuð- máli að ég fékk listamannalaun í fyrra og gat því einbeitt mér að verk- inu af fullum krafti.“ Áhugamál mín eru starf mitt og lifibrauð Björn Steinar er nýkominn að utan þar sem hann flutti orgel- konsert Jóns ásamt fleiri verkum. „Ég hélt tónleika í Cleveland í Bandaríkjunum þar sem ég flutti m.a. orgelkonsert Jóns Leifs sem fékk frábærar viðtökur. Um núverandi verkefni og fram- tíðina segist Björn Steinar starfa sem organisti við Akureyrarkirkju en einnig séu fyrirhugaðir tónleikar bæði hér á landi og erlendis. „Ég verð með tónleika í Hallgrímskirkju sem ég má til með að minnast á en þar mun ég flytja m.a. Rímnadansa eftir Jón Leifs. Á þessu ári eru svo fram undan tónleikar í Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Á heildina litið held ég að ég geti unað sáttur við mitt hlutskipti. Auk þess að halda tónleika víðs vegar um heim- inn er ég er organisti við Akureyra- kirkju og kenni við Tónlistarskól- ann á Akureyri Starf mitt er því mjög fjölbreytt og þess eðlis að áhugamál mín eru jafnframt starf mitt og lifibrauð," segir Björn Stein- ar. -KGP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.