Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Side 51
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 Sjóstangaveiði: Alger sprenging í fjölda veiðimanna Sigríður Rut Siguröardóttir við Flatey á Breiðafiröi með einn rígvænan. DV-mynd FGG JAPISS Sjóstangaveiði hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg síðustu mán- uði og gerir reyndar enn. Veiðimenn streyma í sportið og ekkert lát virðist vera á. „Þetta er alveg rétt,“ sagði Úlf- ar Eysteinsson sjóstangaveiðimaður og veitingamaður, er við spurðum hann um sportið og þá aukningu sem verið hefur. „Það eru nýir menn að koma á hverjum degi, þetta er svo spennandi sport. Maður getur sett í boltafiska og slagurinn getur staðið lengi yfir. Fyrsta mótið verður núna í apríllok en við ætlum að byrja nokkr- ir núna í aprílbyrjun á Selvogsbank- anum. Við ætlum að slá nokkur met.en það verða mörg skemmtilegt mót í sumar. Ég held að fjölgunin hafa aldrei verið eins og núna í þessu sporti,“ sagði Úlfar enn frem- Veiöimaður með góða bleikjuveiöi en bleikjan gefur sig oft vel á Græn- landi hitti maður á hana í tökustuði. Veiðimenn kasta fyrir fisk á spegilsléttum sjónum en þeir eru að veiða við ósa. Hafísinn er stutt undan. ; ur.„Þaðkemur nýr veiðimaður í sjóstangaveiðina á hverjum degi, fjölgunin er ótrúleg. Þetta er spenn- andi veiðiskapur og maður á von á vænum fiskum," sagði eiim af þeim fjölmörgu sem hafa farið í sjóstanga- veiðina siðustu vikumar. En fjölgun- in er gifurleg, hundruð hafa bæst við hópinn á síðustu mánuðum. „Ég er að byrja í þessu sporti, hef mest verið í dorgveiðinni á veturna og veitt lax og silung á sumrin. Það er eitthvað heill- andi við þetta og fiskarnir geta verið vænir,“ sagði Bjöm G. Sigurðsson, einn af þeim mörgu sem eru að byrja fyrir alvöra núna í sjóstangaveiðinni. Grænland heillar veiði- menn - metsumar Þeir era fleiri og fleiri veiðimenn- irnir sem láta heillast af Grænlandi á hverju ári en Ferðaskrifstofa Guð- mundar Jónassonar og Laxá bjóða meðal annarra ferðir þangað frá júlí fram í september. Þeim íjölgað veru- lega sem sækja Grænland heim ár hvert til að veiða. „Við erum með fjög- urra og fimm daga ferðir til Græn- lands og verðið er frá 58.900 til 64.900. Veiðiskapurinn byrjar í júlí og næstu 8 til 10 vikur á eftir er besti veiðitím- inn þarna," sagði Bjami Olesen um ferðimar tO Grænlands í samtali við DV í vikunni. „Þetta er bleikja sem við veiðum og þetta er spúnaveiði í sjónum, ánum og vötnunum. Flugu- veiði hefur færst í vöxt hin seinni ár og veitt er á ýmsar veiðiflugur sem þekkjast vel hérna heima. Grænland er ævintýraheimur fyrir veiðimenn og þetta verður metsumar í komu veiðimanna til Grænlands. Við ætlum að reyna ný veiðisvæði sem við höf- um ekki prófað áður. Fiskurinn er víst stærri þar,“ sagði Bjarni. -GB ' Tónlistin úr myndinni frá Japis • Myndasögu SYRPUR fráVöku-Helgafelli • Óliver og félagar frá Sammyndböndum • Tölvuleikurinn úr myndinni (m/ísl. leiðarvísi) frá Japis • Kit Kat súkkulaði Barnagamanöskjur frá McDonald’s *Toy Story 2 bakpokar, derhúfur, bollra, bolir, úr, ermahnappar, jakkar, úlpur eða miðar á myndina frá Sambíóunum. ^fsWí^-PIXAR Vinningshafar aukavinninga fá sentan tölvupóst á næstunni. Einnig eru upplýsingar um vinningshafa á Krakkavefnum á Vísir.is. @ BÚNAÐARBANKINN Trausturbanki kRa>lk/lvefurÍHn vísir.is Æ KU L-i-n-a-n VINNUR ÞÚ 50.000 KR. í DAG FRÁ ÆSKULÍNU BÚNADARBANKANS? Hlustaðu á FM957 milli 6 og 7 til að komast að því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.