Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Page 55
DV LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000
afmæli 63 *■
Sverrír Hermannsson
Sverrir Hermannsson, alþingis-
maður og fyrrv. ráðherra og banka-
stjóri, til heimilis að Einimel 9,
Reykjavík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Sverrir fæddist að Svalbarði í Ög-
urvík í Ögurhreppi í Norður-ísa-
íjarðarsýslu. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA 1951 og viðskiptafræði-
prófi frá HÍ árið 1955.
Sverrir var fulltrúi hjá VSÍ
1955- 1956, skrifstofustjóri VR
1956- 60, formaður .og framkvæmda-
stjóri LÍV 1957-72, fulltrúi hjá dag-
blaðinu Vísi 1960-62 og fasteignasali
1962- 71. Sverrir var varaþingmaður
1963- 71, alþingismaður Austur-
landskjördæmis frá 1971-88 og for-
seti neðri deildar Alþingis 1979-83.
Hann var forstjóri Framkvæmda-
stofnunar ríkisins 1975-83, iðnaðar-
ráðherra 1983-85 og menntamála-
ráðherra 1985-87, bankastjóri
Landsbanka íslands 1988-1998.
Sverrir var formaður Vöku, fé-
lags lýðræðissinnaðra stúdenta
1954-55, sat í Stúdentaráði HÍ
1954-55 og formaður
Stúdentafélags Reykja-
víkur 1957-58. í stjórn
Sambands ungra sjálf-
'stæðismanna 1953-57.
Hann sat í stjórn útgerð-
arfélaganna Eldborgar
hf., Ögra hf. og Vigra
hf., í stjórn Kirkjusands
hf. og var stjórnarfor-
maður útgerðarfélags-
ins Ögurvíkur hf.
1970-88. Sverrir sat í
Rannsóknarráði ríkis-
ins 1971-74, var tvisvar
fulltrúi í Norðurlanda-
ráði og hefur setið í ýmsum milli-
þinganefndum og öðrum stjómskip-
uðum nefndum um ýmis málefni.
Hann var í stjórn Sjóminjasafnsins
1979-83 og formaður Frjálslynda
flokksins síðan 1998.
Sverri var veitt gullugla MA 1986,
gullstjarna Stúdentafélags Reykja-
víkur og gullstjarna LÍV og VR.
Fjölskylda
Kona Sverris er Gréta Lind Krist-
jánsdóttir húsmóðir, f.
25.7. 1931. Foreldrar
hennar: Kristján
Tryggvason, klæðskera-
meistari á ísafirði, og
kona hans, Margrét
Finnbjörnsdóttir.
Börn Sverris og
Grétu eru Hulda Bryn-
dís, f. 6.2.1953, fil. kand.
í þjóðháttafræði, rekur
ferðaskrifstofuna Is-
landia í Stokkhólmi,
maki Guðni Albert Jó-
hannesson bygginga-
verkfræðingur, prófess-
or við Stokkhólmsháskóla; Kristján,
f. 14.10. 1956, sölustjóri í Reykjavík,
maki Ema Ragnarsdóttir; Margrét
Kristjana, f. 8.9.1958, forstöðumaður
i Reykjavík, maki Pétur Sævald
Hilmarsson; Ragnhildur, f. 28.8.
1960, blaðamaður í Reykjavík; Ást-
hildur Lind, f. 23.2. 1964, flugfreyja í
Reykjavík, maki Matthías Sveins-
son. Fósturdóttir: Gréta Lind, f.
18.10. 1973.
Foreldrar Sverris voru Hermann
Hermannsson, f. 17.5. 1893, d. 26.11.
1981, búfræðingur, útvegsbóndi á
Svalbarði í Ögurvík, síðar sjómaður
og verkamaður á Isaflrði, og k.h.
Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, f.
24.4. 1895, d. 20.11. 1977, húsmóðir.
Ætt
Hermann var sonur Hermanns
Þórðarsonar, f. 16.6. 1845, d. 17.10.
1915, bónda á Krossnesi í Árneshr.,
Strandasýslu, síðar á Lónseyri á
Snæfjallaströnd og síðast í Hagakoti
í Ögurhreppi, og k.h., Guðrúnar
Bjarnadóttur húsfreyju, f. 4.5. 1853,
d. 21.2. 1933.
Salóme var dóttir Gunnars Sig-
urðssonar, f. 8.6. 1862, d. 12.6. 1915,
bónda á Eyri í Skötufirði í Ögurhr.,
síðar ráðsmanns hjá Skúla
Thoroddsen, bónda og ritstjóra á
Bessastöðum á Álftanesi, og k.h.
Kristínar Önnu Haraldsdóttur hús-
freyju, f. 15.1. 1869, d. 19.9. 1898.
Sverrir Hermannsson.
Sonja Gunnarsdóttir
verslunarmaður, Skarðs-
hlíð 6b, Akureyri, verður
sextug á morgun.
Starfsferill
Sonja fæddist á Akur-
eyri og hefur búið þar
alla tíð. Hún tók gagn-
fræðapróf frá Gagnfræða-
skóla Akureyrar árið
1957. Auk heimilisstarfa
vann hún á netaverkstæði
ÚA og á skrifstofu hjá
smjörlíkisgerðinni Akra.
vann hún hjá Landsbankanum á
Akureyri við veitingar og þrif.
Sonja
Gunnarsdóttir.
Einnig
Sonja hefur starfað hjá
Hagkaupi á Akureyri frá
árinu 1980 með litlum hlé-
um og starfar þar enn
þann dag í dag. Auk þessa
hefur Sonja selt fæði og
tekið að sér þvotta og þrif.
Sonja hefur starfað í
stjóm SÁÁ á Akureyri og
í stjórn hjá Sálarrann-
sóknafélagi Akureyrar.
Fjölskylda
Sonja giftist 22.6. 1965
Ragnari Sigtryggssyni, f. 26.5. 1925,
húsgagnabólstrara. Foreldrar hans
voru Anna Lýðsdóttir kennari og
Sigtryggur Sigurðsson skipasmiður.
Þau eru bæði látin.
Börn Sonju: Guðrún Friðjónsdótt-
ir, maki Aðalsteinn Árnason, þau
eiga tvær dætur; Gunnar Jónsson,
maki Sigrún Gunnarsdóttir, þau
eiga þrjár dætur; Ragnheiður Ragn-
arsdóttir, hún á tvær dætur; Sig-
tryggur Ragnarsson, hann á tvo
syni; Kamilla Ragnarsdóttir, maki
Ragnar Björnsson, þau eiga þrjú
böm; Hermann Lýður Ragnarsson,
maki Eva Björk Jónsdóttir, þau eiga
eina dóttur; Borgar Ragnarsson.
Systkini Sonju: Eiður Baldur Sig-
þórsson, f. 12.2. 1936, stýrimaður og
ketil- og plötusmiður, býr á Akur-
eyri; Sigriður Gunnarsdóttir, f. 26.7.
1947, matráðsmaður í VMA; Gunn-
ur Jakobína Gunnarsdóttir, f. 25.7.
1948, húsmóðir á Akureyri; Jón Sig-
þór Gunnarsson, f. 12.4. 1953, múr-
arameistari á Akureyri; Elín Guð-
rún Gunnarsdóttir, f. 24.2. 1960,
framreiðslumaður á Akureyri; Guð-
mundur Gunnarsson, f. 30.5. 1961,
lagermaður á Akureyri. Eiður er
föðurbróðir og uppeldisbróðir systk-
inanna.
Foreldrar Sonju voru Gunnar
Árni Sigþórsson múrarameistari, f.
1.9. 1913, d. 26.6. 1980, og Kamiila
Karlsdóttir húsmóðir, f. 4.8. 1922, d.
14.6. 1968. Þau bjuggu á Akureyri.
Sonja dvelur á Kanarieyjum á af-
mælisdaginn.
Til hamingju
með afmælið
27. febrúar
80 ára
Guðlaug Vigfúsdóttir,
Skólastíg 16, Stykkishólmi.
Gunnar Kristjánsson,
Munkaþverárstræti 13,
Akureyri.
75 ára_____________________
Ásta Hallgrímsdóttir,
Hvassaleiti 157, Reykjavík.
Guðrún Snorradóttir,
Ægisstíg 3, Sauðárkróki.
Kristbjörg Long,
Grensásvegi 58, Reykjavík.
Steinunn Eiríksdóttir,
Hólabraut 9, Hafnarfirði.
70 ára
Gyða Jónsdóttir,
Hávallagötu 15, Reykjavík.
Jón Sigurðsson,
Fannborg 1, Kópavogi.
Sigríður Bílddal,
Melgerði 13, Kópavogi.
ÚUa G. Árdal,
Lönguhlíð 6, Akureyri.
Valgeir T. Ingimundarson,
Rauðarárstíg 24, Reykjavík.
60 ára
Finnbogi Guðmundsson,
Dvergabakka 2, Reykjavík.
Ingibjörg Svanbergsdóttir,
Leirubakka 7, Seyðisfirði.
Kjartan Sigurjónsson,
Lundarbrekku 14, Kópavogi.
Laufey Guðrún Lárusdóttir,
Efstasundi 42, Reykjavík.
Sonja Gunnarsdóttir,
Skarðshlíð 6b, Akureyri.
50 ára
Valgeir
Jónasson,
rafeindavirki
hjá Landssíma
íslands, Borgar-
gerði 4, Reykja-
vik. Eiginkona
hans er Kristín
Böðvarsdóttir kennari.
Þau taka á móti ættingjum,
vinum og samstarfsmönnum í
Versölum, Iðnaðarmannahús-
inu, Hallveigarstig 1, á afmæl
isdaginn kl. 17-20.
Ásta Kristjánsdóttir,
Vesturgötu 117, Akranesi.
Hafsteinn Andrésson,
Stakkholti 3, Reykjavík.
Kristín Magnúsdóttir,
Skólavörðustíg 4b, Reykjavík.
Rosalind Johanna Reid,
Lækjarási 4, Reykjavík.
Sigríður G. Skúladóttir,
Þórufelli 16, Reykjavík.
Steinunn Ferdinandsdóttir,
Furulundi 6i, Akureyri.
-r
40 ára
Anna Lísa Salómonsdóttir,
Hringbraut 56, Reykjavík.
Amar Arinbjarnar,
Smárarima 68, Reykjavík.
Daðey S. Einarsdóttir,
Hólastíg 5, Bolungarvík.
Guðjón Bachmann,
Austurholti 6, Borgamesi.
Gunnlaug O. Grubelic,
Barónsstíg 43, Reykjavik.
Inga Þóra Karlsdóttir,
Engjavegi 22, Selfossi.
Jenni Guðjón Clausen,
Álftahólum 4, Reykjavík.
María Svava Andrésdóttir,
Hæðarenda, Selfossi.
Ólafía I. Ingólfsdóttir,
Miðhúsum 21, Reykjavík.
Ólína Bragadóttir,
Furugrund 34, Sandgerði.
Sigríður A. Jónasdóttir,
Tjarnarbraut 9, Hafnarfirði.