Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 58
66
iyndbönd
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000
Myndbanda
Idle Hands
|j y!
m
ÍDL.eHMD5
Handalögmál
★★Á Splatterinn er kominn til að vera. Hann hefur löngum hírst i hirsl-
um jaðarmynda og verið ófáanlegur hér á landi nema í formi ótextaðra
myndbanda á betri leigum. Quentin Tarantino og Roberto Rodrigues
gerðu sitt til að losa um fjötra formsins með vampírusplatterbullinu From
Dusk till Dawn og fengu m.a. ekki ófrægari menn en Harvey Keitel og Ge-
orge Clooney í myndina. Nú eru fleiri famir að þora og áhorfendur taka
splatternum með jafnaðargeði. Idle Hands er unglingagrínsplatter sem
náði nokkrum vinsældum hjá krökkunum í bíó.
Einhver púki hleypur í höndina á aðalsöguhetjunni, Anton Tobias, og
dregur hann um myrðandi alla sem nálægt honum koma. Anton bregður
skiljanlega nokkuð við þessi handalögmál en það allra versta er að þetta
skuli einmitt gerast þegar honum er loksins að verða eitthvað ágengt með
draumastúlkuna sina og er að fara með henni á hrekkjavökuball.
Bjánalegt handrit, vonlausir leikarar og gelgjuhúmor eru sjálfsagðir
fylgifiskar myndar af þessari tegund en húmorinn er nægilega geggjaður til
að halda myndinni uppi. Svo er splatterinn ekkert svo svakalegur þannig
að aðeins helstu tepranum ætti að ofbjóða.
Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Rodman Flender. Aðalhlutverk: Devon Sawa, Seth
Green, Elden Henson og Vivica A. Fox. Bandarisk, 1999. Lengd: 95 mín. Bönnuð
innan 16 ára. -PJ
Black and White
Heimskulegur raðmorðingjaþrilier
★ Chris (Rory Cochrane) er trúrækinn mömmudreng-
ur sem gengur til liðs við lögregluna. Fyrsti
„partner" hans er hörkukvendið Hugs (Gina Gers-
hon) sem kennir honum ekki aðeins til verka á göt-
um úti heldur einnig í bólinu. Hann metur hana mik-
ils en verður tvístlgandi þegar Hugs er bendluð við
óhugnanleg fjöldamorð.
Úfff, það er fátt gott ef nokkuð um þessa mynd að
segja. Ég skal þó reyna að vera nokkuð jákvæður. Það
mætti t.d. hafa nokkurt gaman af því að rífast um
hvort þeirra Gershon og Cochrane leiki verr sé horft á
myndina í góðra vina hópi. Og vissulega væri áhuga-
vert að telja klisjumar og jafnvel veilurnar í söguþræði myndarinnar -
velta vöngum yfir því hvort kvikmyndatakan sé verri en í heimamyndum
pabba gamla - íhuga hvort Gershon hafi neitað að sýna á sér brjóstin og að
í staðinn hafi þurft að gera atriði á klámbúllu þar sem sést í brjóst dans-
meyja til að uppfylla loforð um nektaratriði við framleiðendur. Ætli það sé
nú ekki samt betra að leigja aðra spólu.
Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Yuri Zeltser. Aðalhlutverk: Rory Cochrane og
Gina Gershon. Bandarísk, 1998. Lengd: 94 mín. Bönnuð innan 16. -bæn
Pll Make You Happy
Melludólgur rændur
★Á Áströlsk kvikmyndagerð hefur átt góðu gengi
að fagna undanfarinn áratug og Nýsjálendingar hafa
eitthvað reynt að nýta sér kjölsogið með takmörkuð-
um árangri. Sérkenni áströlsku bylgjunnar eru
mannlegar og kómískar útfærslur á ævintýrum sér-
kennilegs undirmálsfólks. Nýsjálendingar hafa ekki
alveg náð valdi á þessu formi og fyrir utan hið átak-
anlega alkóhólistadrama Once Were Warriors er splatterleikstjórinn Peter
Jackson sá eini sem hefur verið að gera eitthvað af viti.
Þessi nýsjálenska mynd breytir engu þar um. Hún fer áströlsku leiðina í
umfjöllun og segir frá vændiskonu sem ákveður að ræna melludólg sinn,
sem er að færa út kvíamar með sterasmygli, til að hún geti forðað sér og
HlV-smituðum sambýlingi sínum úr hrörlegri íbúð þeirra og tekið stefnuna
á betra líf.
Til að þessi tiltekna formúla virki þarf annars vegar fyndið og gott hand-
rit til að skemmta áhorfendum og hins vegar að gæða persónumar lífi með
skemmtilegri persónusköpun og góðum leik. Hvoragt gengur almennilega
upp í þessari mynd sem er þó ekki alslæm. Hún á góða spretti hér og þar en
heildarsvipurinn er litlaus.
Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Athina Tsoulis. Aðalhlutverk: Jodie Rimmer, Mich-
ael Hurst, Carl Bland, lan Hughes og Rena Owen. Nýsjálensk, 1998. Lengd: 92
mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
Superman
Háöldruð stórmynd
★★ Tuttugu og tveimur árum eftir gerð Supermans
má metnaðurinn sem lá að baki myndinni vera öllum
Ijós. Ekkert var til sparað við gerð myndarinnar sem
var ein sú aldýrasta sem gerð hafði verið. Mikil
áhersla var lögð á að vera fyrirmyndinni trúr og
koma sem flestum persónum teiknimyndasagnanna til
skila. Enda er það svo að Ofúrmennið er enn á barns-
aldri þegar klukkutími er liðinn af myndinni en hún er alls um tveir og
hálfur tími að lengd. Þá er Superman furðuleg blanda af hasar-, stórslysa-,
trúar-, ástar- og gamanmynd. Nostrað var við tæknibrellurnar sem fengu
óskar fyrir vikið. Og til að gulltryggja stórmyndastimpilinn vora fengnir
til liðs við hinn óþekkta Christopher Reeve ekki ómerkilegri leikarar en
Gene Hackman og Marlon Brando, en launakröfur hans margslógu út allt
sem áður þekktist fyrir aukahlutverk. En hvemig skyldi myndin hafa
elst? Svarið yrði ansi illa ef ekki væri fyrir vissa nostalgíu og rómantiska
lotningu fyrir stórmennskubrjálæðinu að baki myndinni. Mig grunar að
barnungum áhorfendum 21. aldarinnar þyki lítið til tæknibrellnanna
koma en við hin eldri ættum a.m.k. að geta brosað að þeim út í annað.
Verra er með brandarana sem era skelfilega lélegir og rífa myndina niður
jafnóðum og hún lyftir sér til flugs. Ég er hræddur um að Superman virki
aðeins sem nostalgíuflipp og löngu kominn tími til að endurgera hann
með tækni nútímans.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Richard Donner. Aðalhlutverk: Christopher
Reeve, Gene Hackman og Marlon Brando. Bandarísk, 1978. Lengd: 143 mín. Öll-
Ofurmennið:
A eilífu flugi
Súperman eða Ofurmennið er
án efa vinsælasta teiknimynda-
hetjan og reyndar eitt helsta
kennimark afþreyingarmenningar
20. aldarinnar. Þó að langt sé um
liðið síðan síðasta Superman-
myndin var frumsýnd skjóta iðu-
lega upp koUinum fréttir
af undirbúningi
þeirrar
næstu.
Svo
ólik-
ar
skoð-
anir
virðast
ríkja um
eðli hetj-
unnar að
kvikmynda
tökum er
jafnan aflýst
en án efa
munu vinsæld-
ir hennar valda
því að myndin
verður gerð á end-
anum. Það er því
forvitnilegt að litlu
skyldi muna að
Súperman kæmist á
prent.
Langþráð útgáfa
Teiknarinn Joe Shuster
og textasmiðurinn Jerry Siegel út-
færðu hugmynd sína um Súperm-
an sumarið 1933. Likt og við vit-
um í dag var um að ræða ofur-
mannlegan gest frá annarri
plánetu er bjó yfir mætti langt
umfram Jaröarbúa - Herkúles 20.
aldarinnar. Þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir þessara táningspUta vUdi
enginn kaupa hugmyndina þeirra
en hún þótti heldur betur fárán-
leg. Rétt er að geta þess að á
fjórða áratug aldarinnar voru
teiknimyndabækur og -blöð á al-
geru frumstigi. Yfirleitt var um að
ræða endurprentanir úr dagblöð-
um og engar sjálfstæðar hetjur tU-
heyrðu bókunum sjálfum. Útgef-
andinn, Detective Comics (síðar
DC Comics), var á meðal frum-
herja geirans og ritstjórinn,
Vincent Sullivan, var óvenju
áhugasamur um frumsamið efni.
Árið 1938 féll hann fyrir Ofur-
menninu löngu eftir að höfund-
amir höfðu gefið upp alla von um
að sjá það á prenti. Sullivan gerði
sér lítið fyrir ög setti Súperman á
forsíðu nýrrar útgáfuraðar, Action
Comics (mynd 1).
Miklar vinsældir
Ekki leið á löngu þar tU kaup-
endur Action Comics tóku að
spyrja eftir Súperman á sölustöð-
um sem leiddi tU þess að frá og
með 19. tölublaði var Ofurmennið
ávaUt á forsíðu. Á árum heims-
styrjaldarinnar siðari festi hetjan
sig í sessi með því að leika nas-
ista grátt hvað eftir annað (mynd
2). Eftir stríðið yfirgáfu þeir
Shuster og Siegel DC Comics og
varð þá ritstjórinn Mort Weisin-
ger helsti áhrifavaldur í þróun
hetjunnar. Á sjötta áratugnum
höfðu komið fram á sjónarsviðið
fjölmargar aðrar ofurhetjur er
öttu kappi við Súperman um vin-
sældir. í von um að skapa hetj-
unni sinni sérstöðu lagði Weisin-
ger áherslu á gervi hans sem Cl-
ark Kent og ýmislegt sem tengdist
plánetu uppruna hans - Krypton.
Mest um vert var þó að árið 1951
birtist hún í sjónvarpinu í fyrsta
skipti í þáttaröðinni Adventures
of Superman. Brátt var Ofur-
mennið alls staðar: á hvíta tjald-
inu, i útvarpinu, hundruðum
blaða, safnaraspjöldum, leikfbng-
um o.s.frv.
Breytinqar og kvik-
myndamr
Þrátt fyrir
gríðarlega út-
breiðslu var
Action
Comics-út-
gáfuröðin
ávaiit
miðstöð
hetjunn-
ar því það
var hún
sem mótaði
ímynd
hennar
umfram
annað.
ímynd-
in
breytingar sem hetjan hafði geng-
ið í gegnum. Á fyrstu forsíðu hans
er Ofurmennið orðið líflegra, lík-
amlegra og hasarvænna (mynd 3).
Með því var lagður ákveðinn
grundvöllur fyrir myndirnar fjór-
ar (1978, 1980, 1983 og 1987) en
með þeim varð ímynd þess auðvit-
að einnig fyrir miklum áhrifum
frá leikaranum Christopher
Reeve. Þar sem hann er fyrir
kaldhæðni örlaganna kominn í
hjólastól þyrfti auðvitað að gera
nýja mynd sem allra fyrst. Leður-
blökumaðurinn hefur útvatnast á
hvita tjaldinu svo nú er tækifærið
fyrir Súperman að sýna hvert hið
raunverulega ofurmenni er.
-Björn Æ. Norðfjörð
Vikan 15. - 21. febriiar
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR A LISTA TITILl ÚTGEF. TEG.
1 NÍ 1 Runaway bride SAM Myndbönd Caman
2 NÝ 1 General's daughter Hiskólabió Spoona
3 3 2 Never been kissed Slufan Gaman
4 2 4 The Murnmy CIC Mjndbönd Spcrnu
5 5 2 Election CIC Myndbónd Gaman
6 2 5 Analyze this Wan»f Mynár Caman
7 NÝ 1 Detroit Rock city Myndform Caman
8 6 2 Run Lola nin Stýðnubíó Spcflna
9 4 6 Office space SUan c_
10 8 6 Instinct Myndforai
11 11 8 Tbeout-of-tnmers OCMyndbtad c—
12 7 3 Yirtual semalitir SMan (H
13 10 3 Inf.mn inierno Myndforai Spcflna
14 12 9 Entrapment Slufan Spcma
15 13 9 Notting hill Háskólabw imm
16 9 4 The Blairwitch project SAN Myndbtad Spcflna
17 15 1 5 AJtt um móður mina Bcrpfik Dranu
18 18 2 Brtakup Myndfonn Spcma
19 NÝ 1 timbo Skdan Drama
20 16 12 EdTv CKMyitatad tmm
WJL
MtÆ