Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Qupperneq 64
iíem Opel Zafira am bíll FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Sjónvarpið pakkar saman - fyrir milljarö „Sjónvarpshúsið við Laugaveg verð- ur rýmt fyrir nýjum eiganda um mán- aðamótinágúst-septembersamahver kaupir húsið. Á meðan samningavið- ræður um sölu hússins eru á þvi stigi sem þær eru i dag get ég ekki tjáð mig frekar um það,“ sagði Bjami Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Ríkis- sjónvarpsins og staðgengiil Markúsar Árnar Antonssonar útvarpsstjóra. Vegna væntanlegrar sölu sjónvarps- hússins eru flutningar Sjónvarpsins upp í Útvarpshúsið við Efstaleiti komnir á fullt. Bjami segir flutning- ana kosta 1 miiljarð króna. „Við gerum ráð fyrir að húsnæðið sem bíður okkar í Efstaleiti dugi sjón- varpinu um ókomna framtíð en því er ætlaður staður í austurhluta hússins. Þar verður stúdíóið okkar af svipaðri _ stærð og hér á Laugaveginum auk þess sem gert er ráð fyrir öðra stúdíói," sagði Bjami sem einnig verður að fjár- festa í nýjum tækjabúnaði að stórum hluta vegna flutninganna. Fram kom í DV í gær að samninga- viðræður hafi staðið yfir við fyrirtæki á vegum Sigurjóns Sighvatssonar um kaup á Sjónvarpshúsinu eftir að viðræð- ur við Saga-Film, sem bauð staðgreiðslu upp á 236 miiljónir, fóm út um þúfur. Samkvæmt heimildum DV era væntan- leg kaup Sigurjóns hugsuð sem arðbær fjárfesting á stórhýsi á besta stað i _ - Reykjavík. Gera má ráð fyrir að bygg- ingarréttur fáist á þijár viðbótahæðir á austurálmu hússins. -EIR Undirbúningur vegna flutnings Ríkis- sjónvarpsins í Útvarpshúsiö viö Efsta- leiti er kominn á fulian skriö. Girnilegur 115 g Áningarborgari, franskar, súperdós, Piramidelle-súkkul., kr. 590. Bæjarlind 18 - 200 Kópavogi sími 564 2100 Netfang: midjan@mmedia.is Auglýsingastofan Hvíta húsiö fékk átta verölaun af tólf þegar ímark-dagurinn var haldinn hátíölegur í Háskólabíói í gær. Hvíta húsiö var verðlaunað fyrir athyglisveröastu auglýsingaheröferöina, Mastercard heröferöina fyrir Europay Island en þau verðlaun afhenti Auöur Guömundsdóttir, markaösstjóri Frjáslrar fjölmiölunar. Á myndinni meö henni eru Sverrir Björnsson, Hvíta húsinu, og fulltrúi Europay. DV-mynd Hilmar Þór Kjalarnes: Alvarlegt slys við Grundar- hverfi Alvarlegt umferðarslys varð á Kjalarnesi, rétt fyrir ofan Grundar- hverfl, upp úr klukkan sjö gær- kvöld þegar rúta og fólksbifreið skilllu saman. Rútan hafnaði utan vegarins og valt þar á hliðina. Fjöldi lögreglu- og sjúkrabíla frá Reykjavik og Akranesi voru sendir á vettvang og einnig var kallað eft- ir aðstoð þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Þyrlunni var þó snúið til baka. Ekki var vitað um meiðsl á fólki eða nánar um tildrög slyssins þeg- ar blaðið fór í prentun um hálfníu- leytið í gærkvöld. Aðkoma á slysstað gaf hins vegar ástæðu til mikils viðbúnaðar. Vesturlandsvegi var ekki lokað vegna slyssins en umferð var beint um Grundarhverfi. -hlh Kennarar Iðnskólans í Reykjavík leita réttar síns: Telja sig eiga milljónir í vangoldnum launum - vegna vangreiddrar prófavinnu-stefna yfirvofandi Kennarar Iðnskólans í Reykjavík telja sig eiga inni upphæðir sem nema milljónum króna í vangoldn- um launum hjá skólanum. Nú er í gangi endurskoðun á launum þeirra vegna ýmissra þátta prófavinnu. Kennarar hafa lagt fram kvartanir til fiármálaráðuneytisins vegna ákveðinna atriða í þessum efhum. Þá er yfirvofandi stefna fyrir félags- dóm vegna þess að deildarstjórar telja að kjarasamningur sé ekki uppfylltur gagnvart þeim. Samstarfsnefnd fiármálaráðu- neytis og Kennarasambands íslands hefur fiallað um kvartanir kennara. í nýlegu bréfi fiármálaráðuneytisins til Ingvars Ásmundssonar skóla- meistara segir m.a. að óánægja kennaranna snúist um talningu nemenda til grundvallar greiðslu fyrir prófavinnu. Samstarfsnefndin hafi falið Sigurði Helgasyni, menntamálaráðuneyti, og Elnu Katrínu Jónsdóttur, Kennarasam- bandi íslands, að fara yfir nokkrar skýrslur frá Iðnskólanum ef komast mætti til botns í því hvort um rang- túlkun á viðkomandi samnings- grein hafi verið að ræða. Þau hafi hist og farið yfir umræddar skýrsl- ur. Niðurstaðan hafi verið sú að skólinn vanteldi a.m.k. einhverja nemendur í öllum tilvikum er þau skoðuðu. Þau hafi ekki komið auga á neina eina ástæðu né vinnureglu sem kynni að valda þessu fráviki frá því sem þau hafi talið réttar töl- ur. Nefndin geti þvi ekki bent á ástæðu rangrar talningar, en það virðist vera ljóst að skólinn hafi í öllum tilvikum sem skoðuð voru talið færri nemendur en Sigurður og Elna hafi talið rétt að telja. Álit samstarfsnefndarinnar er, að ekki sé um vandamál vegna ágrein- ings um kjarasamning að ræða heldur sé framkvæmd viðkomandi ákvæðis að einhverju leyti ábóta- vant í Iðnskólanum í Reykjavík. Innan Iðnskólans er nú einnig í gangi vinna við endurskoðun launa kennara aftur i tímann vegna ann- arra atriða en nemendatalningar er varða prófavinnu. Varðandi nemendatalninguna sagði Elna Katrín að ef Iðnskólinn hefði tekið upp sama launaforrit og flestir aðrir skólar hefði verið auð- veldara að finna mistökin. -JSS ^ Veðrið á sunnudag: Eljagangur norðanlands Á sunnudag verður norðanátt, víða 10-15 m/s en 15-20 m/s og talsverð ofankoma austanlands. Éljagangur norðanlands en léttir til suðvestan- land. Frost 0 til 6 stig, kaldast norðanlands. Veðrið á mánudag: Harönadi frost Á mánudag verður hvöss norðanátt um allt land. Snjókoma eða élja- gangur um norðanvert landið en skýjað með köflum og að mestu úrkomu- laust syðra. Harðnandi frost um land allt. Veðrið á laugardag er á bls. 65.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.