Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 4
F—E—X—I—B V—T-M-M-U Vikan 10. mars 181 16. mars fókus i Endurfundir og sushi Ég fór á endurfundi hjá gamla bekknum mínum á Café Victor í seinustu viku. Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að hitta þetta fólk allt aftur. Það var hálf asnalegt samt að það voru allir dálitið formlegir og feimn- ir eitthvað en síðan kom í ljós að það hafði til- tölulega enginn breyst að neinu leyti nema strák- amir auðvit- að. Þeir eru orðnir , mun þroskaðari | og meiri ! hönk heldur en þeir voru í grunnskóla. Einnig kíkti ég á opnunina á Tveim fiskum, nýja sushi-staðnum í Geirsgötu. Kom seint, og náði þar með ekki að smakka neitt en þetta er mjög huggulegur staður og ég hlakka til að fá mér að borða þar seinna. Ragnheiöur sjónvarpsþula. Clausen, Jón Olafsson tónlistarmaður. Sjeikspír á 97 mfn Ég fór á frumsýningu Sjeik- spír eins og hann leggur sig á 97 mínútum og skemmti mér mjög vel. Ég sá sömu sýningu út i London fyrir nokkrum árum og mér ftnnst sú íslenska ekki vera síðri. Það er eiginlega ekki hægt að láta sér leiðast því að maður smitast bara af undirtekfimum í salnum. Þetta er alveg drep- fyndið verk og eitthvað sem all- ir hefðu gott af að fara á. Sér- staklega þeir sem ekki nenna að lesa verkin hans, þetta er eitt- hvað fyrir þá. Mæli alveg hik- laust með þessari sýningu. haf Fastagestur Veitingahússins 22 til margra ára, Þormóður Karlsson, öðru nafni Móði, er látinn. Móði sótti veitingahúsið á hverjum degi og hringdi ef svo ótrúlega vildi til að það félli úr dagur. Hann var þar með sannkallað húsgagn staðarins. Á borðinu sem Móði var vanur að sitja við liggja nú blóm og kort sem fastagestir hafa komið með til minningar um hann. Þannig mun borðið standa fram yfir jarðaförina sem verður á þriðjudaginn. Hinn frábæri leikari, Denzel Washington, sýnir á sér enn nýja hlið í myndinni The Hurricane. Hún er frumsýnd í Sambíóunum í dag. r Jewison sem á marga stórmyndina að baki sér. Hann hefur gert sautján myndir sem hafa samtals fengið 45 óskarsverðlaunatilnefningar en sjálfur hefur Jewison fengið 12 til- nefningar og á hátíðinni fyrir ári síðan voru honum veitt Irving Thal- berg verðlaunin fyrir ævistarf í kvikmyndaheiminum. Svört hetja Það þýðir ekki að vera að telja upp allar myndir Jewison en þó má nefna The Cincinati Kid, The Russians Are Coming! The Russi- ans Are Coming!, In The Heat of the Night, Jesus Christ Superstar, Rollerball og A Soldier’s Story. Allt eru þetta gæðamyndir og því við hæfl að með Jewison starfi hinn frábæri leikari Denzel Washington. Washington hefur lengi langað til að leika Hurricane Carter og er skemmst frá því að segja að hér bætir hann enn einni rös í hnappa- gatið. Hann hefur komið viða við og margsannað fjölbreytileika sinn. Hann hefur leikið Malcolm X og hinn suður-afríska Steven Biko. Hann er því vanur að leika svartar frelsishetjur en það mætti segja að Hurricane Carter væri ein slík. Þannig er ekki til betri maður I hlutverkið en Washington. The Hurricane ætti ekki að valda von- brigðum. Rubin „Hurricane“ Carter var frekar óheppinn maður. 17. júní 1966 var hann staddur í grenndinni við kafflhús í New Jersey þar sem tveir ribbaldar drápu þrjá. Þá var Carter á hátindi ferils sins sem boxari og átti jafnvel séns á að næla sér í meistaratitil. Sextánda lota Eftir dæmigerða flækju innan dómskerflsins endaði málið þannig að Carter lenti i fangelsi fyrir lífstíð og munaði litlu að honum yrði slátr- að í nafni réttlætisins. Hann reyndi án árangurs að taka málið upp aftur og á endanum gafst hann upp og sá ekki fyrir endann á ranglætinu. Hann skrifaði bók í fangelsinu, The Sixteenth Round, og vakti þá athygli utan veggja fangelsisins. The Hurricane er m.a. byggð á þessari bók ásamt öðru úr lifi Carters og spannar hún tímabilið frá 1949 til 1988. Henni er leikstýrt af Norman Funheitt kvikmyndakompaní Öllum að óvörum hafa allir ungu og heitustu spútnik-leik- stjórar landsins sameinað krafta sína undir einu þaki. Þeir sem um er rætt eru Dagur Kári Pétursson, Einar Snorri, Eiður Snorri, Ragnar Bragason, Styrmir Sigurðsson, Stefán Árni og Sigurður Kjartansson. Sam- an hafa þeir stofnað kvikmynda- fyrirtæki sem ber heitið Labrador. I ljósi ferskleikans sem þeir búa að er það nánast borðleggjandi að Labrador á eft- ir að sanka að sér verkefnum í massavís í framtíðinni. Þessi leið sem strákarnir fara, að safnast saman undir eitt þak, er svipuð og frændur okkar Danir fóru þegar nokkrir af þeirra heitustu leikstjórum söfnuðust saman undir Zentropa-merkinu. Zentropa leiddi af sér danska kvikmyndasumarið þannig að það er aldrei að vita nema nú sé vorhretið loks að kveðja okkur. iQbrodor Regnboginn, Laugarásbíó, Bíóhöllin og Borgarbíó, Akureyri, frumsýna í dag nýjustu mynd Dannys Boyle, leikstjóra Trainspotting, The Beach. Sara Guömundsdóttir sönkona. The Talented Mr. Ripley Ég fór á bíó fyrir stuttu og sá The Talented Mr. Ripley. Þetta er einkar áhugaverð og spenn- andi mynd og skemmti ég mér vel á henni. Leikaramir standa sig með mikilli prýði og sögu- þráðurinn er mjög innihaldsrík- ur, heldur manni við efhið. Síð- an er náttúrlega allt fullt af fal- legu fólki, alltaf gaman að horfa á það og einnig er ailt umhverfið í myndinni afar fallegt. Fólk ætti hiklaust að skella sér á þessa. til Dzfersirifcsfev" in ■ cfei auioai og fékk strax frá- bæra dóma. Leikstjóran- um knáa, Danny Boyle, leist vel á söguna og kýldi hana í fram- kvæmd. Skemmst er að minnast þess þegar hann sló rækilega í gegn með Trainspott- ing en síðast gerði hann gamanmyndina A Life Less Ordin- ary. Hann fékk til liðs við Flóttinn Leonardo DiCaprio er kominn aftur á hvíta tjaldið, ungum meyj- um til mikillar ánægju. Hann leikur aðalhlutverkið í nýjustu mynd Danny Boyle, The Beach. Paradís á jörðu The Beach fjallar um ungan bakpokaferðalang, Richard (Leon- ardo DiCaprio), sem er á flakki um Thailand í von um að komast burt frá því hvimleiða hversdags- ið býður upp á. Hann hittir út- brunninn, gamalreyndan ferða- lang, Duffy (Robert Carlyle), sem segir honum frá litlu samfélagi manna sem vildu losna frá um- heiminum og búa á afvikinni eyju. Richard hrifst af Paradís- artilhugsuninni og fær ungt, franskt par, Etienne og Frangoise (Guillaume Canet og Virginie Ledoyen) til að slást f for með sér. Þau lenda í miklum ævintýrum á leiðinni og komast loks á áfanga- stað. En Leonardo var ekki lengi í Paradís, fljótlega byrjar allt að keyra um koll og geöveiki og öf- und banka upp á. Fljótlega breyt- ist myndin í ágætis mannfræð- istúdíu. Ströndin í rusli Myndin er gerð eftir sam- nefndri bók eftir Alex Garland, sem kom út fyrir nokkrum árum sig hinn stór- snjalla tökumann Darius Khondji (Delicatessen, Borg hinna týndu bama, Seven, Evita) enda var ætl- unin að ná Paradís upp á tjaldið. Myndin var öll tekin á Taílandi eftir að þeir félagar höfðu ferðast þvers og kurs um landið til að fmna réttu staðina. Þeir voru í nánu samstarfl við um- hverfisverndar- menn á Tailandi þegar kom að tökum á ósnertri strönd Phi Phi Le - eyjunnar en samkvæmt frétt- unum sem fylgdu i kjölfar- ið varð allt vit- laust þegar þeir skildu við hana í rusli. Það ætti þó ekki að koma að sök á tjaldinu hér heima. Það er tilvalið að berj- ast i gegnum bylinn og setjast niður á sólarströnd í bíó og láta sig dreyma um sumarið. I I Æssm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.