Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 10
+ EQ 1 í f ið F F t ,» r T M M II Vikan 10. mars til 16. mars Ifókus Ifókus V i k a n 10. mars til 16. mars 1 í f Íð r F T T R v t m m ii 1 íslensku tón- listarverðlaunin verða afhent í sjöunda sinn næstkomandi fimmtudag og lesendum Fókus Tilnefningakóngar ársins eru strákarnir í Sigur Rós með möguleika á átta kuðung- um. Fast á hæla þeim koma strákarnir í Maus og Ensími, sem tæknilega geta farið með sex kuðunga heim að lokinni dag- skrá. Til að spá vítt og breitt í verðlaunun- in og bransann hitti Dr. Gunni fulltrúa þessara hljómsveita í gróðurhúsi í miðbænum. Mættir voru Kjartan Sveins- son, hljómborðsleikari Sigur Rósar, Birgir Örn Steinarsson í Maus og Franz Gunnarsson, gítarleikari Ensíma. gefst tækifæri til að smella sér inn á Visir.is og greiða atkvæði fram til miðnættis á sunnu- dag. Um að gera fyrir alla sem módemi geta valdið að greiða at- kvæði og taka þátt í vali á því fremsta og besta í tónlist á íslandi. „Mér finnst tilnefningarnar óvenjulega vel dreifðar i ár,“ segir Birgir öm Steinarsson Mausari. „Samt er alltaf eitthvað sem maður hefði viljað sjá öðruvisi. Þó allar plötumar eigi skilið að vera með hefði ég t.d. viljað sjá Múm-plötuna þarna líka.“ „Þetta er skemmtilega litað af þessum þrem hljómsveitum, sem segir okkur að þetta eru þrjár bestu hljómsveitir landsins," segir Frans Gunnarsson Ensimi. „Nei, alls ekki,“ segir Birgir, svakalega hógvær. „Fólk er fyrst og fremst að skilja að við leggjum góð- an metnað i það sem við erum að gera.“ „Eigum við ekki að hugsa um þessa verðlaunaafhendingu eins og uppskeruhátíð hjá íþróttafólki," leggur Kjartan Sveinsson Sigur Rós til málanna. Frans: „Jú, og þetta er aðallega skemmtileg kvöldstund." Birgir: „Maður tekur þessu hæfilega alvarlega öllu saman. Þetta er hið árlega bransafyllirí og um leið frábær aðferð til að benda fólki aftur á það sem var í gangi fyrir jólin. Verðlaunin lengja líf- tíma islenskra platna, en hann er fáránlega stuttur. Maður gefur út plötu í nóvember og strax í febrúar er farið að spyrja hvenær næsta plata komi.“ „Plötusalan tekur kipp í beinu framhaldi af þessu,“ segir Frans og talar af reynslu. Viðbjóðslegar styttur Eru popparar sérstök tegund mannfólks? Liggja leyndir þræðir poppara á milli? Finna strákamir samhljóm með hvor öðrum og öðr- um poppurum? „Nei,“ segir Birgir. „Því eldri sem Maus verður því lengra í burtu flnn ég mig frá öðrum tón- listarmönnum á íslandi. Maður fattar hvaða sérstöðu maður hefur og kann að meta hana.“ „Það er samt alls ekki neinn rig- ur,“ segir Kjartan með sáttatón í röddinni. Hann hefur ekki fengið kuðung enn, en Frans og Birgir hafa halað nokkra inn. „Ég fór að sækja Hammond-inn hans Hrafns um daginn i skúmum hjá ykkur og sá styttuna hans úti i horni að safna ryki,“ upplýsir Kjartan og er að tala um Hrafn Throddsen i Ens- imi. „Það er nú kannski aðeins betra að eiga þann árgang sem ég fékk (1998),“ segir Birgir. „Þá var kuð- ungurinn gulur og svolítið flottur. I fyrra var kuðungurinn bleikur og viöbjóðslega ljótur. Ef það verður ljótur litur í ár langar mig ekkert til að vinna. En ef kuðungurinn er t.d. blár er ég til í að vinna.“ „Já, það var einróma álit að styttan hefði verið viðbjóðsleg í fyrra,“ segir Frans, „það sá hver sem sá myndir frá afhendingunni.“ Menn voru líka iönir viö að stúta styttunum sínum. Frans: „Já, það fóru tvær af okk- ar fyrir slysni. Oddný límdi sína saman aftur og þá varð styttan allt öðruvisi í laginu. Ég held að mamma sé með mína einhvers staðar niðri í skúffu." Birgir: „Málið er að kuðungur- inn er gerður úr gifsi og það veit enginn hvað þarf að gera margar styttur fyrr en kannski daginn fyr- ir veisluna. Gifsið er því ekki harðnað og ekkert skrítið að fólk sé að brjóta þetta. Min brotnaði um leið og ég kom við hana. Þeir ættu að hafa plast í þessu.“ Hvað meö bara gamaldags medalíu? „Það væri skemmtilegt," segir Kjartan. „Manni liði sem sigurveg- ara þannig, sérstaklega ef borðinn væri í fánalitunum." Frans er meö hugmynd: „Það mætti líka hafa verðlaunin fjöl- breytt. Textahöfundurinn fengi gullpenna, trommarinn gullkjuða og svo framvegis." Þetta líst öllum vel á og hefjast nú alllangar verðlaunapælingar. Svakalegt sóió á Súðavík íslensku tónlistarverðlaunin eru náttúrlega í stöðugri þróun og mót- un. Strákamir eru með ýmsar hug- myndir um þau. „Það ætti að fella þessa hljóð- færaleikaraflokka út,“ segir Birgir. „Þetta er alltaf þannig að fólk er ekki búið að hlusta á allt saman og sjaldnast er vegið og metið hvað hver gerði á árinu. Fólk merkir bara við þann sem því flnnst vera bestur. Sama hvað þú gerir ótrúlega hluti á gítarinn þinn eða tromm- urnar þá skiptir þaö e n g u máli Abbababb Anna Pálína Á mótl sól Bjartmar Guölaugsson Buttercup Elríkur R. Einarsson Embla Frans er sammála þessu: „Þú sigrar ekki á þessu svakalega sólói sem þú gerðir á Súðavík. Þessir elstu og virtustu vinna þetta alltaf." En viljiöi sjá einhverja flokka bœtast viö? „Ja, forritari ársins kannski," stingur Birgir upp á, „eða útsetjari, hljóðmaður eða upptökumaður árs- ins.“ „Valli ætti náttúrlega að vera rótari ársins," segir Kjartan. „Hvemig kýstu rótara?“ pælir Birgir, „vá, ótrúlegt hvernig hann gekk frá bassaboxinu þarna á ball- inu í Bolimgarvík?!" Kjartan er að spá í þetta, svo seg- ir hann: „Það er bara svo erfitt að gera upp á milli, t.d. upp á milli Birgis og Frans sem gítarleikara ársins.“ „Það er ekkert erfitt. Frans er miklu betri,“ segir Birgir diplómat- ískur. „Nei, ég meina, þið hafið hvor sinn stílinn," segir Kjartan hugsi. Hvaö meö ef kynþokkafyllsti popparinn vœri valinn? Hvern mynduö þið kjósa? „Egil Ólafs, ekki spuming," seg- ir Kjartan. „Stebba Hilmars, held ég,“ segir Birgir. „Hvað er að ykkur, þig nefnið báðir karlmenn! Ég var nú að spá í Selmu eða eitthvað," segir Frans og hinir roðna og tista eins og smá- stelpur. Islensku tónlistarverðlaunin (ÍTV) verða afhent í sjöunda skipti á Grand Hóteli 16. mars nk. Fimm aðilar standa að baki tónlistarverð- laununum; DV, Hitt húsið, FÍH (Fé- lag íslenskra hljóðfæraleikara), FTT (Félag tónskálda og textahöf- • unda) og SHF (Samtök hljómplötu- framleiðenda). Hvernig er valið? Nefnd frá áöumefndum aðilum velur um 200 manns í faghóp I. Fag- hóp I skipar fjölmiðlafólk og tón- listarmenn sem ekki gáfu út plötur á síðasta ári. Niðurstöður faghóps I liggja nú fyrir og eru þær tilnefn- ingamar sem eru kynntar hér á næstu síðum. Nú er þvi komið að aðalvalinu. Faghópur I er látinn velja úr til- nefningumnn og nú bætast við 200 tónlistarmenn sem voru með í plötuútgáfu síðasta árs. Það em því samtals 400 manns í faghópnum og hefur hann 60% vægi á móti 40% vægi þeirra sem kjósa á Netinu eða senda inn atkvæðaseðil. ÍTV eru því bæði fagverðlaun og vinsældar- verðlaun og skiptir hvert einasta atkvæði miklu máli. Góðæri í fyrra Allir eru vitanlega voða meðvitað- ir um það að í tónlist er ekkert „best“, heldur er þetta allt spuming um smekk. Með verðlaununum er því verið að heiðra það sem var mest áberandi á síðasta ári og um leið er verið að vekja athygli á íslenskri tón- list, alls ekki að reyna að halda þvi fram að eitt sé betra en annað. Síðasta ár var gott ár í íslenskri tónlist og þvi er valið mjög Það eru mörg súr ber í gróðurhúsi íslensku músíkverðlaunanna. Þessir verða að bíta í það súra epli að fá engar tilnefningar í ár þótt þeir gæfu út plötu á síðasta ári. Það gengur bara betur næst. Hm gleymdu erfitt. Margir frábærir titlar vom á ferðinni, bæði í nýrri fmmsaminni tónlist og endurútgáfum. Plötu- kaupendur voru líka í góðu stuði fyrir íslenska tónlist og keyptu vel. Góðærið í tónlistinni skOaði sér því í plötusöluna. Tilnefnt er í sextán flokkum, frnim tilnefningar i hvom flokk. Tilnefningakóngar ársins eru strákamir í Sigur Rós, sem fá sam- tals átta tilnefningar. í fyrra voru það kempumar í Ný dönsk sem skömðu fram úr með sex tilnefn- ingar. Fast á hæla Sigur Rósar koma eðalrokkböndin Ensími og Maus með sex tilnefningar hvort, þá Sálin hans Jóns míns með flmm og Gusgus með fjórar. Tilnefningamar í ár vekja at- hygli fyrir það að unga kynslóðin virðist vera að taka völdin. Auðvit- að fljóta meistarar eins og Bubbi og Magnús Eiríksson með, en straum- amir sem leika um tilnefningar ÍTV í ár hafa aldrei verið jafn ferskir. Til merkis um það má geta þess að hvorki Gulli Briem né Frið- rik Karlsson em tilnefndir í ár, en þeir hafa verið áskrifendur frá upp- hafi. Að lokum skal ítrekað að allir sem vettlingi geta valdið ættu hið snarasta að taka þátt í kosning- unni. Hægt verður að kjósa til 12. mars á visir.is eða með því að senda inn atkvæðaseðilinn sem fylgir DV. Verum með og megi sá „besti“ sigra. Verðlaunaafhendingi verður haldin á Grand Hótel þann 16. mars. Dr. Gunni Friðrik Karlsson Frogs Geirfuglarnir Geirmundur Valtýsson Gildrumezz Guðmundur Valur Gunnar Gunnarsson Haukur Heiðar Human Body Orchestra Hörður Torfa Jóhann G. Jóhannsson Kammersveit Reykjavíkur Kúnzt Labbí Mullet Papar Rúnar Júlíusson Schola cantorum Six pack latino Skítamórall Stella Stjórnin Sveinn Hauksson The Faculty Tjarnarkvartettlnn Tríó Reykjavíkur +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.