Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Síða 3
 J^'V LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 39 miar Santa Fe, nýjasta viöbótin í Hyundai-fjölskyldunni, var kynnt meö pomp og prakt eins og sjá má. DV-mynd NG Hyundai Santa Fe Nýjasta útspil þeirra Suður- Kóreumarma er jepplingurinn Santa Fe sem heimsfrumsýndur var á bílasýningunni í Genf. Þessi fimm dyra sportlegi jepplingur er fáanleg- ur með 2,7 lítra V6 bensínvél sem nær út 170 hestöflum. Ef hann er fenginn aðeins með framdrifi kem- ur hann með tveggja lítra vél, ann- ars er hann venjuiega með 4 strokka 2,2 lítra vél sem er um 150 hestöfl. Fyrir þá sem vilja dísilvélar er 2 lítra, 115 hestafla dísilvél möguleiki með forþjöppu og millikæli. H-Matic sjálfskiptingin, sem hönnuð var í samráði við Porsche, býður upp á valskiptingu fyrir ökumanninn. Vel er hugsað um öryggi i nýja Santa Fe jepplingnum. Hann er með hemlalæsivöm sem einnig er búin EBD-kerfi sem sér um að dreifa hemlunaraflinu eftir því hvemig bíllinn er hlaðinn. Það er reyndar aðeins einn öryggispúði frammi í fyrir ökumann en fyrir farþegann er hægt að panta hann sem auka- búnað. Það vegur hins vegar upp á móti aö nýlega fékk hann góða dóma í árekstrarprófi NCAP þar sem öryggi bilstjóra fékk 4 stjömur og farþega frammi í 5 stjörnur. Bamalæsingin aftur í virkar þannig að ef bíllinn fer yfir 40 km/klst. læs- ist hún sjálfkrafa. Santa Fe þeirra Suður-Kóreu- manna er framleiddur í Ulsan-verk- smiðjunni, þar sem Galloperinn var framleiddur áöur, og er hún búin til að framleiða 100.000 bíla á ári. Búast má við hinum í sali bifreiðaumboða i Evrópu í september. -NG Þrír nýir frá Opel Opel Agila Opel er nú kominn með fyrsta smásendibílinn, framleiddan í Evr- ópu, Opel Agila. Agila er byggður á hönnun frá Suzuki og útfærsla Opel á honum var sameiginlegt verkefni Opel- og Renault-verksmiðjanna. Nýi bíllinn verður framleiddur í nýrri verksmiöju í Póllandi. Hann verður í boði sem 4 manna og 5 dyra og þá með 1-1,2 lítra vélum. Opel Astra coupá Astran er nú komin í tveggja dyra sportútgáfu, Astra coupé, sem var heimsfrumsýnd í Genf. Hægt verður að fá bilinn með þremur gerðum véla, 1,8-2,2 lítra. Minnsta vélin er 116 hestöfl en sú öflugasta er 2 lítra 190 hestafla rokkur með túrbínu. Opel Agila er aö mestu leyti sami bíllinn og Suzuki Wagon R+, nema hvaö vélarnar eru frá Opel. Opel Speedster hreinræktað- ur og er kall- aður Speedst- er. Þessi tveggja sæta, tveggja dyra sportbíll er með 2,2 lítra vélina aftur í. Vélin er úr áli og skilar 147 hestöfl- um og nær bíllinn hund- rað kíló- metra hraða á sex sekúnd- um. Einnig frumsýndi Opel nýja Omegu með V8 vél sem skilar 315 hestöflum. -NG Nýjasti Opel-sportbíllinn er Renault Scénic RX4 Nýjasta útgáfa Scénic kemur nú með fjórhjóladrifi og verður nokkur áhersla lögð á sölu hans hér á landi. Tveggja lítra vélin skilar 140 hestöfl- um og þaö er nokkuð hátt undir hann sem er kostur fyrir okkar óslétta land. Vegna þess minnir út- lit hans meira á jeppa en fjölnota fólksbíl. Einnig verður hægt að fá hann með 1,9 lítra dísilvél en búast má við nýja Scénic-bílnum í sali B&L í byrjun sumars. -NG Honda HR-V, fimm dyra HR-V jepplingurinn kemur nú í fimm dyra útgáfu með hinni vin- sælu VTEC-vél sem valmöguleika. Hún er 1,6 lítra og skilar 125 hestöfl- um sem er gott fyrir þennan létta bíl, en hann er ekki nema 1275 kíló. í VTEC-útgáfunni er hann hlaðinn búnaði eins og topplúgu og má bú- ast við honum til landsins í apríl. Daewoo eða SsangYong? Það hefur valdið rugl- ingi hjá sumum að undan- fómu að gamli SsangYong Musso-jeppinn skuli allt í einu vera kominn með Daewoo-framenda og merki. Á heimasíðu Bíla- búðar Benna hefur hann líka að undanfómu verið kynntur sem Daewoo. Svona til að gera út um þetta mál birtum við hér þessa mynd af Musso- jeppa sem tekin var á bílasýningunni í Genf á dögunum. Sjá má að Musso-jeppinn er i Da- ewoó-básnum og merktur Daewoo í bak og fyrir. Það er reyndar nokkuð siðan Daewoo-verksmiðj- urnar yfirtóku Musso- og Korando-jeppana frá SsangYong eða rúm tvö ár. Líklega hafa þær þó viljað minnka birgðir af bílum, merktum Ssang- Yong, áður en þær hæfu sölu á honum sem Daewoo. Sem sagt, Da- ewoo var það, heillin. -NG DV-mynd NG www.brimborg.is brimborgar Volvo S40 2,0,07/98, ssk., 4 d., rauður, ek. 22 þús. km, framdr. Verð 1.960.000 Volvo 460 2,0,10/95, 5 g., 4 d., grænn, ek. 105 þús. km, framdr. Verð 890.000 Tilboð 690.000 Ford KA 1,3,04/98, 5 g., 3 d., svartur, ek. 17 þús. km, framdr. Verð 850.000 MMC Carisma 1,8,02/98, 5 g., 5 d., rauður, ek. 49 þús. km, framdr. Verð 1.490.000 Daihatsu Cuore 1,0,04/98, ssk., 5 d., rauður, ek. 8 þús. km, framdr. Verð 890.000 brimborg Reykjavlk • Akuroyrl Opið laugardaga 11-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.