Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2000, Blaðsíða 14
Á barnum á Thomsen vinnur glæsileg síðhærð kona sem kallast Venus. Kvenleikinn drýpur af dömunni og þeir eru ófáir sem hafa snúið sig úr hálsliðnum þegar þeir sjá þessa vægast sagt foxí gellu. Snæfríður Ingadóttir hitti þokkadísina eða réttara sagt þokkadrenginn Örn sem blekkt hefur marga með útliti sínu. „Ég vil allavega láta kalla mig Venus þegar ég er uppdressað- ur,“ segir Örn Jákup Dam Washington þar sem hann situr klæddur gallabuxum og rúllu- kragapeysu og tekur þaö ekki nærri sér hve óörugg ég verð í návist hans. Ég er líka greinilega ekki sú fyrsta sem er á báðum áttum hvort ég eigi að segja sæll eða sæl við hann. í dag segi ég allavega sæll en ef ég hitti hann á barnum á Thomsen um helgina þá yrði það líklega sæl. „Ég tæki ekki annað til greina. Ég myndi ekki virða þig viðlits ef þú kall- aðir mig Örn þegar ég er kominn í galakjólinn," segir örn, eða Venus, eins og hann er dagsdag- lega kallaður, með áherslu. Út á sió með naglapjölina Útlit Arnar vakti snemma mikla aðdáun og strax í bama- skóla í vesturbænum slefuðu stelpurnar hreinlega yfir honum. Hann var bara svo sætur og ekki hefur það batnað með árunum. Móðir hans er frönsk, færeysk, ensk og mexíkósk og faðir hans er frá Kenía en sjálfur er Öm fæddur og uppalinn hér á klak- anum, yngstur af þremur systk- inum. „Þegar ég var yngri varð ég var við allskonar fordóma en ég tamdi mér að loka þá af án þess aö láta það brjóta mig niður,“ segir Örn sem sýndi snemma að hann var ekki bara andlitsfríður, heldur einnig mjög skapandi fimur. „Ég var algjör íþrói skutla sem barn og æfði m.a. fimi- leika með Ármanni." Örn segísí alltaf hafa vitað hvað hann vildi en komið fram í dagsljósið með samkynhneigð' sína að loknum gmnnskóla. Þá lá leiðin í Versló en hann entist þar ekki lengi og fór út á vinnumarkaðinn þar sem hann hefur verið síðan. Þrátt fyrir að Örn sé einungis 19 ára gamall þá hefur hann komið nálægt ótrúlegustu hlutum. Hann hefur m.a. unnið sem út- litshönnuður hjá tölvufyrirtæki, sem verkstjóri i fiskvinnslu, ver- ið á togara, selt rósir á skemmti- stöðum og unnið í múrverki. „Það var ömurlegt að vera á sjónum. Ég var alveg“ sick as hell“ og gjörsamlega sleikjandi þilfarið. Þrátt fyrir að dagurinn hafi yfirleitt byrjað á klósettferð eftir morgunmatinn þá hafði ég samt gaman af því að tutlast í appelsínugulum pollagalla við að greiða úr vikugömlu neti niður í lest með grásleppustibbuna í nef- inu. Ég er samt þannig típa að ég vil frekar vera að snyrta á mér neglurnar heldur en að slægja einhvern fisk og því sat ég gjarn- „Ég er café au lait, samkynhneigður múlatti í litlu þjóðfélagi. Það er það sem ég hef í höndunum og svo er spurning hvernig maður spilar úr því.“ „Það var ömurlegt að vera á sjónum. Ég var alveg“ sick as hell“ og gjörsamlega sleikjandi þilfarið. Þrátt fyrir að dagurinn hafi yfirJeitt byrjað á klósettferð eftir morgun- matinn þá hafði ég samt gaman af því að tutlast í appelsínugulum pollagalla við að greiða úr vikugömlu neti niður í lest með grásleppustibbuna í nefinu." 14 f Ó k U S 24. mars 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.