Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Page 3
g f n i Elísabet Sif Haraldsdóttir hefur dansað suður-ameríska dansa úti um allan heim, m.a. í Frakklandi, Póllandi, Suður-Afríku, Þýskalandi, alls staðar á Norðurlöndunum, í Hollandi og stjörnuborgunum Las Vegas og New York. Oft er henni boðið utan til að keppa en Elísabet hefur búið í London undanfarin þrjú ár og æft hjá tveimur dansþjálfurum. Háð dansinu „Já, mér er oft boðið á keppni og borgað fyrir mig flug og uppihald. En svo eru líka opin mót sem eru mik- ilvæg og þá borga ég sjáif til að geta tekið þátt í þeim,“ segir Elísabet með hóg- værð í rómnum og greini- lega hissa á símtali frá Fókusi á Fróni. Hvers vegna fórstu út í dansinn? „Ég byrjaði frekar img og varð fljótt háð dansin- um. Þetta er það sem mig langar að gera,“ svarar hún og bætir við að dans- námið hafi byrjað í Dans- skóla Sigurðar Hákonar- sonar. Ári síðar skipti hún og fór í Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Þar dansaði Elísabet í sex ár og fluttist því næst til Eng- lands. Pottþétt nýtt heimili „Það snýst allt um dans: dansæf- ingar, einkatíma og að vera í góðu formi,“ útskýrir dansarinn sem eyðir öllum frítímanum í dans, ef hún er ekki að vinna, en Elísabet starfar í herrafataverslun i London til að fá salt í grautinn. Hún er nefnilega áhugadansari og þeir mega hvorki kenna né sýna dans til að stela ekki vinnunni frá at- vinnudönsurunum. Hvað þarf maður að gera til að verða atvinnudansari? „Maður þarf aðallega að ákveða það, lesa nokkrar bækur og taka svo próf,“ svarar Elisabet og kimn- in berst á þúsund volta hraða milli landa. Er ekkert einmanalegt að vera einn úti að berjast í dansbransan- Hver veit nema Elísabet Sif verði um' heimsmeistari einn daginn! „Nei. Það var erfitt í fyrstu þegar ég þekkti engan en nú hef ég dvalið lengi hérna og kynnst mörgu fólki. Auk þess bý ég með ís- lenskri frænku minni. 1 raun- inni hef ég eignast nýtt heimili enda er pottþétt að ég verð hérna áfram.“ Moguleiki á heims- meist- aratitli Elisabet og dansfélagi hennar náðu þriðja sætinu í Elísabet Sif eyðir öllum sínum frítíma í dans og dansæfingar. World Rankmg- danskeppninni sem er fyrst og fremst stigakeppni þar sem keppendur fá ákveðinn stigafjölda fyrir þátttöku og þeim fjölgar eftir því sem pörin komast lengra. Keppnin skiptir miklu til að komast á lista yfir 100 stiga- hæstu pörin. Að sögn Elísabetar hefur hún oft komist í verðlauna- sæti í keppni en parið er nýbyrjað að dansa saman og þetta er i fyrsta skipti sem þeim gengur svona vel. „Nú er hins vegar stór keppni fram undan, Blackpool-keppnin, sem er opin keppni. Hún stendur í viku og er haldin árlega en allt áhugafólk kemur á hana. Fjöldi keppenda er mikill. Til dæmis keppa 500 til 600 manns í minni deild,“ segir Elisahet og það eru greinilega spennandi tímar fram undan. En hvert stefnir stúlkan, í danskennslu eða á heimsmeistara- titilinn? „Ég stefni vonandi einhvem dag- inn á heimsmeistaratitilinn, það er möguleiki. Hvemig sem fer ætla ég þó að verða danskennari og því skiptir miklu að ég nái sem lengst í keppninni. Því iengra sem ég kemst því hetri er ég og það ræður miklu um þau laun sem ég tek fyr- ir danskennslu í framtíðinni. Það skiptir máli hvort maður fær 2000 eða 6000 á tímann," fullyrðir hún að lokum og hefur svo sannarlega rétt fyrir sér. Guðmundur Kjartansson er tólf ára nemandi í 6. bekk Ártúnsskóla sem teflir við stórmeistara milli þess að leika sér í frímínútunum. Hann vann fullorðna menn á Reykjavíkurmótinu um daginn og ekki í fyrsta skipti. Það þótti hins vegar í frásögur færandi að sjá strákling með banana og kókómjólk sigra eldri menn með þvala skákfingur. Æfi mig fyrir hvern andstæðing Guðmundur á aragrúa af bikurum sem eru flestir merktir fyrsta sæti enda hef- ur hann unnið ófá mótin. Guðmundur Kjartansson er tólf ára strákur sem gerir fleira en að læra heima og leika sér því Guð- mundur teflir á stórum skákmót- um og hefur lagt margan vanan manninn að velli. „Ég lærði mannganginn fimm ára en byrjaði að tefla og keppa þegar ég var sex ára,“ segir Guð- mundur en það var bróðir hans sem kenndi honum og Guðmundur var aðeins 7 ára þegar hann fór að tefla við alla aldurshópa á stóriun taflmótum. Hvernig er að tefla við fulloröna menn? „Bara eins og alla aðra,“ svarar drengurinn hógvær og kannast ekki við að þeir verði tapsárir þegar hann vinni. Þvert á móti álítur hann að þeir hafi bara gaman af því. íslands- og Norðurianda- meistari í sínum aldurshópi Guðmundur á aragrúa af bikurum sem eru flestir merktir fyrsta sæti enda hefur hann unnið ófá mótin. Til dæmis vann Guðmundur Haustmótið tvisvar, hann varð í fyrsta sæti á Norðurlandamótinu 11-12 ára og varð einnig í fyrsta sæti í hópi 14 ára og yngri á Skákmóti Reykjavíkur, svo fátt eitt sé upptalið. Þú kepptir á Reykjavíkurskák- mótinu um daginn, var það mikið stress? „Ekkert svo mikið stress', ég hef keppt á svona stórum mótum áður,“ svarar Guðmundur og yppir öxlum. Teflirðu í heila viku á slíkum mótum? „Stundum meira.“ Æflróu mikiðfyrir mót á borð við Reykjavíkurmótió? „Kannski nokkrum dögum áður, annars æfi ég mig aðallega fyrir hvem andstæðing." Kepptu margir strákar á aldur við þig á Reykjavíkurskákmótinu? „Ég var yngstur og svo var einn annar sem heitir Dagur.“ Vannstu marga fullorðna menn? „Ég vann þijá og gerði eitt jafntefli." Krakkar ættu að tefla meira Guðmundur viðurkennir að skákin sé eiginlega það skemmti- legasta sem hann geri, ekki síst þar sem hann hefur æft hana svo lengi. Stúderarðu mikið skák í frítíman- um? „Já, svona byrjanir og þannig." Langar þig að verða atvinnumað- ur i skák? „Já, ég ætla að reyna það.“ Hefuröu farið til útlanda að keppa? „Ég hef farið til Spánar, Dan- merkur, Svíþjóðar, Noregs og Finn- lands,“ svarar Guðmundur og tek- ur fram að utanlandsferðimar séu bara flnar. Eru margir krakkar hérlendis sem œfa skák og tefla á mótum? „Reyndar voru þeir fleiri áður, eins og þegar Fischer kom tii landsins... í kringum þann tíma. Þá voru miklu fleiri en nú hefur fækkað dálítið,“ full- yrðir Guðmundur og er þeirrar skoðun- ar að krakkar ættu að tefla meira. Að- spurður segir hann að Kasparov sé einn af uppáhaldsskákmönnunum sínum og er því vitanlega spurður hvort hann hafi hitt kappann á heimsmótinu. „Já, ég kom einn daginn að horfa á og fékk eiginhandaráritun hjá honum,“ svarar þessi efnilegi skák- maður að lokum. Töskur, töskur, töskur Hvað er 1. maí? Börn breyta lífi manns 8-9 Popp: Rappari sem fer sín- ar eigin leiðir Hvert er hægt að suma'r? 12 Út að borða: Hefur viðskipta vinurinn alltaf rétt fyrir sér? rlif iö aEuanE—anCTMg Funkmaster með frumsamið efni Málverk í Gerðarsafni Buttercuo á Gauknum Ólafur er óvæntur bólfélaai f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Þök af Ólafi Páli Gunnarssyni. 28. apríl 2000 f Ókus 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.