Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Side 17
 Inga Magnea Skúladóttir þjonn: „Nei. Þetta er bjánaleg klisja. Reglan ætti að vera „kúnninn á aö fara ánægður út - án þess að hafa vaðið yfir þjónustufólkið". Það sem fer mest í taugarnar á mér við kúnnann er þegar mér er sýndur hroki. Þetta er alltaf sama fólkið sem er dónalegt og frekt, þaö er greinilega aliö upp svona. Verstu kúnnarnir eru ungt nýrikt fólk á uppleið með gsm-snúruna hangandi úr öðru eyranu og hefur aldrei lært mannasiði. Þessar týpur láta sjá sig með Wallpaper og GQ undir hendinni og þykjast hafa fágaðan smekk á mat og vínum. Fólkið sem heldur að það sé að verða frægt." Fólk á vegum gallabuxna- framleiðandans Levi’s er statt á íslandi í leit að fyrir- sætum fyrir auglýsingaher- ferð og vill meira en gjarnan ná mynd af þér. Þór Tulinius kúnni: „Ég held að ég sé frekar umburðarlyndur svona almennt við það fólk sem að ég umgengst, ég skeyti kannski helst skapi mínu á þjónustu- fólki. Mér finnst þaö líka vera til þess, keyþt vinnuafl fýrir mig. Svo finnst mér óþolandi þegar þjónninn tekur einkalífið með sér í vinnuna. Um daginn fékk ég kalt kaffi á kaffihúsi hér í bæ en það var á mörk- unum að ég þyrði að kvarta þvl að þjónninn var svo pirraöur, sjálfsagt út af laununum, yfirmanninum eða einhveiju öðru sem ég vil ekkert vita af, þó að það sé líklega vandasamt að vera þjónn sem gerir 511- um til hæfis. Það er auðvelt að láta þjóninn fara I taugarnar á sér, en ég má það alveg - ég er kóngur á kaffihúsinu því kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér!" Ætti að skylda alla þjóna f Tae kwon Do Rassinn þinn I gallabuxna- auglýsingu? Kóngur á kaffihúsinu Ef þig hefur dreymt um að gerast módel eða tískuljósmyndari þá ættirðu að kíkja á Hótel Holt milli kl. 9 og 17 mánudaginn 1. maí. Þar verða nefnilega útsendarar frá Levi’s-gallabuxna- framleiðandanum staddir I leit að módelum fyrir nýja auglýsinga- herferð. Álíka herferð var gerð I Hollandi fýrir skömmu og tókst hún svo vel að framleiðendurnir vilja endurtaka leikinn og það á íslandi. Um er að ræöa Ijósmyndir af vorlfnunni 2000 og munu myndirnar birtast I pappafígúrum I fullri stærð I Levi'sbúðum víðs vegar um Evrópu. Verið er að leita að 12 einstaklingum á aldrinum 15-30 ára og einu skilyrðin eru að stelpurnar passi I gallabuxur nr. 28 og strákarnir I gallabuxur nr. 32. Síðan munu þessir 12 einstaklingar taka myndir hverjir af öðrum sem notaöar verða á pappastandana. Á prufunni á Hótel Holti á mánudaginn verða allir þeir sem mæta á stað- inn látnir máta gallabuxur og siðan verður tekin af þeim Polariodmynd. Úr hópnum veröa síðan valdir 12 sem munu síðan mynda hverjir aöra og verða þeir látnir vita næstu daga á eftir. Það skal tekið fram aö maður þarf ekkert að kunna á myndavél til þess að taka þátt I þessu, hvað þá að líta út eins og módel, því verið er að leita að alls konar týpum, en þeir sem fá verkefnið fá 20 þúsund krónur fýrir. Kemstu í gallabuxur nr. 28 eða 32? Ef svo er þá gæti Levi’s haft not fyrir einmitt þig. Guðmundur Magnússon þjónn: „Ég lít á þessa vinnu sem mína köllun. Ég veit að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fýrir sér, aðeins tvisvar sinnum hef ég svarað fýrir mig og ég sé eftir að hafa gert það. Svo æfi ég Tae kwon Do og reyni að beina gremjunni úr vinnunni I Iþrótt- ina - fá útrás þar. Það ætti kannski að skylda alla þjóna I Tae kwon Do þvi að þar fá þeir aukið þol, verða rólegri á eftir og öðlast meira jafnvægi. Þjónsstarfið hent- ar ekki öllum, auðvitaö koma dagar þar sem áreitið verður of mikið - en hjá mér er það sjaldnar en hitt; gaman I vinnunni. Það má ekki láta einstök atvik sitja I sér, maður verður að vera undirgefinn án þess að ganga of langt." Hressi þjénninn er óþolandi Stefán Már Magnússon kúnni: „Já, nema kannski helst þegar viöskiptavinurinn er fullur og leiðinlegur. Það er grátt svæði. Ég geri kröfur til þjónsins þegar ég fer út að þorða. Það sem ég kalla góöa þjónustu er þegar ég tek ekki eftir neinu; þjónninn er ósýnileg- ur - en allt gengur eins og I sögu. Hann á að vera eins og góður dómari I fót- boltaleik, láta leikinn halda áfram og ekki trufla þegar ekkert er að. Ekki spyrja mig I hjúkrunarkonutón: „Hvernig smakkast hér...?" Hressi þjónninn er óþolandi, sá sem gengur of langt I almennilegheitum og lætur þig ekki I friöi. Svo er það hrokafulli þjónninn sem fór I þjónanám I útlöndum og finnst hann of fínn til að þjóna mér, ég kann ekki nógu vel inn á Bordeaux-vínin hans... Ef til vill þarf að taka upp hefð fýrir þvl að veita þjórfé, þá myndi þjón- ustan á íslandi sjálfsagt breytast til batnaðar." Fólk sevn heldur að það verði frægt 28. apríl 2000 f ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.