Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Page 4
F F T T R Y T N N I)
Vikan 5. maí til 11. maí
ÍÁA
Ifókus
Hailá
Óðinsvéum
„Ég fór á nýja veitingahúsið
hans Sigga Hall. Það var alveg
æðisleg upplifun. Þetta er ekkert
smágóður staður, ég gef honum
alveg hiklaust 9,5 í einkunn. Ég
fékk mér nautafilé með bour-
bonsósu og alies, ljúífengt, ljúf-
fengt. Við vorum þrjú saman og
fengum öll jafn frábæra rétti. Ég
mæli alveg hiklaust með því að
fólk prófi þennan stað.“
Chloé Ophelía módel
Blender á
öll heimili
„Blender! Ég er nýbúinn að
kaupa mér blender sem tætir
saman mjólk og skyr. Svona sem
býr til sjeik. Þannig að núna get
ég mixað mér staðgóðan morgun-
mat á fimm mfnútum áður en ég
fer í vinnuna á morgnana. Ég
mæli með Blender á öll heimili."
Bernhard Trauner
aðstoöarproppari.
Pekingöndin
í Kfnahúsinu
Bíóborgin og
Bíóhöllin frum-
sýna nýjustu
mynd Olivers
Stones, Any Given
Sunday. Hún fjallar
um Miami Sharks,
amerískt fót-
boltalið. Fókus
gefur miða á
myndina í dag og
er hann vandlega
falinn hér í Lífinu
eftir vinnu.
Myndin skartar fjöldanum öllum
af frægum leikurum. í henni má
sjá A1 Pacino, Cameron Diaz, Denn-
is Quaid, James Woods, Jamie
Foxx, LL Cool J, Matthew Modine
og Charlton Heston.
íþrótt hittir markað
Miami Sharks er virt lið I amer-
iska fótboltanum. Upp á síðkastiö
hefur gengi liðsins þó nokkuð dal-
að og er það í höndum Christina
Pagniacci (Cameron Diaz), sem ný-
lega erföi liðið eftir föður sinn, að
rífa það upp úr lægðinni. Christina
er holdgervingur nýrra tíma, hún
boðar markaðshyggju og gefur skít
í gömlu íþróttagildin á meðan fjár-
Ætli LL Cool J hafi fengiö aö ráða
nafngift persónu slnnar, J Man.
festingin er í hættu. Þjálfari Há-
karlanna, Tony D’Amato (A1
Pacino), er ekki alls kostar sáttur
við aðferðir Christinu og hugsar
einungis um íþróttina. Þetta eru
ekki einu átökin í liðinu. Fyrirlið-
inn til margra ára, Cap Rooney
(Dennis Quaid), þarf að vanda sig
til að verða ekki ýtt til hliðar af
Steamin’ Beamen (Jamie Foxx),
sem er nýjasta undrabam liðsins. J
Man (LL Cool J) er einnig mjög illa
við Beamen þar sem hann skyggir
á sviðsljósið. Þá eiga læknamir í
liðinu (James Woods og Matthew
Modine) einnig í deilum vegna
ágreinings um vinnubrögð.
Heiðinn siður
Oliver Stone hefur verið þekktur
fyrir það í gegnum tíðina að flakka
grimmt á milli málefna. Hann fjall-
aði um stríð í Salvador og Platoon,
„Fótboltinn er heiðinn siöur þar sem menn og konur hreinsa sig af djöflum í trú-
arathöfn," segir Oliver Stone.
Al Pacino leikur þjálfara liösins. Áhyggjufulla týpan sem klórar sér í hausnum.
hagkerfið og hlutabréfamarkaðinn
í Wall Street, tónlist í The Doors,
sögu og pólitík í JFK og Nixon og
búddatrú í Heaven and Earth.
Hann segist hafa haft mikinn
áhuga á amerískum fótbolta á sín-
um yngri árum og safnaði upplýs-
ingum um allt sem viðkemur
íþróttinni. Hann vann handritið að
Any Given Sunday upp úr þremur
öðrum handritum með því að taka
allt það bitastæðasta úr hverju.
„Amerískur fótbolti er keppni í
formi trúarathafnar,“ segir Stone.
„Hann er bæði trú sem er iðkuð á
sunnudögum og á sama tíma of-
beldisfull, amerísk útgáfa af skylm-
ingunum í hringleikahúsum Róm-
verja. Það er ekki tilviljun að við
kölluðum bikarinn sem keppt er
um í myndinni Pantheon. Fótbolt-
inn er heiðinn siður þar sem menn
og konur hreinsa sig af djöflum í
trúarathöfn."
Beamen Rap
Það var mikil tilhlökkun hjá
Pacino og Stone að vinna saman.
Það hafa þeir ekki gert áður. Þeir
hafa samt verið viðloðandi sömu
myndir, t.d. skrifaði Stone handrit-
ið að Scarface. Mörgum kom á
óvart að Stone skyldi velja Jamie
Foxx í hlutverk Beamen. Foxx hef-
ur ekki starfað mikið við kvik-
myndir hingað til. Hann hefur not-
ið mikilla vinsælda fyrir leik sinn í
gamanþættinum In Living Color.
Eftir fyrsta fund Stone og Foxx var
hann staðráðinn í að sannfæra
leikstjórann um að velja sig I hlut-
verkið. í kjölfarið fór hann klædd-
ur í fótboltabúning út í garð með
vini sínum og lét hann taka mynd-
ir af sér þar sem hann kastaði bolta
í bland við að rífa kjaft við mynda-
vélina. Hann rappaði einnig nokkr-
ar rímur og segist hafa lúmskan
grun um að það hafi gert útslagið
hjá Stone. Rímurnar, sem þeir
kalla Beamen Rap, fá að halda sér í
myndinni. Foxx rappaði einnig
með Guru og Common í titillagi
myndarinnar, Any Given Sunday.
Nóg um það, Fókus ætlar að bjóða
öllum sem vilja að sjá þessa klassa-
mynd í dag, ef þeir bara fmna mið-
„Pekingöndin á Kínahúsinu
með bambus, sveppum og hrís-
grjónum var himnesk, alveg ótrú-
lega góð. Þjónustan var líka mjög
góð. Eiginlega er þetta alveg frá-
bær staður - og ekki síst ódýr.“
Kristín Davíðsdóttir
kvikmyndageróarkvendi.
Heimtur
úr helju
Síðustu helgi
lá ég heima
hjá mér hund-
veikur með
hita, hálsbólgu
og tilheyrandi.
Einna næst því|
að að vera eft-
irminnilegt var|
kannski þegar
ég var næstum'
dottinn niður stigann heima eftir
að hafa flækt fætuma i bandinu á
sloppnum mínum. Þannig að segja
má að ég hafi verið heimtur úr
helju um helgina (þetta er brattur
stigi) og það er í sjálfu sér nokkuð
merkilegt.
Finnur Vilhjálmsson,
fréttamaður á Skjál.
Úrslitin fara fram á laugardag:
Ford-fyrirsætan 2000
Úrslit i Ford-fyrirsætukeppninni urinn sem þar fer fram, enda hús-
fara fram á laugardag með pomp og næðið alveg glænýtt. Það eru 14
prakt í íslenska kvikmyndaverinu stúlkur sem keppa til úrslita en
i Grafarvoginum en þetta mun þær voru valdar úr 35 manna und-
vera fyrsti stóri fjölmiðlaviðburð- anúrslitahópi. Fyrir utan þrjú efstu
Þessl mynd var tekin á æfingu hjá Ford-stúlkunum en úrslltln fara fram á laug-
ardag í hlnu nýja kvikmyndaveri í Grafarvoginum.
sætin verða einnig valin andlit Top
shop og KEA skyrs og keppendur
verða með tískusýningu frá Top
shop og Futurice. Húsið verður
opnað kl. 21 og eru það þau Svavar
Öm og Elva Dögg, ungfrú ísland.is,
sem sjá um að kynna herlegheitin
en fyrir utan keppnina þá eru ýmis
skemmtiatriði í boði og má þar
nefna GusGusarann Daníel Ágúst,
hljómsveitina 110 Rottweiler og
Gjörningaklúbbinn. í dómnefnd
sitja þau Elísabet Daviðsdóttir fyr-
irsæta, Bára Hólmgeirsdóttir
stílisti, Einar Ágúst Eurovision-
fari, Steinunn fatahönnuður, Mich-
ael Stein frá Ford París og Claire
frá Models 1 London. Það kosta
1500 krónur inn á herlegheitin en
miðasala fer fram í Loftkastalan-
um.
r
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
L
Mission lm
Á þriðjudag er málið að smella sér
inn á Fókusvefinn á Visi.is því þar er
að finna Mission Impossible-veflnn.
Og þar gefst netveijum kostur á aö
taka þátt í leik sem gæti komið þér á
gala-frumsýningu á Mission Im-
possible hér á íslandi þann fyrsta júlí
næstkomandi. Um er að ræða þvílíka
sýningu þar sem allir verða klæddir í
kjól og hvítt og fá að berja Tom Cruise
augum undir leikstjóm Johns Woo.