Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 s>v Fréttir Guðmundur Hallvarðsson gagnrýnir kostun Alþingis á bréfum Samfylkingarinnar: Segir Samfylk- inguna siðlausa - höfum farið að reglum, segir Rannveig Guðmundsdóttir „Við höfum farið að reglum. Það hefur þótt eðlilegur hluti af störfum þingmanna og þingflokka að senda út fundarboð eða upplýsingabréf um það sem þeir eru að fást við í þing- inu,“ segir Rannveig Guðmundsdótt- ir, formaður þingflokks Samfylking- arinnar, og vísar þar með á bug ásök- unum Guðmundar Hallvarðssonar, alþingismanns Sjálfstæðisflokks, sem á Alþingi í gær sakaði Samfylking- una um siðleysi fyrir að hafa látið Alþingi kosta útsendingu 16 til 18 þúsund bréfa. Rannveig Guðmundsdóttir segir Guðmund vísa til þriggja aðskildra bréfa til flokksmanna og telur það fjarri lagi að þau hafl samtals verið 16 til 18 þúsund talsins. Fyrsta bréfið segir Rannveig raunar hafa verið sent út á árinu 1998 af þingflokki jafnaðarmanna, annað bréfið af þingmönnum Sam- fylkingar í Reykjanesi, um síðustu áramót, og að þriðja bréfið hafi ver- ið fréttabréf Samfylkingarinnar frá i mars sl. „Mjög oft eru þingmenn að gera þetta einir og sér en af því að við vorum í mjög óvenju- legri stöðu þá lögðum við mikla áherslu á það að senda saman,“ segir Rannveig og bendir á að ef rétt væri að um 18 þúsund bréf væri að ræða, sem í sjálfu sér væri aukatriði, þá gerði það ekki í tilefni af því að enginn nem- andi í 9. bekk Hamraskóla reykir buðu skólinn og foreldrar ung- lingunum í siglingu niður Hvítá og síðan í pitsu á Selfossi í gær. „Við erum ofsalega ánægð með það hvernig unglingarnir okkar eru núna,“ sagði Guðrún Snorra- dóttir, námsráðgjafi og forvarnar- fulltrúi. Hún sagði að ekki hefði þurft að hafa afskipti af neinum nem- enda í öllum skólanmn þetta árið vegna reykinga á skólatíma, en vitað væri til þess að það væri nema 1000 bréf á hvem þingmann Samfylkingarinnar. „Þingmennirnir í stjórnarand- stöðu verða að eiga möguleika á að ná til fólksins öðru vísi en i gegnum fjölmiðla vegna þess að það er und- ir hælinn lagt hverju stjórnarand- staðan kemur að þar. Stjómar- flokkarnir hafa allt aðra stöðu og reyndar hafa oft heyrst háværar gagnrýnisraddir á litskrúðuga bæk- linga ráðherra gegnum árin,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir. eitthvað flkt i 10. bekk utan skóla- tíma. Hins vegar eru 8. bekkir skólans reyklausir. Unglingarnir í Hamraskóla fá mikla fræðslu um reykingar, og eins er gott samstarf á milli skól- ans og foreldra. Þetta er annað árið í röð sem skólinn, sem hefur reyklausan skóla að yfirlýstri stefnu, hefur verðlaunað 9. bekk fyrir að vera reyklaus. Tæplega 30 nemar úr tveimur 9. bekkjum skólans fóru í ferðina, ásamt for- eldrum, Guðrúnu og tveim öðrum kennurum. -SMK Fimm teknir í hassmálum OV, AKUREYRI: Fimm menn voru handteknir vegna tveggja fikniefnamála á Ak- ureyri um helgina. í öðru tilfellinu voru tveir menn staðnir að verki við að reykja hass. í hinu málinu voru þrír menn teknir á bifreið og i henni fundust um 100 grömm af hassi og áhöld sem notuð eru við neyslu. Einn mannanna þriggja, sem er aðeins 17 ára, játaði að eiga hassið og hafa ætlað að selja það. Hann viður- kenndi einnig neyslu á hassi og það gerðu félagar hans tveir einnig. Að sögn Daníels Snorrasonar, yf- irmanns rannsóknardeildar lögregl- unnar á Akureyri, eru fikniefnamál á árinu komin vel á þriðja tuginn að fjölda. Það eru fleiri mál en komu upp allt árið 1995 og ekki miklu færri mál en komu upp á hverju ári frá 1996-1998. Á síðasta ári fjölgaði málum svo mjög og virðist lítið eða ekkert lát á þeirri þróun. -gk Blönduós: Brotist inn í Árvirkni Brotist var inn á bifreiðaverkstæð- ið Árvirkni ehf. við Norðurlandsveg á Blönduósi aðfaranótt mánudags. Þjófurinn eða þjófarnir reyndu að opna með verkfærum peningaskáp í húsinu en tókst það ekki. Eins var hurðum sparkað upp, gramsað í skrif- stofum og í verslun sem er i húsinu og fleiri skemmdarverk unnin á húsinu. Þjófurinn eða þjófamir komust inn i húsið með því að brjóta rúðu og upp- götvaðist innbrotið þegar fólk mætti til vinnu klukkan 8 á mánudagsmorg- un. Ekki er talið að miklu hafi verið stolið en talsverðar skemmdir voru unnar á húsnæðinu. Lögreglan á Blönduósi biður fólk sem hefur orðið vart við mannaferðir við Árvirkni aðfaranótt mánudags að hafa samband við sig.__-SMK Brotist inn í heilsugæslustöð Brotist var inn í heilsugæslustöð- ina á Vopnafirði aðfaranótt mánu- dags. Innbrotsþjófurinn hafði tekið heila rúðu úr glugga og lagt hana til hliðar. Þegar inn var komið fór í gang öflugt þjófavamarbjöllukerfi sem gerði Securitas í Reykjavík viðvart. Securitas hringdi síðan í lögregl- una á Vopnafirði sem kom á staðinn. Svo virðist sem bjöllukerfið hafi hrætt viðkomandi því heilsugæslan var mannlaus þegar lögreglan kom að henni og engu hafði verið stolið. Mál- ið er i rannsókn. -SMK Umræðuþátturinn frægi: Kolbrún gekk lengra Kolbrún Halldórsdóttir alþing- ismaður gekk lengra í ummælum sinum gagnvart Árna Johnsen al- þingismánni í umræðuþættin- um Silfur Egils á Skjá einum heldur en hún fullyrti í DV í gær. í þættinum tókust alþingis- mennimir á um lögfestingu sfjúpættleiðing- ar hjá samkyn- ________________ hneigðum. Eft- irfarandi orða- skipti áttu sér stað í þættinum. Kolbrún: „í dag eru ungir menn að fremja sjálfsmorð af því að menn eins og þú eru ekki tilbúnir að leyfa þeim að horfast í augu við kynhneigð sína og það er vitað... Ámi: „Þú ert að segja það að ég beri ábyrgð á sjálfsmorðum?" Kolbrún: „Þú berð ábyrgð á mörgu í lífi fólks því þú ert að Kolbrún Segir Árna predika fordóma. hluta til löggjafinn og þú berð ábyrgð á umræðunni." Ámi: „Ert þú að segja...?“ Kolbrún: „Þú ert að predika for- dóma. Mér finnst það ámælisvert hjá manni eins og þér, Árni, að predika fordóma.“ Árni: „Ert þú að segja að ég beri ábyrgð á sjálfsmorðum?“ Kolbrún: „Nei, og fordóm- um...já, ég sagði menn eins og þú sem halda uppi fordómum í sam- félaginu. Við eigum að opna faðm okkar fyrir ungu fólki... og við eigum að bera umburðarlynd..." Árni: „Hefurðu ekki gengiö of langt núna?“ Kolbrún: „Nei,...kærleika...við erum að tala um það að fólki sé heimilt að koma út með tilfinning- ar sínar og elska eins og tilfinn- ingar þeirra bjóða. Þetta er spum- ing um kærleika." Árni: „Þá eigum við ekkert van- talað í þessum efnum.“ -JSS Rannveig Guðmundsdóttir. -GAR DV-MYND HILMAR ÞÓR Reyklausir unglingar Nemendur 9. bekkjar Hamraskóla í Grafarvogi eru reyklausir. Þess vegna bauð skólinn þeim í siglingu á Hvítá og pitsu á Selfossi í gær. Reyklausir nem- endur verðlaunaðir Veörið í kvöld Skúrir vestan til Um eftirmiödaginn má gera ráö fyrir suövestanátt, 8-13 m/s, en hægari í kvöld og nótt. Búist er viö skúrum vestan til en léttskýjuöu austan til. Hiti veröur yfirleitt á bilinu 4 til 9 stig, mildast austan til síödegis en kólnar meö kvöldinu. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 22.19 22.18 Sólarupprás á morgun 04.28 04.00 Síödeglsfló& 22.52 14.57 Árdegisflóð á morgun 11.31 03.25 Skýringar á veðurtáknum —VINDÁTT 10V-HITI -10° “^sVINDSTYRKUR VrensT 1 nwtrum i sekiiivlu * HBOSKÍRT íD D3 o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAO w W Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA & ir = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA mmsssm, Hálka á heiöum Allir helstu þjóövegir landsins eru færir. Þó er krap og hálka á Holtavörðuheiöi og á Dynjandisheiöi á Vestfjörðum. Vegna aurbleytu eru öxulþungatakmarkanir vlöast á Vestfjörðum og á útvegum á Norðurlandi, Austurlandi og Suöurlandi. wm QRQÐFÆRT mm ÞUNGFÆRT HÁLT m ■■QFÆRT sroBHBaiigMtaHaanaHBa Hægur sunnanvindur SV 8-13 m/s og víöa skúrir en léttskýjað austanlands. Fremur hæg S- og SV-átt á morgun en SA 8-10 m/s vestanlands slödegis. Bjart veöur austan til en súld eöa dálítil rigning annars staðar. Hiti veröur 4-12 stig. Fininitiidá igjj1 Vindur: 8-13 in/a Hiti 8° til 18° v SA 8-13 m/s og súld meö köflum sunnan- og vestanlands en hæg S-átt og bjart veöur á Nor&ur- og Austurlandl. Hltl 8-18 stlg, hlýjast nor&anlands. SA 8-13 m/s og súld me& köflum sunnan- og vestanlands en hæg S-átt og bjart ve&ur á Nor&ur- og Austurlandl. Hltl 8-18 stlg, hlýjast nor&anlands. imi Vindun 5-10 m/s Hiti 8° til 15° Spá& er austlægri átt. Skýja& meö köflum en súld e&a rlgnlng su&austan til og þokuloft vi& nor&austurströndlna. Áfram hlýtt I ve&rl. mv'mm AKUREYRI skýjaö 7 BERGSSTAÐIR rigning 4 BOLUNGARVÍK skúrir 3 EGILSSTAÐIR 5 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 2 KEFLAVÍK skúrir 4 RAUFARHÖFN skýjaö 4 REYKJAVÍK skúrir 4 STÓRHÖFÐI úrkoma 5 BERGEN léttskýjaö 11 HELSINKI léttskýjaö 12 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 12 ÓSLÓ heiöskírt 13 STOKKHÓLMUR 13 ÞÓRSHÖFN súld 8 ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjaö 11 ALGARVE skúrir 16 AMSTERDAM þokumóða 19 BARCELONA þokumóöa 18 BERLÍN skýjaö 15 CHICAGO alskýjaö 19 DUBLIN þokumóöa 10 HAUFAX alskýjaö 7 FRANKFURT léttskýjaö 14 HAMBORG léttskýjað 13 JAN MAYEN skafrenningur -3 LONDON þoka 13 LÚXEMBORG léttskýjað 15 MALLORCA þokumóða 19 MONTREAL þoka NARSSARSSUAQ skýjaö -1 NEW YORK skýjaö 27 ORLANDO heiöskírt 20 PARÍS skýjaö 15 VÍN alskýjaö 15 WASHINGTON heiöskírt 22 WINNIPEG 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.