Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIDJUDAGUR 9. MAÍ 2000 DV Bóndi syrgður Sherie Dunn, ekkja hvíta bóndans Alans Dunns sem var myrtur í Simbabve. Mugabe afhendir landtökumönnum sjálfvirk vopn Kreppan í Simbabve kúventi í gær þegar hvítir bændur böröu tvo blökkumenn í hefndarskyni fyrir morðið á Alan Dunn síðastliðinn sunnudag. Dunn var barinn til óbóta á sunnudaginn og lést hann af sárum sínum i gær. Dunn var þriðji hvíti bóndinn sem landtökumenn myrða. Sunday Times greindi frá því að Robert Mugabe, forseti Simbabve, hefði keypt vopn handa landtöku- mönnunum. Hefðu 21 þúsund sjáif- virkir riíHar komið með ómerktri fyrrverandi sovéskri flutningavél til Harare fyrir 10 dögum. Vélin kom frá Angola en ekki er vitað hvaðan vopnin eru. í sumarfríi Bretar hafa mikinn áhuga á að fá sól á kroppinn í sumarieyfínu og svefninn er þeim ofarlega í huga. Vinnulúnir Bretar setja svefninn ofar kynlífinu Vinnulúnir Bretar vilja miklu frekar nota sumarfríið sitt til að bæta upp fyrir lítinn svefn en lítið kynlíf. Þetta kemur fram í skoðana- könnun sem kynnt var í morgun. Þriðjungur aðspurðra í skoðana- könnun á vegum ferðatímaritsins Escape Routes nefndi svefn sem for- gangsatriði í sumarfríinu en aðeins tíu prósent settu kynlíf efst á blað. „Bretar vinna mest allra Evrópu- þjóða og þegar við komumst á áfangastað kallar rúmið á okkur,“ segir Sharon Ring, ritstjóri Escape Routes. Tvö þúsund Bretar tóku þátt í könnun tímaritsins. í ljós kom að þeir þola ekki bleikan hörundslit sinn og niðurvíðan belginn. Það kemur þó ekki í veg fyrir að þeir flýki honum á sólarströndum. Reynsla og þekking, vönduö og persónuleg þjónusta. Fákafeni 9 • S. 553 1300 Bretar hefja brottflutning þegna sinna frá Sierra Leone: Uppreisnarleið- toginn horfinn Breskar hersveitir hófu í morgun að flytja breska þegna á brott úr skálmöldinni í Freetown, höfuðborg Afríkuríkisins Sierra Leone. Tals- maður vamarmálaráðuneytisins í London sagði að búið væri að fljúga með 170 Breta, þegna landa Evrópu- sambandsins og Samveldisins, til Senegal. Breskir fallhlífarhermenn, sem komu til Sierra Leone í gær, höfðu tryggt öryggið á flugvelli höfuðborg- arinnar og farið á hótelið þar sem Bretunum var sagt að safnast sam- an. „Þetta hefur allt gengið mjög vel til þessa,“ sagði talsmaðurinn í morgun. Leiðtogi uppreisnarmannanna í Sierra Leone, sem sakaðir era um að halda 500 friðargæsluliðum Sam- einuðu þjóðanna í gíslingu, var ófinnanlegur snemma í morgun eft- ir árás andstæðinga á heimili hans. Til átaka kom í gær utan við heimili Fodays Sankohs þegar nokkur þúsund manns reyndu að ryðja sér leið inn í húsið. Margir hentu steinum í látunum. Sjónar- vottar sögðu að stuðningsmenn San- kohs hefðu skotið að minnsta kosti fimm manns til bana. „Á þessari stundu er ekki vitað nákvæmlega hvar Foday Sankoh er niður kominn,“ sagði Ahmad Tejan Kabbah forseti í útvarpsávarpi til þjóðar sinnar seint í gærkvöld. Bemard Miyet, yfirmaður friðar- gæslusveita S.Þ., er á leið til Freetown til að sjá ástandið þar með eigin augum. Talsmaður friðargæslusveitanna sagði að enn vantaði þrjú þúsund menn í liðið í Sierra Leone. Kofi Annan, framkvæmdastjóri S.Þ., þrýsti í gær á að hersveitir yrðu sendar með hraði til Sierra Le- one til að koma friðargæslunni þar aftur í eðlilegt horf. Hann bað bæði Vesturlönd og Rússland um að senda menn. Bandarísk stjómvöld hafa beðið Nígeríu um að gera tvö herfylki klár til að fara til Sierra Leone á næstu tveimur vikum, að því til- skyldu að erlend ríki aðstoði við að koma hermönnunum á áfangastað og útvegi þeim nauðsynlegan bún- að. Bandaríkjamenn eru sjálfir treg- ir til að senda hermenn til friðargæslu. Sameinuðu þjóðirnar saka sveitir Sankohs um að halda allt að 500 gæsluliðum og aðstoðarmönnum þeirra í gíslingu. í odda skarst 1. maí í kjölfar deilu gæsluliða og uppreisnarmanna um afvopnun. Sankoh þrætir fyrir að hafa nokkra menn í gíslingu. Beöið brottfarar frá Sierra Leone Breskur þegn heldur á dóttur sinni á meðan þau bíöa eftir að verða fíutt burt frá Freetown, höfuöborg Sierra Leone. Breskir hermenn hófu brottflutning breskra þegna og þegna annarra landa Evrópusambandsins í morgun. Verkfallinu í Noregi frestað í morgun VerkfaUinu í Noregi lauk í morg- un eftir að samningar náðust milli norska alþýðusambandsins og öflug- ustu samtaka vinnuveitenda, NHO. Tímakaup hækkar að jafnaði um 1,50 norskar krónur. Láglaunafólk fær 2 norskar krónur til viðbótar á tímann. Samið er til tveggja ára. Fimmtu sumarleyfisvikunni verður smátt og smátt bætt við. Verður tveimur sumarleyfisdögum bætt við á næsta ári og tveimur til viðbótar árið 2002. Samkvæmt norska alþýðusam- bandinu hafa vinnuveitendur sam- þykkt að styðja endurmenntun launþega með því skilyrði að um- bætumar gildi bæði um einka- og opinbera geirann. Norsk stjórnvöld hafa einnig samþykkt að styðja end- urmenntun launþega. 86 þúsund manns vora í verkfalli sem lamað hafði atvinnulíf í Noregi. Forsætisráöherra Noregs Stjórn Jens Stoltenbergs hefur samþykkt aö styðja endurmenntun launþega. Dregið hafði úr olíuútflutningi og röskun varð á starfsemi hótela og kvikmyndahúsa, ferjuflutningar röskuðust og byggingavinna lagðist víða niður. Erlendir bilaframleið- endur fengu ekki vöru afhenta. Hefðu samningar ekki náðst í nótt áttu 10 þúsund manns til viðbótar að leggja niður vinnu i dag. Stefnt er að því að atkvæða- greiðsla um samkomulagið fari fram fyrir 25. maí næstkomandi. Leiðtogi norska alþýðusambands- ins, Yngve Hágensen, kvaðst í morg- un ánægöur með samningana. Lausn vinnudeilunnar kann að vera upphafið að nýju verkfalli i lok mai, að því er norska blaðið Nationen skrifar. Þegar félagar í norska alþýðusambandinu hafa fengið launahækkun vilja einnig kennarar og hjúkrunarfræðingar fá hærri laun. Hátíð á Rauða torginu E kS forseti Rússlands, j.S verður viðstaddur - M hátið á Rauða torg- « inu í Moskvu í dag í , jBj tilefni þess að 55 ár H eru liðin frá lokum B seinni heimsstyrj- aldarinnar. Mikil hersýning verður á torginu í tilefni dagsins sem er frídagur í Rússlandi. Glæpum fækkar Glæpum í Bandaríkjunum fækk- aði í fyrra, áttunda árið í röð. Fækk- aði grófum afbrotum um 7 prósent miðað við árið 1998. 86 ára vill skilja 86 ára gamall Indverji, sem skildi við eiginkonu sína að borði og sæng fyrir 34 árum, hefur nú sótt um lög- skilnað frá áttræðri konu sinni. Hann segir hana enn eiga ástmann. Eiginkona sakaði mann sinn um að hafa haldið fram hjá með tónlistar- nemum sínum. Veikir gíslar fái frelsi Stjóm Filippseyja biður nú upp- reisnarmenn að láta veikustu gísla sína lausa. Samtímis halda her- menn áfram sókn sinni gegn mann- ræningjunum og er því óttast að blóðbað standi fyrir dyrum. Upp- reisnarmenn eru sagðir hafa brotist í gegnum raðir hermanna með þrjá gísla á sunnudaginn. lyfirlýsingu hersins sagði að hermennirnir hefðu ekki reynt að stöðva upp- reisnarmennina. Breytir ekki um stefnu fl sætisráðherra Bret- I. "* ræðu í dag munu ’tfl stefnu í kjölfar ósig- jH urs Verkamanna- H ^ I flokksins í sveitar- ^—■ stjórnarkosningun- um síðastliðinn fimmtudag. Missti flokkurinn um 600 sæti í Englandi samtímis því sem óháði frambjóð- andinni Ken Livingstone var kjör- inn borgarstjóri Lundúna. Saka Mossad um árásina Palestínsku samtökin PSF og PFLP saka í viðtali viö norska blað- ið Aftenposten ísraelsku leyniþjón- ustuna Mossad um árásina gegn far- þegaþotu Pan American flugfélags- ins yfir Lockerbie í Skotlandi. ísra- elar segja Palestínumenn hafa átt aðild að árásinni. Tefur friðarviðræður Palestínumenn segja að tillaga Ehuds Baraks, for- sætisráðherra Isra- els, um að láta ekki af hendi þrjú þorp nálægt Jerúsalem fyrr en eftir nokkr- ar vikur eða mán- uði tefji viðræðumar um frið í Mið- austurlöndum. Blaðamaður myrtur Tugir þúsunda Spánverja, þar á meðal konungsfjölskyldan, mót- mæltu í gær morðinu á blaðamann- inum José Luis Lopez de Lacalle sem gagnrýnt hafði ETA samtökin. Var blaðamaðurinn skotinn fyrir utan heimili sitt á sunnudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.