Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2000, Qupperneq 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAl 2000 DV Utlönd Tíu grunaöir um að hafa búið til ástarveiruna á Filippseyjum: Sænskur táningur kom til hjálpar Nltján ára gamall sænskur ung- lingur, Jonathan James, veitti bandarisku alrikislögreglunni FBI mikilvægar upplýsingar sem leiddu til þess að einn meintra höfunda ástartölvuveirunnar var handtek- inn á Filippseyjum í gær. Jonathan kom lögreglunni einnig á spor höfundar tölvuveirunnar Melissu fyrir tæpu ári, að þvi er fram kemur í sænska Aftonbladet. Lögreglan á Filippseyjum skýrði frá því i morgun að tíu manns, sem allir tengjast tölvuskóla í höfuð- borginni Manila, lægju undir grun um að hafa búið ástarveiruna til. Veiran komst inn i milljónir tölva um heim allan í síðustu viku og olli gífurlegu tjóni. Aðeins einn maður hefur verið handtekinn til þessa, hinn 27 ára Tölvuveiruhöfundur handsamaöur Lögreglan á Filippseyjum handtók í gær 27 ára gamlan bankastarfsmann sem grunaður er um að hafa búið til hina skelfilegu ástarveiru. gamli Reomel Ramones. Unnusta hans, Irene de Guzman, er einnig grunuð um að eiga þátt í gerð veirunnar. Hún hefur ekki enn fundist en gert er ráð fyrir að hún gefi sig fram. Reomel og Irene stunduðu bæði nám i tölvuskólanum AMACC sem er í eigu fyrrum yfirmanns tvöþús- undvandanefndarinnar á Filippseyj- um. Elfren Meneses frá filippseysku rannsóknarlögreglunni NBI sagði fréttamönnum í morgun að um tiu dulkóðuð nöfn hefðu fundist inni í veirunni. Forstöðumenn tölvuskólans sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þeir ítrekuðu vilja sinn til að eiga gott samstarf við rannsókn- araðila. Svíar staðfesta mistök NATO í Kosovo Samkvæmt skýrslu bandaríska flughersins, sem haldið hefur verið leyndri, voru miklu færri hemaðar- mannvirki Serba eyðilögð í flug- árásum NATO en áður hefur verið fullyrt. Sænskur ofursti, Bo Pellnás, staðfestir þessa niðurstöðu í skýrslu sem hann kynnti í gær. Árásirnar stóðu yfir i 78 daga og var þá grand- að 14 stríðsvögnum, 18 brynvörðum herflutningabílum og 20 stórskota- liðsvopnum. Þetta er ekki einu sinn tíundi hluti þess sem Henry Shelton, yfirmaður Bandaríkjahers, sagði strax eftir lok stríðsins að hefði verið eyðilagður. Pellnás segir að Serbar hafi blekkt NATO með þvi að búa til stríðsvagna úr trjábol- um og mjólkurumbúðum. Slæmt veður og of fá hátæknivopn áttu einnig þátt í mistökum NATO. Hillary og Bill Forsetanum þykir vænt um tengdamóður sína og ætlar að búa hjá henni í Little Ftock. Clinton flytur heim til tengdó Bill Clinton Bandaríkjaforseti er farinn að undirbúa líf sitt þegar tíð hans í Hvita húsinu í Washington lýkur. Ætlar forsetinn að dvelja til skiptis í New York þar sem hann hefur keypt hús ásamt Hillary, eig- inkonu sinni, og Little Rock í Arkansas þar sem hann er að láta reisa forsetabókasafn. Forsetinn hefur þegar ákveðið hvar hann ætl- ar að búa í Little Rock þangað til þakíbúðin í forsetabókasafninu verður tilbúin. Mun Clinton búa hjá tengdamóður sinni, Dorothy Rod- ham, sem á eins herbergis ibúð í bænum. „Mér þykir mjög vænt um hana. Okkur kemur vel saman,“ segir forsetinn. Og á meðan Hillary er í New York önnum kafin við kosningabaráttu sefur hundurinn Buddy við hlið forsetans í hjóna- rúminu. í gerð einangrunarglers fyrir íslenskar aðstæðnr. Glerborgargler er &amleitt undir gæðaeftirliti Rannsóknastofiiunar byggingariðnaðaiins. Daishrauni 5 220 HaíharGiði Sími 565 0000 Mótmæli í Belgrad Félagi í stjórnarandstööusamtökunum Otpor í Serbíu setur upp veggspjöld með kröfu um að stjórnarandstæðingnum Radojko Lukovic verði sleppt. Lukovic var barinn og handtekinn síðastliöinn þriðjudag I Pozarevac, heimabæ Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta. Eru stuöningsmenn Markos, sonar forsetans, sagðir eiga þátt í handtökunni. Hvalavinurinn Paul Watson aftur á kreik: í stríð viö Færeyinga BORUEL Hvalavinurinn Paul Watson, leið- togi dýravemdunarsamtakanna Sea Shepherd, hefur skipulagt nýja her- ferð gegn grindadrápi frænda okkar í Færeyjum. í fréttatilkynningu sem Watson sendi frá sér í gær kemur fram að skip Sea Shepherd, Ocean Warrior, verði sent til Færeyja í sumar, að því er fram kemur í danska blaðinu Jyllands-Posten í morgun. Watson var síðast i Færeyjum ár- ið 1986. Mótmæli hans gegn grinda- drápi heimamanna voru svo harka- leg að Færeyingar vísuðu honum úr landi með þeim orðum að þar skyldi hann ekki láta sjá sig næstu fimm árin. Hvalavinurinn segir í fréttatil- kynningunni að aðgerðirnar gegn grindadrápinu í ár verði enn harka- legri en hinar fyrri. Skip Sea Shepherd lagði upp frá Paul Watson í vígahug Hvalavinurinn Paul Watson hyggst leggja til atlögu við Færeyinga. Flórída á sunnudag áleiðis til Fær- eyja. Komið verður við i Þýska- landi, Bretlandi, Hollandi og á Hjaltlandseyjum til að reyna að afla stuðnings við aðgerðirnar gegn Færeyingum. Watson segir í tilkynningu sinni að lífskjör í Færeyjum séu þau bestu í Evrópu og þess vegna þurfi þeir ekki að leggja grind sér til munns. Hann bendir á að mikill fiöldi verslanakeðja i Evrópu, þar á meðal hin þýska Aldi, hafi hætt að selja færeyskar afurðir vegna áframhaldandi grindhvaladráps. Þá hefur Watson þrýst á fleiri fyrirtæki að hætta öllum viðskiptum við Fær- eyinga. Frændur okkar veiða að meðal- tali um eitt þúsund grindhvali á ári. Stofninn er um átta hundruð þús- und dýr, að sögn færeyskra sérfræð- inga. FESTO sYsrawTöskur. fyrir öll uerkfæri og þú kemur reglu á hlutína! Öruggur staður fyrir FESTO verkfærin og alla fylgihluti ..það sem fagmaðurinn notar! ArmúU 17, lOB Reykjavík slml.■ 533 IE34 fax, 56B 0499 WWW.ISOl.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.