Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2000, Side 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 J3V___________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Adaisteinsdóttir Tónlist „Enginn er einn þó hann virðist stákuríí • • Oryggi og góður smekkur I kvöld kl. 20 hefst líka námskeið á vegum sömu aðila um arkitektúr í lok 20. aldar. Það fer fram í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu og fyrirlesari verður Pétur H. Ármannsson, arkitekt og deildarstjóri byggingarlist- ardeildar Listasafns Reykjavíkur (á mynd). Við- fangsefnið er skoðun og greining á verkum sautján heimsþekktra arkitekta sem taka þátt í sýningunni Garðhúsabær/Kolonihaven í sumar á Kjarvalsstöðum. Verkin endur- spegla ólíka nálgun þeirra í byggingarlist, allt frá nýklassískri draumsýn Leons Krier til hátækniarkitektúrs Richards Rogers. Allir hafa þeir mótað hugmyndafræði byggingar- listar í lok 20. aldar. Fyrirlestrar verða 9. og 11. maí kl. 20 en 30. maí kl. 17-19 verður sýn- ingin á Kjarvalsstöðum skoðuð undir leið- sögn Péturs. Sýningin verður opnuð 27. maí og er sameiginlegt framlag Arkitektafélags Is- lands og Listasafns Reykjavíkur til Listahá- tíðar í Reykjavík og M-2000. Námskeið Opins Háskóla eru öllum opin endurgjaldslaust. Þátttakendur skrái sig hjá Endurmenntunarstofnun HÍ í síma 525 4923. „Inní mér er urmull éga,“ segir í Tabú- larasa, fyrstu skáldsögu Sigurðar Guð- mundssonar. í Ósýnilegu konunni, annarri skáldsögu Sigurðar, sleppir hann þessum „égum“ lausum og fækkar þeim niður í þrjú; ekki þó sjálf, yflrsjálf og frumsjálf eins og hjá Freud, enn síður föð- ur, son og heilagan anda. „Ég“ Sigurðar heita Kallinn, Konan og Hulstrið. Það síð- astnefnda umlykur hin tvö og er tengilið- ur þeirra við stærra hulstur: menninguna sem mótar þau öll. Þessi þrenning hefur orðið í bókinni og hvert fyrir sig eða öll í einu tala égin þrjú um samnefnarann Sigurð og feril hans. Markmiðið með ræðu þrenningarinnar er að kyngreina sjálf sig og menningu sína. Samfara þessari kyngreiningu er veru Sigurðar í Kína og myndlistarflakki hans um heiminn lýst. Ósýnilega konan er því öðrum þræði skrásetning á vinnu lista- manns á verkstæði sínu sem eins og Kon- an Sigurður ítrekar „má hvergi vera nema í höfðinu". Þessi sjálfsskoðun listamannsins verð- ur á endanum miklu áhugaverðari en kyngreiningin. Eitt af því sem kemur fyr- ir aftur og aftur í bókinni er andúð Sig- urðar á tvíhyggju, en kyngreiningin kemst eiginlega aldrei út fyrir sömu tví- hyggju, hún er föst í hefðbundnum kynja- skilgreiningum þótt hún geri ýmsar at- rennur að því að komast út úr henni. Þetta kemur best fram í ritgerðarlegasta kafla bókarinnar um „ballarhugsun og vallarhugsun". Þversagnakennd og frjó spenna ber uppi texta Ósýnilegu konunnar - kannski er hún einn af grunnþáttunum í öllum ferli Sigurðar. Annars vegar er textinn feikilega lærður og pælingar sjálfanna byggja á lestri og samræðu við ýmsar fræðatískur samtímans (þetta sést best á Á sunnudagskvöld hélt Kammerkór Kópa- vogs tónleika í Salnum. Tilefnið var útkoma geisladisks með lögum eftir stjórnanda kórs- ins og stofnanda hans Gunnstein Ólafsson. Gunnsteinn stjórnaði um tfma Kór Mennta- skólans í Kópavogi þegar hann var þar við nám og voru flest lögin sem sungin voru á tónleikunum frá þeim árum. Tónleikamir höfðu yfirskriftina Gömul vísa um vorið sem vísar til titils fyrsta lags- ins á efnisskránni við ljóð eftir Stein Stein- arr. Þetta er ljúft og bjart lag og einkennist, líkt og önnur lög Gunnsteins sem sungin voru, af næmi hans fyrir innihaldi og and- rúmslofti ljóðanna og fallegri raddsetningu. Var sannarlega tímabært að gera þessum lögum hátt undir höfði með útgáfu. Þannig hljómaði 18. ljóðið úr Tímanum og vatninu brothætt og viðkvæmnislegt, Á ári barnsins eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson fékk um sig vel passandi umgjörð, Söknuður Tómasar Guð- mundssonar var fallegt og elskulegt og Viki- vakar Jóhannesar úr Kötlum á köflum kyrrt og fallegt eins og í þriðja og fimmta versi þótt heildin væri heldur einsleit. Kórinn söng lög stjórnanda síns í heild af stakri prýði og kunnáttu, hendingamótanir og dynamík úthugsuð af stjórnandans hendi og fluningurinn í það heila mjög músíkalsk- ur. Kammerkór Kópavogs er aðeins tveggja ára gamall og er nú þegar orðinn prýðilegur kór. Veikleikar hans liggja helst í ytri rödd- unum sem hefðu á stundum mátt hljóma svolítið þéttar. Aftur á móti státar kórinn af fínum tenórum sem sungu sem einn og var það virkilega ánægjulegt áheymar. Efnisskráin eftir hlé var fjölbreytt; þar voru lög sem áttu það sameiginlegt að fjalla um fugla á einn eða annan hátt. Enska þjóð- lagið Sumer is icumen in tókst þó aldrei al- mennilega á flug, Audite nova eftir Orlando di Lasso var hins vegar létt og flutt af öryggi og sömuleiðis H bianco e dolce cigno eftir Jacques Arcadelt sem var einkar ljúft og fal- legt í flutningi kórsins. Tvö íslensk þjóðlög í Kammerkór Kópavogs „Hendingamótanir og dynamík voru úthugsuö af stjórnandans hendi og fiutningurinn í þaö heila mjög músíkalskur. “ útsetningu Hróðmars I. Sigurbjörnssonar, Fagurt syngur svanurinn og Einsetumaður einu sinni, hljómuðu eðlilega í meðförum kórsins en einhvern veginn vantaði smá fág- un í lag Orlando Gibbons, The Silver Swan. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir sópran og með- limur í kómum söng síðan tvö lög Gunn- steins með aðstoð Kristins Amar Kristins- sonar við píanóið og var flutningur þeirra á Tálsýn við tregafullt ljóð Gunnsteins og Vertu við ljóð Valgerðar Benediktsdóttur smekklega útfærður og öruggur. í lok efnisskrár voru tvær svítur í þjóðleg- um stíl, Stjömublóm eftir ungverska tón- skáldið Lajos Bárdos frá 1968 og Lorca-svíta eftir finnska tónskáldið Einojuhani Rauta- vaara. Stjörnublóm byggir á ungverskum þjóðvísum og einu ljóði eftir Ernö Rossa og hafði Böðvar Guðmundsson snúið þeim á ís- lensku. Lögin em hvert öðru skemmtilegra og leynir imgverskur uppruni þeirra sér ekki. Þau voru hressilega flutt af kórnum. Lorca-svítan var svo hápunkturinn eftir hlé og fóru þar saman stórkostleg ljóð Lorca í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar, mögnuð tónlist Rautavaara sem eykur enn á áhrifa- mátt ljóðanna og fínn flutningur kórsins sem undir stjórn Gunnsteins náði virkilega að fanga þá stemmningu sem verkið býður upp á. Amdls Björk Ásgeirsdóttir www.opinnhaskoll2000.hi,Í6 Vér íslendingar Einu sinni þótti útlendingum ofboðslega fyndið þegar maður sagði þeim að á íslandi byggju 250 þúsund manns og 900 þúsund kindur. Á námskeiðinu „Vér íslendingar", sem hefst í kvöld kl. 20 í Opnum Háskóla, menningarborgarverkefni Háskóla íslands, verður meðal annars spurt hvort íslensk hús- dýr séu íslendingar. Sannarlega myndi okkur fjölga hæfilega ef þau væru talin með. Námskeiðið fer fram í Odda, stofu 201, og er öllum opið endurgjalds- laust. Þar verður ijallað um lýsingar íslendinga á sjálf- um sér eins og þær koma fram í bókmenntum og dægurþrasi, menningar- framleiðslu, pólitík og sagnfræðilegri umræðu. Hvernig lýsa íslendingar sjálfum sér? Hvernig hæla þeir sjálfum sér? Hvernig meta þeir sérkenni sín og hvaða ein- kenni sín sjá þeir í hillingum? Hvert liggja rætur skoðana íslendinga á sjálfum sér og hvaða sögu segja þessar skoðanir um sjálfs- mynd þjóðarinnar? Námskeiðið stendur í flögur kvöld, 9., 11., 16. og 18. maí og er ætlað öllum áhuga- mönnum um íslenskar bókmenntir, sagn- fræði, pólitík og dægurmenningu. Umsjón- armaður er Jón Ólafsson heimspekingur, framkvæmdastjóri Hugvísindastofnunar HÍ. Fyrirlesarar verða Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur (á mynd), Unnur Karlsdóttir sagnfræðingur, Þorgerður Þor- valdsdóttir kynfræðingur, Páll Björnsson sagnfræðingur og Geir Svansson bók- menntafræðingur. Arkitektúr við aldahvörf Sigurður Guðmundsson myndlistarmaöur „Þversagnakennd og frjó spenna ber uppi texta Ósýnilegu kon- unnar - kannski er hún einn af grunnþáttunum í öllum ferli Siguröar. “ lýsingu á óreiðunni á skrifborði þeirra sem gæti vel virkað sem póst- módernísk heimildaskrá), hins vegar er æðsta boðorð Sigurðar sem lista- manns að verk hans séu „holdiklædd væntumþykja", ekki hugmyndir og enn síður hugmyndir sem hægt er að orða. Þessarar spennu verður meðal annars vart í samræðu Kallsins og hinna sjálf- anna. Hann heldur í ákveðna rómantík um upprunaleika og náttúru sem Kon- an og Hulstrið andæfa, enda eru þau opnari fyrir straumum samtímans I listum. Þetta kann að virka þungt undir tönn, en bókin er líka bullandi skemmtHeg. Orða leikirnir og tunguleikfimin skipa eðlilega ekki jafnstóran sess hér og í Tabula rasa, en Sigurður og sjálfin þrjú hafa gott vald á málinu og vit á að umgang- ast það frjálslega. Úr þessu verður bráðlifandi texti þar sem fjallað er um alvarlega hluti _ af tilhlýðilegum léttleika. Það sannast á Sigurði sem nafni hans Pálsson messaði yfir mér og öðrum undrandi stúdentum vestur á melum fyrir nokkrum árum síðan: TU að segja eitthvað gáfulegt verður mað- ur fyrst að læra að buUa. Jón Yngvi Jóhannsson Sigurður Guðmundsson: Ósýnilega konan. SG-tríóiö leikur og syngur. Mál og menning 2000. kotian Drykkja - Astarsaga Foriagið hefur gefið út bókina Drykkja - Ástarsaga eftir bandarísku blaðakonuna og rithöfundinn Caroline Knapp. Þar lýsir hún flóknu sambandi sínu við áfengi um tveggja áratuga skeið, þykjustuleiknum með fíknina og því ægivaldi sem drykkjan hafði á lífi hennar. Hún þóttist stjórna áfengis- neyslu sinni en laumaðist á barinn á leiðinni á klósettið og faldi vínflöskur á ótrúleg- ustu stöðum. Henni tókst að dylja neyslu sína vel, mætti alltaf í vinnuna og neytti ekki áfengis þar þótt hver mínúta væri henni kvöl uns hún gat yljað sér á ný við áfengið. Að endingu náði hún tökum á flkn sinni og hóf hæga göngu til nýs sjálfsskiln- ings án áfengis. Bókin er áhrifarík lesning fyrir alla sem láta sig varða áfengismál en hún er líka mögnuð frásögn af sérstæðri ævi gáfaðrar og hæfileikaríkrar konu sem átti góða for- eldra, ólst upp í fógru og ríkmannlegu um- hverfi og naut frábærrar menntunar en var þó aUt frá unglingsárum flækt í net fíknar, kvíða og brenglaðs sjálfsmats. Þýðandi er Ragnheiður Margrét Guð- mundsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.