Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2000, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2000, Síða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 DV Chenjerai Hunzvi Leiötogi landtökumanna í Simbabwe vill aö hvítir bændur afhendi blökkumönnum bújaröir sínar. Simbabwe: Engin trygging fyrir endalokum ofbeldisverka Hvítir bændur í Simbabwe ræddu í gær við svarta landtökumenn en sögðust ekki hafa fengiö neinar tryggingar fyrir því að ofbeldisverk- unum myndi linna. Landtökumenn hafa lagt undir sig hundruð jarða hvítra bænda frá því í febrúar. Chenjerai Hunzvi, foringi land- tökumanna, sagði við fréttamann Reuters eftir þriggja klukkustunda langan fund að hvítu bændurnir yrðu að afhenda jarðir sínar. Það væri lykillinn að því að lát yrði á of- beldinu. Hvítur bóndi neitaði því að bænd- ur hefðu gengið í skrokk á svörtum landbúnaðarverkamanni en viður- kenndi að gripið hefði verið í hann þegar hann reyndi að flýja. Tony og Cherie Sérfræöingur hefur lagt til aö Tony Blair nuddi eiginkonuna síöustu vikur meögöngunnar. Cherie á von á sér síöar í þessum mánuöi. Cherie Blair á náðir óhefðbund- inna lækninga Talsmaður Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, gagnrýndi fjöl- miðla harðlega í gær fyrir frétta- flutning þeirra af óléttu forsætisráð- herrafrúarinnar og sakaði þá um aö rjúfa friðhelgi einkalífsins. Cherie Blair ku hafa leitað til sér- fræðings í óhefðbundnum lækning- um, Bharti Vyas, til að fá aðstoð við að komast klakklaust í gegnum meðgönguna. Cherie á von á sér síð- ar í mánuðinum. Að sögn BBC og fleiri fjölmiðla mælir Vyas með því að makar verð- andi mæðra nuddi þær dagana og vikumar fyrir fæðinguna. . iAfiAfiAf.romeo.is Stórglæsileg netverslun! Frábær verö! Ótrúleg tilboð! #IT Ekkert útlit fyrir að gæsluliðar SÞ í Sierra Leone fái frelsi: Uppreisnarforingi í vörslu hersins Uppreisnarforinginn Foday San- koh í Sierra Leone hefst nú við í að- alstöðvum hersins í höfuðborginni Freetown þar sem hermenn tryggja öryggi hans, að því er heimildar- menn innan hersins segja. Hermennirnir leggja áherslu á að Sankoh sé óhultur. Ekki er þó ljóst hvort hann hefur sjálfur óskað eftir vemd eða hvort herinn hafi tekið hann í gæslu. Herinn segist vilja tryggja öryggi uppreisnarforingjans til að friðarumleitanir í landinu fari ekki út um þúfur. Liðsmenn Sankohs í Sameinuðu byltingarsamtökunum (RUF) halda hundruðum gæsluliöa Sameinuðu þjóðanna í gíslingu. Yfirmaður friðargæslu samtakanna hefur ver- ið í Sierra Leone undanfama daga en búist er við að hann haldi það- an í dag, án þess að nokkur teikn séu á lofti um að uppreisnarmenn- imir ætli aö láta gæsluliðana lausa. Bretar, sem eitt sinn réðu ríkjum Eftlrllt í Sierra Leone Breskir hermenn í eftirlitsferö um Lumley-ströndina nærri aöalstöövum SÞ í Freetown í Sierra Leone. í Sierra Leone, sögðust í gær hafa flutt um 300 erlenda borgara frá Evrópu- og Sambandslöndum burt flugleiðis frá landinu. Vaxandi ótti er við að borgarastyrjöld brjótist út á ný í Sierra Leone. Leiðtogar nágrannaríkja Sierra Leone fordæmdu í gær Sankoh og liðsmenn hans fyrir að ráðast á gæsluliða og taka þá i gíslingu. Þeir vöruðu Sankoh og stríðsmenn við því að þeir ættu á hættu að verða leiddir fyrir stríðsglæpa- dómstól ef þeir héldu áfram að brjóta friðarsamkomulagið frá í fyrra og átti að binda enda á borg- arastríðið. Leiötogamir lýstu yfir þeim ásetningi sínum að beita öllum til- tækum ráðum, þar á meðal her- valdi, til að koma í veg fyrir allar tilraunir til valdaráns. íbúar Sierra Leone eru hræddir við liðsmenn Sankohs sem stund- uðu það að aflima fólk þegar borg- arastríðið stóð sem hæst. Ættarhöfðingi í París Jacques Chirac Frakklandsforseti átti í gær fund í París meö Raoni, ættarhöföingja frá Amazonsvæöinu í Brasilíu. Hét Frakklandsforseti stuöningi til varöveislu Amazonskóganna og sagöi máliö ekki einungis mikilvægt fyrir Brasilíu heldur allan heiminn. Serbneska lögreglan handtók blaðamenn Serbneska lögreglan handtók í gær nokkra blaðamenn og kom í veg fyrir mótmæli sem stjómarand- staðan í Serbíu hafði skipulagt í Pozarevac, heimabæ Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta. Stjómarandstaðan sá ekki aðra leið en að aflýsa mótmælunum þar sem yfirvöld hefðu gert allt til að koma í veg fyrir þau. Einnig vildi stjórnarandstaöan koma í veg fyrir blóðbað vegna mögulegra átaka milli mótmælenda og lögreglunnar. Samkvæmt frásögn stjómarand- stæðinga og óháðra fjölmiðla setti lögreglan upp vegatálma við leiðir að borginni og handtók nokkra stjómarandstæöinga og blaðamenn. Lögreglan kom einnig í veg fyrir að mótmælendur færu til austurhluta borgarinnar. „Pozarevac er forboð- Mótmæll hindruö Sérsveit serbnesku lögreglunnar kom í veg fyrir mótmæli stjórnarandstæöinga í Pozarevac. in borg í dag. Hún er lokuð,“ sagði stjómarandstöðuleiðtoginn Zoran Djindjic. Stjómarandstæðingar ætl- uðu að koma saman undir slagorð- unum: Stöðvið hryöjuverkin. Við viljum frjálsar og lýðræöislegar kosningar. Fjölmiðlar stjómarandstöðunnar hafa verið sektaðir vegna frásagna sinna af atburðum í síðustu viku í Pozarevac. Fjölmiðlar greindu frá því að stuðningsmenn sonar Milos- evics, Markos, sem á diskótek og skemmtigarð í borginni, hefðu bar- ið og handtekið þrjá stjórnarand- stæðinga. Sjálfur sagði Milosevic í gær í til- efni hátíðarhalda vegna loka seinni heimsstyrjaldarinnar að fasisminn væri á uppleið á ný og ætlaði sér að sigra heiminn. mssmmi: Við góða heiisu Augusto Pin- ochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, er við miklu betri heilsu en breskir læknar töldu í febrúar. Þetta kemur fram í skýrslu þriggja Dekktra geðlækna í Chile, að því er breska blaðið The Independent greinir frá. Vopnahlé í Afganistan Talíbanar í Afganistan og stjóm- arandstaðan náðu í gær samkomu- lagi um vopnahlé og fangaskipti. Ástarveira prakkarastrik Rannsóknarmenn á Filippseyjum sögðu í morgun að ástartölvuveiran frá Manila kynni að hafa byrjað sem prakkarastrik tölvuþrjóta sem ekki hefðu séð fyrir afleiðingarnar. Lögreglan neyddist í gær til að sleppa bankastarfsmanni, sem grun- aður var um tengsl viö veiruna, vegna skorts á sönnunum. Hindra heimsókn til Elians Yflrvöld á Kúbu sökuðu í gær bandarísk yfirvöld um að hindra heimsókn móður- og foðurforeldra kúbverska drengsins Elians Gonza- lez til Bandaríkjanna. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að afamir og ömmurnar fengju ekki vegabréfsáritanir um sinn. Berlusconi sýknaður ítalski fjölmiðla- kóngurinn og fyrr- verandi forsætis- ráðherra Ítalíu, Sil- vio Berlusconi, var í gær sýknaður af áfrýjunardómstóli af ásökunum um að fyrirtæki hans hefði greitt embættismönnum inn- an skattkerfisins mútur á árunum 1991 til 1994. Berlusconi var í júlí 1998 dæmdur í 2 ára og 9 mánaða fangelsi fyrir meintar mútugreiðsl- ur. Fleiri mál eru í gangi gegn Berlusconi. Hart barist á Sri Lanka Hörð átöku urðu í morgun á Jaffna á Sri Lanka þegar uppreisn- armenn tamíla gerðu árásir á her- stöövar. Uppreisnarmenn höföu boðið vopnahlé til að stjórnvöld gætu kallað hermenn sína frá Jaffna. Vopnahléinu var hafhað. Lofar umbótum í ESB Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, gerði í gær grein fyrir áætlim stjómar sinnar í tengslum við fyrirhugaða for- mennsku Frakka í Evrópusamband- inu, ESB, frá og með júlí. Lofaði Jospin að ljúka nauðsynlegum um- bótum áður en hægt verður að veita fleiri löndum aðild. Á fund uppreisnarmanna Samningamenn héldu í morgun á fund uppreisnarmanna á Filippseyj- um sem halda 21 manni í gíslingu. Em samningamenn bjartsýnir á að veikri þýskri konu meðal gíslanna verði sleppt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.