Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2000, Qupperneq 25
45„
MIDVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000
DV Tilvera
Telma laus við gubbupestina og komin til Svíþjóðar:
Vissi að ég
þyrfti að harka
þetta af mér
- 8 mánaða sonur hennar í
Telma Ágústsdóttir hélt utan á
mánudagsmorgun eftir að hafa fengið
gubbupestina á síðustu stundu og
þurft að horfa á eftir hópnum sem fór
til Svíþjóðar á sunnudag. DV sló á
þráðinn til Telmu til að grennslast
fyrir um heilsu hennar. „Ég er stál-
slegin núna. Ég vissi að þar sem þetta
væri gubbupest myndi hún ganga
fljótt yfir.“ Telma segist hafa ætlað
með hópnum út á sunnudaginn þrátt
fyrir pestina en hafi einfaldlega ekki
komist fram úr rúminu.
„En hvað hefði gerst ef Telma hefði
ekki getað sungið - hefði einhver get-
að fyllt hennar skarð?“
„Það er engin slik áætlun til. Það
var bara að duga eða drepast. Ég vissi
að ég þyrfti að harka þetta af mér.“
Telma dvelur ásamt íslenska hópn-
um á Globen-hótelinu en þar dvelja öll
lið keppninnar. Hótel Globen er stein-
snar frá sjálfri Globen-tónleikahöll-
inni, þar sem keppnin mun fara fram,
og á hótelherbergjunum geta keppend-
ur fylgst með æfingum hinna liðanna
í gegnum sjónvarpstækin. Fyrsta æf-
ing íslenska liðsins var í fyrradag en
pössun hjá ömmu og afa
önnur æfing verður i dag. Sjálf gener-
alprufan verður á fóstudaginn og að
henni lokinni er ekki annað að gera
fyrir hópinn en að bíða eftir stóru
stundinni á laugardaginn.
„Þetta hefur gengið rosalega vel.
Við renndum þrisvar sinnum yflr lag-
ið á fyrstu æflngunni og það gekk
vonum framar. Ég hef ekki heyrt mik-
ið af hinum lögunum en sá æflngar
hjá Noregi, Þýskalandi og Sviss," seg-
ir Telma.
Eiginmaður Telmu dvelur hjá
henni, Telmu til halds og tausts, en
heima fyrir bíður átta mánaða sonur
þeirra, Daníel Atli, sem er í pössun
hjá ömmu og afa. Telma segir mjög
erfitt að vera án drengsins sins og
hlakkar mikið til að hitta hann að
nýju.
„En verður ekki skrýtið fyrir Daní-
el Atla að sjá móður sina á sjónvarps-
skjánum á laugardaginn?"
„Ábyggilega. Hann þekkir allavega
lagið mjög vel og í hvert skipti sem
hann heyrir það hættir hann því sem
hann er að gera og leggur við hlustir."
-KGP
Hanks létti sig
um 27 kíló
Síðasta hlutverk Toms Hanks
hefur gengið nærri honum. Hann
varð nefnilega að létta sig um 27
kíló til þess að verða nógu horaður.
í kvikmyndinni leikur Hanks
nefnilega mann sem verður
strandaglópur á eyðieyju í flögur ár.
„Maður verður brjálaður,“ segir
leikarinn í nýlegu viðtali og bætti
við að það væri erfitt að fá enginn
viðbrögð. Þetta væri næstum þvi
eins og að leika í þöglu myndunum.
Kvikmyndin Cast away verður
frumsýnd í Bandaríkjunum um
næstu jól.
Sendiherrahjónin í Washington fara sínar eigin leiðir:
í gíslingu í garði
Hvíta hússins
- erfiðara að komast út en inn, segir Bryndís Schram
Jón Baldvin Hannibals-
son, sendiherra í Was-
hington, og Bryndís
Schram, eiginkona hans,
urðu viðskila við fylgdar-
sveit forseta íslands eftir
hádegisverðarboð Clintons
Bandaríkjaforseta í borð-
stofu Hvíta hússins á dög-
unum og þurftu að neyta
allra bragða til að komast
út.
Koss á kinn
„Það er haft á orði að
erfitt sé að komast inn i
Hvíta húsið en reynsla okk-
ar hjóna er sú að erfiðara
sé að komast út úr því,“
sagði Bryndis Schram í
símaviðtali úr sendiherra-
bústaðnum i Washington.
„Við Jón fengum skilaboð
um að Clinton og Hillary
vildu kasta kveðju á
nokkra gesti úr hádegis-
verðarboðinu áður en hald-
ið yrði heim og stilltum við
okkur upp til að kveðja
samkvæmt reglum. Við
vorum fremst í röðinni og
kvöddum bandarísku for-
setahjónin með handabandi
en ég gat ekki stillt mig um
að kyssa Hillary á kinnina
og óska henni velfamaðar 1
baráttunni um öldungadeildarþing-
sætið fyrir New York. Að svo búnu
kom hvítklæddur kadett og vísaði
okkur út í miklum flýti eins og
venja er á svona stöðum. Við fórum
inn gang, niður tröppur og beygðum
til hægri og vinstri samkvæmt leið-
beiningum kadettsins og stóðum
allt í einu úti í garði Hvíta hússins
en vorum þá á allt öðrum stað en
við höfðum komið inn á,“ sagði
Bryndís sem var þama komin i hóp
fólks sem hún þekkti hvorki haus
né sporð á og var í flestu ólíkur því
og þarna stóðum við á röng-
um stað á röngum tíma og
fundum ekki bílinn okkar og
hvað þá Fransesco bílstjór-
ann okkar. Öryggisverðir
Bandaríkaforseta, sem sner-
ust þarna í kringum okkur,
spurðu hvort við gætum
ekki hringt í bílasíma sendi-
herrabílsins en þar sem ný-
búið er að skipta um síma í
bílnum mundum við Jón
ekki númerið. Það var því
ekki um annað að ræða en
að vappa um garð Hvíta
hússins þvi ekki komumst
við út úr honum né aftur
inn í húsið. Við vorum eig-
inlega í gíslingu þarna í
garðinum," sagði Bryndís
Schram sem lét sér ekki
leiðast í garðinum því þarna *"
var hún komin í hóp ýmissa
auðmanna, skemmtikrafta
og kvikmyndleikara sem til-
heyrir stuðningsmannaliði
Clintons. Að sögn Bryndisar
var Jón Baldvin einnig hinn
rólegasti og fékk sér sígar-
ettu.
Fransesco er tryggur
„Reyndar féllum við ekk-
ert illa inn í þennan hóp, þó
svo við lítum ekki út fyrir
að vera bandarískir auðkýf- ^
ingar. Frekar held ég að öryggis-
verðir Bandaríkjaforseta hafi haldið
að við værum kvikmyndastjörnur,"
sagði Bryndís Schram og hló svo
undir tók á símalínunni frá
Washington. „Loks grilltum við í
glufu á girðingunni við Hvíta húsið
og komumst út á götu þaðan sem
við gátum gengið að vesturhlið
hússins þar sem Fransesco beið
með bílinn. Hann er tryggur og
hefði aldrei fariö án okkar enda bú-
inn að aka fyrir sendiráðið i 15 ár.“
-EIR
Sendiherrahjónin í Hvíta húsinu
Fóru inn gang, niöur tröppur og beygöu til hægri og vinstri
samkvæmt leiöbeiningum hvítklædds kadetts bandaríkja-
forseta.
liði sem hún hafði fylgt inn í Hvita
húsið við upphaf hádegisverðar
Clintons. íslensku sendiherrahjónin
höföu einhverra hluta vegna yflrgef-
ið Hvíta húsið um norðurdyr þess í
stað þess að fara út um vesturdyr
eins og forseti íslands, Dorrit
Moussaieff og allir hinir höfðu gert
- og áttu að gera:
Hvítklæddur kadett
„Það var hvítklæddur kadett
Bandarikjaforseta sem hafði vísað
okkur veginn með þessum árangri
Ma bjúða þér S ÆXI ?
omtno HORNSÓFI
SVARTU R•LJÓSBRÚNN
DÖKKBRÚNN•DÖKKBLÁR
200x245 CM
ÖAH B6 CM
Leður á slitflötum
TM - HÚSGÖGN
Síðumúla 30 - Sími 568 6822
- ævintýri líkust
,w