Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Side 7
24
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000
25
Sport
Sport
Gísli G. Jónsson ók til sigurs í fyrstu umferö DV-Sport
torfærunnar sem fram fór viö Stapafell í gær. Hér er Gísli í
einni þrautinni.
DV-myndir JAK
Gunnar Gunnarsson á Trúönum sigraöi í flokki götubíla eftir haröa baráttu viö Ragnar Róbertsson.
- Jónsson sigraði í fyrstu umferð DV-Sport Islandsmeistara-
mótsins í torfæru sem fram fór á Reykjanesi í gær
„Innst inni var ég búinn að
ákveða að vinna þessa keppni,"
sagði Gísli G. Jónsson torfærukappi
eftir fyrstu umferð DV-Sport ís-
landsmeistaramótsins sem fram fór
við Stapafell á Reykjanesi í gær.
Gísli ók mjög vel í keppninni í
gær og sigur hans var nokkuð ör-
uggur. Ljóst er að hann verður erf-
iður við að eiga í sumar.
„Þeir voru að reyna að pumpa
mig fyrir keppnina tun hvað ég ætl-
aði að gera en ég vildi ekkert segja,
svona fyrirfram. Keppnin var mjög
góð, fyrsta keppni sumarsins og
mátulega erfíð. Engin mjög slæm
stál, kannski svona eitt og eitt. Þess-
ar brautir reyndu mjög á akstur-
shæfileika manna,“ bætti Gísli við.
Þessi keppni var haldin undir dá-
litið óvanalegum aðstæðum því eft-
ir viku verða allir torfærubílamir
settir í gáma og sendir til Englands.
Einungis 12 keppendur voru
skráðir til leiks og var það vegna
þess að allir keppendurnir hafa ver-
ið að endursmíða bíla sína, meira
og minna, núna í vor.
Sumir vom hreinlega ekki klárir,
höfðu ekki byrjað nógu snemma
eða vantaði varahluti sem þeir ætla
að nota i bílana.
Þá voru brautirnar greinilega
lagðar til að reyna á aksturshæfni
ökumannanna en ekki eins á bíl-
ana.
Keppnin var engu að síður spenn-
andi og skemmtileg þótt ekki væri
mikið um veltur, sem hefðu getað
komið keppendum í verulegan
vanda gagnvart Englandsförinni.
„Bíllinn er í fínu lagi,“ sagði Gísli
G. eftir keppnina.
„Hann er tilbúinn i næstu þraut,
í Swindon. Reyndar rífum við allt í
sundur í vikunni, vélina, drifin, og
gírkassana, skiptum um olíur og
kerti til að vera vissir um að allt sé
í lagi, það er regla hjá okkur.
Keppnisvélin bilaöi klukkan
tvö um nótt
„Eigum við ekki bara að parkera
þessu og hætta," sagði ég við strák-
ana þegar keppnisvélin í bílnum
bilaði klukkan tvö í nótt, nóttina
fyrir keppnina," sagði Gunnar
Gunnarsson, sigurvegari í götubíla-
flokki.
„Við vorum að stilla undirlyftur
og það gleymdist að herða rocker-
armana sem brotnuðu og undir-
lyftustangir bognuðu. Það kom sko
ekki til mála og varavélin var kom-
in ofan í bílinn eftir tvo og hálfan
tíma og allt klárt.
Við vorum að setja nýjar fjaðrir
og aftimhásingu í Trúðinn og rétt
náðum að klára hann í morgun.
Þessi sigur í dag er því ekki síst sig-
ur strákanna, aðstoðarmanna
minna," bætti Gunnar við.
Aðstoðarmenn hans sýndu hvers
þeir eru megnugir og áttu stóran
þátt í sigrinum. -JAK
Urslitin við
Stapafell
Flokkur sérútbúinna bíla:
1. Gísli G. Jónsson....1.995
2. Haraldur Pétursson..1.890
3. Sigurður Þór Jónsson .1.775
4. Guðmundur Pálsson ....1.520
5. Bjöm Ingi Jóhannsson..1.345
6. Gunnar Ásgeirsson ....1.170
7. Páll Antonsson........740
8. Benedikt Ásgeirsson ....0
Flokkur götubíla
1. Gunnar Gunnarsson ..1,730
2. Ragnar Róbertsson.....1.700
3. Ásgeir Jamil Allanson.1.465
4. Daníel G. Ingimundarson .. . 1.120
Haraldur Pétursson á Musso hreppti annaö sætiö á eftir Gísla G.
r
Blcmd *■ i
Ein velta var í þessari
keppni og var hún hrikaleg.
Það var Björn Ingi
Jóhannsson sem velti Friðu
Grace hrikalega í 5. braut.
Braut hann drifskaft og sleit
dempara.
Birni Inga tókst þó að gera
við bílinn fyrir 6. brautina og
mætti þar galvaskur.
Haraldur Pétursson
kláraði að setja Mussoinn
saman um morguninn fyrir
keppni og hafði ekkert
tækifæri til að prófa bílinn.
Akstur hans var því
varfærnislegur en greinilegt
var að Mussoinn lét mun
betur að stjórn en í fyrra svo
að Haraldur er á réttri leið.
Daníel G. Ingimundarson
átti i erfiðleikum vegna
gangtruflana i Grænu
þrumunni. Grunaði hann að
blöndungurinn væri að
hrekkja sig.
Ragnar Róbertsson stóð
sig vel í keppninni og krækti í
2. sæti götubílaflokksins. Pizza
67 Willysinn var greinilega á
mörkunum að vera nógu
aflmikill í sumum brautunum.
Árangur Ragnars verður því
að skrifa á frábæra
aksturshæfni Ragnars.
Páll Antonsson mætti með
nýjan bil í keppnina, sem
hann hefur verið að smíða í
vetur.
Páll Antonsson átti í
vandræðum með Reis-
græjuna. Bíllinn vildi drepa á
sér í byrjun brautanna og
kviknaði þá trekk í trekk í
blöndungnum.
Gunnar Ásgeirsson á
Erninum sýndi snilldartakta
við aksturinn. 1 erfiðasta barði
keppninnar gaf hann
hraustlega inn í upphafi en sló
af í lok barðsins þannig að
framfjaðrimar tóku frákastið
og örninn sveif að því er
virtist fyrirhafnarlaust upp
barðið. -JAK
Siguröur Þór Jónsson á Toshiba tröllinu hafnaöi í þriöja sæti viö Stapafell
í gær.
Ragnar Róbertsson hafnaöi í ööru sæti í flokki götubíla, 30 stigum á eftir
Gunnari Gunnarssyni.
Ásgeir Jamil hafnaöi f þriöja sæti í flokki götubíla og sést hér í einni
þrautinni á bíl sínum.
Gfsli G. Jónsson baðaöur í kampavíni af keppinautum sínum eftir keppnina f gær.
Texti og
myndir:
JóhannA.
Kristjáns-
son
*
f