Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Síða 9
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000
27 >
Sport
Starfslið KSÍ hefur haft nóg á sinni könnu að undanförnu í undirbúningi fyrir íslandsmótið sem hefst annað kvöld. Á myndinni frá vinstri eru Klara Bjarmartz,
starfsmaður mótamála, Pálmi Jónsson fjármálastjóri, Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri, Margrét Elíasdóttir ritari, Ragnheiður Elíasdóttir ritari, Ómar
Smárason, starfsmaður mótamála, og Birkir Sveinsson mótastjóri. Á myndina vantar Guöna Kjartansson fræðslustjóra.
Selfyssingar hafa gert það gott í
æfmgaleikjum undanfarið en þeir
leika sem kunnugt er í 2. deild
karla í sumar í knattspymu. Sel-
fyssingar gerðu markalaust ja&-
tefli gegn íslandsmeisturum KR en
leikið var á grasvellinum á Hellu.
Selfyssingar gerðu síðan enn
betur um helgina er þeir sigruðu
lið Fylkis 2-1. Þaö voru þeir
Goran Nikolic og Sigurður
Þorvardarson sem skoruðu
mörk Selfyssinga. Leikurinn fór
fram á grasvellinum í Ámesi í
Gnúpverjahreppi.
Valgarð valinn
í stað Bjarka
Þorbjörn Jensson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik, gerði
eina breytingu á landsliðshópn-
um sem er í undirbúningi fyrir
leikina gegn Makedóníu í byrjun
næsta mánuði. Bjarka Sigurðs-
son úr Aftureldingu gaf ekki
kost á sér vegna meiösla og var
Valgarð Thoroddsen, sem ný
genginn er aftur í Val, valinn i
hans stað.Undirbúningur lands-
liðsins er hafinn en landsliðs-
menn erlendis koma til landsins
22. maí. -JKS
DV^mynd Himar Pór
I nógu að snúast hjá starfsliði KSI fyrir Islandsmótið:
liði KSÍ í undirbúningi á íslandsmótinu sem
hefst á þriðjudag. Að sögn Geirs Þorsteinsson-
ar, framkvæmdastjóra KSÍ, telst honum svo
til að leikimir í deildunum og yngri flokkum
verði tæplega fjögur þúsund þannig að um-
fangið er töluvert og krefst góðs undirbúnings
sem hefst reyndar í janúar. Á skrifstofu KSÍ
eru átta starfsmenn í fostu starfi með fræðslu-
stjóra. Níundi maðurinn hefur vallarmál á
sinni könnu.
„Eins og gefin- að skilja hefur verið mikill
hasar síðustu vikumar. Starflð felst m.a. í því
að koma leiðbeiningum og upplýsingum ým-
iss konar til félaganna. Einnig hefur farið
töluverður tími i fundahöld með félögunum,
einnig út upplýsingar sem þurfa að komast til
þessara félaga sem hafa líklega aldrei verið
jafnmiklar og í ár,“ sagði Geir Þorsteinsson.
Umfangiö hefur vaxiö meö hverju ári
- Er umfang mótsins meira núna en áður?
„Umfangið hefur vaxið með hverju árinu.
Það er sífellt hugað að fleiri þáttum móta-
haldsins því það snertir fleiri aðila á einn eða
annan hátt. Það hafa síðan stóraukist kröfur
knattspymusambandsins á hendur aðildarfé-
lögunum um ýmsa þætti í formi skráninga
svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta kallar á miklu
meiri undirbúning, samskipti á milli félag-
anna og knattspymusambandsins. Það eru ör
anna sem þýðir að margir einstaklingar hafa
ekki reynslu og þurfa því aö leita til skrifstof-
unnar um upplýsingar."
- Er ekki leikjum á vegum sambandsins
alltaf að fjölga?
„Mér sýnist þátttakan vera svipuð á milli
ára. Leikjum fjölgaði töluvert á síðasta ári
þannig að ég held að þetta haldist í hendur á
þessu tímabili. í fyrra vom leikimir í deildum
og í yngri flokkum tæplega fjögur þúsund sem
var met. Fyrir dyrum stendur til að fjölga
þessum leikjum enn frekar til að gefa fleirum
kost á aö spila og þá sérstaklega í yngri flokk-
um.“
- Meiri umsvif hljóta að kafla á aukna
„Það kallar auðvitað á meiri vinnu á sam-
bandinu. Þriðjudaginn 17. maí munum við
væntanlega opna heimasíðu knattspyrnusam-
bandsins sem kallar á meiri vinnu af okkar
hálfu. Þannig munum við veita enn frekari
þjónustu og enn frekari upplýsingar um
knattspyrnu á íslandi. Ég held að ég geti full-
yrt að mótshald hefur aldrei verið jafnvel und-
irbúið af hálfu sambandsins en fyrir þessa
leiktíð. Við höfiun undirbúið mótið af kost-
gæfni og við vonum að það verði skemmtilegt,
bæði fyrir iðkendur og áhorfendur," sagði
Geir Þorsteinsson.
-JKS
Laxá í Kjós og Norörá:
Laxinn ekki mættur enn
Þaö styttist f aö laxveiöiárnar opni en þær fyrstu opna
1, júní, Noröurá, Þverá og Laxá á Ásum eftir hádegi.
Hér kíkir veiöimaöur eftir fiski. DV-mynd G.Bender
Laxveiðitíminn er stutt undan, fyrstu veiði-
ámar opna 1. júní og síðan hver af annarri.
Árnar koma vel undan vetri, flóðin eru búin
laxinn er á leiðinni.
„Það hefur lítið verið klkt ennþá í Kjósinni
en tíðarfarið hefur verið gott og ég held að fisk-
urinn komi ekki fyrr en 27. maí. Það er dagur-
inn sem hann mætir yflrleitt í Laxá i Kjós,“
sagði Ásgeir Heiðar um helgina er við spurðum
um Laxá í Kjós.
Það styttist í að fyrstu laxamir fari að láta
sjá sig i laxveiðiánum og þeir era jafnvel komn-
ir þeir fyrstu.
„Jú, þeir fyrstu koma 27. maí og líklega rétt
um hálftólf um morguninn. Við opnum Kjósina
10. júní með maðk og flugu. Annars er ég að
fara til veiða erlendis og þess vegna hef ég lítið
kíkt upp eftir ennþá," sagði Ásgeir Heiðar.
Forystulaxarnir gætu veriö komnir
„Við höfum ekkert séð errnþá, enda höfum
svo sem ekki mikið verið að kíkja. En fyrstu
laxamir, forystulaxamir, gætu verið mættir,"
sagði Jón G. Baldvinsson í veiðihúsinu við
Norðurá í Borgarflrði og þar vora menn á fúllu
að koma öllu í stand í veiðihúsinu og kringum
það áöur en áin verður opnuð. „Skilyrði era góð
þessa dagana en við setjum kláfinn niður næstu
helgi og þá getum við séð þetta betur hvort lax-
inn er mættur. Það gæti orðið spennandi opnun
núna, skilyrðin eru mjög góð„ sagði Jón sem
hefur séð þá marga laxana og veitt í Norðurá í
Borgarflrði í gengnum árin. í Elliðaánum hefur
laxinn ekki ennþá sést en hann gæti farið að
koma þegar nær dregur mánaðamótunum.
Bullandi veiði í Kaldárósi
„Við fengum 60 fiska og flesta í Kaldárósn-
um. Ætli þeir stærstu hafi ekki verið um 3
pund,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr
Hlíðarvatni í Selvogi fyrir fáum dögum. Ágæt
veiði hefur verið í vatninu upp á síðkastið en
þessi veiðimaður var á svæði Stangaveiðifélags
Hafnarfjarðar. „I Kaldárósnum var mikið af
fiski og þar haföi bleikjan verið að gefa sig síð-
ustu daga allverulega. Mikið af þessum fiski var
smátt en gaman að veiða hann á fluguna. Það
var Peacock sem var að gefa mest, ég fékk 10 á
stuttum tíma á hana,“ sagði veiðimaðurinn
ennfremur.
G.Bender
Handknattleikur:
ísland dróst
gegn Slóveníu
íslenska kvennalandsliðið í
handknattleik mætir Slóveníu í
forkeppni fyrir heimsmeistara-
mótið sem haldið veröur á Ítalíu
2002. Dráttur í þessa keppni fór
fram í Búarest í Rúmeníu í gær.
Leikið verður heima og heim-
an og verður fyrri leikurinn 26.
nóvember og sá seinni viku síð-
ar. -JKS
Sund:
Tvömet
Tvö íslandsmet voru sett á
sundmeistaramóti Hafnarfjarðar
um helgina í 25 metra laug. Örn
Arnarson, SH, setti fyrra metið i
400 metra fjórsundi, synti á 56,35
sekúndum. Þá setti karlasveit
SH íslandsmet í 4x50 metra
skriðsundi með því að synda
vegalengdina á 1:36,44 mínútum.
-JKS
<■*