Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Qupperneq 2
18 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 Hönnun með heildarmynd í huga Sigurþór Aðalsteinsson arkitekt tók mib af hug- myndum bandaríska arki- tektsins Richards Nautra þegar hann byggbi hús sitt fyrir nokkrum árum. Nautra var þekktastur fyr- ir ab gera sem minnst úr skilunum milli húss og nánasta umhverfis. „íbúðarhúsnæði er 1 raun mjög mikilvægt vegna þess að þar ver fjölskyldan tíma saman. Á öldinni sem er að kveðja hefur oröið gifur- lega mikil breyting á samsetningu fjölskyldunnar, sem og húsnæðisins sem hún býr i. Upp úr 1920 kom fram svoköUuð „fúnksjóns“-hugsjón eöa nytjastefna sem hafði þau áhrif að aUt skraut og aUur óþarfi var tekinn úr íbúðum og reynt var að hnitmiða hin ýmsu svæði íbúðar- innar við sérstaka notkun. Þessar hugsjónir gengu svo langt að til dæmis var farið að reikna út upp- röðun heimUistækja í eldhúsi þannig að öU vinna þar yrði sem skilvirkust. Húsmóðirin átti því sem næst að geta staöið kyrr og sinnt sínum störfum í u-laga eldhús- inu. Þetta gUti líka um íbúðimar Sigurþór Abalsteinsson arkitekt. gamla tímann og heiðra gömlu mennina sem hjuggu þetta grjót í sveita síns andlitis. Útsýni yfir fjörbinn og nafio Veggurinn tekur á móti manni þegar komið er að húsinu norðan- verðu. Þá blasir aðalinngangurinn í húsiö við. í gegnum rúðuna má sjá að veggurinn liggur áfram inn í húsið. Þegar inn í anddyrið er kom- ið kemur í ljós að veggurinn heldur áfram í gegnum húsið og út i garð sunnan megin þar sem sólpaUurinn er. Við enda veggsins eru síðan tvö tré sem undirstrika enn frekar tengslin við náttúruna. Gengið er inn í húsið á jarðhæð og leiðin upp á efri hæð liggur eftir veggnum og upp tröppur. Tengingin við garðinn er á stigapaUinum. Gluggamir ná alla leið niður þannig að strax á neðri hæðinni blasir garðurinn við í augnhæð. Þar sem húsið stendur í haUa uppi í brekku er útsýnið gott. Víðáttan blasir við þegar upp er komið því þar er stór gluggi. Til að leggja áherslu á þetta ferli hafði ég innganginn mjög þröngan, ekki nema 150 cm frá vegg í vegg og með lítiUi lofthæð. Þegar inn er komið er rýmið mjög þröngt og afmarkað. Þegar komið er inn ganginn er vegg- urinn tekinn tU hliðar þannig að rýmið víkkar og horft er inn í garð- Á teikningunni sést glögglega hvernig hlabni veggurinn hefur hlutverki ab gegna bæ&i innan- og utandyra. Þegar inn í anddyrib er komið kemur í Ijós a& veggurinn heldur áfram í gegnum húsi& og út í gar& sunnan megin þar sem sólpallurinn er. Vi& enda veggsins eru sí&an tvö tré sem undirstrika enn frekar tengslin vi& náttúruna. sem heUd. Þar sem áður höfðu ver- ið byggð hús í anda stórfjölskyld- unnar, með aukaherbergjum fyrir gesti og jafnvel leigjendur, voru byggðar íbúðir sem sniðnar voru að þörfum fjölskyldunnar en ekkert fram yfir það. Takmarkið var að ná hámarksnýtingu út úr rýminu. Veqqur úr qömlum hússökkli Ég er alinn upp, þ.e.a.s. faglega, af mönnum sem fylgdu þessari stefnu af hugsjón. Ég kynntist auð- vitað öðrum stefnum, m.a. hug- myndum bandaríska arkitektsins Richards Nautra. Hann var fúnk- sjónalisti en jafnframt mjög náttúr- lega sinnaður. Hann var ekki eins harður í sínum fúnksjónalisma og t.d. Mies Van der Rohe. Nautra varð frægastur fyrir að tengja sam- an garð og hús og gera sem minnst úr skilunum milli hússins og um- hverfisins. Ég setti hlaðinn vegg í gegnum mitt hús til heiðurs þess- um hugmyndum Nautra .en vegg- urinn hefur hlutverki að gegna bæði inni í húsinu sem og í garðin- um. Hann er því bein tilraun til að tengja útrýmið og innrýmið. Vegg- urinn er gerður úr gömlum hús- sökkli sem ég fékk þegar húsið við Laugaveg 53 var riílð. Grjótið átti að flytja niður í uppfyllinguna við Skúlagötu. Ég fékk að beina vöru- Bárujárni& á þakinu teygir anga sína inn í bor&stofu og endurspeglar ví&átt- una, hafi& og himininn. bílunum á auða lóð vestur í bæ. Mér fannst það skylda min að varðveita þessar menjar um ákveð- ið tímabil byggingarsögunnar sem hófst með byggingu Alþingishúss- ins árið 1881. Grjótið í því er til- hoggið af Dönum en íslendingar lærðu að sprengja og höggva til grjót og byggðu fáein hús úr svona steinum. Ég og félagar mínir hjá Húsnæðisstofnun sáum að þama voru menningarverðmæti aö fara forgörðum og byrjuðum á því að geyma grjótið. Þetta grjót átti ég síðan þegar ég fékk úthlutað lóð fyrir mitt eigið hús i Hafnarfirði nokkrum árum síðar. Þá notaði ég það til að tengja saman náttúru og íbúð. Ég náði að tengja mig við inn. Á efri hæðinni víkkar rýmið enn meira og útsýni er yfír fjörðinn og hafið. Mér fannst eðlilegt að stór gluggi, sem snýr aö hafinu, kláraði þessa mynd. Því lét ég hann ná al- veg upp í þak þannig að maður sér ekki bara fram heldur einnig upp. Svoleiðis bjó ég til tengingu milli jarðarinnar og stigans og garðsins og suðursins. Bárujárn, sem er á þakinu og framhlið hússins, teygir anga sína inn í húsið og skapar þannig tengingu við himin og haf. Ég var með öðrum orðum að reyna að ná öllu umhverfmu, bæði því sem nær er og fjær, inn í húsið með áþreifanlegum hætti. Ég er nefni- lega svo áþreifanlegur maður.“ -ÓSB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.