Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Qupperneq 11
27
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000
Skuggsælir blettir geta verið augnayndi
Þegar fólk hannar garða
sína sjálft er áherslan oft
lögð á sólríku svæ&in. Þar
eru byggðir pallar og
lagðar stéttir og sumar-
blómin og blómstrandi
fjölærar plöntur eru gróð-
ursettar. Skuggsæl svæði
eru látin mæta afgangi og
geta sett leiðinlegan svip
á annars ágæta garða.
Gunnar Hilmarsson, garð-
yrkjumaður í Gróðrarstöð-
inni Skuld, segir að sú
þurfi þó ekki að vera
raunin. Mikið úrval sé til
af skuggþolnum plöntum
sem breytt geta skuggsæl-
um bletti í hreint augna-
yndi.
„Staðsetning gróðurs með tilliti
til birtu er oft það atriði sem mestu
máli skiptir þegar plöntum er val-
inn staður í garðinum. Margar
plöntur þrífast alls ekki séu birtu-
skilyrðin ekki rétt. Ein algengasta
trjátegundin hér, sem er birki, er
mjög sólelsk og myndi hreinlega
drepast ef henni væri plantað í
skugga. Mjög gott er að bera kalk í
jarðveg þar sem mikill skuggi er því
honum hættir til að vera of súr fyr-
ir plönturnar. Áburðarkalk leysist
upp yfir sumarið og þarf því aö bera
það á árlega en skeljasandurinn
dugar í nokkur ár. Bera þarf áburð
á skuggsæl svæði sem önnur. Ágætt
er að bera á tvisvar á ári, í maí og
júní.
Meginreglan með skuggþolnar
plöntur er að því stærri sem blöðin
eru því meiri skugga þola þær.
Hostur eða brúskar eru blaðstórar
skuggþolnar plöntur sem hafa verið
afskaplega vinsælar undanfarin ár.
Hjartasteinbrjótur er líka mjög fal-
legur. Hann er lágvaxinn, grænn
allt árið og blómstrar bleikum blóm-
um á vorin. Stórar plöntur, eins og
skessujurt, geta orðið tveggja metra
háar og henta oft ágætlega í vand-
ræðasvæði norðanmegin við hús.
Burknar eru töluvert algengir og til
í nokkrum gerðum. Þeir þurfa að
vera í skugga því þeir þrifast ekki
þar sem of bjart er.
SKUGGÞOLNAR PL
Sumarklukka er gott dæmi um blóm-
strandi plöntu sem ekki þarf mikla
sól.
Nokkrar geröir af brúskum eru til
hér á landi. Því stærri sem blöb
plöntunnar eru því meiri skugga
þolir hún.
Margir runnar þola
skugga
Yllir er sá runni sem þolir mest-
an skugga. Hann getur orðið nokk-
uð hávaxinn og hentar því vel í
hekk þar sem ekki nýtur mikillar
sólar. Heggur er stór runni, þriggja
til fjögurra metra hár, og hentar
ágætlega á svona staði. Af minni
runnum má nefna rifs, furu og eini
sem kýs frekar að vera norðanmeg-
in þar sem sólin í apríl fer illa með
sígrænar plöntur og þurrkar þær
upp. Ástæða þess að þessir runnar
sluppu nokkuð óskemmdir úr allri
sólinni í apríl sl. var sú að jörð var
orðin frostlaus. Hélurifs er nýjung
hér á landi. Hún er þekjuplanta sem
upplagt er að hafa undir stærri
trjám ef hylja á moldina í kringum
þau. Kirtilrifs hefur svipaða eigin-
leika. Á báðum þessum tegimdir
vaxa ber á haustin. Þau eru ekki æt
en gefa skemmtilegan lit á plöntum-
ar. Þaö er ekki algengt að fólk geri
mikil mistök í þessum efnum. Fólk
sem starfar við garðyrkju reynir að
*•>
Hér eru dæmi um fjölærar plöntur sem þrif-
ast vel í skugga. Margar þessara tegunda
geta líka þrifist vel á björtum og sólríkum
stað í garðinum. Það á a.m.k. við um Suð-
ur- og Vesturland þar sem úrkoma er oft
talsverð og dimmviðri geta verið langvar-
andi. Með hálfskugga er átt við skugga
hluta úr degi þar sem hús eða trjágróður
skyggir á einhvem hluta garðsins. Fáar teg-
undir þrífast vel þar sem skuggi er allan
daginn, t.d. norðan við hús. Þar kemur helst
til greina að rækta heslijurt, suma stein-
brjóta, t.d. hjartarsteinbijót og skuggastein-
bijót, og ýmsa burkna.
Anganmaðra
Blóklukkur
Dalalilja
Dvergavör
Goðalyklar
Hanaspori
Klausturþrúgur
Lyfjurtir
Næturfjóla
Postulínsblóm
Silfurkerti
Skógarblómi
Skuggajurt
Snotrur
Spómannsblóm
Útlagi
Völvur
Þristar
Úr íslensku garðblómabókinni
Tekió skal fram aö hér er aöeins
birtur hluti þeirra skuggþolnu
plantna sem eru á listanum í bók-
inni.
Burknar eru sívinsælir og vaxa bæði
villtir og ræktaöir í görbum.
gefa góðar leiðbeiningar með þeim
plöntum sem seldar eru og fólk ætti
að vera ófeimið við að leita eftir
ráðgjöf fagmanna. Tegundir af
skuggsælum plöntum eru mjög
margar og getur fólk kynnt sér úr-
valið með því að skoöa garðabækur
og heimsækja gróðrarstöðvar. í ís-
lensku garðblómabókinni eru t.d.
ails kyns skrár þar sem plöntum er
skipt í flokkar til leiðbeiningar og
þæginda fyrir garðblómaræktendur.
Þar má m.a. finna skrá yfir helstu
fjölæru, skuggþolnu plöntumar á Is-
landi.“
-ÓSB
Gunnar Hilmarsson garöyrkjumaður.
Blómavikur
allir grófleikar
Vinnutröppur
3ja-10 þrepa
Blómaker ýmsar gerðir
BERGIÐJAN
Víðihlíð við Vatnagarða
Símar 553 7131 og 560 2590
bergiðjan
Garðverkfæri
& garðahöla
Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500. Opið virka daga 8-18 og laugard. 10-14