Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Blaðsíða 6
26 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2000 Sport DV Bjami Júlíusson og Ólafur Vigfússon, stjórnarmenn í SVFR, skoða í fluguboxið hjá hinum síðarnefnda. Mjög lítið vatn var í Norðurá í gær eins og sést á myndinni sem tekin var við Laxfoss. Kristján Guðjónsson rennir fyrir laxinn í Norðurá, við Skerin neðan við Laxfoss. DV-mynd G. Bender Opna Landsbankamótið Fyrsti lax sumarsins kominn á land og gleðin í svip veiðimannsins leynir sér ekki. DV-mynd G. Bender „Til lukku með fyrsta laxinn" Þetta er ekki svo afleitt miðað við aðstæð- ur. Það hefur ekki sést mikið af laxi hér síðustu dagana svo þetta kemur alls ekki á óvart,“ sagði Kristján Guðjónsson, formaður Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, í samtali við DV á bökkum Norðurár í gær. „Vatnið er auðvitað með allra minnsta móti og aðstæður erfiðar. Það var glæsilegt hjá Þórdísi Klöru að fá fyrsta fiskinn og ég óska henni til ham- ingju með hann,“ | sagði Kristján enn fremur. Óvenjulegt er að formaðurinn setji ekki í lax í fyrstu köstunum við Brotið neðan við Laxfoss en hafa verður í huga að allar aðstæður voru i mjög erfiðar í gær- morgun og ekki víst | að aðrir formenn hafi þurft að glíma við slíkar aðstæður. Eng- inn lax kom á land við Brotið fyrsta morgun- inn og eru ár og dagar síðan slíkt hefur gerst. Norðurá var fyrsta áin sem opnuð er á þessu veiðisumri. Næst hefst veiði í Þverá í Borgar- firði en hún verður opnuð á sunnudaginn. Þá verður Blanda opnuð á mánudaginn en ekki er enn vitað hvenær dýrasta á lands- ins, Laxá á Ásum, verður opnuð og gárungamir eru farnir að leiða að því getum að hún verði það alls ekki. Kristján Guöjónsson, formaöur SVFR, óskar Þórdísi Kiöru Bridde, eiginkonu Bjarna Júlíussonar stjórnarmanns, til hamingju með fyrsta lax sumarsins, 7 punda hrygnu. Pórdís Klara veiddi fiskinn á tveggja tommu Black Sheep túpu á Eyrinni. DV-mynd G. Bender Veiði hófst i gœr í Litluá í Kelduhverfi og á urriðasvæðinu í Laxá í Þingeyjarsýslu. Margrét Þórarinsdóttir í Laufási sagði að veiðimenn hefðu fengið fiska í Litluá en ágætar aðstæður voru við ána í gær. Bændur hafa sjálfir selt veiðOeyfl í Litluá en nú er komið tilboð í ána og er möguleiki á að hún verði leigð út á ; næstunni. j Veiðinfór vel, af stað á urriða- svæðinu í Laxá í Þingeyjarsýslu i gær. Stærsti flskur- inn sem vitað var um í ^ gær var 4,5 pund. Aðstæð- ur voru frekar erfiðar, sól, kalt og hríð um morguninn er veiðimenn hófu veiðarnar. Veiðimenn sem DV ræddi við sögðu að mikið væri af fiski um allt veiðisvæðið. Áhugasamir veióimenn um urriðasvæðið í Laxá í Þingeyj- arsýslu hafa komið sér upp myndasafni af öllum helstu veiðistöðum árinnar. DV- Sport hefur frétt af veiði- mönnum fyrir norðan, með veiðibakteríuna á lokastigi, sem þegar hafa legið yfir myndunum svo klukkustund- um skiptir. Verður lítið um gildar afsakanir hjá þessum veiðimönniun ef þeir koma öng- ulsárir frá veiðum í Laxá í Þing- eyjarsýslu. “wUnglingamót Garðavelli - Akranesi sunnudaginn 4. júní. Stigamót GSÍ (nr. 2) og opnir flokkar: 16 til 18 ára og 15 ára og yngri. Skráning hafin í síma431 2711 eða fax 431 3711. Skráningu lýkur föstudaginn 2. júní kl. 20.00. Upplýsingar um rástíma eftir kl. 13.00 laugardaginn 3. júní. Golfklúbburinn Leynir Landsbanki Islands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.