Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Blaðsíða 8
8
Viðskipti__________
Umsjón: Viðskiptablaöiö
Talenta-Hátækni kaupir
hlut í Linu.net hf.
- stjórnarmenn kaupa stóran hlut
Fjárfestingasjóðurinn Talenta-Há-
tækni hefur í dag keypt hlutafé í
Linu.net hf. fyrir um 7,3 milljónir
króna að nafnverði og greitt fyrir
það um 77 milljónir króna. Sam-
hliða þessum kaupum öðlast sjóður-
inn rétt á að kaupa frekara hlutafé
fyrir um fimm milljónir að nafn-
verði á genginu 14 á næstu tveimur
árum. Útgefið hlutafé Linu.net hf. er
314 milljónir króna að nafnverði.
í frétt frá Talentu-Hátækni kemur
fram að Lina.net hefur byggt upp
öflugt fjarskiptakerfi í gegnum eigið
Ijósleiðara- og örbylgjukerfl og hef-
ur einnig í prófun dreifmet sem nýt-
ir rafdreifikerfi Orkuveitna. „Til-
gangur fyrirtækisins, sem var stofn-
að i júní 1999 af Orkuveitu Reykja-
víkur, er að veita almenna íjar-
skiptaþjónustu með áherslu á
stöðugt og öflugt gagnaflutninga- og
netsamband til
fyrirtækja og
einstaklinga.
Stærstu eigend-
ur Linu.net eru
Orkuveita
Reykjavíkur, Is-
landssími, Skýrr
og Tal.
Talenta-Há-
tækni hefur að
undanfömu lagt
áherslu á fjar-
skiptafyrirtæki í
fjárfestinga-
stefnu sinni og
er þessi fjárfest-
ing í takt við þá stefnu sjóðsins en
fyrir á félagið hlut í Frjálsum íjar-
skiptum, IP-fjarskiptum, SVAR og
Skynet Telematics. Talenta-Há-
tækni er áhættufjárfestingasjóður
sem fjárfestir í fyrirtækjum á sviði
upplýsingatækni, fjarskipta og
tölvuþjónustu. Sjóðurinn er rekinn
af Talentu hf., dótturfélagi íslands-
banka-FBA hf.“
Stjórnendur fjárfesta í
Talentu-Hátækni
Bjéuni Ármannsson, forstjóri ís-
landsbanka-FBA og stjórnarmaður í
Talentu-Hátækni, hefur fest kaup á
hlut í Talentu-Hátækni fyrir 13,5
milljónir króna. Bjarni K. Þorvarð-
arson, sjóðsstjóri og stjómarformað-
ur Talentu-Hátækni, hefur einnig
fest kaup á bréfum i sjóðnum fyrir
6,75 milljónir króna. Talenta-Há-
tækni er í umsjá og vörslu íslands-
banka-FBA.
Tilkynning þessa efnis barst
Verðbréfaþingi íslands í gær. Bjarni
Ármannsson festi kaup á bréfum
fyrir 9 milljónir að nafnvirði á geng-
inu 1,5 og Bjami K. Þorvarðarson
fyrir 4,5 milljónir að nafnvirði á
sama gengi.
Talenta skráð á Vaxtarllsta
Hlutabréf C-deildar Talentu Lux-
embourg Holding S.A. (Talentu-Há-
tækni) verða skráð á Vaxtarlista
Verðbréfaþings íslands á morgun.
Skráð hlutafé er 1.148 milljónir að
nafnvirði og hluthafar eru nú 561
talsins. Auðkenni Talentu-Hátækni
i viðskiptakerfi Verðbréfaþings
verður „HV/THATSJOD". Félagið
verður tekið inn í heildarvísitölu
Vaxtarlista og vísitölu hlutabréfa-
sjóða og fjárfestingafélaga miðviku-
daginn 5. júlí 2000.
Bjarni Ármanns-
son, forstjórl ís-
landsbanka-FBA
og stjórnarmaöur
í Talentu-Hátækni
Kaffibrennsla Akureyrar og Kaffibrennsla Ó. Johnson & Kaaber.
Kaffibrennsla Akureyrar og Kaffi-
brennsla Ó. Johnson & Kaaber sameinast
Stuttar fréttir
Samlíf lækkar iðgjöld af-
komutryggingar
Líftryggingafélagið Samlíf hefur
ákveðið að lækka iðgjöld afkomu-
tryggingar félagsins um tæplega
30% frá og með 1. júlí. Ástæðan er
meðal annars góð reynsla endur-
tryggjenda af Samlífi og íslenska
markaðnum og nýr hagstæður
samningur þessara aðila.
Samlíf kynnti, fyrst íslenskra líf-
tryggingafélaga, afkomutryggingu
árið 1993 og frá 1995 hefur fyrirtæk-
ið verið í samstarfi við Alvíb og síð-
ar séreignasjóö Búnaðarbankans.
Fram kemur í frétt frá Samlífi að
Afkomutryggingin hefur nú verið
löguð enn frekar að þörfum þessara
sjóða og greiðast nú bætur við 40%
starfsorkuskerðingu í stað 50%
áður.
Kjörinn í stjórn EVCA
Gylfi Arnbjömsson, fram-
kvæmdastjóri EFA hf., hefur verið
kjörinn í stjórn EVCA, European
Venture Capital Association, sem
eru samtök evrópskra fyrirtækja og
sjóða sem sérhæfa sig í áhættufjár-
festingum. EVCA er þannig mikil-
vægur samstarfsvettvangur þessara
aðila og stendur m.a. fyrir miðlun
upplýsinga um áhættufjárfestingar,
skipuleggur ráðstefnur um ný fjár-
festingarsvið, vinnur að samræm-
ingu aðferða við mat á fyrirtækjum
og býður upp á námskeið fyrir sér-
fræðinga í því sambandi. Innan
raða EVCA eru öfl helstu áhættu-
fjárfestingafélög í Evrópu og í árs-
lok voru aðildarfélögin um 500. Með
þátttöku í stjórn EVCA hyggst EFA
sinna bæði vaxandi erlendu sam-
starfi og miðlun upplýsinga með
skipulögöum hætti til annarra að-
ildarfélaga hér á landi.
Gengið hefur verið frá samningi
Kaffibrennslú Akureyrar hf. og Kaffi-
brennslu Ó. Johnson & Kaaber hf. um
stofnun nýs hlutafélags í kaffifram-
leiðslu. Félagið mun formlega taka til
starfa 1. júlí nk. og hefur fengið nafn-
ið Nýja kafflbrennslan ehf.
Fyrirtækin sem nú sameinast eru
meðal rótgrónustu iðnfyrirtækja
landsins. Kafflbrennsla Ó. Johnson &
Ali Rodriguez, framkvæmdastjóri
samtaka olíuframleiðsluríkja OPEC,
sagði í gær að líkur væru á því að
OPEC myndi enn auka framleiðslu
sína. í síðustu viku var tilkynnt að sam-
tökin hygðust auka framleiðslu sína en
sú tilkynning hafði lítil áhrif á olíu-
markaði og litlar verðbreytingar urðu.
Þá var tilkynnt að OPEC-ríkin ætluðu
að auka framleiðslu sína um 708 þúsund
tunnur á dag frá og með 1. júlí.
Kaaber var stofnuð árið 1924 og Kaffi-
brennsla Akureyrar árið 1931. Kaffi-
brennslumar hafa áratugum saman
verið leiðandi í kafflframleiðslu hér-
lendis og taka nú höndum saman
þannig að úr verður eitt öflugt fyrir-
tæki á kafflmarkaði.
„Félagið er stofnað með það að leið-
arljósi að efla vöruþróun, auka hag-
kvæmni í framleiðslu og renna með
Rodriguez, sem jafnframt er orku-
málaráðherra Venesúela, sagði að
OPEC þyrfti að taka sér eina til tvær
vikur til að meta áhrif framleiðsluaukn-
ingarinnar sem tilkynnt var í síðustu
viku áður en endanleg ákvörðun verður
tekin um meiri framleiðslu.
Ef OPEC-ríkin auka enn frekar fram-
leiðslu sina eru verulegar líkur til þess
að olíuverð lækki eitthvað frá því sem
nú er en verðbólga hefur aukist veru-
því stoðum undir öflugra markaðs-
starf. Kaffibrennslurnar tvær hafa
verið að keppa á sama markaði en
sameinaðar eru þær betur í stakk
búnar til að takast á við aukna sam-
keppni við innflutt kaffl, segir í til-
kynningu frá félögunum. Framleiðsl-
an verður tU húsa í núverandi hús-
næði Kaffibrennslu Akureyrar.
lega víða um heim vegna hækkandi ol-
íuverðs. Aukin framleiðsla, umfram
það sem þegar hefur verið ákveðið,
mun þó ekki koma tU framkvæmda fyrr
en í haust en forsvarsmenn OPEC
munu hittast á ný í september. Hins
vegar er fátt sem bendir tU þess að
bensínverð á íslandi lækki í bráð enda
hafa forsvarsmenn olíufélaganna gefið í
skyn að hækkun verði fljótlega á bens-
íni hérlendis.
Möguleiki á enn meiri olíuframleiðslu
Landsbankinn er álitlegasti fjárfestingarkosturinn
Miðað við núverandi gengi (4,05) er
Landsbankinn álitlegasti flárfestingar-
kosturinn í bankageiranum að mati
GreiningardeUdar Kaupþings. Hagn-
aður bankans eftir skatta árið 1999 var
1.520 mUljónir króna sem er aukning
um 609 mUljónir frá fyrra ári, auk þess
sem kostnaðarhlutfaU bankans lækkar
mUli ára, var 75% árið 1998 en var
komið niður í 70,9% árið 1999. MikU
eignafjárbinding vegna 50% hlutar í
VÍS er bankanum hins vegar töluverð
byrði. Með samanburði við hin trygg-
ingafélögin má ætla að vanmat á verð-
mætum eignar Landsbankans í VÍS
nemi 2-3 miUjörðum króna.
Hjá Íslandsbanka-FBA eru það vaxt-
armöguleikamir erlendis sem spáð er
í en bankinn á eftir að sanna sig i er-
lendri samkeppni. Hafa forystumenn
bankans litið á sameininguna fyrst og
fremst sem tækifæri tU frekari sóknar
Landsbanki íslands er álitlegasti
fjárfestingarkosturinn meöal banka
á Islandl í dag samkvæmt úttekt
Kaupþings.
í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi.
Bankinn er stærsta félag að mark-
aðsvirði á íslenskum verðbréfamark-
aði og var nýlega tekinn rnn í Úrvais-
vísitöluna. Bandaríska fyrirtækið
Moody’s hækkaði nýverið lánshæfis-
mat hins sameinaða banka í A2.
Ytrl aöstæður bankanna fara
versandi
Ytri aðstæður hafa verið bönkun-
um óhagstæðari á öðrum ársfjórðungi
en þeim fyrsta. Ávöxtunarkrafa
skuldabréfa hefur hækkað sem þýðir
að verögildi þeirra hefur lækkað.
Ofan á það bætist að hlutabréf hafa
lækkað í verði hér á landi og erlendis.
Einkaneysla hefur aukist umfram
aukningu kaupmáttar ráöstöfunar-
tekna og er búist við að svo verði
einnig á þessu ári. Jafnframt hefur
aukinn viðskiptahalli verið mikið
áhyggjuefni ráðamanna og er ljóst að
veröi ekki gripið til aðgerða mun við-
skiptahalli halda áfram aö aukast
næstu árin.
Stýrivextir voru hækkaðir þrisvar
á ármu og er útlit fyrir frekari hækk-
anir. Slíkar vaxtahækkanir koma í
kjölfar mikillar gengislækkunar á
gengi krónunnar. Veröbólga hefur
aukist undanfarna mánuði og mældist
í júní 0,4%. Verðbólga hefur hækkað
stöðugt undanfarna 12 mánuði og
mælist mun meiri en í helstu við-
skiptalöndum íslands. Má rekja
hækkunina einna helst til almennrar
ofþenslu, hækkunar á fasteignaverði
á höfuðborgarsvæðinu og hækkandi
bensínverðs. í nýútkominni skýrslu
OECD um stöðu og horfur í íslensku
efnahagslífi segir að líkur á að draga
þurfi saman seglin í efnahagslífinu
hafí aukist þar sem verðbólga sé kom-
in á það stig að nauðsynlegt sé að
grípa til einhverra aðgerða.
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
E>V
HEILDARVIÐSKIPTI 86,5 m.kr.
Skuldabréf Spariskírteini: 325,4 m.kr.
Ríkisvíxlar: 239,8 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
| © Baugur 28,74 m.kr. j
! © Grandi 6,65 m.kr. :
: ©» Samherji 4,89 m.kr.
MESTA HÆKKUN
© Fiskiöjusamlag Húsavíkur 9,68%
© Delta 4,76%
© Skagstrendingur 4,26%
MESTA LÆKKUN
© Hraðfrystistöð Þórshafnar 13,79%
© Járnblendifélagið 10,53%
© Grandi 4,20%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.539,4 stig
- Breyting © 0,128 %
m
n
Tvö ný leyfi veltt fyrir rekst-
ur farsímaneta
Póst- og fjarskiptastofnun veitti í
dag tvö ný leyfi fyrir rekstri far-
símaneta og þjónustu á DCS 1800-
tíðnisviöinu. Leyfm voru veitt fyrir-
tækjunum Linu.net ehf. og IMC ís-
landi ehf. Auglýst var eftir umsókn-
um um leyfi vegna umsóknar ís-
landssíma. Fimm umsóknir bárust
og var ein þeirra dregin til baka.
Umsækjendum Halló, Frjálsra Fjar-
skipta hf. og Íslandssíma GSM hf.
voru veitt leyfi 5. júní 2000 en
Landssími íslands og Tal höfðu fyr-
ir leyfi fyrir DCS 1800-farsímaþjón-
ustu.
: 3 Össur 342.475
Húsasmiöjan 278.475
Íslandsbanki-FBA 262.208
Baugur 184.751
1 © Búnaðarbanki 160.189
© Nýherji 24%
© Opin kerfi 11%
© Baugur 7%
o Landsbanki 7%
© Búnaðarbanki 7 %
r-TTrfrrpni: o síhastllöna 30 daga
© Loðnuvinnslan hf. -20 %
© Hraðf. Þórshafnar -15 %
© SR-Mjöl -14 %
j O Grandi -12 %
© Isl. járnblendifélagið -11 %
0% vextir í Japan enn um sinn
Bankastjóm Seðlabanka Japans lét
ekki af núll-vaxtastefnunni svoköll-
uðu i gær eins og margir bjuggust við.
Líklegt er talið að vextir verði 0% í
a.m.k. einn mánuð í viðbót á meðan
japanska hagkerfið nær sér enn frek-
ar á strik. Samkvæmt nýjustu hagtöl-
um virðist hagkerfið vera á réttri leið
en Seðlabankinn vill bíða frekari bata
áður en vextir verða hækkaðir.
1!”T.T7T1T>Ti7
wm
DOWJONES 10527,79
17475,90
;F*1nikkei
Hlis&p
Binasdaq
SÍSftse
^DAX
B~1 CAC 40
1454,82
3940,34
6299,00
7005,14
6600,31
o
o
o
o
o
o
o
0,22%
0,61%
0,29%
2,11%
0,23%
0,72%
0,12%
KAUP SALA
HH Dollar 76,560 76,960
SBPund 115,950 116,540
1*8 Kan. dollar 51,730 52,050
Bl9 Dönsk kr. 9,6980 9,7520
H'S Norsk kr 8,8530 8,9020
SSsænsk kr. 8,6160 8,6630
HHn. mark 12,1629 12,2360
UÍFra. frankl 11,0247 11,0910
! | Bolg. franki 1,7927 1,8035
Eul Sviss. franki 46,5300 46,7800
QhoII. gyllini 32,8162 33,0134
"jÞýskt mark 36,9753 37,1975
I lít líra 0,037350 0,037570
ŒAust. sch. 5,2555 5,2871
S Port. oscudo 0,3607 0,3629
” ! Spá. peseti 0,4346 0,4372
1 * ÍJap. yon 0,729900 0,734300
i' lírskt pund 91,824 92,375
SDR 102,020000 102,630000
EUecu 72,3174 72,7520