Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 Fréttir I>V Framkvæmdastjóri Jórvíkur er óhress með sjúkraflugsmálin: Aðrir fá milljónir á silfurfati - við eigum svo að hlaupa til þegar á bjátar Jón Grétar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri flugfélagsins Jórvík- ur, er óhress með stöðu sjúkraflugs- ins hér á landi. Hann segir að búið hafi verið að hringja í þá og spyrja hvort þeir væru tilbúnir að taka sjúkraflugið að sér fyrir vestan. Þeir hafl verið tilbúnir til þess að sinna þessu 24 tíma á sólarhring og með nægan mannskap til þess. Hann segir því með ólíkindum að tveim dögum seinna eigi að grafa upp félag á Norðausturlandi til að sinna sjúkraflugi á Vestfjörðum. „Þeir virðast eiga að fá einhvem bitling vegna þess að þeir hafa ver- ið í erfiðleikum. Þeir hirtu samning um sjúkraflug fyrir vestan frá ís- landsflugi þegar það félag gat ekki sinnt þessu lengur.“ Þar á Jón Grétar við flugfélagið Mýflug sem var með samning um sjúkraflugið fram i maí. Síðan í maí hafa læknar fyrir vestan þurft að leita sjálfir leiða til að koma sjúk- lingum til Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum DV er hins vegar ætlun- in að framlengja samninginn við Mýflug til áramóta. „Ég er orðinn hundleiður á því að berjast við að halda fluginu gangandi þarna vestur þegar aðilar í kringum mann eru að fá 5-6 millj- ónir á ári á silfurfati frá rikinu til að standa straum af kostnaði yfir dauðan tima. Við eigum svo að vera tilbúnir að hlaupa til þegar á bjátar. Við erum búnir að þjóna þessu byggðarlagi í þrjú ár en samt er leitað til Norðausturlands eftir sjúkraflugi frekar en að tala við okkur. Mér skilst að sjúkraflugið verði allt boðið út hér innanlands i haust en ekki á evrópska efnahagssvæð- inu. Þetta er samt trúlega það eina sem erlendir aðilar sem eru sér- hæfðir í slíku hefðu áhuga á að bjóða í. Hins vegar á að bjóða út í Evrópu flug til Gjögurs sem vitað er að enginn hefur áhuga á.“ Sniöið að þörfum Flugfélagsins Jón segir að hugmyndir um að flytja sjúkraflugið til Akureyrar virðist fyrst og fremst vera með hagsmuni Flugfélags Islands í huga. Það sé eina félagið sem hafi aðstöðu fyrir norðan og þvi sé afar erfitt fyr- ir aðra að bjóða í þetta. í athuga- semdum sem Jórvík sendi vegna fyrirhugaðs útboðs Ríkiskaupa á þessu flugi kom fram að félaginu þætti skrýtið að heilbrigðisráðu- neytið gæfi sér fyrirfram að miðstöð sjúkraflugs skyldi staðsett á Akur- eyri. Flugrekstraraðilum væri þannig ekki gert mögulegt að bjóða í flugið frá þeim stað sem þeim fyndist hagkvæmast að nota. Bent Kostnaður við sjúkraflug rýkur upp úr öllu valdi: Styrkir margfaldast - á við það sem landshlutaflugfélögin fengu áður „Þegar fótunum var kippt undan litlu landshlutafélögunum í fluginu með þvi að rifta póstsamningunum við þau þá varð sjúkraflugið strax ótryggara og mun dýrara," segir Hörður Guðmundsson, fyrrverandi sjúkraflugmaður og eigandi flugfé- lagsins Emis á ísafirði. Að sögn Harðar var það leynileg hernaðaráætlun ráðamanna að stóru flugfélögin tvö ættu að ríkja á markaðnum. „Ráðamenn töldu sig þurfa að grysja markaðinn fyrir Flugfélag !s- lands og íslandsflug svo að litlu flugfélögin væru ekki að þvælast fyrir,“ segir hann. Innanlandsflug íslandsflugs er í mikilli lægð miðað við það sem fyrst var á dögum frjáls flugs en að sögn Harð- ar er Flugfélag íslands nú i raun orðið að einokunarfé- lagi á flugmarkaðnum. Hörður segir litlu fyrir- tækin hafa sparað ríkinu stórfé með því að sinna sjúkrafluginu en að því er hann segir fékk flugfélagið Emir um 800 þúsund til 2 milljónir króna í styrk á ári þegar mest var. Nú er svo komið að flugfélög fá borgaðar 5-6 milljónir fyrir að standa sjúkraflugsvakt- ina á ísafirði. Höröur Guömundsson Það var leynileg hern- aóaráætlun ráöa- manna aö stóru flugfélögin tvö ættu aö ríkja á markaönum. „Við vorum að sinna sjúkraflugi allt suður í Búðardal og gerðum það af mikilli ábyrgð. Það var vitað að það væri enginn stórgróði í flug- samgöngum á þessu svæði og við höguðum okkur eftir því,“ segir hann. Hann segir sitt flugfé- lag hafa getið staðið undir rekstrinum vegna þess að póstsamgöng- urnar voru á þeirra snærum og samfara væri stundað sjúkraflug og annað flug. „í löndum þar sem strjálbýli er mikið er þetta alltaf leiðin sem er farin. Fyrst koma póstsamgöngum- ar og aðrar samgöngur byggjast í kringum þær. Það þýðir ekki að ætla að fá einhverja stóra karla að sunnan sem vilja bara græða pen- inga.“ Hörður segir áætlanir ríkisins í sjúkraflugi og landsfjórðungasam- göngum vera vanhugsaðar og að þjónustan sé miklu dýrari en ríkið hafði gert ráð fyrir. „Það er verið að nota póstbíla til að keyra á milli byggðarlaga og allt þetta er miklu dýrara en hefði verið ef litlu flugfé- lögunum hefði verið leyft að stunda þetta áfram,“ segir hann. -jtr Flugfélag Sturla íslands. Böövarsson. er á i því sambandi að skoða þyrfti hvort Reykjavik hentaði ekki betur með tilliti til veðurfars, sjúkrastofn- ana og mannaforða til að sinna þessu flugi. Komum ekki nálægt útboðinu „Það væri fáránlegt að halda því fram að við værum ekki með bestu aðstöðuna á Akureyri enda höfum við verið að byggja þar upp í tugi ára en ef svo fer aö við fáum ekki útboðið þá erum við alltaf reiðubún- ir til að selja þá aðstöðu," segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands. „Það er ljóst að þessi mál era komin í óefni og það þarf að finna einhverja lausn til að tryggja þetta flug en við komum ekkert nálægt þessu útboði," segir Jón. Hann segir það sjúkraflug sem Flugfélag íslands hafi tekið þátt í ekki hafa verið styrkt á neinn hátt heldur hafi þeir leigt út flugvélar sínar til þeirra verka og stundum hafi það farið fram i sambandi við reglulegt áætlunarflug. Vill ekki málamyndaútboö Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði í samtali við DV að hon- um væri gegn skapi að standa að málamyndaútboði. Hann segir hugmyndina vera þá að setja fram útboð um flug á milli jaðarbyggða sem stjómað yrði frá Akureyri og sjúkraflug yrði tengt við það. „Það er starfshópur með þetta í athugun núna og hann verður að út- færa hugmyndina þannig að fleiri en einu fyrirtæki verði sköpuð að- staða til aö taka útboöinu. Annars væri þetta ekki útboð og ég vil ekki standa að málamyndaútboði," segir Sturla. Sturla segist gera ráð fyrir því að starfshópurinn hagi tillögum sínum svo að þær verði útboðshæfar og segir hagsmuni ríkisins felast í því að fram fari frjálst útboð á sjúkra- flugi og öðra flugi til jaðarbyggða. -HRr.Ajtr REYKJAVÍK AKUREYRI Stinningskaldi suövestanlands Suöaustan 8 til 13 m/s verða suðvestan til en annars hægari vindur. Skýjaö sunnan- og vestanlands og hiti 10 til 15 stig. Sólariag í kvöld 23.59 00.50 Sólarupprás á morgun 03.04 01.44 Síódegisflóö 16.27 21.00 Árdegisflóö á morgun 04.50 09.23 Skýilnáar S v$&wiíÉw\m Í *—ViNDATT * HITI ■^^ViNDSTYRKUR i metrum á sokúmíu ’SáfOST HSÖSKÍRT <3 £3 O u-rrsKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ © Q w Q RiGNiNG SKÚRiR SLYDDA SNJÓKOMA Q "9 ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNiNGUR ÞOKA !1& Enn ófært um Fjallabak Helstu þjóövegir landsins eru greiðfærir þó víöa sé í gangi vegavinna. Flestir hálendisvegir eru nú færir fjallabílum. Þó er ófært um Eyjarfjaröarleiö á Sprengisand og um Fjallabak nyröra og syöra. Fært er í Landmannalaugar um Sigöldu og í Eldgjá úr Skaftártungu. Hægviöri Fremur hæg breytileg eða suölæg átt víðast hvar. Víöa þokuloft, einkum viö sjóinn. Skýjað meö köflum eða léttskýjaö á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 18 stig að deginum en allt aö 25 stig í innsveitum. »:»ititiii.«ftriJiir MTi*) 1 1 f Vindur: A— Vindun vl—\ Vindun °-2^' \ i 0-2^ | 0-2 m/s n | Hiti 10° til 20° ^ j Hiti 10“ til 20" ^ ! Hiti 10“ tii 20“ ' Fram á mlövikudag lítur út Hæg breytlleg átt verður, Gert er ráð fydr fyrir fremur hæga skýjaö meö köflum en áframhaldandi hægviöri breytilega átt. Skýjaö meö hætt vlö þoku vlö sjóinn. um land allt. Skýjaö meö koflum en hætt vlð þoku Síödegisskúrir á stöku köflum. Síödegisskúrir á viö sjóinn. Síödegisskúr á staö. Hitl á bilinu 10 tll 20 stöku staö. Hlti frá 10 til stöku staö. stlg, hlýjast tll landslns. 20 stig. AKUREYRI léttskýjaö 12 BERGSTAÐIR skýjaö 14 BOLUNGARVÍK skýjaö 11 EGILSSTAÐIR 11 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 10 KEFLAVÍK þokumóöa 10 RAUFARHÖFN hálfskýjaö 9 REYKJAVÍK skýjaö 12 STÓRHÖFÐI þokumóöa 9 BERGEN léttskyjaö 11 HELSINKI rigning 18 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 13 OSLÓ skýjaö 13 STOKKHÓLMUR þokuruöningur 12 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 7 ÞRÁNDHEIMUR alskýjaö 10 ALGARVE heiöskírt 20 AMSTERDAM skýjaö 13 BARCELONA mistur 22 BERLÍN rigning 11 CHICAGO hálfskýjað 16 DUBLIN skýjaö 16 HALIFAX hálfskýjað 18 FRANKFURT skýjaö 11 HAMBORG súld 9 JAN MAYEN jan þoka 1 LONDON mistur 15 LÚXEMBORG léttskýjaö 10 MALLORCA heiöskírt 24 MONTREAL heiöskírt 18 NARSSARSSUAQ skýjaö 6 NEW YORK skýjaö 21 ORLANDO skýjaö 22 PARÍS hálfskýjaö 15 VÍN léttskýjaö 15 WASHINGTON WINNIPEG léttskýjaö 12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.