Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
Fréttir
5
DV
Umsjón: ______
Gylfi Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.is
Raggi góður
Sagan segir að
Ragnar Bjarnason
hafi verið að
syngja með hljóm-
sveit í Valaskjálf á
Egilsstöðum sem
margir þar um
i slóðir kaila reynd-
ar Læraskjálf. Á
milli laga var
gamall maður greinilega talsvert
drukkinn að vafra fram og aftur um
dansgólfið og sendi hljómsveitar-
mönnum tóninn af og tiL Gamli
maðurinn sem var gjörsamlega tann-
laus sneri sér síðan að Ragnari og
sagði: „Getið þið ekki spilað gömlu
dansana helv... aumingjamir ykkar“.
Ragnar mun hafa horft á manninn
nokkra stund en sagt síðan: „Ert þú
að biðja um gömlu dansana, ekki
farinn að taka tennur enn þá“. Þessa
seljum við á sama verði og við
keyptum hana, en góð er hún og
„raggaleg", enda Raggi Bjama með
allra fyndnustu mönnum.
Enn „talnavilla"
Mönnum er í
fersku minni þegar
helstu aðstandendur
Þmgvallahátíðarinn-
ar á dögunum
„töldu“ að 30-40
þúsund manns
hefðu sótt þá hátíð
en aðrir s.s. lög-
regla vom með
mun lægri tölur í því sambandi.
Landsmóti hestamanna lauk í
Reykjavík um helgina og voru báðar
stóru sjónvarpsstöðvarnar með tölur
um áhorfendafjölda i fréttum á
sunnudagskvöld. Á annarri stöðinni
var talið að um 15 þúsund manns
hefðu mætt sem er sennilega nærri
lagi, en á hinni stöðinni sagði að
fjöldinn hefði verið um 50 þúsund.
Kóngurinn Haraldur Haraldsson
(Halli í Andra) lét sér hins vegar
nægja að vera bara harðánægður
enda stjómaði hann öllum herleg-
heitunum af festu og skörungsskap
og lét aðra um talninguna.
Dýrt fískleysi
Eins og fram
hefur komið geng-
ur illa í laxveið-
inni hér á landi í
j sumar og gildir
þá einu hvort um
er að ræða minni
ámar eða þær „stærri“ og dýrari.
Margir veiðimenn hafa farið dag
eftir dag og barið ámar en án ár-
angurs. Af einum heyrðum við sem
mun vera búinn að veiða í um 10
daga og enn þá með öngulinn í
rassg... Ástandið i einstaka ám er
skelfilegt og t.d. er það þannig í
einni af þeim dýrustu og flottu,
sem er á Norðurlandi, að þar hafa
um 20 manns barist um á hæl og
hnakka í heilan mánuð og uppsker-
an er um 100 laxar. Reiknað hefur
verið út miðað við veiðileyfakostn-
að þar að hver lax hafi kostað um
200 þúsund krónur og hvert kg
e.t.v. um 50 þúsund krónur. Og þá
er eftir að greiða fyrir humarhal-
ana í veiðihúsinu.
Hin glataða þekking
Guðmundur
Malmquist, for-
stjóri Byggðastofn-
unar, hefur ekki
beinlínis geislað af
hamingju yfir
þeirri ákvörðun
ráðherra að færa
stofnunina til
Sauðárkróks og
ekkert farið leynt með álit sitt á
þeirri ákvörðun. Meðal annars hef-
ur forstjórinn haft orð á því að við
flutninginn norður muni þekking
glatast, væntanlega þekking starfs-
fólksins á málefnum landsbyggðar-
innar sem stofnuninni er fyrst og
fremst ætlað að þjóna. Hinir eru
líka til sem telja að þekking þessi
hafi verið af skomum skammti,
a.m.k. hafi hún ekki verið mikið að
þvælast fyrir mönnum í ákvarð-
anatöku í hinum ýmsu málum
landsbyggðinni til heilla.
Ráðherra vill að borgarbúar geti eignast ríkisjarðir og auðmenn náttúruperlur:
Ríkisjarðirnar verði
seldar hæstbjóðanda
- ríkið sé ekki að
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra kynnti í ríkisstjórn í síð-
ustu viku hugmyndir sínar um stór-
fellda sölu á ríkisjörðum.
Guðni segir að mál hans hafi
fengið góðar undirtektir samráð-
herra, þó skýrt hafi komið fram að
menn hafi viljað frá með fullri gát
til að misstíga sig ekki i vandasömu
máli. „Því var öllu vel tekið. Menn
vilja sjá þetta betur útfært
og ég mun vinna það á
næstunni að flokka upp
jarðirnar og ekki síður að
meta hvernig að þessu
skuli staðið," segir hann.
Guðni segir mikinn
áhuga nú vera meðal
þeirra sem búa í þéttbýli að
eignast land og vill nýta
tækifærið til sölu á rikis-
jörðum. Ráðherrann segist
enn fremur sérstaklega
skora á leiguliða ríkisins,
sem áunnið hafa sér for-
kaupsrétt á jörðmn sem
þeir sitja, að nýta rétt sinn
og eignast landið sjálfir. Þá
segir hann það vera stefnu
sína að selja fremur ríkis-
jarðir sem losna úr ábúð en
að byggja þær nýjum leigu-
liðum.
Ekki leigöar út að
nýju
„Hópur fólks í þéttbýli
hefur áhuga á að eignast
land. Jarðaverð i dag er
hátt og margar jarðir sem
ríkið á eru betur komnar í
höndunum á einstakling-
um sem geta gert góða
hluti. Fólk vill jafnvel flytj-
ast og setjast að á jörðun-
um þótt það hafi ekki
áhuga á hefðbundnum bú-
skap heldur fyrir því að
vera í náttúrunni og
stunda jafhvel skógrækt og
hestamennsku," segir
Guðni.
Eins og fyrr segir hvetur
Guðni ábúendur á ríkis-
jörðum til að neyta for-
kaupsréttar síns og eignast
jarðimar en réttinn fá ábú-
endumir að lokinni tíu ára
búsetu.
„Bændur hafa sem betur
fer margir keypt þær jarðir
sem þeir eiga ábúðarrétt-
inn á og ég skora á sem
flesta að nota sér kauprétt-
inn til að eignast jarðim-
ar,“ segir ráðherra, sem
jafnframt vill fækka leigu-
liðum ríkisjarða á þann hátt að end-
urleigja ekki jarðir sem losna. Hann
segir þetta sérstaklega eiga við um
þær ríkisjarðir sem í dag sé ekki
stundaður hefðbundinn landbúnað-
ur á, þótt slíkt sé reyndar kvöð sem
ábúendumir hafi tekið á sig. „Ég
mun skoða það mjög grannt að í
staðinn fyrir að byggja þær leigulið-
um frá ríkinu að selja þær.“
Skógræktin selji iíka
Af um 510 ríkisjörðum á forræði
landbúnaðarráðuneytisins era um
130 jarðir í eyði. Margar eyðijarð-
anna em í útleigu og þá oftast nýtt-
ar frá nærliggjandi lögbýlum.
Guðni segist sjá í eyðijörðunum
tækifæri til skógræktar. „Fólk hefur
mjög mikinn áhuga á þessum mál-
um og til em öflug skógræktarfélög
um allt land. Margar eyðijarðir
væm betur komnar í höndum fé-
lagsskaps þessa fólks sem tæki að
sér að vera hirðar að jörðunum og
skapa á þeim útivistarsvæði og
planta skógi,“ segir hann og nefnir
sem dæmi um vilja sinn í þessum
efnum að hann gerði í vor samning
vasast í því sem það
við Skógræktarfélag Reykjavíkur
um leigu á landi Mógilsár við
Esjurætur í vor þar sem höfuðborg-
arbúar muni fá aðgang að glæsilegri
útivistaraðstöðu.
Guðni segir að Skógrækt ríkisins,
sem eigi fjölda jarða sem hún hafi
oft fengið gefnar, ætti að ihuga að
selja einhverjar þeirra enda hafi
Skógræktin ekki bolmagn til að
kæmi það til greina með ríkisjarðir
að skipta þeim upp ef það væri sam-
staða um það í ríkisstjórn," segir
ráðherra.
ræður illa við, segir Guðni Ágústsson
hagsmunir sveitarfélaganna sem
vilja að ríkið eigi jarðimar áfram
og skilyrði útleigu þeirra við ábúð
leigutakans og hins vegar sjónar-
mið ráðherrans sem vill losa jarð-
imar úr eigu ríkisins.
„Þarna er smánúningur sem
sveitarstjómarmenn hafa áhyggjur
af líka. En svo er annað mál, þó
undantekning sé, að sumt fólk sem
Kaupskylda ríkisins voniaus
Guðni segir enn ekki hægt að
segja til um hversu margar af um
510 ríkisjörðum hann muni selja á
yfirstandandi kjörtímabili. „Þetta er
flókið mál en ég trúi því að
við getum selt töluverðan
hluta á næstu fimm árum
miðað við þann áhuga sem
er í landinu. En það ber að
fara varlega því það þarf að
standa rétt að málinu gagn-
vart framtíðinni. Það er
vaxandi áhugi fyrir landi,
bæði hér og um allan heim,
og ríkið er ekkert að tapa
þó það bíði aðeins. Aðalat-
riðið er að eignast stefnu í
málinu," segir hann.
Jarðcdögin eru nú í end-
urskoðun og Guðni segir
að í þeim þurfi mörgu að
breyta. Til dæmis vill hann
afnema þá skyldu sem hvUt
hefur á ríkissjóði að kaupa
tU sin jarðir sem eigendun-
um hefur ekki tekist að
selja á frjálsum markaði
fyrir ásættanlegt verð. „Ég
tel það vonlaust mál að
uppfylla þessa skyldu mið-
að við stöðuna i dag. Bæði
höfum við ekki peninga til
þess og síðan held ég að
þessir menn eigi að selja
jarðir sínar á frjálsum
markaði," segir ráðherra.
Málmey i
manna
hendurauð-
Landbúnaöarráðherra vill aö leiguliöar nýti forkaupsrétt
„Ég skora á sem flesta að nota sér kaupréttinn til að eignast jarðirnar."
koma upp rækt á þeim öUum. Guðni
segir að þess þurfi að gæta við sölu
jarðanna að brjóta ekki gegn skU-
málum gjafabréfanna. Hann segist
þegar hafa rætt málið við forstjóra
Skógræktarinnar. „Ég er tU dæmis
að skoða það með Skógræktinni að
selja Straum við Hafnarfjörð og
Ueiri jarðir," segir hann.
Sumar ríkisjarðir illa setnar
Á hverju ári losna nokkrar ríkis-
jarðir úr leigu og hafa þær þá ýmist
verið auglýstar tU áframhaldandi
leigu eða verið seldar. Guðni segir
mörg tUboð berast í hverja jörð og
áhugann mikinn. „Landsbyggðar-
menn, ekki síst sveitarstjómar-
menn, segja réttUega að þegar ríkis-
jörð er auglýst tU sölu viti þeir ekki
hvort sá sem kaupir sé aö kaupa tU
að setjast að eða ætii aðeins að nota
jörðina tU sumardvalar og verði
aldrei þátttakandi í sveitarfélaginu.
Þeir eiga það auðvitað tryggara þeg-
ar ríkisjörð er auglýst tU leigu að
það komi fólk sem setjist þar að,“
segir hann.
Þama rekast því annars vegar á
fær ríkisjarðir situr þær ekki vel.
Ég er á því að það þurfl að gera vax-
andi kröfur um það að ríkisjarðir
séu vel setnar enda hef ég lagt upp
úr því hér í minni ráðherratíð," seg-
ir Guðni.
Herragarðar í sveitlnni
Aðspurður segir Guðni það vel
koma tti greina fyrir sitt leyti að
skipta ríkisjörðum í smærri eining-
ar og selja þær þannig.
„Ef við tökum svæði eins og Borg-
arfjörð og Suðurland þá em leiðir
þar að styttast. Ég hef oft sagt við
sveitarstjómir, hvort sem það væri
rikið eða einkaaðUi sem færi
þannig með jarðir sínar, að þannig
væri hægt að fjölga fólkinu sem
byggi í sveitarfélaginu. Það þráir
margur þannig búsetu og nútíma-
tækni gerir hana vel mögulega fyrir
fólk sem starfar á höfuðborgarsvæð-
inu. Nú er tU dæmis verið að aug-
lýsa nýstárlega byggð í Ölfusinu þar
sem fólk getur haft hesta sína hjá
sér og fengið talsvert land með. Ég
tel aö ýmsir staðir á landinu eigi
þennan mögiUeika og vissulega
Guðni segir að rfkisjarð-
imar beri að selja hæst-
bjóðanda þannig að þjóðin
hafi sem mest út úr eign
sinni. „Sama er að segja
um þegar leigja á jörð, að
hana verður að auglýsa -
gamli tíminn er alveg lið-
inn hér,“ segir ráðherrann
og vísar þar með í harða
gagnrýni sem landbúnað-
arráðuneytið mátti þola ffá
Ríkisendurskoðun nokkm
áður en Guðni tók við
lyklavöldum í ráðuneyt-
inu.
Guðni segir að þó meta
þurfi hvert mál fýrir sig,
vUji hann ekki að einstak-
ar náttúmperlur í ríkiseigu
séu seldar heldur séu
áfram í þjóðareign. Hins
vegar segist hann sannfærður um
það að á sérstökum jörðum geti fjár-
hagslega öflugir einstaklingar byggt
upp áhugaverða starfsemi sem dreg-
ur að fólk, tU hagsbóta fyrir við-
komandi byggðarlag. Hann nefnir
Málmey í Skagafirði sem dæmi þó
eyjan sé að vísu á forræði sam-
gönguráðuneytis.
„Öflugur maður sem keypti
Málmey gæti búið þar tU stórkost-
legan hlut,“ segir Guðni og bætir
viö að í raun sé ekki ástæða tU að
óttast um náttúruperlur í höndum
fjársterkra einstaklinga. „Það þarf
ekki annað en að koma aö Geysi í
Haukadal tU sjá hvað einstaklingar
geti áorkað. Menn eru bundnir af
lögum um náttúmvemd og em því
ekki frjálsir að því að gera hvað
sem er. Það er óskaplega gott að láta
þessa menn sem eiga fjármagn eyða
því tU að byggja upp eitthvað snið-
ugt fyrir þjóðina. Það er miklu betra
að það séu einstaklingarnir sem
taki það að sér heldur en að ríkið sé
að vasast í því sem það ræður Ula
við,“ segir landbúnaðarráðherra að
lokum. -GAR