Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Side 15
14
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjórí: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarrítstjóri: Jónas Maraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáaugiýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Rltstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtól við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
íslenzkur sjarmör
Norðurlandamenn hafa smám saman misst fyrri áhuga
á íslandi og því, sem þar kann að vera að gerast. í bolta-
og söngvakeppni heldur fólk með nágrönnum sínum, þar
á meðal íslendingum, þegar eigin þjóð sleppir, en gömlu
íslandsvinimir safnast smám saman til feðra sinna.
í staðinn hefur risið nýr hópur fólks, sem tengist ís-
landi órjúfanlegum böndum. Það eru eigendur íslenzkra
hesta, sem flykkjast hingað þúsundum saman á tveggja
ára fresti til að fylgjast með landsmóti hestamanna og hitt-
ast hitt árið á heimsleikum íslenzkra hesta.
Margt af þessu fólki kemur sér fyrir í áhorfenda-
brekkunni með regngalla sína og teppi, kaffibrúsa og
mótaskrá og er þar dag eftir dag frá morgni til kvölds í sex
keppnisdaga samfleytt. Þetta er um fjórðungur fjöldans,
sem við sjáum á myndum af áhorfendabrekkunni.
Áhugamenn um íslandshesta gera margt fleira. Þeir
kaupa reiðtygi og annan búnað í hestavöruverzlunum,
þeir fara í reiðtúra og hestaferðir um byggðir og óbyggðir
landsins, kaupa gúmmískó í kaupfélaginu og þeir leita að
draumahestinum til að taka með sér heim.
Um aflan heim, en mest í Evrópu, snýst líf tugþúsimda
fjölskyldna um íslenzka hestinn. Hann er þungamiðjan í
lífi þeirra, ræður frístundum þess og vinaböndum. ís-
lenzki hesturinn er áhugamál, sem heltekur fólk og ryður
öllu öðru til hliðar. íslenzki hesturinn er sjarmör.
Það er ekki nóg með, að hann hafi varðveitt fornan góð-
gang, sem horfinn er víðast annars staðar, heldur er hann
mannelskur umfram aðra hesta, ljúfur og hlaupaglaður,
svo sem bezt kemur fram í frjálsum rekstri um fjöll og
firnindi, ósnortin viðerni þessa strjálbýla lands.
Þótt íslendingar séu sjálfir aukahjól í þessu innilega
sambandi, fer ekki hjá því, að sameiginlegt áhugamál
framkafli vinabönd. í fristundum ferðast sumir íslenzkir
hrossabændur í góðu yfirlæti milli góðbúa vina sinna í út-
löndum til að endurgjalda heimsóknir tfl íslands.
Fjármagn og atvinna flæðir umhverfis þetta áhugamál.
Þótt dæmi séu um, að hrossakaupin sjálf séu undir borð-
um, er meirihluti heildarviðskiptanna uppi á borði, verzl-
un með búnað og gögn, hestaflutningar innanlands og til
útlanda, þjálfun og kennsla, ferðalög og gisting.
Hundruð ungra íslendinga starfa tímabundið á þessu
sviði í útlöndum, aðrir hafa komið sér þar fyrir og tugir
þeirra hafa keypt sér þar jarðir. Hér á landi starfa hundr-
uð erlendra ungmenna við þjálfun og umgengni við hesta.
Samanlagt er gífurleg seðlavelta í greininni.
Stjómvöld hafa fengið síðbúinn áhuga, mest að frum-
kvæði Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra og Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Risið hefur frá-
bært móts- og æfingasvæði í Víðidal við EUiðaár og sjóð-
ir hafa verið stofnaðir til framgangs greininni.
Mesta landsmót sögunnar hefur verið haldið við beztu
aðstæður í Viðidal og verður drifQöður enn frekari vina-
tengsla og viðskipta. íslenzki hesturinn mun áfram auka
kyn sitt og vinna ný lönd um allan heim, þar sem honum
verður hvarvetna tekið sem heimflisvini.
Hvort sem hestamir em fæddir í útlöndum eða í víking
frá íslandi, þá bera þeir nánast undantekningarlaust ís-
lenzk nöfn, enda er það eitt af markmiðum alþjóðasam-
bands eigenda íslenzkra hesta. Sörlar og Blesar, Vanadís-
ir og Freyjur em að breiðast út um heim.
íslenzki hesturinn heima og erlendis er sendiherra og
sjarmör landsins, sívirk auglýsing islenzkrar framleiðslu
og þjónustu, verðmæt auðlind, sem ekki þverr.
Jónas Kristjánsson
I>V
______27
Skoðun*
Skynsemi biskups
í öllu þvarginu að undan-
förnu vegna kristnitökuhá-
tíðarinnar var biskupinn sá
eini sem sýndi skynsemi.
Hann veit að fjöldi og fé
skiptir trúna engu máli.
Aðrir virtust hugsa um
sætanýtinguna að nútímas-
ið, eins og Þjóðkirkjan og
Þingvellir væru Þjóðleik-
húsið með eintóm kassa-
stykki fyrir alla fjölskyld-
una.
Þakklæti og ásökun
Trú er tengd því innsta í
kjama manns en á svo blendinn hátt
að hún er sjaldan hrein nema hjá
hræsnurum. í henni fer saman þakk-
læti til skaparans fyrir lífið en jafn-
framt ásökun vegna dauðans sem
vekur þó vonina um framhaldslíf í
faðmi guðs, sem trúaðir sætta sig
ekki við að sé mótsagnakenndur í
verki sínu.
Páfmn í Róm fyllir ekki Péturs-
torgið nema einu sinni á ævinni,
með forvitnum við andlátið, annars
er það hálftómt, þótt það sé minna en
Þingvellir. Svo lifandi lútherskur
Gudbergur
Bergsson
rithöfundur
biskup í Reykjavik má ima
vel við aðsóknina enda
sýndi hann stillingu þrátt
fyrir ágang ijölmiðlafólks
sem miðar allt við fjöl-
menni á popphátíðum.
Barið af
miskunnarleysi
Ekki sýndu réttlátir
sömu stillingu og bisk-
upinn, þeir sem þykjast
alltaf hugsa um hag fjöld-
ans. Lætin voru svo gífur-
leg í þessum faríseum og
talnabjánum að halda
mætti að á íslandi hafi aldrei verið
sóað fé af minna tilefni, þótt það sé
gert á þúsund ára fresti.
Kannski skiptir meira máli hátíðir
æskunnar fyrir utan kristnitökuhá-
tiðina, þótt þar gerðist það venju-
lega: Unglingar að láta berja sig og
berja aðra undir berum himni.
Vegna þess að þeir eru ekki barðir
heima. En lífið á eftir að berja flesta
af meira miskunnarleysi en foreldr-
arnir myndu nokkurn tímann gera.
Þá geta þau annað hvort ekkert gert
eða eru laus allra mála.
„Sem dæmi báru stúlkur krans til að varpa í Drekking-
arhyl og minna þannig á misskilning kristninnar á
sœmdinni. Sú kristna alvara bitnaði líka á karlmönn-
um, konum var drekkt, karlar höggnir. - En hvaða
krans fengu þeir frá Jafnréttisráði sagnfræðinga ? “
Stóriðjumat án leiðsagnar
Ekki er ein báran stök í stóriðju-
klúðri stjórnvalda. Á elieftu stundu
voru í vor afgreidd á Alþingi lög um
mat á umhverfisáhrifum. Mikill
þrýstingur var frá ýmsum fram-
kvæmdaraðilum að einfalda máls-
meðferð við mat á umhverfisáhrif-
um. Sett voru í lögin ákvæði um svo-
nefnda matsáætlun sem undanfara
matsskýrslu.
Á móti kom að ferlið var stytt í
hinn endann með því að felld voru
niður ákvæði um að Skipulagsstofn-
un geti úrskurðað framkvæmd í
frekara mat. Samkvæmt nýju lögun-
um verður stofnunin annaðhvort að
segja já eða nei að lokinni at-
hugun matsskýrslu.
Ekkert bólar á reglugerð
Um margt eru nýju lögin óljós
og þvi er kveðið á um það í 19.
grein laganna að umhverfisráð-
herra setji í reglugerð nánari
ákvæði um framkvæmd þeirra.
Eru sérstaklega talin upp 10 svið
þar sem reglugerðar þurfi við,
þar á meðal um framsetningu
matsáætlunar og matsskýrslu,
samráðsferlið, aðgang almenn-
ings að gögnum og kynningu á
framkvæmd og úrskurðum. í
bráðabirgðaákvæði er kveðið á um að
reglugerðin skuli sett eigi síðar en 1.
október 2000.
Sá er gallinn á þessu öliu saman, að
ekkert bólar á reglugerðinni, og ekki
er einu sinni byrjað að vinna að und-
irbúningi hennar. Umhverfisráðherra
hefur nýlega skipað starfshóp í málið,
en hann hafði ekki komið saman nú í
júlíbyrjun. Mat þeirra sem til svona
vinnu þekkja er að erfltt muni reyn-
ast að ganga frá reglugerðinni fyrir
haustið innan lögboðinna tímamarka.
Reyöarál og Landsvirkjun
byrjuö matsferli
Stærstu framkvæmdaáform ís-
landssögunnar eru á þungu skriði,
borin fram af Reyðaráli hf. og Lands-
virkjun. Bæði fyrirtækin voru farin
að vinna eftir lögunum daginn sem
þau tóku gildi, málþola að kemba
fjöll og firði austanlands og standa
við NORAL-dagskrána. í júní síðast-
liðnum hófu þau að kynna tillögur
sinar að matsáætlun og ætla innan
skamms að skila þeim formlega til
Skipulagsstofnunar. Þar á bæ hafa
menn 4 vikur til að skoða tillögum-
ar, samþykkja áætlim-
ina eða vísa henni til
foðurhúsanna í frekari
vinnslu.
Það er hér sem vand-
ræðin byrja. Lögin em
afar óljós um það hvem-
ig með tillögu að matsá-
ætlun skuli farið, bæði
gagnvart almenningi og
milli framkvæmdarað-
ila og Skipulagsstofnun-
ar. Hvaða rétt hefur al-
menningur til athuga-
semda á þessu stigi?
Hvað um aðgang að
gögnum og hvemig á að leiða ágrein-
ing á þessu stigi ferlisins til lykta?
Framhaldið er með svipuðum hætti
varðað óvissu á meðan reglugerð er
ekki til staðar.
Bíða þess að Siv vakni
Umhverfisráðherrann skrifaði
grein um nýju lögin í Morgunblaðið
27. júní og var harla ánægð með þau.
Hún minntist hins vegar ekki einu
orði á það sem við á að éta, þ.e. lög-
boðna viðamikla reglugerð sem
hennar er að setja. Alit mat á um-
hverfisáhrifum er i uppnámi á með-
an þá leiðsögn vantar og réttaróviss-
an blasir við.
Hér eiga allir sitt undir, almenn-
ingur í landinu og þeir sem undir-
búa framkvæmdir. Stóriðjumáiin
vega þar þyngst um þessar mundir
og öllu stappinu er stefnt í óvissu
eins og málum er komið. Það eitt að
ferlið er byrjað án þess vegvísarnir
séu til staðar skapar óvissu fyrir allt
framhaldið. Ef reyndi á dómskerfið á
síðari stigum gætu formgallar sem
þessir orðið þúfan sem veltir hlassi.
Hjörleifur Guttormsson
„Sá er gallinn á þessu öllu saman, að ekkert bólar á reglu-
gerðinni, og ekki er einu sinni byrjað að vinna að undir-
búningi hennar. Umhverfisráðherra hefur nýlega skipað
starfshóp í málið, en hann hafði ekki komið saman nú í
júlíbyrjun. “ - Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra.
Með og á móti
inaráták borgarinnar sem skyldi?
Betur hugsað um ketti
Ógeðfellt af borginni
A Það var farið í
JÉL . þetta átak í kjölfar
pl mikilla kvartana
borgarbúa yfir
ágangi katta og
borgaryfirvöld urðu auðvitað
að bregðast við því. Árangur-
inn af átakinu var fyrst og
fremst sá að nú er betur
hugsað um kettina i borg-
inni, kattaeigendur eru sér
betur meðvitandi um bæöi
réttindi sín og skyldur. Menn
eru sammála um að bæði hafi skrán-
ing á köttum batnað til muna og
Hrannar B.
Arnarson
formaöur umhverf-
is- og heiibrigöis-
nefndar.
bólusetningar og annað slíkt
þannig að segja má að þetta
hafi skilað sér í betri um-
hirðu og betri meðvitund
kattaeigenda um skyldur sín-
ar við dýrin. Vera má að
þessum árangri hefði mátt ná
með öðrum aðferðum og
hugsanlega kostnaðarminni
hins vegar fór stór hluti af
kostnaðinum í auglýsingar
og annað slíkt en forsendur
okkar fyrir því að fara i átak-
ið voru einmitt þær að standa al-
mennilega að kynningu.
Það er alveg
sérstakiega ógeð-
fellt að Reykjavík-
urborg skuli
standa fyrir því að
fanga ketti, sem í flestum til-
fellum eru heimiliskettir, og
rukka síðan eigendur katt-
anna fyrir að koma og sækja Júlíus VíflH veg fyrir að útigangskettir
þessa ketti sem í mörgum til- Ingvarsson gengju lausir í Reykjavík og
fellum hafa verið fangaðir á borgarfuiitrúi Sjáif- sem ekki myndi skila ár-
næstu grösum við heimili stæöisfiokksms angrj paö að villikettir séu
sin. Köttum er nauðsynlegt vandamál í Reykjavík er þar
að vera frjálsir og geta hreyft sig um fyrir utan stórlega orðum aukið.
og skoðað umhverfi sitt. Það er nátt-
úrlega fáránlegt að Reykja-
víkurborg skuli vera að fanga
svokallaða villiketti fyrir
himdrað þúsund krónur
stykkið með þessu átaki sem
margir vöruðu Reykjavíkur-
borg við að ekki væri skyn-
samleg leið til þess að koma í
U ú Reykjavíkurborg stóð fyrir fáeinum mánuöum fyrir kattahreinsunarátaki í borginni í þeim tilgangi aö fækka villiköttum.
k
Frelsi til afskiptaleysis
Yfirleitt stafar ógæfan ekki af því
að við erum ung aðeins í vissan ára-
fjölda, ekki ævilangt, heldur af
rangri, þægilegri vestrænni hugsun:
Enginn má lengur hafa vit fyrir öðr-
um. Það er afskiptasemi. Á því bygg-
ist frelsi til ábyrgðarleysis og dýrk-
unar á fiflalátum, hafa ekki trú á
neinu, taka ekkert hátíðlegt, hvorki
menn né málefni.
Talsvert var af slíku á kristnitöku-
hátíðinni. Sem dæmi báru stúlkur
krans tii að varpa í Drekkingarhyl
og minna þannig á misskilning
kristninnar á sæmdinni. Sú kristna
alvara bitnaði líka á karlmönnum,
konum var drekkt, karlar höggnir. -
En hvaða krans fengu þeir frá Jafn-
réttisráði sagnfræðinga?
Hlógu þær sem báru kransinn
þess vegna, eða álpuðust þær á rang-
an stað? Tóku þær ekkert mark á al-
vörunni og hefðu heldur átt að vera
í djöfulskapnum á Húsafelli? Kirkjan
hefði ekki drekkt þeim vegna afleið-
inganna og strákamir getað hengt
höfuðið og liminn með góðri sam-
visku á heimleiðinni til pabba og
mömmu. Guðbergur Bergsson
Ríkissjónvarpið og
skylduáskriftin
Eiður Guðnason
sendiherra ræðir um
Sjónvarpið í Rabbi Mbl.
sl. laugardag og segir
m.a.: „Undirritaður
leyfir sér í framhaldi af
þessu að halda því fram
í allri einlægni að for-
sendan fyrir nauðungaráskrift að Rík-
issjónvarpinu sé nú endanlega brostin.
Enn um sinn má réttlæta það að greiða
rekstur hljópvarpsins með skylduá-
skrift eða beint úr sameiginlegum sjóð-
um sem örugglega er hagkvæmara."
Eiður Guðnason I Rabbi
Lesbðkar Mbl. 8. júli.
Endurskoðun lífsgilda
„Það er mikil þörf á
að styrkja nýjar víddir
í íslenskri þjóðmálaum-
ræðu og íslenskum
hugsunarhætti yfirleitt
og til að gera það þarf
að fara fram gagnrýnin
endurskoðun á lífsgild-
um. Það er auðvitað fráleitt að láta
eins og efnisleg gæði séu aukaatriði,
það verða þau aldrei. Hins vegar er
fleira matur en feitt kjöt.... Og þó svo
að gildismat efnislegra gæða sé áber-
andi í samfélaginu almennt og hjá
stofnunum ríkisins, þá virðist oft stutt
í spurningar og efasemdir hjá okkur
sjálfum um hversu réttmætt þetta gild-
ismat er.“
Birgir Guðmundsson í Degi 8. júlí.
Fósturlaunin greidd
„Undanfarin ár hefur það komið æ oft-
ar fyrir, að einstaklingar hafa varið eig-
um sínum eða hluta þeirra til að láta gott
af sér leiða fyrir samferðafólk sitt, upp-
rennandi kynslóðir og þar með að sjálf-
sögðu fyrir þjóðfélagið í heild.... íslend-
ingar standa í þakkarskuld við allt það
fólk, sem af miklum eða litlum efhum vill
greiða landi sínu fósturlaunin og stuðla
þannig að betra og fegurra mannlífi. -
Framlag Jónínu S. Gísladóttur er gott
dæmi um hug og rausn þessa fólks.“
Úr forystugreinum Mbl. 8. júlí.
Skattkerfi Péturs Blöndal
„Ég vil skoða kosti
þess og galla að ein-
falda skattkerfið þannig
að allir borgi 20% stað-
greiðslu af tekjum sín-
um og vaxtabætur,
bamabætur óg sjó-
mannaafsláttur verði
felld niður. Meginhugsunin er sú, að
aðgreina skattkerfiö annars vegar og
bótakerfið hins vegar og hafa skattkerf-
ið það einfalt og skattprósentuna það
lága, að fólk geti hvorki né vilji standa
í því að svindla undan skatti."
Pétur Blöndal alþm. í viötali
í Toyotablaöinu.
Vanvitar á vegunum
Umferðarmálin eru óþrjótandi
umræðuefni. Á þeim eru nokkrar
hliðar aðrar en tæknilegar, svo sem
félagslegar og efnahagslegar eins og
nýlega hefir komið í ljós. Markmið
okkar í efnahagsmálum hefir verið
að varðveita stöðugleikann með ráð-
um og dáð. Skorin hefir verið upp
herör gegn verðhækkunum af inn-
lendum toga spunnum.
Árangurinn er misjafn
Hvergi virðist mega slaka á
klónni. Deilt er um hvemig á því
standi að á sama tíma og gengi
krónu styrkist þrátt fyrir atlögu að
henni sem hafi veikti hana um skeið
og að innflutningsverð hafi farið
lækkandi í innlendri mynt hækkar
verð innfluttra matvara á innlend-
um markarði. Sýnt er að við ramm-
an reip er að draga. Á vissum svið-
um er þó svigrúm til lækkunar
kostnaðar ef almennur vilji væri fyr-
ir hendi. Það svið snýr að ábyrgðar-
tryggingum bifreiða.
Nýleg tilkynning tryggingarfélags
um hækkun iðgjalda bifreiðatrygg-
inga hefir vakið ugg í brjósti margra
um að sú hækkun sé kornið sem
fyllti mælinn og leiði til uppsagnar
nýgerðum kjarasamningum, skriðu
kauphækkana í ljósi kostnaðar-
hækkana með afleiðingum sem öll-
um ættu að vera kunnar.
Hinn margrómaði stöðugleiki yrði
þá fyrir bí og orðið eitt goðsögn ein.
Veldisfall
Neytendum ætti að vera i lófa lag-
Kristjón Koibeins
viöskiptafræöingur
ið að hafa nokkur áhrif á
hækkun vöruverðs og
þjónustu með eftirspurn
sinni og framferði. Nær
það framferði ekki síst
til ábyrgða og húftrygg-
inga bifreiða og annarra
farartækja. Þeim rökum
var beitt gegn hækkun
iðgjalda bifreiðatrygg-
inga að þótt tjón hafi
aukist hljóti iðgjalda-
greiðslur að hafa aukist
að sama skapi vegna
fiölgunar bifreiða. Virð- “
ist slíkt liggja i augum uppi. Gagn-
rök málsins eru hins vegar þau að
aukning tjóns sé i raun meiri en
sem nemur greiddum iðgjöldum að
óbreyttri gjaldskrá, bæði vegna þess
að bifreiðar séu nýrri og dýrari í
viðgerð og fiölgun tjóna umfram
aukna bifreiðaeign.
Þannig virðist sem á milli tjóna-
tíðni og fiölda bifreiða sé ekki beint
samband heldur veldisfall. Hafi því
fiölgun bifreiða um tíu af hundraði
hugsanlega í for með sér fiölgun
tjóna er nemur fimmtán eða tuttugu
af hundraði. Reynsla þeirra sem
gera við tjónbifreiðir er sú að
einmitt á þessum tíma árs verði
árekstrar til muna harðari vegna
hraðaksturs en í ófærð og hálku
vetrar.
Spurningar vakna
Leiddar eru líkur að því að með
vaxandi bifreiðaeign séu-nú þau
tæki komin í hendur manna eða
unglinga sem kunna lítt með
þau að fara, telji sig vera færa
í flestan sjó en lenda síðan
utan vegar eftir nokkra
hringi eða í hrúgaldi inni á
vegi og megi teljast hólpnir
að halda lifi og limum þegar
haft er í huga að ýmsir öku-
menn virðast telja að hraða>-
takmarkanir á íslandi miðist
við mílur en ekki kílómetra.
Á hvern hátt annan verður
það skýrt að árekstur verði
milli tveggja bifreiða beggja á
leið í vesturátt með þeim
hættti, að önnur bifreiðin stór-
skemmist en hin lendi utan vegar
eftir að hafa farið heilan hring og
fiórðungi betur?
Líkar spurningar vakna við akst-
ur á nýlagðri klæðningu þar sem
brýnt er fyrir ökumönnum að aka
ekki hraðar en á 50 kilómetra hraða -
vegna þess að sá hraði þjappi
klæðningunni niður en meiri hraði
spæni hana upp þegar þeir verða
fyrir því að fá yfir sig grjóthrfð frá
bifreiðum sem koma á ofsahraða úr -r
gagnstæðri átt eða geysast fram úr
eins og ef ökumenn þeirra ættu lifið
að leysa.
Ástæðulaust ætti að vera að
lækka '-Jxjgbundinn hámarkshraða
ökutækja en full þörf hlýtur að vera
að kanna hverju aukið umferðareft-
irlit getur komið til leiðar til að
fækka tjónum og þar með spoma
gegn frekari hækkun iðgjalda bif-
reiðatrygginga.
Kristjón Kolbeins
hlýtur að vera að kanna hverju aukið umferðareftirlit getur komið til leiðar til að
fækka tjónum og þar með spoma gegn frekari hækkun iðgjdlda bifreiðatrygginga. “
r