Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Blaðsíða 25
37
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 _____________________________________________________________________________________________________
3>V Tilvera
Hroll vek j ugrín-
ið sló í gegn
Fjórar kvikmynd-
ir báru af í aðsókn
um helgina i Banda-
ríkjunum. Langvin-
sælasta kvikmyndin
var grínhrollvekjan
Scary Movie, sem
Keenan Ivory Wa-
yans gerir ásamt
bræðrum sínum,
Marlon og Shawn,
með góðri aðstoð
Jon Abrahams
(Airplane, Naked
Gun). Tók hún inn
rúmar 42 milljónir dollara og þetta
er hvorki meira né minna en mesta
aðsókn á þremur dögum það sem af
er árinu. Þeir bræður geta þvi bros-
að breitt þessa dagana. í Scary
Movie, sem fyrst og fremst er beint
að táningum, er verið að gera grín
að vinsælustu hrollvekjum síðustu
ára. Má sjá atriði sem minna á at-
riði í Scream, I Know What You Did
Last Summer,
The Blair
Witch Project,
The Sixth
Sense og The
Matrix. The
Perfect Storm
heldur áfram
að gera það
gott og einnig
breska teikni-
myndin Chic-
ken Run sem
DreamWorks
tók að sér á
framleiðslustigi en vinsældir þeirr-
ar myndar hafa komið mjög á óvart.
Verður hún þegar upp er staðið vin-
sælasta teiknimyndin sem Drauma-
smiðjan hefur gert. Aðstandendur
The Patriot eru ekki eins kátir.
Þrátt fyrir sæmilega aðsókn er þetta
ekkert í líkingu við það sem þeir
gerðu sér vonir um.
Chicken Run
Vinsældir þessarar hugljúfu og
skemmtilegu kvikmyndar hafa komið
verulega á óvart.
HELGIN 7. til 9. júlí
ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA.
SÆTI FYRRI VIKA TITILL (DREIFINGARAÐILI) HELGIN : INNKOMA ALLS: FJOLDI BÍÓSALA
O _ Scary Movie 42.346 42.346 2912
Q 1 The Perfect Storm 27.118 100.195 3407
O 2 The Patriot 15.420 65.457 3061
O _ Disneys’s the Kid 12.687 12.687 2167
O 4 Chicken Run 9.938 63.688 2901
O 3 Me, Myself & Irene 8.417 67.429 2996
o 6 Shaft 4.117 62.020 2262
o 7 Big Momma’s House 4.069 103.641 1926
o 5 Rocky and Bullwinkle 3.933 16.074 2482
0 8 Gone in 60 Seconds 3.608 86.540 1871
© 9 Mission: Impossible 2 3.287 204.013 2057
© 10 Gladiator 2.028 173.971 1210
© 11 Dinosaur 664 131.915 849
© 12 Boys and Girls 542 19.561 874
© 15 Road Trip 439 66.238 607
© 16 Fantasia 2000 388 58.333 1279
© 13 Titan A.E. 380 21.513 728
© 14 Shanghai Noon 376 54.268 411
© 18 Sunshine 357 1.654 98
© 17 Michael Jordan to the Max 353 6.970 50
Beinasafnarinn
í efsta sætið
í góða veðrinu und-
anfarnai' vikur hefur
ekki verið mikil að-
sókn í kvikmyndahús-
in og þetta góða veður
hefur einnig haft áhrif
á myndbandaleigum-
ar þó ekki sé það í
sama mæli og I kvik-
myndahúsunum. Út-
gáfa var með minnsta
móti í síðustu viku og
er enginn hástökkvari
á myndbandalistanum
þessa vikuna. Það er
samt nokkuð um
sætaskipti og Beina-
safnarinn (The Bone
Collector) leysir End
og Days af í efsta sæti
listans. Um er að
ræða spennumynd
með Denzel Was-
hington og Angelinu
Jolie í aðalhlutverk-
um. Washington leik-
ur lögreglumann sem
bundinn er við rúm-
ið. Vegna sérkunn-
áttu hans er hann
fenginn til að leita
uppi raðmorðingja.
Fjarstýrir hann Jolie
sem fenginn er hon-
um til aðstoðar. Til
gamans má geta þess
að hin vinsæla kvik-
mynd The Sixth Sen-
se hefur nú verið þrjá
og hálfan mánuð á
myndbandalistanum.
Summer of Sam
Nýjasta kvikmynd Spike Lee hækkar sig um eitt
sæti á listanum.
FYRRI * VM - rV- VIKUR
SÆTI VIKA TTTILL (DREIFINGARAÐILI) ÁUSTA
| 2 The Bone Collector (skífan) 2
\ 1 End of Days (sam-myndbönd) 3
j 3 The World Is Not Enough (skífan) 5
1 5 Summer of Sam (sam-myndbönd) 2
Q 4 Fight Club (skífan) 6
l 6 Fucking Ámál (háskólabíó) 3
1 © 7 House on the Haunted Hill (skífanj 4
1 Q 8 Random Hearts iskífan) 7
j © 9 Mystery Men (sam-myndböndi 4
11 Bowfinger (sammyndbönd) 8
10 The Thomas Crown Affair (skífan) 9
12 Stir of Echoes (sam-myndbönd) 8
13 Idioterne (háskólabíó) 5
14 The Girl Next Door (háskólabíó) 6
16 Next Friday imyndform) 10
17 Deep Blue Sea (sam-myndbönd) 9
20 Breakfast of Champions isam-myndbönd) 7
18 The Sixth Sense (myndform) 14
NOOSe (HÁSKÓLABÍÖ) 1
20 Blue Streak (skífan) 12
Tígri í góöum félagsskap
Það voru hressir og kátir krakkar sem tóku á móti verðlaunum í smásagnasamkeppni Krakkaklúbbs DV, ÍTR og
Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur um síðustu helgi.
Smásagnasamkeppni Krakkaklúbbs DV og ÍTR:
Hjálpum Tígra að
komast í gott form
Það var mikið um dýrðir í anddyri
sundlaugarinnar í Laugardal um helg-
ina þegar Tígri, lukkudýr Krakka-
klúbbs DV, og Crayola-karlinn mættu
á staðinn til þess að veita sigurvegur-
um í smásagnasamkeppni sem haldin
var meðal grunnskólanema á aldrin-
um 6 til 12 ára. Það voru auk Krakka-
klúbbsins ÍTR og Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur sem stóðu að keppninni
og var yfirskrift keppninnar „Hjálp-
um Tígra að komast í gott form“.
Krakkar á öllum aldri tóku vel við
sér og alls bárust um 1500 sögur í
keppnina og dómnefnd hafði því í
nógu að snúast að velja fimmtíu bestu
sögumar. Smásögumar verða gefnar
út í einni bók, Tígrabókinni, sem
kemur út í haust.
Vinningshöfundamir hlutu veglega
vinningar frá Pennanum en aðalvinn-
ingarnir voru bakpokóu og aukavinn-
ingar Crayola-leikíong.
Hlaðin verö-
iaunum
Crayola-karl-
inn og Tígri *
veifa ásamt
krökkunum
sem voru
hlaðin vegleg-
um verðlaun-
um.
DV-MYND Jl
Gísli Sverrir Árnason, forstöðumað-
ur sýslusafnsins.
Hann segir aðsókn að menningar-
miðstöðinni í Pakkhúsinu hafa auk-
ist mikiö og eins að byggðasafninu í
Gömlubúð.
Sýning á mynd-
um Ásgríms
DV, HÓFN í HORNAFIRÐI:
Nýlega var opnuð í Pakkhúsinu á
Höfh sýning á málverkum Ásgríms
Jónssonar listmálara. Flestar mynd-
imar eru úr Homafirði en sumariö
1912 dvaldi Ásgrímur um mánaðar-
tíma í Homafirði og heillaðist af
landslaginu, jöklunum og þeirri sér-
kennilegu birtu sem myndast frá
jöklunum og endurskini hennar í
vatninu. Umhverfi-Stórulágar var
honum sérstaklega hugleikið, með
Hornafjarðarfljót og jöklana í bak-
sýn. Ásgrímur var fyrsti íslenski
listmálarinn sem gerði myndlistina
að aðalstarfi og var um tíma sá eini
sem helgaði sig myndlistinni.
Það er Sýslusafn Austur-Skafta-
fellssýslu sem stendur fyrir sýning-
unni sem verður opin allan júlímán-
uð. -JI
TILBOÐ VIKUNNAR:
Range Rover Vogue SE 1994.
Með öllum aukahlutum. Verð 1.590.000.
Range Rover 4,6 HSE, 9/99, 15.000 km.
Fullbúinn á 18“ hjólum. Verð 4.950.000.
Range Rover 2,5 DT, 9/97, 56.000 km.
Sjálfskiptur/dísil. Verð 3.490.000.
Rover 416 Sj 12/97, 10.000 km.
Sjálfskiptur m/leðuráklœði o.fl.
Verð aðeins 1.150.000.
Aðrir úrvalsbflar fáanlegir.
Upplýsingar hjá BSA, Skemmuvegi 6,
eða í síma 587 1280.
.................Illll I l'IWM—BE