Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Blaðsíða 11
11
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
py___________________^ZZZ~ZZZZZZZZ^^ZZ^ útiönd
Byggingaverktakar
- Járnabindingamenn.
Hundraða enn saknað eftir aurskriður á Filippseyjum:
Ezer Weizman.
Forseti ísraels var grunaöur
um mútuþægni.
Forseti ísraels
segir af sér
vegna þrýstings
Ezer Weizman, forseti ísraels, lét
í gær undan þrýstingi og sagði af
sér vegna peningahneykslis. Sendi
Weizman, sem er orðinn 76 ára, af-
sagnarbréf sitt til forseta þingsins
þremur árum áður en kjörtímabil
hans rennur út.
Weizman var nýlega yfirheyrður
af lögreglunni vegna gruns um að
hann hefði þegið hundruð þúsunda
dollara frá franska auðkýfingnum
Edouard Saroussi á árunum 1988 til
1993 þegar hann var þingmaður og
ráöherra. Weizman var þó ekki
ákærður.
Árið 1979 var Weizmann einn höf-
unda friðarsamkomulags ísraela og
Egypta. Var það fyrsta friðarsam-
komulag ísraela við arabaland. Ári
seinna sagði hann af sér ráöherra-
embætti í stjórn Begins vegna þess
hversu hægt friðarviðræðumar við
Pcilestínumenn gengu.
Þakkarvottur
Jóhannes Páll páfi II tekur hér viö málverki aö gjöf, máluöu af föngum, og táknar þaö páfa og kirkju sem verndara
mannkyns á erfiöum tímum á undangenginni öld. Athöfnin fór fram í Regina Coeli-fangelsinu í Róm.
Einkaumboð
á íslandi:
Herinn horfði á
morð á bændum
Grímuklæddir byssumenn, sem
taldir eru félagar í hægri sinnaðri
dauðasveit í Kólumbíu, myrtu á
laugardaginn sex bændur, nálægt
þorpinu San Jose de Apartado, á
meðan herþyrla sveimaði yfir.
Hermenn voru einnig á göngu í
nágrenninu, að því er kirkjusamtök
greindu frá.
KYNNUM „U-TIER“
SJÁLFVIRKA JÁRNBINDIVÉL
FRÁ J.A.M. í JAPAN.
• Auðveld í notkun.
• Hraðvirk.
• Vegur aðeins 2,5 kg.
• Tvær gerðir (styttri og lengri gerð).
Vélin hleður,
vindur vírinn um jámið
og klippir, allt í sömu
aðgerðinni sem tekur
aðeins 2 sekúndur.
EHF.
71 lík grafið undan
ruslahaugum í Manila
Hermenn og björgunarmenn sem
hafa leitað að fólki í ruslahaugun-
um í Manila á Filippseyjum sem
skriðu fram segjast hafa fundið 71
lík og eygja litla von um að fmna
einhverja fleiri á lífi. Ruslahaugarn-
ir ganga undir nafninu „Fyrir-
heitna landið".
Hundraða manna er enn saknað
og óttast að þeir liggi einhvers stað-
ar undir tonnum af rusli og drullu
sem hrundi á mánudagmorgun á fá-
tækraþorp sem er í og við rusla-
hauginn.
„Þar til síðdegis í gær gátum við
enn heyrt í fólki sem var að kalla á
hjálp, en í gærkvöld heyrðum við
ekkert meir,“ sagði yfirmaður í
björgunarsveitunum, Adela Pamat.
„Meira að segja ættingjarnir eru
á því að allir séu látnir. Ég er einnig
á því að allir séu látnir,“ sagði Pa-
mat enn fremur.
Einum íbúanna viö ruslahauginn bjargaö eftir aö hundruö grófust undir rusli.
Um 100 manns slösuðust þegar
um einn hektari af 10 hektara rusla-
haug í úthverfl Manila féll saman
eftir að hafa verið gegnsósa af rign-
ingarvatni en undanfarna daga hef-
ur fellibylurinn Kai-Tak riðið yfir
eyjarnar.
Meira en hundrað kofar og íbúð-
arhús sem standa fyrir neðan rusla-
hauginn sem gnæfir yfir þeim urðu
undir rusli og eðju þegar rigningar-
vatn orsakaði aurskriðu sem féll á
þorpið. Hundruð björgunarmanna
og hermanna leituðu í alla nótt að
fólki sem kynni að vera á lífi undir
ruslinu og notaði rafstöðvar og
vasaljós til að lýsa sér leið um leið
og þeir grófu ofan í rulsið.
„Við fundum bara látið fólk,“
sagði ónefndur liðsstjóri í hernum.
„Við höfum enn sem komið er eng-
ar nákvæmar tölur yfir þá sem eru
týndir."
Watson rekinn úr
höfninni í Færeyjum
Hvalavinurinn Paul
Watson og áhöfn hans um
borð í flaggskipi Sea
Shepherdsamtakanna, Oce-
an Warrior, sigldu í gær-
kvöld inn að höfninni í
Þórshöfn í Færeyjum. Skip-
ið sneri hins vegar við þeg-
ar tveir gúmmíbátar og
hraðbátur, frá færeysku
strandgæslunni og lögregl-
unni, að því er talið er,
stefndu að hinum óboðna
gesti. Annar gúmmíbátanna
sigldi við hlið skips hvalavinanna á
leið út. Lögreglan og fjöldi íbúa
Þórshafnar fylgdist með atburðun-
um á hafi úti.
Fyrr um daginn hafði þyrla
danska sjóhersins flogið
mörgum sinnum yfir Ocean
Warrior en það var ekki
fyrr en skipið var komið í
hafnarmynnið sem látið var
til skarar skríða.
Færeyingar hafa verið
hvattir til að sýna stillingu
og láta Paul Watson að
mestu afskiptalausan. Fær-
eyingar líta svo á að þó að
hann segist kominn til Fær-
eyja til að stöðva grinda-
dráp sé hann fyrst og fremst
að auglýsa sjálfan sig.
MikiU viðbúnaður er þó vegna
mögulegra átaka. Eru læknar í Dan-
mörku reiðubúnir til að veita þjón-
ustu í Færeyjum komi til alvarlegra
átaka milli lögregluyfirvalda og her-
skárra umhverfisvemdarsinna um
borð í Ocean Warrior.
Mannekla er á sjúkrahúsinu í
Færeyjum vegna sumarfría. Lækn-
ar hafa þó verið beðnir um að vera
viðbúnir útkalli.
„Við vitum um dvalarstað þeirra
lækna sem eru í fríi. Þeir læknar
sem eru i fríi i Færeyjum eiga á
hættu að vera boðaðir á vettvang
reynist það nauðsynlegt," segir
Hans Jacob Simonsen, yfirlæknir á
sjúkrahúsinu, í viðtali við
Ritzaufréttastofuna.
Færeyska sjónvarpið, sem venju-
lega sendir ekki út fréttir um helg-
ar, var með sérstaka útsendingu að-
faranótt mánudags frá stöðu mála.
Paul Watson.
Rekinn úr
höfninni í
Færeyjum.
VIÐGERÐIROGVIÐHALD.
fnmMVirkjaw.okliar.fagll
Húsaklæðningj
notar MCI/VCI |
!,viðgerðarefnin frá
rCortecsememy
■iso^ooifl
gæðavöttuð;
ISÖ9001 er
fSértiœfð]
[vinnubrögð'íi
\sprungu^iekam ogj
finúrviðgefðum]
alþjóðlegur staðall
um gæðakerfi sem
tryggir þér fyrsta
flokks vöru.
HÚSAKLÆÐNING ?
S 555 1947 • F 555 4277 • 894 0217