Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2000, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 Frettir Nýjar tugmilljóna vélar Nesbús anna tvöfaldri eggjamassaeftirspurninni: Höfum ekki beðið um neina tollavernd - en útilokum hana ekki, segir framkvæmdastjóri Nesbús Stríð um eggjarauður Islensk majónesframleiðsla byggir á innfluttum eggjarauöum. Verður majónesið alíslenskt og miklu dýrara meö haustinu? „Við höfum ekki beðið um neina tollavernd þótt við útilokum ekkert í þeim efnum. Allt sem við höfum gert er að senda landbúnaðarráðuneytinu fyrirspum um heildarinnflutning á eggjum og eggjavöram og um það hvernig tollum hafi verið háttað," seg- ir Bjöm Jónsson, framkvæmdastjóri Nesbús á Vatnsleysuströnd. Bjöm vís- ar þar með á bug fréttum þess efnis að Nesbú hafl óskað eftir því við land- búnaðarráðuneytiö að innheimtur verði tollur á erlendum eggjamassa til að tryggja samkeppnishæfni væntan- legrar framleiðslu Nesbús. Fyrirtækið hefur fest kaup á nýrri tugmilljóna króna vélasamstæðu til eggjamassa- framleiðslu og hyggst gangsetja hana i sumarlok. Vélarnar gerilsneyða eggja- hvítur og eggjarauður og geta sett í þær ýmis íblöndunarefni. Þreföldun verðsins Björn segir talsverða offramleiðslu vera á eggjum hérlendis og því séu menn nú að leita leiða til að framleiða nýjar vörutegundir úr eggjunum. Eggjamassinn sem um ræðir er úr gerilsneyddum eggjarauðum en árlega munu á bilinu 170 til 180 tonn af þess- ari vöru vera flutt til landsins. Eggjamassinn er notaður til ýmiss konar majónes- og salatsósugerðar. Samkvæmt upplýsingum frá H Ólafs- syni & Bemhöft, sem flytur inn á bil- inu 70 tfl 80 tonn tfl landsins á ári, er útsöluverð heildsölunnar tO stórra framleiðenda nú um 250 krónur. Ann- ar stór innflytjandi er Gunnars Majónes. Þessir framleiðendur njóta nú undanþágu frá ákvæðum um magntolla og vörugjald og samkvæmt upplýsingum frá H Ólafssyni & Bem- höft myndi útsöluverð á eggjamassa hérlendis aOt að því þrefaldast væra þessir toOar og gjöld lögð á af fuOum þunga. Skúli segir augljóst hversu nei- kvæð áhrif þess yrðu á majónes- og salatsósuframleiðendur sem nú þegar etji kappi við ódýra framleiðslu er- lendis frá. 70 milljóna tollur Vegna sumarfría hjá landbúnaðar- ráðuneytinu reyndist ekki unnt að fá nákvæmar upplýsingar um innflutt magn og toOareglur. Samkvæmt því sem næst verður komist myndi það hafa í for með sér um 70 miOjóna króna álögur miðað við 180 tonna inn- flutning væra núverandi undanþágur afnumdar og núverandi reglum um magntoO og vöragjald fylgt út í æsar. Framleiðslugeta hinnar nýju véla- samstæðu Nesbús er að sögn Björns á bOinu 300 tO 400 tonn. Bjöm Jónsson segir fyrirtækið hafa gert lauslega könnun á verði seldra, innfluttra eggjavara og að samkvæmt henni muni framleiðsla Nesbús verða sam- keppnishæf í verði, jafnvel að óbreyttu toOaumhverfi. „Okkur sýnist það - þó með fyrirvara um það að okkur vant- ar enn nánari upplýsingar frá land- búnaðarráðuneytinu," segir hann. Auk eggjarauðunnar feOur augljós- lega til mikið magn eggjahvítu en Bjöm segir ágætan markað vera fyrir hana og að hún sé notuð við ýmiss konar matvælagerð. Samkvæmt heimfldum DV mun eggjaframleiðslufyrirtækið VaOá hafa í hyggju að hefja framleiöslu eggjamassa verði vemdartoOamir innheimtir og fari framleiðsla Nesbús i gang. -GAR Forseti í Strandasýslu: Sterkir Strandamenn og lambakjöt Opinber heimsókn Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands, um Strandasýslu hófst í gær og lýkur heimsókninni í kvöld. För forsetans liggur vlða um sýsluna og í gær fékk hann höfð- inglegar móttökur hvar sem leið hans lá. Forsetinn dásamaði and- legan og líkamlegan styrk Stranda- manna og ræddi við þá um nauð- syn þess að viðhalda byggð á Ströndum. Hann fór um Hrúta- fjörð, kom í kaupfélagið á Óspaks- eyri þar sem hann heimsótti minnsta kaupfélag landsins og þar var honum gefið lambakjöt sem mun verða notað sem veislumatur á Bessastöðum, m.a. þegar forseti Finnlands sækir íslands heim síð- ar á árinu. Þá lá leið forsetans til Hólmavikur en í dag liggur leið hans m.a. tO Djúpuvíkur og Tré- kyllisvíkur. -gk I Hrútafrröi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, gengur um kirkjuhliö Prestbakkakirkju í Hrútafirði í heimsókn sinni þar í gær. Reykblys og skothylki á gömlu svæði varnarliðsins: Sprengjusérfræðingar stöðvuðu landgræðslu í Krýsuvík UngOngar sem unnu að landgræðslu í Krýsuvík á vegum Landgræðslunnar fundu tóm skothylki og hálfbrannið reykblys á svæðinu í gærmorgun. „Unglingamir vora að stinga upp moldarbörð þarna og þá komu í ljós tómar patrónur og eitt reykblys sem þyrlur varpa út tO þess að sjá vindátt," sagði Sigurður Ásgrímsson, sprengju- sérfræðingur Landhelgisgæslunnar. „Þetta svæði, og meira eða minna aOt Reykjanesið, er náttúrlega gamalt æf- ingasvæði Bandaríkjahers." Sigurður sagði að þar sem skothylk- in vora tóm hafi engin hætta stafað af þeim og hættan sem stafaði af reyk- blysinu hafi verið mjög lítO, þar sem það var hálfbrannið. Hann bætti því við að skothylkin gætu verið frá seinni heimsstyrjöldinni en reykblysið er nýrra. Talsvert er um að skothylki og sprengjuefni finnist á Krýsuvikur- svæðinu, en þó hefur það farið minnk- andi á síðustu áram. Eftir fundinn hættu unglingarnir störfum og hafa sprengjusérfræðingar Landhelgisgæsl- unnar lagt tO að svæðið verði ekki grætt í bOi. Leitaö vel „Það er búið að leita mjög vel að sprengiefrii á svæðinu. Bandaríski her- inn er búinn að fara nokkra stóra leið- angra i samvinnu við okkur. Sum þess- ara svæða eru merkt tO þess að vara við þessu. En það finnst aOtaf eitthvað á hverju ári,“ sagði Sigurður. -SMK Hlutl af sprengjunni sem fannst í gær. Húsbréfavexti á leigulán Allt bendir til að vextir lána til byggingar félagslegs leiguhús- næðis hækki upp í húsbréfavexti sem þýðir miklu hærri leigu nema gripið verði til annarra að- gerða. Dagur sagði frá. Tjáir sig ekki um Guðna Jón Kristjáns- son, formaður fjárlaganefndar Alþingis og flokks- bróðir Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra, segist ekki vilja tjá sig um hug- myndir Guðna um afnám matar- skatts. Dagur sagði frá. Skálmöld við Leifsstöð Formaður Frama óttast að verði ekki gripið í taumana geti skálmöldin við Leifsstöð endað með að farið verði að vara feröa- menn við íslenskum leigubílstjór- um. Dagur sagði frá. Frítt í göngin 2012? Frá því Hvalfjarðargöngin voru opnuð fyrir tveimur árum hafa tvær milljónir ökutækja ekið um göngin eða tvöfalt fleiri en áætlað var. Endurgreiðslu lána vegna ganganna verður jafnvel lokið árið 2012 en þá gæti orðið ókeyp- is í göngin. Dagur sagði frá.. Mega losa í sjóinn Umhverfisráðuneytið hefur veitt Svínabúinu Brautarholti ehf. á Kjalarnesi tímabundna heimild til þess að losa úrgang frá búinu í sjó. Leyfið, sem var veitt þann 29. maí síðastliðinn, gildir til nóvemberloka. Mbl. sagði frá. Áhugi á Bryggjuhverfi Hugmyndum tveggja fyrirtækja um skipulagningu og uppbyggingu nýs 2500 íbúa hverfis í Garðabæ, svokallaðs Bryggjuhverfis, var vel tekið á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær, að sögn Ingimundar Sigur- pálssonar bæjarstjóra. Mbl. sagði frá. Áfangasigur Skipulagsstjóri vfll að Mývatn verði kortlagt nánar með tilliti til vistkerfis vatnsins og ýmsir rannsóknarþættir dregnir saman og auknir. Eigi að síður er þaö mat framkvæmdastjóra Kísiliðj- unnar að fyrirtækið hafi unnið sögulegan áfangasigur með skil- yrtu vinnsluleyfi Skipulagsstjóra. Dagur sagði frá. Náttúruperlur ekki seidar „Vegna viðtals við mig í DV í gær vil ég að það komi skýrt fram að ég er þeirrar skoðunar að ein- stakar náttúruperlur í ríkiseigu séu áfram í sameign þjóðarinn- ar,“ segir Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra, sem viU koma því á framfæri að það sé rangt sem stendur á forsíðu DV í gær að vilji hans standi til þess að auðmenn geti eignast nátt- úruperlur sem nú eru eign ríkis- sjóðs. Hærri húsaleigubætur Nefnd, sem skip- uð var af félags- málaráðherra í ágúst 1998 til þess að rannsaka leigu- markað og leigu- húsnæði, leggur til að ríki og sveit- arfélög breyti fyr- irkomulagi á aðstoð hins opin- bera í húsnæðiskerfinu. Mbl. sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.