Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2000, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2000, Side 15
14 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Er gamli tíminn liðinn? Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að gamli tíminn sé liðinn í landbúnaðarráðuneytinu. Vonandi að rétt væri, en margt bendir hins vegar til annars, þó vissulega sé ráðherrann að boða nýja tíma í jarðamálum ríkisins. í viðtali við DV síðastliðinn þriðjudag boðar Guðni Ágústsson sölu á ríkisjörðum - þær á að selja hæstbjóðanda. „Sama er að segja um þegar leigja á jörð, að hana verður að auglýsa - gamli tíminn er alveg liðinn hér,“ er yfirlýsing ráðherra en forveri hans í starfi fékk þungar ákúrur fyrir hvernig haldið var á jarðamálum í ráðherratíð hans. Fagna ber þessari stefnu landbúnaðarráðherra sem virð- ist skilja betur en margir aðrir að einkaaðilar eru betur til þess fallnir en hin kalda hönd rikisins að eiga jarðir. „Það er afskaplega gott að láta þessa menn sem eiga fjármagn eyða því til að byggja upp eitthvað sniðugt fyrir þjóðina. Það er miklu betra að það séu einstaklingamir sem taki það að sér heldur en að ríkið sé að vasast í því sem það ræður illa við.“ Allt er þetta rétt og satt hjá Guðna Ágústssyni og vonandi mætir hann ekki misskilinni pólitískri andstöðu innan rík- isstjórnarinnar og ríkisstjórnarflokkanna. Ástæða er hins vegar til að óttast að innan beggja stjórnarflokkanna séu aft- urhaldsöflin enn sterk. Þegar kemur að jarðamálum virðast gamlir tímar vera að baki í landbúnaðarráðuneytinu, en gamlir draugar sveima enn yfir öllu öðru er undir ráðuneytið heyrir. Landbúnað- arráðherra, sem nú segist fulltrúi nýrra tíma, er í full- kominni alvöra að hugleiða að setja sérstaka verndartolla á gerilsneyddan eggjamassa vegna þess að einhverjum hefur dottið í hug að framleiða gerilsneyddan eggjamassa sem hingað til hefur verið fluttur inn. Ekki mun það stuðla að lækkun vöruverðs hér á landi. Sannleikurinn er sá að Guðni Ágústsson og ríkisstjómin öll situr á púðurtunnu. íslenskir neytendur láta ekki öllu lengur traðka á sér eins og gert hefur verið með skipuleg- um hætti undanfarna áratugi. Það dugar ekki fyrir landbún- aðarráðherra að benda á virðisaukaskatt og möguleika þess að lækka eða jafnvel fella niður virðisaukaskatt á matvöru til að lækka verð þeirra. Svimandi hátt verð á matvöru hér á landi skýrist ekki af háum virðisaukaskatti né heldur meintri fákeppni á mat- vörumarkaði. Hátt verð er bein afleiðing af landbúnaðar- stefnunni sem allir stjórnmálaflokkar hafa tekið þátt í að móta. Staðreyndin er sú að það eru allt of margir að fram- leiða matvæli fyrir allt of fáa. Dugnaðarforkar - stórhuga bændur - eru skipulega dregnir niður í svað meðalmennsk- unnar. Mannauði er skipulega sóað og fjármunum hent eða þeir illa nýttir. Þess vegna er matvælaverð hér á landi hærra en í öðrum löndum og hærra en neytendur sætta sig lengur við. Ríkisstjórnin getur leitað sér skjóls tímabundið í því að óska eftir sérstakri rannsókn hjá Samkeppnisstofhun á verð- myndun á matvörumarkaði. Ekki þarf mikla pólitíska visku til að geta sér til um hver óskasökudólgurinn á að vera. En rannsókn af þessu tagi skiptir engu ef ekki er vilji til að ráð- ast að rót vandans, sem er landbúnaðarkeríið sjálft. Ef Guðni Ágústsson ætlar að standa við yfirlýsinguna um að „gamli tíminn sé alveg liðinn“ í landbúnaðarráðuneytinu verður hann að bretta upp ermarnar og hefja skipulegan uppskurð landbúnaðarkerfisins og þar ætti hann að hafa sömu trú á einstaklingnum og getu hans og hann segist hafa þegar kemur að eignarhaldi jarða. Óli Björn Kárason I>V Skoðun Gífuryrði biskupanna Hafsteinn Þór Hauksson laganemi Fræg eru orðin um- mæli núverandi bisk- ups, hr. Karls Sigur- björnssonar, um að eins gróði sé alltaf annars tap. Að sjálf- sögðu væri lítið um viðskipti ef þessi kenning hans stæðist. Tilefni þessara skrifa eru þó ekki þessi um- mæli enda hafa þau verið leiðrétt með fullnægjandi hætti, m.a. á síðum þessa blaðs. Það eru ummæli annars manns sem valda þvi að þessi grein er skrif- uð. En sá maður er faðir fyrmefnds biskups og sjálfur fyrrum biskup, hr. Sigurbjöm Einarsson. Gagnrýnin á kristnihátíðina í frétt DV þann 4. júlí er reifuð gagnrýni sem heyrst hefur í tengsl- um við kristnihátíðina sem fram fór á Þingvöllum. Þar er talað um þær háu fjárhæðir sem settar voru í há- tiðina o.s.frv. Að þvi loknu er svo biskupinn fyrrverandi inntur eftir viðbrögðum og þau láta svo sann- arlega ekki á sér standa. Fráleit orð hr. Sigurbjörns Sigurbjöm segir um þær gagn- rýnisraddir sem blaðamaður DV reifaði: „Sumt af því sem hefur verið birt á opinberum vettvangi minnir á það allra versta sem verstu nasistar og kommúnistar höfðu fram að færa á sínum tíma.“ Þessi ummæli eru ótrúleg. Þarna er gagnrýnendunum likt við — mestu morðhunda 20. aldarinnar og raunar mannkynssögunnar allrar. En þau eru ekki bara móðgun og gróf aðför að þeim sem gagnrýnt hafa framkvæmd kristnihátíðar. Ummæli biskups eru ekki síður særandi fyrir það fólk sem þurfti að þola ofsóknir og voðaverk nasista og kommúnista. Það fólk þurfti að þola miklu meiri hörmungar og líða þúsundfaldar þján- ingar á við þau óþægindi sem kirkjan á íslandi hefur mátt þola vegna gagn- rýni í kjölfar kristnihátíðar. Höfum stjórn á orðum okkar Auðvitað láta menn ýmislegt flakka í hita leiks- ins. Og ég efa það ekki að ef hr. Sig- urbjöm dustar rykið af sögubók- unum sínum sér hann, að boðskap- ur gagnrýnenda kristnihátíðar er ekki jafn myrkur og „það allra- versta sem verstu nasistar og komm- únistar höfðu fram að færa á sínum tíma“. Það er hins veg- ar eðlileg krafa að menn vandi mál sitt þegar þeir taka þátt í opin- berri umræðu. Og þessi krafa verður síst léttvægari þegar um er að ræða menn sem sinna biskupsemb- ætti. Hafsteinn Þór Hauksson „Ummœli biskups eru ekki síður særandi fyrir það fólk sem þurfti að þola ofsóknir og voðaverk nasista og kommúnista. Það fólk þurfti að þola miklu meiri hörmungar og líða þúsundfaldar þjáningar á við þau óþægindi sem kirkjan á Islandi hefur mátt þola. “ - Sigurbjöm Einarsson biskup. Eftir kristnihátíð Þá er kristnihátíð á Þingvöllum af- staðin. Það sem eftir lifir eru ljúfar minningar okkar sem vorum á staðnum og umræðan um hvemig til tókst. - Það sem við minnumst em tveir dýrlegir dagar í góðu veðri á frábærum stað, góður aðbúnaður, gott andrúmsloft og vönduð dagskrá sem hver og einn tók þátt 1 að eigin vild. Sumir sátu límdir við senurnar. Aðrir röltu um Vellina og nutu stemningarinnar. Margir busluðu mest í Öxará og hafa e.t.v. farið ánægðastir heim. Verðug hátíð Umræðan eftir hátíðina gegnir líka mikilvægu hlutverki. Það er hvorki réttmætt að bregðast við henni með gífuryrðum né drekkja henni í yfirdrifinni nei- kvæðni. Auðvitað þarf hátíð á borð við þessa gagnrýni sem dregur fram bæði kosti og galla. Þegar á heildina er litið tókst að halda verðuga hátíð af miklu tilefni. I dagskránni ófust saman trúarlegir þættir og menningar- legir sem sumir höfðu lítið með kristni að gera eins og t.d. íslensk glíma. En var þetta ekki rökrétt blanda miðað við aðstæður? Síðustu 1000 ár hafa kristni og þjóðleg menning lifað hlið við hlið í þessu landi og hvor mótað hina í þeim mæli að ekki er alltaf Hjaiti Hugason prófessor ljóst hvor er hvað. Álitamálin sem hátíðarhaldið skilur eftir eru samt mörg en hér skulu að- eins nefnd tvö. Ósveigjanleiki i skipulagi Hið fyrra felst í ósveigjan- leika í skipulagi og framkvæmd sem óneitanlega kom í ljós. Flestir hafa nefnt umferðarmál- in í þessu sambandi enda reyndi á þá hlið. Þó mætti líka benda á dagskrána sjálfa. Sum atriði há- tíðarinnar hefðu verið ófram- kvæmanleg í stormi eða rigningu sem ekki er óþekkt veður á Suðvestur- landi. Þessu máli gegnir t.d. um há- tíðarmessuna sem að margra mati var höfuðatriði hátíðarinnar. Samt sem áður var því oft lýst yfir að eng- „Umrœðan eftir hátíðina gegnir líka mikilvægu hlutverki. Það er hvorki réttmœtt að bregðast við henni með gífuryrðum né drekkja henni í yfirdrifinni neikvœðni. “ - Dýrðlegir dagar í góðu veðri á frábærum stað. Með og á móti Andvaraleysi J „Mér fmnst dug- leysi kannski vera |H full mikið sagt, •“tSíSP3 margt af þessu er erfitt að ráða við. Mér finnst stjómin hins vegar hafa sýnt ákveðið andvara- leysi með því að segja sífellt að allt sé í besta lagi. Ég minnist þess t. d. að hafa heyrt ráðamenn segja við hverja einustu bensínhækkun á mörgum síðustu mánuðum að nú sé olíuverð komið í hámark. Við erum með allt of háa verðbólgu, allt of mik- in varadagskrá hefði verið gerð. Þarna var tekin áhætta sem hefði geta orðið dýrkeypt en það kom sem betur fer ekki að sök. Þó er um verð- ugt umhugsunarefni að ræða. Ósamræmið Hitt álitamálið lýtur að ósamræm- inu milli áætlaðrar og raunverulegr- ar þátttöku og þeim fiármunum sem þannig fóru í súginn. Það er raun- verulegt vandamál. Um hitt má deila endalaust hvort líta beri svo á að fá- mennt hafi verið á kristnihátíð eða ekki og hvers vegna aðsókn var dræm ef hún telst hafa verið það. Kristnihátíðin var auðvitað haldin i skugga „þjóðvegahátiðarinnar" miklu. Eftirköstin eftir „slysið" 1994 urðu furðulítil strax í kjölfarið. E.t.v. komu þau þó í ljós um daginn. Eftir þá niðurlægingu sem margir upp- lifðu fyrir sex árum var óraunhæft að ætla að alþjóð hlypi til nú. Yfir- völd urðu einfaldlega að sanna sig. Þjóöhátíðarþreyta? Enginn veit þó hvort það hefur tekist. Það skiptir líka máli að marg- ir sem ekki eru komnir á miðjan ald- ur voru nú kallaðir til Þingvalla i þriðja sinn frá 1974. Kannski erum við bara þreytt á þjóðhátíðum. Árin 1930, 1944 og jafnvel 1974 var líka miklu færra í boði en nú er og sam- keppnin einfaldlega minni. E.t.v. heyra þjóðfundir á Þingvöll- um fortíðinni til. Þá þurfum við að finna okkur hóg- værari, einfaldari og ódýrari aðferð- ir til að efla samstöðu okkar eða er það ekki til þess sem við komum saman á Þingvöllum? Hjalti Hugason verðhœkkunum? Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASÍ inn viðskiptahalla og allt of mikla þenslu. Það verður á ná sátt um raunhæfar aðgerðir til þess að slá á þetta allt. Rík- isstjómin hefur daufheyrst við viðvörunum úr ýmsum áttum, t. d. frá Þjóðhagsstofn- un og Seðlabanka. Það er þó alls ekki of seint að grípa til aðgerða. Fjárlagafrumvarp stjómarinnar mun verða ákveðin visbending um stefhu henn- ar, kannski sérstaklega hvað lagt verður til í sambandi við samgöngu- framkvæmdir. Gott fordæmi fyrri nF r„l vor og hluta ársins var tekið á óútskýrð- um verðhækkun- um. Ríkisstjómin gekk á undan með góðu for- dæmi. Margt af því sem menn hafa þurft að berjast við að undanförnu era verðhækkanir erlendis frá og því erfitt um vik að stemma stigu við slíkum hækkunum. Það skýrir margt af því sem hefur hækkað umfram það sem menn hefðu viljað sjá gerast. Það er svo aftur annað mál með innlendar verðhækkanir sem hafa sýnt sig vera meiri en eðlilegt getur talist. Þar hefðu samkeppnisyfirvöld mátt vera betur með á nótunum. Kristján Þetta er ekki bara átaksverk- Páisson efni. Þessi barátta er enda- þirtgmaöur jaus Þetta er ekki sprettur heldur maraþonhlaup. En ég hef trú á að það takist beiti samkeppnisyfirvöld sér.“ Þjóöhagsstofnun hefur lýst yfir vonbrigðum með veröhækkanir að undanförnu. Ummæli Virðisaukaskattur „Mér finnst sjálf- sagt að leita leiða til að lækka verð á mat- vöru, en ég er ekki sannfærð um að nið- urfelling á virðisauka- skattinum sé rétt- látasta leiðin. Ég er hins vegr sammála Guðna Ágústs- syni um að það þurfi að lækka mat- vöruverð og finna til þess leiðir. Ef niðurfelling virðisaukaskattsins er hagkvæmasta leiðin þá erum við til- búin að styðja það, en ég er ekki sannfærð um það í dag.“ Margrét Frímannsdóttir alþm. í Degi 11. júlí . Húsbréfin tryggð „Þar sem viðskipta- vaki er allaf með örugg kauptilboð á Verðbréfa- þingi ættu seljendur húsbréfa ætíð að hafa tryggan kaupanda að bréfum sínum. Þrátt fyrir það er kveðið á um það í samningi, að ef upp kemur alvarleg markaðstruflun að mati íbúðalánasjóðs geti íbúðalánasjóður að höfðu samráði við viðskiptavaka fellt reglur um kaup- og sölugildi tímabundið úr gildi.“ Hallur Magnússon hjá íbúöalánasjóöi í fasteignablaði Mbi. 11. júlí. Klám til jafnréttis? „Stundum heyrist því fleygt að klám standi í veginum fyrir jafnrétti kynj- anna, að klám niðurlægi konur og ali jafnvel á kvenhatri (Russel, 1993). Þó að markaðurinn fyrir klám virðist óneitanlega meira ætlaður þörfum karla og að rannsóknir sýni að fleiri karlar en konur nýti sér efni af því tagi, hefúr það í sjálfu sér ákaflega lft- ið með jafnrétti kynjanna að gera. Klám er einfaldlega fyrirbæri sem sumir sækjast eftir og aðrir ekki. Klám kemur hvorki í veg fyrir jafnrétti kynj- anna né getur klám stuðlað að því.“ Úr Vef-Þjóðviljanum 10. júlí. Afurðaverðslækkun - gengislækkun hjálpar „Það sem verst er í augnablikinu er að við erum að sjá töluverðar afúrðaverðslækkanir frá áramótum. Á móti veröur gengislækkunin í júní til að hjálpa eitt- hvað upp á síðar. Ég held að það sé ástæða fyrir okkur til að vera bjartsýnni með seinni hluta ársins. Við erum með góðar aflaheim ildir sem gefa vel af sér, t.d. í grálúðu. Þorskurinn er þokkalegur líka, þrátt fyrir lækkanir þar. Guöbrandur Sigurðsson, framkvæmda stj. ÚA, í Degi.ll. júlí Forsetafrú tekur við Hjónaband W.J. Clintons og H.R. Clinton hefur lengi verið fréttamannalýð í Washingtonborg mikil ráð- gáta. Sá lýður, sem ég þekki af eigin reynslu, stundar það að yfirgnæfa hvem þann sem spyr vitrænna spurninga í fréttamanna- herbergi Hvíta hússins. Þar eyða miklir hæfileikamenn miklum tíma í svör við fá- ránlegum spumingum. Síðustu tvö ár hafa þess- ar spumingar aðallega snú- ist um þeirra persónulega samband og eru með ólíkindum þau orð sem notuð eru. Ég er enginn byrjandi, ég var þama fyrst í tíð Nixons og þekki marga þá menn sem skrifa í NY Times og W:post og tek þá alvarlega. Long Island Þau umskipti hafa orðið að H.R. Clinton keppir ekki lengur við Rudy Giuliani, hinn illskeytta borgar- stjóra í New York, um öldungadeild- arsætið, heldur við útborgarbúann Rick Lazio frá Halvah sem er næsti bær við Freeport, sem ýmsir þekkja af af- spum. En H.R. Clinton er ekki á heimavelli á Long Is- land, hennar styrkur er Manhattan. New York skiptist í flmm svæði, Manhattan, Brook- lyn, Queens (þar sem flug- völiurinn er), Bronx og Harlem og Richmond county, öðru nafni Staten Island. Einmitt þar hafa Clintonhjónin keypt dýrind- ishús fyrir svimandi upphæð, sem stuðningsmenn þeirra lögðu út fyrir. Rick Lazio er á ýmsan hátt skæð- ari keppinautur fyrir H.R. Clinton en Giuliani var. H.R. Clinton geldur þess að vera utanbæjarmaður, jafn- vel á 20 milljóna svæði. í NY eru menn ekki hrifnir af Chicago, hvað- an hún er ættuð. Verk hans blífa Þegar allt kemur til alls, geta jafn- vel hörðustu hatursmenn Willliam Jefferson Clintons, og hann á ótrú- legaa marga, neitað - eða ekki neitað - að hann hefur á sínum tíma verið sá forseti sem hefur gefið Banda- ríkjamönnum mesta blómaskeið sem um getur frá stofnun Bandaríkjanna á 18. öld. Nokkum veginn allt sem hann hefur gert hefur gengið upp. Menn geta kallað hann „Slick Willie“ eins og þeir gera í Arkansas, en hans verk blífa. Monica og „vin- kona“ hennar, Linda Tripp, setja skugga á hans feril, en af honum verður ekki tekið að hann hefur staðið sig frábærlega í starfi. Nú er komið að Hillary Rodham Cllinton, sem tók ekki nafn eigin- manns síns, heldur kallaði sig Rod- ham þar til fyrir fáum árum. Hvað sem líður Monicumálum eru þau hjón samrýnd með ólíkindum. Bill Clinton hugsaði mikið um hvaða arf- leifð hann skildi eftir sig. Sú arfleifð gæti verið H.R. Clinton, öldunga- deildarþingmaður frá Staten Island, og þau hjón gætu haft mjög mikil áhrif um ókominn tíma. Gunnar Eyþórsson Gunnar Eyþórsson blaöamaöur „Nú er komið að Hillary Rodham Clinton, sem tók ekki nafn eiginmanns síns, held- ur kallaði sig Rodham þar til fyrir fáum árum. Hvað sem líður Monicumálum eru þau hjón samrýnd með ólíkindum. - Þau hjón gœtu haft mjög mikil áhrif um ókominn tima.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.