Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2000
27
í 1
Mohu 1 j
Fighter Maker fyrir
Dreamcast
| '»»HJ j Dreamcast-eig- I
íuJ 'Jli-1 I endur hafa úr i
I nógu að moða I
( þessa dagana, {
..... sem og 1
endranær. Mikill fjöldi af
nýjum leikjum eru á mark-
aðnum og enn fleiri eru á
leiðinni. Einn slíkur er
Fighter Maker sem kom út
fyrir PlayStation fyrir u.þ.b {
ári og gerði ágæta hluti. J
í Fighter Maker gerir leikend-
: um kleift að útbúa sinn eigin
: slagsmálaleik. í leiknum er
j hægt að sérhanna næstum
j allt eftir eigin höfði, útlit
! karakterana, búninga, brögð
i o.s.f.v. Leikurinn er gefinn
i út af leikjafyrirtækinu ASCII
j og er áætlað að hann komi í
: hillur verslana á þessu ári.
PlayStation2 molar
Útgáfudagur
PlayStation2
leikjavélarinn-
ar frá Sony
nálgast óð-
fluga og er fólk farið að spá
og spekúlera í ýmsu varð-
andi það. Það sem skiptir
kannski mestu máli fyrir
neytendur er verðið. Ekki
eru komnar fram neinar
ákveðnar tölur en í Japan
kostaði vélin um 360 dollara
sem er um 29.000 íslenskar
krónur. í Bandaríkjunum er
líklegt aðPlayStation2 vélin
muni kosta það sama og
gamla vélin kostaði á sínum
tíma, eða 299 dollara sem er
um 24.000 íslenskar krónur.
Ef að líkum lætur verður
þessi tala eitthvað hærri í
Evrópu og svo eitthvað
hærri en það hérlendis. Út-
gáfudagur PlayStation2 í
Evrópu er svo 26 október og
þannig að það er um að gera
fyrir leikjavini að hyrja að
safna.
Activision í sókn
u.i.'ni.ian.i' miiiuii Stórfyrirtækið
‘ /íjj7íj- Activision
. 1, i varpaði á dög-
: J-.JjU/ unum ljósi á
........... framtíðaráætl- i
anir fyrirtækisins og kenndi
þar margra grasa. Acti-
vision-fyrirtækið hefur full-
an hug á að græða vel á
næstu misserum og hefur í
hyggju að gefa út tölvuleiki
fyrir Dreamcast, PlayStation, !
PlayStation2, Game Boy
Advance og væntanlega
leikjatölvu Nintendo-fyrir-
tækisins, Dolphin. Acti-
vision hefur útgáfurétt á
mörgum vinsælum titlum
eins og Spiderman, Tony
Hawks Skateboarding og Qu-
ake. Einnig tilkynnti Acti-
vision að fyrirtækið ætlaði j
að fylgja vel eftir útgáfu
PlayStation2 leikjavélarinn- :
ar með tug nýrra leikja, þar :
á meðal Tony Hawks Skate- j
boarding 2. Þetta eru allt
góðar fréttir fyrir leikjavini,
sama hvaða leikjavél þeir
kunna að eiga.
L-
tölvu. tatkni og visinda
rgrai
Titan A.E.-teiknimyndin hefur ekki gengiö sem skyldi og því var hætt viö
leikinn.
Fox hendir leikjum
- er þó hvergi nærri hætt
Leikjafyrirtækið
Fox Interactive
hefur hætt við að
gefa leikinn Titan
A.E. út fyrir
PlayStation og
PC. Ástæöan fyrir
þessu er að teiknimyndin, sem leikur-
inn er byggður á, gerði víst enga
stormandi lukku í Bandarikjunum.
Titan A.E.-leikurinn var til sýnis á E3
sýningunni fyrr í sumar og var hann
þá meira en hálfnaður í framleiðslu.
Fox er í því að hætta við leiki þessa
dagana því leikur fyrir PC, Dreamcast,
PlayStation og Nintendo 64, byggður á
kvikmyndunum Planet of the Apes,
var líka hent í ruslið. Fox Interactive
er reyndar mest í því að framleiða
leiki eftir kvikmyndum og eru þeir því
háðir gengi þeirra varðandi vinsældir
leikjanna.
Þrátt fyrir allt þetta ætlar Fox Inter-
active að gefa leikinn Alien Resurrect-
ion út á næstu misserum. Alien Resur-
rection hefur verið lengi í vinnslu og
Fox er í því að hætta
við leiki þessa dagana
því leik fyrir PC,
Dreamcast, PlaySta-
tion og Nintendo 64
byggður á kvikmynd-
unum Planet of the
Apes var lika hent í
ruslið.
lengi vel gat Fox Interactive ekki
ákveðið hvemig leikur Alien Resur-
rection ætti að vera en hann endar
sem fyrstu persónu skotleikur sem
hæfir svo sem efninu vel.
Aðrir leikir, sem eru á leiðinni frá
Fox Interactive, eru leikimir The
Simpson Wrestling, World Scariest
Police Races og Buffy the Vampire
Slayer. Allir leikimir verða gefnir út
fyrir PlayStation, Dreamcast og PC.
Ekki er víst aö grafíkin veröi alveg jafn-
góö á Game Boy miöaö viö PS One.
Game Boy Advance:
Tekken á ferð og flugi
Game Boy Advance virðist vera að I
hita upp í fólki þessa dagana. Flest j
stóm leikjaútgáfúfyrirtækin hafa til- {
kynnt útgáfú leikja fyrir Game Boy ‘
Advance. Nú hefur leikjafyrirtækið
Namco, sem hefur gefið út leiki eins og i
Tekken-seríuna, Soulblade og Soulcalib- i
ur, gefið í skyn að Tekken sé á leiðinni :
á Game Boy Ádvance. Ef af verður verð- j
ur Game Boy Advance eina leikjavélin j
fyrir utan PlayStation sem hefúr fengið j
heiðurinn af að hýsa Tekken.
Það er vonandi fyrir leikjaunnendur ;
að þetta gangi allt eftir. Það verður j
gaman að sjá hvort leikurinn muni !
halda karaktemum á handleikjavélinni ;
þar sem hún er ekki beint búin mörg- j
um þríviddarhestöflum. Ekki er s
Namco-fyrirtækið enn þá byrjað á !
leiknum svo það er alllangur tími þang- j
að til fólk getur farið að berjast á ferð í i
besta slagsmálaleik sem búinn hefur j
verið til,_________________j
Málaferli :
Bílaframleiðandi
rífst yfir léni
Erjur vegna léntöku em ansi tíðar |
þessa dagana og er eitt slíkt mál er í {
fullum gangi í Bandaríkjunum. Fyrir-
tækið DaimlerChrysler vann fyrstu lotu
í máli sem það hafði höfðað á hendur
manni að nafhi Brad Bargman sem hef-
ur rekið vefsíðu með heitinu dod-
geviper.com í fjögur ár.
Dodgeviper.com er síöa um ágæti
þessa Dodge Viper sem bílaáhuga- i
menn ættu sjálfsagt að kannast viö. í
Brad þessi heldur því fram að vefsíða i
hans sé aðdáendasíða sem ftalli á góðan {
hátt um vöm DaimlerChrysler fyrir- j
tækisins, Dodge Viper (sem er bíll). j
Talsmenn DaimlerChrysler segir að {
fyrst í stað hafi Brad einmitt gert það |
en svo hafi hann farið af stað með upp- i
boð á nafninu á eBay.com og það sé of I
langt gengið. Brad fékkst ekki til að I
segja neitt um þessar uppboðstilraunir. {
Brad hefúr ákveðið að áfrýja málinu og {
er fúllviss að vinna lotu númer 2. Brad, j
sem ekur um á Dodge Viper, hefur ekk- í
ert sagt um hvort hann hyggist skipta 1
yfir á japanskan bíl í kjölfar málaferl- j
anna.
Square hreinsar af lagernum
- endurútgefur þrjá leiki í Japan
Það er margt
gert til að selja
upp gamla lag-
era og eru gaml-
ir lagerar af
tölvuleikjum
engin undan-
tekning þar á. Square, tölvuleikja-
fyrirtækiö vel þekkta, er einmitt
þessa dagana að reyna gera meira
pláss á lagemum og hefur líklega í
því skyni ákveðið að gefa þrjá
gamla leiki út aftur í Japan. Leikir
þessir eru Chrono Cross, Xenogears
og Parasite Eve 2. Allt eru þetta
ágætir titlar sem ættu að geta selt
sig sjálflr en til að festa japanska
neytendur enn betur í netinu fylgja
alls konar aukahlutir leikjunum.
T.d fylgir glas af ilmvatni Parasite
Eve 2 og plastflgúrur hinum leikj-
unum. Til að toppa allt saman eru
leikirnir svo kynntir sem eins kon-
ar þúsaldarútgáfur. Japanir virðast
Leikjaunnendum í Japan líkar vel viö sérútgáfur.
vera eitthvað sérstaklega upprifnir og sést kannski best á viðtökum
yflr öllum svona aukaútgáfum eins þeirra við PS One leikjavélinni.
Þann 16. ágúst mun veglegt sérblað um mótorsport fylgja ÐV.
Meöal efnis í blaðinu:
Saga torfærunnar f máli og myndum. : r *
Viötöl viö formenn akstursíþróttasambandanna. “■*'
Rallkrosssumariö gert upp
íslandsmótin í torfæru.
Alþjóöaralliö o.m.fl. -
Umsjón efnis hefur
Jóhann A. Kristjánsson
sími 568 9864
netfang: jak@isnlennt.is
Umsjón auglýsinga hefur
Harpa Haraldsdóttir
slrni 550 5722,
netfang: harpa@ff.is
Auglýsendur, athugiö aö síðasti pöntunardagur auglýsinga er fimmtudagurinn 11. ágúst